Tíminn - 15.09.1990, Qupperneq 10

Tíminn - 15.09.1990, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 15. september 1990 Flugvélar um sjöundi hluti heildarinnflutnings á árinu: Engin uppsveif la hjá heildsölum Almennur innflutningur var aðeins um 1% meiri fyrstu sjö mán- uðina í ár heldur en á sama tímabili í fyrra, reiknað á sama gengi. í heild hefur innflutningur þó aukist um 8% milli ára, en þar munar mest um kaup á flugvélum fýrir 6.900 milljónir kr., en þau flugvélakaup nema nær 7. hluta af öllum innflutningi til landsins á tímabilinu. Vöruskiptajöfnuður er eigi að síður hagstæður um 4.200 m.kr., enda útflutningur einnig aukist um rúmlega 5% mið- að við sama tímabil í fyrra. Um 8.300 m.kr. fengust íyrir út- flutningsvörur Iandsmanna í júlí sem var 12% aukning milli ára. Innflutn- ingur var miklu minni eða 6.430 m.kr. sem er 1% minna en í fyrra. Frá áramótum til júliloka voru flutt- ar út vörur fyrir 54.700 m.kr. Þar af fengust 42.700 m.kr. fyrir sjávaraf- urðir, sem er nær 12% aukning frá sama tímabili í fyrra. Útflutningur áls minnkaði aftur á móti um 11% milli ára. var rúmlega 50.500 m.kr. á sama tíma. Þar af voru almenn vörukaup um 35.500 m.kr., sem aðeins er 1,6% aukning milli ára. Olía var keypt fyr- ir 3.600 m.kr. þessa sjö mánuði, eða 4% lægri upphæð en í fyrra. Um 3.600 m.kr. innflutningur stór- iðjufyrirtækjanna þýðir hins vegar nær þriðjungs aukningu milli ára. Og flugvélar hafa íslendingar keypt fyrir nær tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Frá komu fastaflota Nató til Reykjavíkur (byrjun mánaöarins. Tfmamynd: Aml BJama Heildarinnflutningur landsmanna -HEI SAUMA- OG PRJÓNANÁMSKEIÐ tísku-og handavinnuklúbbsins „Nýtt af nálinni" verða á næst- unni haldin víða um landið. Klúbburinn er runninn und- an riflum bókaforiagsins Vöku-Helgafells og er þetta í fjórða skipti sem slík námskeið eru haldin. TVEIR ISLENDINGAR BÍÐA EFTIR HJARTA- OG LUNGNAFLUTNINGI Kjarnorkuvopn í Reykjavíkurhöfn? Samtök herstöðvaandstæðinga hafa afhent forsætisráðherra bréf þar sem vakin er athygli á komu sjö skipa úr fastaflota Nató til Reykjavíkur31. ágústtil 2. september. Samkvæmt upplýsing- um sem koma fram í ritinu „Nuclear warships and naval nuclear weapons: A complete inventory“ eftir Joshua Handler og William M. Arkin, geta tvö þessara skipa borið kjamorkuvopn. Nató hefur þá stefnu að gefa eng- ar upplýsingar um veru kjamorku- vopna í herskipum sínum. Litið er á upplýsingar um staðsetningu kjam- orkuvopna á höfunum sem hemað- arleyndarmál. í bréfi Samtaka herstöðvaandstæð- inga er vakin athygli á þeirri hættu sem gæti skapast hafi umrædd skip verið með kjamorkuvopn innan- borðs meðan þau lágu við festar f Reykjavíkurhöfn. Minnt er á sam- þykkt Alþingis frá 1985, en þar var því lýst yfir að kjamorkuvopn mætti undir engum kringumstæðum stað- setja á íslandi. í lok bréfsins beina herstöðvaand- stæðingar tveimur spumingum til ríkisstjómarinnar: „Hvaða trygg- ingu höfum við íslendingar fyrir því að engin kjamorkuvopn hafí verið um borð i skipunum í Reykjavíkur- höfh? Vom bandarísk og bresk hemaðaryfirvöld spurð um tilvist slíkra vopna og hver vom þá svör þeirra?“ Forsætisráðherra lét svo ummælt þegar hann tók við bréfinu að sér hefðu ekki borist upplýsingar um komu skipanna fyrr en þau lögðust að bryggju í Reykjavík. Hann sagð- ist telja víst að ekki hefði verið spurt um hvort kjamorkuvopn væm í skipunum. Ráðherra sagðist hins vegar ætla að kanna það og búast mætti við svari fljótlega. -EÓ Eyjafjörður: Undirritaður samningur um stofnun héraðsnefndar Undirrítaöur hefur veríð samningur um formlega Stofnun Héraðs- nefndar Eyjaflaröar. Aðild að hér- aðsnefndinni eiga öll sveitarféiög við Eyjaflörð að Svalbarðsstrand- arhreppi undanskildum. Alls eiga sæti í nefndinni 21 fulttrúi frá 12 sveHarféiögum; 5 frá Akureyri, 2 frá Dalvík og Ólafsfirði, og 1 firá hverjum hreppanna. í héraðsráði sem fer með umboð Tvær íslenskar konur bíða nú eftir því að komast f aðgerð á Brompton- sjúkrahúsinu í London, þar sem skipt yrði um hjarta og lungu í þeim. Auk þeirra bíður ein kona eftir aðgerð þar sem skipt verður um lunga í henni. Kona um fimmtugt bíður í London eftir aðgerðinni sem dr. Magdi Yacoub hjartaskurðlæknir mun fram- kvæma. Sú sem bíður eftir nýju lunga er einmitt dóttir hennar, en þær eru með sjaldgæfan arfgengan lungnasjúkdóm, sem einnig getur iagst á hjartað. Hin konan sem bíður eftir hjarta- og lungnaflutningi er á Islandi og er tilbúin að fara um leið og hægt verður að gera aögerðina. Enginn veit hvað biðtíminn getur verið langur en allt byggist þetta á því að til staðar sé líffæri sem henti viðkomandi sjúklingi. Elínu Bimu Harðardóttur, sem gekkst undir hjartaígræðslu í byrjun ágúst, iiður mjög vel og gengur allt framar vonum. Von er á henni heim í lok október. —SE nefhdarinnar á milli funda eiga sæti 5 fúlltrúar. Héraðsnefnd Eyjafjarðar tók í raun til starfa árið 1988, en hún leysti gömlu sýslunefndina af hólmi. Nú hafa hins vegar kaupstaðimir, Dalvík Ólafsfjörður og Akureyri, gerst aðilar að nefiidinni, og því var nýr samning- ur undirritaður. Samningurinn kveður fyrst og ffemst á um starfssvið héraðs- nefhdar. Verkefhin eru maigvisleg, en ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA: Ný hlutabréf sett á almennan markað Hafin er sala nýrra hlutabréfa í Utgerðarfélagi Akureyringa. Að þessu slnni verða boðin út hlutabréf á nafrívlrði 24.3 milljónir króna, og veröa þau seld á genginu 3.0. Samkvæmt ákvörðun stjómar Útgerð- arfélagsins er hámark hlutaflár, sem einstakir kaupendur geta skráð sig fyrir, 300 þúsund krónur. Á aðaifúndi Útgerðarfélags Ak- ureyringa var samþykkt aö auka hlutafé félagsins um 100 míUjónir, i 430 mUljónir. Að þessu sinni voru boðin út hlutabréf að nafnvirði 50 miUjónir. Núverandi hiuthafar nýttu sér forkaupsrétt að ríflega helmingi hlutabréfanna, en það sem eftir var, 24.269.250 kr., er boðið út á almennum markaðL Óskir um hiutabréfakaup sem berast fram tíl 21. september verða afgreiddar 24. september. Nemi samanlagðar ósldr hærri upphæð en hlutafjárútboðið kveö- ur á um verður umsækjendum út- hlutað kaupréttí hlutfaUslega. Óskir kaupenda sem berast eftír 21. september verða þá aðeins af- greiddar, að einhverjum Iduta- bréfum sé enn óráðstafað. Stjórn Útgerðarfclagsins ráðgerir aö nota nýtt hlutafé tU endurnýj- unar á framleiðslutækjum, auka veltufjárbiutfaU og tíl að auka aflaheimUdir. Hlutafé Útgerðarfélagsins hefur ekki verið aukið undanfarin 3 ár. Fyrir útboð voru skráðir hlutbaf- ar um 770 talsins. Stærstu hluthaf- arnir eru Akureyrarbær með 70.78%, Kaupfélag Eyfirðingu með 9.02%, SUppstððin á Akur- eyri með 730% og Hampiðjan hf. með 539%. hiá- AkureyrL það sem helst hefúr verið á döfinni að undanfömu er álmálið. Samkvæmt upplýsingum Tímans, mun samstarf sveitarfélaga við Eyjafjörð aukast enn frekar með tilkomu héraðsnefhdarinn- ar, og svæðið mun í framtiðinni verða hugsað sem ein heild, sérstaklega með tilliti til atvinnuuppbyggingar. Fjárhagsáætlun nefndarinnar var miðuð við aðild fámennari sveitarfé- laga, og þar sem kaupstaðimir hafa nú gerst aðilar, þarf að endurskoða fjár- hagsáætlunina. Formaður Héraðsnefndar Eyjafjarðar er Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. hiá-akureyri. Stéttar- samband gegn aðild aóEB Á aðalfúndi Stéttarsambands bænda var ályktað eftirfarandi: „Aðalfúndur Stéttarsambands bænda 1990 lýsir fyllstu andstöðu við aðild Islands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu — og öðm valdaafsali íslensku þjóðarinnar, hveiju nafni sem það nefnist."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.