Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. september 1990 ÚTLÖND Fréttayfirlit PARlS - Franska utanrikisráðu- neytið tilkynnti i gær að írakskar hersveitir hefðu ráðist inn á heimili franska sendiherrans f Kúvæt og numið brott fjórar manneskjur. Meðal þeirra, sem numdir voru brott, var franskur hemaðarráðgjafi. BAGDAÐ - Stjómvöld (Irak gáfu i gær út tilskipun um þrengri reglur um matarskömmt- un í landinu. Þessi tilskipun kemur réttum tveimur vikum eftir að skömmtun matvæla var tekin upp í kjölfar árangursríks við- skiptabanns á (rak og Kúvæt. Embættismenn (Bagdað sögðu (gær að flest benti til að (rakar myndu hafna tillögu um að Sam- einuðu þjóðimar hefðu eftirlit með dreifingu neyðarvista til þeirra tugþúsunda útlendinga frá þriðja heiminum sem nú eru strandaglópar ((rak. NÝJA-DEHLÍ - Indverskt flutn- ingaskip, sem flytur um 10 þús- und lestir matvæla, mun trúlega leggja af stað til Persaflóa i dag eða á morgun, en Sameinuðu þjóðimar hafa loks fallist á beiðni indverskra stjómvalda um að fá að flytja mat til illa haldinna Ind- vetja sem fastir eru í írak og Kú- væt. Að sögn indverskra emb- ættismanna er gert ráð fyrir að skipið muni koma til baka með einhvem hluta þeirra 125 þús- und Indverja sem eru i Kúvæt. TOKÍÓ - Japönsk stjómvöld hyggjast senda mikinn liðstyrk til Persaflóa, sem á að sjá um að- stoð í formi tæknimanna, sjúkra- liða og þjónustuliðs. Enn er tek- ist á um það (Tókíó hvort senda eigi hermenn til Persaflóa, en japönsk stjómvöld liggja undir ámæli frá Bandaríkjamönnum um að leggja lítið af mörkum vegna Persaflóadeilunnar. AMMAN - Deilan við Persaflóa er farin að hafa veruleg áhrif á efnahagsástandið í Jórdaníu. Samhliða hafa vonir manna um efnahagsbata brostið og hörm- ungarástand blasir við. Er nú svo komið að einungis mikil er- lend aðstoð, sem kæmi fljótt og ( stórum skömmtum geti afstýrt slíku hörmungarástandi að dómi embættismanna og hagfræð- inga. BONN - Þjóðverjar hafa nú ákveðið að leggja til flutninga- skip og flugvélar vegna hinnar miklu hemaðaruppbyggingar viö Persafóla að sögn vestur-þýsks stjómarerindreka. Bandaríkja- menn hafa að undanfömu beitt Þjóðverja sfvaxandi þrýstingu um að leggja meira af mörkum vegna ástandsins við Persaflóa. BRUSSEL - Árgreiningur inn- an Evrópubandalagsins um tímasetningar og hlut einstakra landa gæti seinkað afgreiðslu á fjárhagsaðstoð EB við Tyrkland, Egyptaiand og Jórdaníu sögðu embættismenn I Bmssel í gær. Aðstoðin átti að vega upp á móti þvi tjóni sem þessi ríki hafa orð- ið fyrir vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna á (rak og Kúvæt. DAMASKUS - Búist er við að Sýrlendingar muni fá greiddar háar fjámpphæðir frá ríkum ar- abaþjóðum sem vilja taka þátt i kostnaðinum sem hlýst af því að senda fleiri sýrienskar hersveitir til Saúdí- Arabíu. Einnig er talið líklegt aö Bandaríkjamenn vilji bera einhvem hluta af þessum kostnaði. JOHANNESARBORG - F.W. de Clerk, forseti S-Afriku og Nel- son Mandela forseti Afríska þjóðarráðsins hittust (gær í ann- að sinn á þremur dögum til aö ræða um lausn á ættbálkastríði þeldökkra i landinu. De Cleerk boðaði að nýjar aðgerðir til aö stemma stigu við ofbeldinu yrðu kynntar í næstu viku. LUNDÚNIR - Verðbólguhrað- inn í Bretlandi i ágúst var kom- inn yfir 10%. Það er (fýrsta sinn i átta ár sem verðbólga þar mæl- ist í tveggja stafa tölu, og er þetta talið hafa sálfræðilega nei- kvæð áhrif á athafnalífið. Verð- lagsvisitala mældi 10,6% verð- bólgu i ágúst en hún mældi 9,8% i júní og júlí. Utanríkis- ráðherrar fordæma innrás íraka Á fundi utanríkisráðherra Norður- landa, sem haldinn var í Molde í Nor- egi og lauk I fyrradag, varmeðal ann- ars samþykkt sérstök yfirlýsing þar sem innrás íraka í Kúvæt er for- dæmd, lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Sameinuðu Þjóðanna vegna innrásarinnar o.fl.. í yfirlýsingunni segir m.a. að utan- ríkisráðherramir krefjist þess að ír- akar fari þegar að tilskipun öryggis- ráðs SÞ og flytji allt herlið sitt á brott. Ráðherramir leggja áherslu á mikil- vægi þess að riki fari að ályktun ör- yggisráðsins um viðskiptabann gagn- vart írak. Bannið segja þeir marka vendipunkt i sögu SÞ og beri vitni þeim vilja þjóða heimsins að tryggja öryggi samkvæmt alþjóðalögum. Jafhffamt lýsa þeir yfir áhyggjum sínum varðandi líðan þeirra hundrað þúsunda sem hafa orðið að yfirgefa heimili sín og flýja Kúvæt. Ráðherr- amir fordæma töku gísla og segja einnig hveija tilraun Iraka til stjóm- arstarfa i Kúvæt marklausa. jkb TRAKTOR-KNÚNAR VARA-RAFSTÖÐVAR Eins eða Þriggja fasa. Stærð- irfrá 10 K.V.A. COMPACT ¥ÉDJ\[R& Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Útboð Hólmavíkurvegur norðan Borðeyrar í Hrútafirði ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASlMI 680001 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd kafla 1,7 km, fylling 6.000 rúmmetrar og neðra burðarlag 7.400 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. desember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 1. október 1990. Vegamálastjóri. Tíminn 19 VATRYGGINGAFELAG tIBJ íslandshf ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Nissan 200 SX árgerð 1990 Chevrolet Monza Classic árgerð 1988 Subaru 1800 station árgerð 1988 Suzuki Swift árgerð 1988 Honda Civic árgerð 1988 MMC L 300 Minibus árgerð 1988 Lada Samara 1500 árgerð 1988 Buick Riviera árgerð 1987 Subaru 1800 Station árgerð 1987 Lada 1500 station árgerð 1987 MMC Galant 2000 árgerð 1987 Lada 1500 station árgerð 1986 Toyota Corolla 1300 árgerð 1986 Subaru 1800 Station árgerð 1984 Toyota Tercel DL árgerð 1983 MMC Cordia 1600 árgerð 1983 Honda Accord árgerð 1982 MMC Colt 1200 GL árgerð 1980 Mazda 626 árgerð 1980 Bifreiðarnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 17. september 1990, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: í Borgarnesi: Subaru 1800 station árgerð 1988 Á Blönduósi: Subaru Justy J10 árgerð 1988 Á Siglufirði: Ford Sierra XR4 árgerð 1984 Á Egilsstöðum: Mazda árgerð 1981 Á Hvolsvelli: Mazda 323 2000 árgerð 1979 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 17 sama dag. Vátryggingafélag íslands h.f. - Ökutækjadeild - Til sölu húseignir á Barðaströnd og Vopnafirði Kauptilboð óskast í dýralæknisbústaðinn Kross- holt hjá Birkimel á Barðaströnd, samtals 755 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 15.122.000.00. Húsið verður til sýnis í samráði við Kristján Þórðarson, Breiðalæk, sími: 94-2021. Kauptilboð óskast í Torfastaðaskóla í Vopnafirði, samtals 2580 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 28.350.000.00. Húsið verðurtil sýnis I samráði við Vilmund Gíslason, sveitarstjóra Vopnafjarðar- hrepps (sími: 97-31122). Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð leggist inn á sama stað eigi síðar en kl. 11:00 þann 27. september 1990 og verða þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFNUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.