Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 12
20 Tíminn Laugardagur 15. september 1990 MINNING Bjami Sigurbjömsson Fæddur 24. nóvember 1916 Dáinn 10. september 1990 í dag er til moldar borinn í Sauð- lauksdalskirkjugarði Bjarni Sigur- björnsson, fyrram bóndi i Hænuvík. Bjarni var fæddur að GeitagiH í Ör- lygshöfh, sonur hjónanna Ólafiu Magnúsdóttur og Sigurbjörns Guð- jónssonar, sem lengi bjuggu í Hænu- vík við Patreksfjörð. Heimili þeirra hjóna mátti með sanni teljast menn- ingarheimili eins og þau gerðust best til sveita á þeirri tíð og gestrisnin rómuð. Bömin urðu mörg og því þröngt á þingi að jafhaði. Bjarni vandist því snemma að taka tillit til náungans, lifa í friði við skyldmenni jafiit sem vandalausa. Hann varð ungur fyrir þeirri raun að missa fjögur stálpuð systkini úr hin- frá Hænuvík um mannskæðu berklum, en „hvíti dauðinn" hjó stórt strandhögg i raðir æskufólks í Hænuvik á kreppuárun- um. Harmurinn var stór, en hann var borinn í hljóði. Karlmennskan var aðalsmerki Bjarna og óbugaður var hann til hinstu stundar, þrátt fyrir langvinnt og erfitt sjúkdómsstríð. Árið 1946 gekk Bjami að eiga Dag- björgu Unu Ólafsdóttur, sem alist hafði upp i Hænuvík, en þar var jafh- an margbýlt á þessum árum. Dag- björg var dóttir hjónanna Gróu Brandsdóttur og Ólafs Péturssonar, sem síðast bjuggu i Hænuvík, áður á Sellátranesi. Þau Bjarni og Dagbjörg settu saman bú i Hænuvík á 1/4 hluta jarðarinnar. Olnbogarýmið var ekki mikið, enda sótti húsbóndinn löngum vinnu út fyrir heimilið, síðast og lengst sem ýtustjóri við vegagerð og 7*^T ^mim T Ö L V U N O T E N D U R Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrír tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. fm l'KIMSMIDIANm Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Tilkynning frá Vátryggingafélagi íslands Viðskiptavinir vinsamlegast athugið breyttan opn- unartíma. Frá og með mánudeginum 17. september verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 9.00 til 17.00. Vátryggingafélag íslands. Styrkir til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1990. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs og eru umsóknir því aðeins gildar að eyðublöð Kvikmyndasjóðs séu útfyllt samkvæmt skilyrðum sjóðsins. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands. jarðabætur, sem mjög var unnið að á þessum slóðum eftir miðja öldina. Munu þeir fáir vegslóðamir í vestur- byggðum Barðastrandarsýslu sem Bjami í Hænuvik nálgaðist ekki ein- hvem tíma með ýtutönn að vopni, veltandi stórgrýtisbjörgum, skerandi snarbrattar skriður eða öslandi ótræð- ismýrar. Stóru verkefhin heilluðu hann jafhan, hugurinn festist lítt við daglegt dund. . En þar sem hafið mætir klettóttri strönd vann hann sín stærstu afrek. Þar átti hann einnig sínar sælustu stundir. Hann var á yngri árum með færustu bjargmönnum sveitarinnar og lagði m.a. gjörva hönd að hinu frækilega björgunarafreki við Látra- bjarg 1947. Þá stundaði hann mikið sjómennsku framan af ævi. Kjarkurinn og æðm- leysið var gott veganesti við slík störf á styrjaldarárunum. Hin síðari búskaparár í Hænuvík rýmkaðist hagur þeirra Hænuvíkur- hjóna, hálflendan í Hænuvík (ytri jörðin) losnaði úr ábúð um miðjan 7. áratuginn, bömin komust á legg og afkoman batnaði. Veturinn 1980-81 varð áfallasamur í lífi þeirra. Náinn samstarfsmaður Bjarna lést þá af slysföram, langt fyr- ir aldur fram, og um vorið misstu þau dótturson sinn frumvaxta með svip- legum hætti. Eftir það fóru þau að hugsa til búferlaflutnings af þeim slóðum þar sem allar þeirra rætur lágu, allt frá bemskutíð. Árið 1982 fluttu þau í þorpið á Patreksfirði, en einn sonurinn, Guðjón, tók við bú- skapnum í Hænuvík. Hænuvík getur engan veginn talist með hlýlegri stöðum á íslandi, a.m.k. ekki við fyrstu sýn. En sá sem dvelur þar eina bjarta og kyrra vomótt fer ekki ósnortinn á braut. Þegar grjótið verður rautt, bárumar logagylltar og döggin á grasinu eins og silfurslæða, lifhar umhverfið og verður hluti af manni sjálfum. Og þeir sem í æsku hafa notið nálægðar við fjöruna, urð- irnar, lækina og klettana komast seint í kynni við aðra eins ævintýraveröld. Fyrir utan heillar hafið þá sem láta sig dreyma ómældar víðáttur, bjart og fagurt á góðviðrisdögum, grátt og úfið í stórviðrum, dimmt og dular- fullt á vetramóttum. Já, minningarnar frá Hænuvík vakna og söknuður fyllir hjartað. Við kveðjum kæran og minnisstæðan foður. Þó er söknuður okkar ástkæm móður sárastur. Hún hefur misst mest. Megi himnafaðirinn styrkja hana í þrautum sínum, já megi okkur öllum auðnast að gera henni fráfall hjartfólgins eiginmanns sem léttbær- ast. Bjarni í Hænuvík er lagður upp í sinn hinsta leiðangur. Þjáningamar era að baki. Við sjáum hann fyrir okkur brosmildan og léttan í spori leita á vit hins óþekkta, ódeigan og hressan í viðmóti sem fyrr. Megi hin bjarta mynd af okkar ágæta foður geymast í minningunni um ókomin ár. Systkinin frá Hænuvík. Bjami Sigurvin Sigurbjömsson and- aðist að morgni 10. september á Borgarspítalanum í Reykjavík. Hann var fæddur 24. nóvember árið 1916 á Geitagili í Rauðasandshreppi, sonur hjónanna Ólaflu Magnúsdóttur frá Hnjóti og Sigurbjöms Guðjóns- sonar, bónda á Geitagili í sömu sveit. Bjami var næst elstur sinna systkina. Þegar hann var fárra ára fluttust for- eldrar hans að Hænuvík, þar sem hann ólst upp i stórum hópi systkina. Og þar átti hann heitna þar til þau hjón fluttu á Patreksfjörð fyrir fáum árum síðan. Heimilið í Hænuvík var mikið menningarheimili. Foreldrar Bjama voru bæði mjög félagslynd og tóku mikinn þátt í félagsmálum sveitar- innar. Þá vora ungmennafélögin f miklum blóma og voru þau þar fram- arlega í flokki. Þau vora mjög söng- elsk og Sigurbjörn var góður orgel- leikari. Sömuleiðis var hann mikill samvinnumaður, og var lengi fram- kvæmdastjóri kaupfélagsins i sveit- inni og með rekstur þess á sínu heim- ili. Það var því æði oft gestkvæmt á heimilinu á þeim árum þegar mest var farið gangandi á milli bæja. Bjami ólst upp í því andrámslofti að vera góður gestgjafi. Ég var ekki gamall er ég fór að koma fyrst inn á þetta heimili, en þær vora systur mæður okkar og mjög kært á milli þeirra. Mér fannst eins og ég ætti þar annað heimili frá því ég kom þar fyrst. Þetta breyttist ekki þó Bjarni og Dæja stofhuðu sitt heimili og foreldr- ar hans flyttu burt. Það væri af nógu að taka ef rifja ætti upp þó ekki væri nema lítið af því sem við Bjarni áttum saman að sælda þau ár sem við voram nágrannar. Oft þurfti ég að leita til hans með við- gerðir á vélum og fleira. Þá vora ótaldar ferðimar sem hann og fleiri fóra fyrir mig að ná kindum úr klettum, en Bjami var einn af fær- ustu bjargmðnnum sveitarinnar. En það er svo margs að minnast og sumt sem ég get ekki komið orðum að. Ég þakka Bjarna, konu hans og börnum fyrir samfylgdina, engu sið- ur fyrir strjála samfundi á seinni ár- um, eftir að lengra varð á milli okkar. Þessi fátæku orð eru skrifuð mér til hugarhægðar, með þakklæti fyrir allt, og þá vona ég að ég tali fyrir hönd systkina minna og okkar venslafólks. Dagbjörgu, bömum þeirra og tengdabömum votta ég hugheilar samúðarkveðjur. Ingvar. Bjarni Pálsson Fæddur 4. október 1905 Dáinn 9. september 1990 Bjami Pálsson fæddist að Seljalandi í Fljótshverfi 4. okt. 1905, hinn fimmti í röðinni af fimmtán systkin- um, auk eins hálfbróðurs. Foreldrar Bjarna vora Málfriður Þórarinsdóttir og Páll Bjamason. Móðir Málfríðar var Kristín Jónsdóttir, bónda á Dals- höfða í Fljótshverfi Magnússonar, en faðir Málfríðar var Þórarinn Þórar- insson, bónda á Seljalandi Eyjólfs- sonar. Páll var sonur Bjama bónda og hreppstjóra í Hörgsdal á Síðu Bjarna- sonar hreppstjóra á Keldunúpi og Helgu, yngstu dóttur sr. Páls Pálsson- ar prófasts i Hörgsdal. Málfriður og Páll byrjuðu sinn bú- skap á Seljalandí í tvíbýli við foreldra Málfríðar. Efhi vora góð á Seljalandi á þeim árum, en í hönd fóru erfiðir tímar. í páskaáhlaupi 1917 tapaðist nær helmingur fjárstofhsins, ær króknuðu lambfullar. Bóndinn lagð- ist í brjósthimnubólgu um sumarið og lá rámfastur í hálft annað ár. Vorið 1918 var með eindæmum kalt og sumarið graslítið. Kötlugos í október 1918 bætti gráu ofan á svart og eyði- lagði alla beit. Bústofhinn komst nið- ur í 60 kindur, 2 kýr og nokkur hross til að framfleyta þrettán bama heim- ili. Heilsa bóndans var brostin, en elstu bömin léttu nú undir, og með seiglu, útsjónarsemi og æðruleysi komst heimilið gegnum þessar þrengingar án nokkurra opinberra styrkja. Bömin komust öll á legg og döfhuðu vel. Bræðumir réðust sem unglingar í vinnu á næstu bæi, og hinir elstu fóru til sjós á vetrum, gangandi um langan veg. Þannig lögðu þeir heimilinu drjúgt til og því var veitt eftirtekt, að systkinin frá Seljalandi bára með sér þann brag, sem einkenndi fólk frá góðum heim- ilum. Þegar Páll bóndi lést af lungnabólgu árið 1922 tók elsti sonurinn, Þórar- inn, við búsforráðum ásamt móður sinni. Ári seinna gerðist Bjami vinnumaður hjá Jóni bónda Jónssyni á Teigingalæk. Bjarni var harðdug- legur til allra verka, eltist við kindur um hraun og heiðar og dró veiði úr ósnum, en glaðastur var hann þegar gerði góðan þerri fyrir húsbóndann. Árið 1930 fluttist Bjami að Maríu- bakka í Fljótshverfi og kvæntist þar Sólveigu Sigurðardóttur ljósmóður. Sólveig var fædd 1898 að Kálfafelli, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Guðránar Hansvíumsdóttur, en þau gerðust ábúendur á Maríubakka 1901. Bjami og Sólveig bjuggu á Maríubakka fram til ársins 1937, en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Bjarni réðst i vinnu hjá Blikksmiðju Guðmundar Breiðfjörð, en Guðrún kona Guðmundar var foðursystir Bjama. Þar stundaði Bjami ofha- smíði i ein 20 ár, fyrst sem smiður en síðar verkstjóri. Hann þótti laginn, vandvirkur og afkastamikill verk- maður. Bjámi var síðan ráðinn til Hafharstjóra Reykjavíkur og tók við rekstri Hafharbaðanna á móti Páli bróður sínum eftir að mágur hans, Guðbjartur Bjömsson, maður Helgu systur Bjama, féll frá árið 1957. Bjami var jafhlyndur trámaður. Hann var félagslyndur og i nálægð hans fundu menn hlýju og góðleika. Þau Sólveig vora um margt ólík en samrýmd. Þegar heilsu hennar tók að hraka, annaðist Bjami hana af sér- stakri hugulsemi. Þeim varð ekki bama auðið. Þegar leið að ævikvöldi, ánöfhuðu þau Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi i Hafharfirði eig- ur sínar, og þar naut Sólveig hjúkran- ar síðustu mánuði, áður en hún lést árið 1986. Eftir að Bjami var einn orðinn, naut hann félagsskapar við Helgu systur sína, sem bjó gegnt honum í Stór- holti, en síðar fékk hann inni í rað- húsi fyrir aldraða hjá Sólvangi, og lagði starfsfólk þar sig allt fram til að gera honum ævilokin sem ánægju- legust. Á Sólvangi naut hann félags við aðra. Hann stundaði einnig gönguferðir og hélt reisn og beinu baki fram á síðustu daga. Hann var næmur á tónlist og lék á orgel sér til ánægju. Þrátt fyrir erfið og fábrotin lífskjör taldi hann sig hafa verið gæfumann og skildi sáttur við þennan heim. Sveinbjörn Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.