Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 13
Láúgardagur 15. september 1990 Tfmirtri2f ¦ MINNING Þorsteinn Kristleifsson bóndi að Gullberastöðum Fæddur 4. október 1890 Dáinn 7. september 1990 Ég ætla ekki að skrífa æfisögu eða ættartölu þessa vinar míns. Ég vil aðeins minnast hans sem vin- ar og samverkamanns. Þorsteinn var fæddur að Uppsölum í Hálsasveit f Borgarfirði 4. október 1890. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. september 1990 og vant- aði hann þá aðeins 27 daga til þess að ná 100 ára aldri. Við gamlir samstarfsmenn hans og vinir vorum að fagna þvi að halda 100 ára árið hans hátíðlegt og hafa hann þá með okkur, sem heiðursgest. En þeim sem öllu ræður sýndist ann- að og við beygjum höfuð okkar í þögn og hlítum þeim dómi. Enda skiljum við það öll að þegar andlegt og líkamlegt þrek er bilað, heldur enginn maður gleðisamkomu. Og þó var það svo að þessi síungi öldungur hélt undravel heilsu sinni, glaðværð, minni og fróðleik fram á sin síðustu misseri. Það var naumast fyrr en á síðast- liðnu vori að maður fann að hin and- lega hreysti hans var að gefa sig. Þorsteinn fæddist að Uppsölum í Hálsasveit eins og fyrr segir. Hann missti móður sína ungur, en hún var Andrína Einarsdóttir frá Urriðafossi í Árnessýslu. Hann ólst þvi upp með föður sínum, sem var Kristleifur Þor- steinsson frá Húsafelli, af ætt Snorra prests. Kristleifur flutti litlu eftir lát fyrri konu sinnar að Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal og þar ólust fyrri konu börn hans upp með föður sínum og stjúpu, sem var Snjáfríður Pétuisdóttir frá Grund í Skorradal. Þorsteinn safhaði i uppvextinum ágætum kröftum, bæði að þekkingu og þreki. Stóri- Kroppur var á dögum Kristleifs al- þekkt mennta- og menningarheimili. Mig minnir að Þorsteinn stundaði einn vetur nám í skóla séra Ólafs Ól- afssonar, prófasts að Hjarðarholti í Dölum. Að öðru leyti var heimili hans, starf og vinna bæði á sjó og landi hans mesti og besti skóli. Það segir sina sögu að Þorsteinn var val- inn barnakennari í sveit sinni jafhvel eftir að hann var orðinn bóndi sjálfur. Öllum börnunum þótti gott að njóta tilsagnar hans. Að fylltum sínuni þroskaárum gift- ist Þorsteinn Kristínu Vigfusdóttur frá Gullberastöðum i Lundarreykja- dal. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp frá bernsku tvær stúlkur og komu þeim til þroska. Þau hjónin hófu búskap að Hægindi í Reykholtsdal og bjuggu þar í nokk- ur ár. Árið 1926 fluttust þau hjónin að Gullberastöðum og bjuggu þar í tæp 40 ár. Þorsteinn hafði ekki búið lengi í Lundarreykjadal þegar hlóðust á hann mörg ábyrgðar- og trúnaðar- störf, sem hann gegndi langa stund með einstakri árvekni og trú- mennsku. Árið 1965 seldi Þorsteinn Gullbera- staði, enda þá orðinn ekkjumaður. Um leið og hann lét af búskap keypti hann íbúð í Borgarnesi og átti þar heima til dauðadags. Honum fylgdi alla tíð fræðimál og gleðimál og hin íslenska gestrisni var honum líf og yndi alla tíð. Ég hóf búskap á Skálpastöðum í Lundarreykjadal vorið 1930 og varð það æfistarf mitt. Mér er mikil ánægja að votta það að við nafnar áttum mörg mál að leysa sameiginlega fyrir sveitarfélagið og að Þorsteinn á Gullberastöðum lagði þar alltaf til það sem best gegndi fyr- ir samfélagið. Þar fór maður, sem sannarlega var trúr yfir litlu, því á þessum árum gekk mörg óáran yfir íslenska bændastétt, ekki síst fámenn og fátæk sveitarfélög. Má þar nefna heimskreppuna miklu og máske ekki síður fjárpestirnar, sem ollu óbætan- legu tjóni þeim bændum, sem fyrir þeim skelfingum urðu. Það var sannarlega vandaverk að leggja á sveitargjöld á þcssa fátæku menn og innheimta þau öll og halda þó fyllstu vinsældum við alla sveit- unga sina. Þetta tókst Þorsteini þó með ágætum en varði um leið sveit- arfélagið stór skuldasöfnun í þessum þrengingum öllum. Eftir að Þorsteinn kom í Borgarnes komu ótal menn víðsvegar að úr hér- aðinu að finna hann. Þar var alltaf öllum opið hús og einstök risna veitt hverjum, sem að garði bar. Þar var alltaf bros á vör og ylur í máli, að ógleymdum öllum þeim fróðleik um menn og málefhi, sem hann gat miðl- að flestum öðrum fremur. Ég hefi oft dáðst að umgengnis- hæfni þessa vinar míns, en nú get ég ekkert annað en þakkað honum hjart- anlega ágæta kynningu og drengskap um áratuga skeið. Það var eitt af því fáa, sem aldrei brást. Blessist þér nú heimkoman inn á ei- lífðarlandið, kæri vinur. Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastððum Foreldrar Þorsteins voru Kristleifur Þorsteinsson, bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal, og fyrri kona hans, Andrína G. Einarsdóttir frá Urriðafossi f Árnessýslu, hálf- systir sammæðra við sr. Magnús Andrésson, prest á Gilsbakka. Það stóðu að honum sterkir stofhar i báð- um ættum. Þorsteinn ólst upp hjá for- eldrum við almenn sveitastörf. Heimili Kristleifs var menningar- heimili og sú menntun sem slik heimili gáfu var drjúg, hann var einn- ig tvo vetur við nám í unglingaskóla í Hjarðarholti f Dölum. Hann stundaði sjó í margar vertfðir og marga vefur stundaði hann barnakennslu í upp- sveitum Borgarfjarðar. Hann auðgaði anda sinn með lestri góðra bóka og hafði snemma áhuga fyrir landi og þjóð og öllu því sem við nefhum í dag þjóðleg íræði. Hann kvæntist Kristínu Vigfusdótt- ur frá Gullberastöðum, glæsilegri gæðakonu. Þau bjuggu fyrst í Hæg- indi í Reykholtsdal og svo 1923-65 á Gullberastöðum í Lundarreykjadal, þar sem hann gegndi mörgum störf- um fyrir sveit sína, lengi oddviti og var gerður að heiðursfélaga Búnaðar- félags Lundarreykjadals. Hvert það sæti sem hann skipaði var vel skipað, hvort sem það var skepnuhirðing og heyskapur, við árina á sjónum, við barnakennslu eða við skrifborðið, þvf þar sat hann löngum. Fræðahneigðin, arfurinn frá föðurnum, leyndi sér ekki, þar var hann sem annarstaðar heill í störfum og vandaður. Fræða- þulur sem unni bæði máli og málefhi, sama hvert verkefhið var í það og það sinnið. Heimilið á Gullberastöðum var rómað fyrir gestrisni og alúð við gangandi og gest. Þar stóð Kristín kona hans við hlið hans og f huga þeirra sem kynntust voru þau órjúf- anleg heild, spegilmynd þess besta sem við eigum í þjóðlífi okkar ís- lendinga. Þau eignuðust ekki börn, en tvær stúlkur urðu þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp á heimili þeirra sem þeirra börn. Þær nutu ástar þeirr- ar og umhyggju sem þær svo endur- guldu honum bæði fyrr og síðar og ekki síst nú er halla fór undan fæti með heilsu hans. Og hann gladdist svo innilega og naut umhyggju þeirra. Hafi þær þökk fyrir allt sem þær voru fósturforeldrum sinum og ekki síst nú honum háöldruðum. Eftir lát Kristinar 1966 flutti hann i Borgarnes og bjó þar um tíma með Jórunni systur sinni, en eftir að hún var látin bjó hann einn. í Borgarnes lá leiðin oft til Þorsteins og alltaf var hann eins, gott skap og gleðin ljóm- aði af honum. Þegar hann rifjaði upp gamlar minningar, talaði hann um löngu horfhar persónur eins og þær væru hjá okkur i eldhúsinu, hjá hon- um. Minntist t.d. á að í gamla daga heí'öi hann þekkt mig áður en ég vissi að hann var til og það er rétt, hann kom að Syðstufossum þegar ég var á fimmta ári (1912) og talaði við mig. Ferðafélagi hans taldi hann eyða of mörgum orðum á strákinn. Þorsteinn svaraði til að það væri kannske nóg núna, en þessi ætti eftir að verða góð- kunningi sinn. Hinn hló. — En þessi varð raunin. Þorsteinn Kristleifsson er einn þeirra sem ég má telja sem vin. Og ég þakka honum óteljandi samverustundir í umræðu um sam- eiginleg hugðarefni, þar sem hann yf- irleitt var veitandi en ég þiggjandi. Minni hans var trútt alveg fram á næst siðasta ár og undravert. Og hann sagði aldrei það öruggt sem ekki var það. Ég tel það gæfu mína að hafa kynnst þeim hjónum Kristínu og Þorsteini. Ég þakka þeim margar gleðistundir heima á Gullberastöðum og ég þakka honum allar stundirnar með honum og ég ætla að geta þeirrar síðustu sem ég veit að ég man þar til ég verð all- ur. Þriðjudaginn 4. sept. frétti ég að harm væri kominn á spftalann á Akranesi. Daginn eftir fór ég þangað til að vita hvernig honum liði. Hann lá með lokuð augun, andlitið var svo einkennilega frítt, hrukkulaust eins og hann væri orðinn ungur f annað sinn. Ég heilsaði honum með nafni, hann aðeins opnaði augun og lokaði þeim aftur. Ég sagði honum hver ég var. En fékk engin viðbrögð við þvi að hann þekkti mig. Ég tók f höndina sem lá á rúminu, stóð kyrr og í hug- anum kvaddi ég þarna góðan og göf- ugan mann, þakkaði alla fræðsluna og vináttuna gegnum árin og bað hann þegar hann kæmi yfir landa- mærin að skila kveðjum. Guð blessi þessa minningu. Ari Gíslason t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar Ingólfs Jónssonar bónda, Nýlendi F.h. aðstandenda, systkini hins látna Félagsmálastofnun Reykjavfkurborgar Síöumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Aðstoð við aldraða Langar þig að starfa með öldruðum? Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fólk til starfa sem fólgin eru í hverskonar aðstoð og félagslegri samveru á heimilum aldraðra. Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09:00-17:00 og gæti meðal annars hentað námsfólki. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verk- stjórar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðum: Aflagranda40 sími: 622571 milli kl. 10-12 Bólstaðarhlíð43 sími: 685052 milli kl. 10-12 Hvassaleiti 56-58 sími: 679335 milli kl. 10-12 sími: 686960 milli kl. 10-12 sími: 73633 milli kl. 10-12 sími: 627077 milli kl. 10-12 Norðurbrún 1 Seljahlíð Vesturgötu 7 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúbarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Miklubraut68 913630 Sjáum um erfisdrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 t Móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma Ólöf Helgadóttir SólhDÍmum 30 verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóð Langholtskirkju. Ragnhildur Bjömsdóttir Ólafur Ófeigsson Helgl Björnsson Sofffa Wedholm Erlendur Bjömsson Þórunn Júlíusdóttir Gyfta Björk BJÖmsdóttir Bjarni Vaiur Guömundsson Blrna Björnsdóttir Guðmundur Þorsteinsson og barnabörn t Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Magnúsar T. Jónassonar Njálsgötu 104, Reykjavik Ingveldur Guðjónsdóttir Jónas V. Magnússon Þórhalla S. Sigmarsdóttir Sigríður Jónasdóttir t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa Sveins Nikodemussonar Grænubrekku Pálmey Haraldsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Fjóla Sveinsdóttir Gísli Gunnarsson Valgerður Sveinsdóttir Gunnar Haraldsson Ingólfur Sveinsson Anna Pálsdóttir barnabörn og barnabamabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.