Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. september 1990 Tfminn 25 Umhverfismálaráðstefna: Virðum líf - verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Skráning hjá Þórunni, sími 91 -674580, og Svanhildi, sími 12041 e.h. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Aðalfundur Framsóknar- félags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 24. september nk. kl. 20.30 í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður ræða stjórnmála- viðhorfið. Stjórnin. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin Guðmundur G. Þórarinsson Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. ini Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar SUF verður haldinn laugardaginn 22. september kl. 11.00 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfða- bakka 9. Dagskrá: 1. Verkaskipting stjórnar. 2. Verkefnaáætlun vetrarins. 3. Önnur mál. Kl. 18.00 hefst sýning videomyndar frá 23. þingi SUF og ýmislegt annað verður gert til skemmtunar. Formaður. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Ölfus - Þorlákshöfn Almennur fundur verður hjá framsóknarfélögum ölfus og Þorlákshafn- ar nk. sunnudag 16. sept. í gamla K.Á.-húsinu. Umræðuefni: Vetrarstarfið og væntanlegt kjördæmisþing. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eropin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Aðalfundur F.U.F. í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 1. október 1990. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Strandaglópur á flugvelli í 2 ár Alfred Mertian hefur orðið að sofa á þessum bekkjum í tvo ár. Starfsfólk flugvailaríns hefur séð til þess að strandaglópurínn hefur ekki þurft að svelta. Alfred Merhan hefur mátt dúsa á Charles de Gaulle flugvellin- um í Paris í tvö ár — hann er með flugfarmiða til London en ekkert vegabréf og kemst ekki lönd eða strönd. Merhan er fæddur í Iran en vegabréfið var tekið af honum þegar hann leyfði sér að taka þátt í mótmælum gegn keisar- anum. Hann flúði þá til Belgíu þar sem stjómvöld veittu hon- um timabundið hæli en þegar honum var vísað þaðan, laum- aðist hann yfir landamærin til Frakklands. Hann hafði hugsað sér að fljúga ffá Paris til London, en Bretar vilja ekki taka við hon- um þrátt fyrir að hann haldi því ff am að móðir hans sé bresk og búi í Skotlandi. íranir geta ekki geflð honum annað vegabréf því þeir flnna ekki fæðingar- vottorðið hans. Starfsfólkið á flugvellinum hefur reynst honum vel og séð til þess að hann fái að borða. Flugvallarverðimir líta í aðra átt þegar þeir sjá hann og láta hann afskiptalausan. Læknir flugvallarins segist hafa séð Merhan af og til á vellinum í tvö ár. „Hann er landlaus maður. Hann er ekki flækingur. Hann er hreinn og vel menntaður og fjarri því að vera andlega vanheill," segir hann. Vandamál Merhans er flókið og enginn virðist vera i að- stöðu til að leysa úr því. Seink- unin á flugi Merhans er þegar orðin tvö ár og virðist ekki ætla að taka enda í bráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.