Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. september 1990 Tíminn 27 IÞROTTIR Islandsmótið í knattspymu: Hver fær bikarinn? Úrslit Islandsmótsins ráðast í dag - Fram, KR, IBV og Valur eiga öll möguleika á að verða íslandsmeistarar í dag - Kemst Breiðablik í 1. deild og falla KS og Leiftur? Átjánda og síðasta umferð íslandsmótsins í knattspymu verður leikin í dag. Eins og í fýrra er spennan í algleymingi fram á síð- ustu mínútu og bikarínn getur fallið fjórum liðum í skaut En hvernig sem leikar fara þá verða nýir Islandsmeistarar í knatt- spymu krýndir í dag. Árjánda og síðasta umferð íslands- mótsins í knattspymu verður leikin i dag. Eins og í fyrra er spennan í al- gleymingi fram á síðustu mínútu og bikarinn getur fallið fjórum liðum í skaut. En hyernig sem leikar fara þá verða nýir íslandsmeistarar í knatt- spyrnu krýndir í dag. Framarar eiga mesta möguleika Framarar eiga mesta möguleika á að hreppa titilinn. Þeir hafa 35 stig eins og KR, en mun hagstæðari marka- tölu. Framarar eiga erfiðan leik gegn Val framundan í dag, meðan KR-ing- ar taka á móti KA-mönnum. Framar- ar geta klárað dæmið sjálfir, en KR- ingar verða að treysta á Valsmenn. Framliðið sýndi það um síðustu helgi að það getur skorað mörk, en þá vann liðið 1-6 sigur á Stjörnunni. Mótherj- ar Framara, Valsmenn, eiga enn fræðilega möguleika á að verða meistarar, en þeir hafa 33 stig. Þeir verða að sigra Fram og KR og ÍBV verða að tapa sínum leikjum. Geri KR-ingar jafhtefli, verða Valsmenn að vinna Fram með 3-4 marka mun. Hér er um mjög langsóttan mögu- leika að ræða og hafa ber í huga að Valsmenn eru orðnir bikarmeistarar og því búnir að tryggja sér Evrópu- sæti. Með sigri í dag tryggja KR-ingar sér Evrópusæti. Tapi Fram stigum er ís- landsmeistaratitillinn KR-inga, en þeir urðu síðast Islandsmeistarar 1968. Það er því til mikils að vinna fyrir KR í dag. Vestmannaeyingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig. Með sigri á Stjörnunni í Eyjum í dag geta þeir tryggt sér titilinn, en þá verða bæði Fram og KR að tapa eða gera jafnt- efli. Flugvél verður til taks á Reykja- víkurflugvelli, verði Eyjamenn meistarar, en með henni verður þeim færður bikarinn eftir leikinn. Aðrir leikir í dag eru viðureignir Þórs og Víkings á Akureyrarvelli og Jón Erling Ragnarsson hefur skorað í hverjum leik fyrir Fram að undanförnu. Tryggir hann Fram titilinn með marki í dag? Timamynd Pjetur. FH og ÍA á Kaplakrikavelli. Þessir leikir skipta engu máli úr þessu, nema ef vera skyldi barátta FH og Víkings um sjötta sætið í deildinni. Úrslitin i 2. deild ráðast einnig í dag. Aðalleikur dagsins er viðureign Breiðabliks og Tindastóls á Kópa- vogsvelli, en með sigri geta Blikarnir tryggt sér 1. deildar sæti. Fylkir verð- ur að treysta á að Blikarnir tapi stig- um, þeir eiga erfiðan leik á útivelli gegn Grindvíkingum, sem eru í mik- illi fallhættu. KS og Leiftur eru i fallsætunum fyr- ir umferðina í dag, bæði liðin hafa 16 stig. Grindavík hefur 17 stig og Tindastóll 19 stig. Leiftursmenn eijga einmitt að leika gegn KS í dag á Ol- afsfírði. Ógetið er leiks IR og Sel- fyssinga í Mjóddinni. Allir leíkirnir í dag hefjast klukkan 14.00. Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, fagnar marki, fagna Eyjamenn slgra á íslandsmótinu í dag? TimamyndPjetur. HAÞRYSTIDÆLUR HD 475-570-595-575 S Léttar og handhægar 4 geróir. Þrýstingur 10 til 80 eða 100 bar (kg). Fjöldi aukahluta. HD 850-850 WS Öflugur með mikla hreinsigetu. Þrýstingur 30 til 175 bar (kg). Fjöldi aukahluta. SNUNINGSSTUTUR Fáanlegur á allar gerðir, eykur þrýsting um 30% og gefur 7 falt meiri hreinsigetu. HDS 790 C-890 HEITAVATNS OG GUFUHREINSARAR Hreinsun sem sparar tíma og fé, eykur verðmæti. Þrýstingur 30 til 170 bar (kg). Hitastig upp í 155°C. BÍLAÞVOTTASTÖÐVAR Fyrir litla bíla, flutninga og rútubíla. HÁÞRÝSTIKERFI Útistöðvar fyrir 2-4-6 notendur í einu. Heildarlausn á daglegum þrifum í verksmiðju, fiskverkun, togurum, bakarí, kjötvinnslu o.fl. Ryksugur - teppahreinsivélar, gólfþvottavélar, mikið úrval. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVERHF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F.BOX 8433, 128 REYKJAVlK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.