Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 15. september 1990 95 SERIAN ER KOMIN BÓKIÐ TÍMANLEGA KI3III 495 mmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180 læ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Við viljum ráða hjúkrunarfræðinga á Svæfinga- deild. Æskiieg menntun: Alm. hjúkrunarfræðingur með nám í svæfingahjúkrun og/eða starfsreynslu í svæf- ingahjúkrun. Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi. Góð starfsskilyrði á nýlegri deild. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjóri Svava Aradóttir, alla virka daga milli kl. 13.00 og 14.00 í síma 96-22100/274 og hjúkrunardeildar- stjóri Þórunn Birnir í síma 96-22100/301. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Félagsmenn í Starfsmanna- félagi Reykja- víkurborgar Höfum til sölu 2 íbúðir fyrir félagsmenn okkar, 60 ára og eldri. Um er að ræða 3ja herb. íbúð með bílskúr og 105 m2 raðhús með bílskúr við Aðalland. Upplýsingar á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 89, dagana 17.-21. sept. kl. 15-17. Upplýsingar ekki veittar í síma. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 27. þing S.I.B.S. verður haldið að Reykjalundi dagana 13. og 14. október 1990. Þingið verður sett í samkomusal Reykjalundar laugardaginn 13. október kl. 9,30. Stjórnin Kurteisi Kurteisi á ekki að vera kápa sem við aöeins legajum á herðar okkar þegar við förum út, ráðlagði Rannveig árið 1945. Fbeinu framhaldi má líklega gera ráð fyrir að ekki megi kurteisin heldur vera gríma sem brugðið er upp samhliða öðru skarti. á hundum, svo sem tepraðar og taugasjúkar konur o.fl.“ Jafhframt segir Jón að vilji menn heilsa upp á kunningja á opinberum stöðum skuli: „Karlar standa upp, en konur sitja og hneigja sig lítið eitt ffam í sæti.“ Herramanni á ferðalagi ber auðvitað að sýna þeim er hann hittir fyllstu kurteisi ... einkum konum, eða eins og Jón segir: „Varastu að sýna nokkr- um manni ókurteisi, sem þú mætir, en þó sérstaklega konum. Þær eru vanalega minni máttar en karlar og því er það riddaraleg skylda, að sýna þeim alla þá greiðvikni og hjálp, sem unnt er. Varastu að saurga eða skemma klæði kvenna og fýlgir þú þeim á hestbak eða upp í vagn, gæt þess þá, að bjóða þeim jafnan hægri hönd, ef þú leiðir þær þér við hlið. Sért þú á ferðalagi upp um sveitir, og hefúr ekki vanist eða vanti mátt til að setja konu hönduglega á bak hesti með handafli, vel þér þá ætið bestu bakþúfúna, sem sýnileg er í nándinni. En sért þú staddur úti á sléttum eða eyðisöndum og megnar ekki að setja konu á bak, legstu þá á annað hnéð og bjóð konunni hitt til uppgöngu í söðulinn.“ „Dýrt aö reka augun úr fólkl“ Rannveig tekur undir að á opinber- um stöðum skuli ávallt viðhöfð fyllsta kurteisi. Hún gefúr þvi næst nokkur góð ráð varðandi hegðun i öllu nýtískulegri faratækjum en Jón minntist á. „í strætisvögnum ættum við aldrei að sitja með fætuma langt úti á gólfi ... það gæti hæglega farið svo að ein- hver dytti um þá. Ekki eigum við heldur að hrúga pökkum og drasli í sætið við hliðina á okkur, né reyna að lesa blaðið, sem sessunautur okkar er að lesa ... við skulum sjálf kaupa blöðin okkar.“ Stuttu síðar segir: „Við skulum vera varasöm með regn- hlífína okkar á götum og almanna- færi ... Það gæti verið „óþægilegt“ — og dýrt - ef við rækjum augað úr ein- hveijum.“ Lyftur em óneitanlega opinberir staðir og varðandi þær segir: „í Bandaríkjunum tekur karlmaður allt- af ofan hattinn sinn þegar hann kem- ur inn í lyftu þ.e.a.s. ef lyflan er í prí- vathúsi. Það er ekki nauðsynlegt að gera þetta í gistihúsum eða verslunar- húsum. Þetta er ekki siður á Norður- löndum. Það er ósiður að troða sér inn í lyftu ... við skulum sýna fólkinu, sem með okkur er í lyftunni, nær- gætni, og karlmenn ættu að lofa kon- um að ganga út á undan sér úr lyftum ... Ég þekki aðeins eina lyftu sem hefúr sæti fyrir fólk og þar sem mað- urinn, sem stýrir lyftunni, býður „gestunum'1 kurteislega sæti ... sú lyfta er í Land-símastöðinni i Reykjavík." Títuprjónn á kaf í kauða? Mannleg samskipti í samkvæmum verða ekki útundan í bókum þeirra Rannveigar og Jóns. Til handa stúlk- um sem til að mynda lenda í því að eiga við „frussara með afleita hand- vana“ á Ragnheiður nokkur góð ráð. „Sumir menn eru það sem kallað er „fiussarar“ þegar þeir tala. Einn kunningi hafði fyrir vana í boðum, að einangra einhveija stúlkuna úti í homi - helst þá laglegustu auðvitað. Hann stillti henni upp að þilinu, studdi hægri hendinni vinstra megin við hana og þeirri vinstri hægra meg- in, þangað til hún var eins og i búri og gat sig ekki hreyft, en svo lét hann dæluna ganga og munnvatnið ffuss- aðist yfir aumingja stúlkuna, þangað til hún vissi ekki sih ijúkandi ráð yfir þessum ósköpum, og helst langaði hana til að kalla á hjálp. Það þarf varla að taka það fram, að flestar stúlkur voru varar um sig, þegar þessi náungi var á næstu grösum. Hann hafði þar að auki „handvana", mann- greyið, og einu sinni sagði stúlka ein, sem komist hafði í hann krappan með honum, að ekki væri mögulegt að umgangast hann nema hafa regnhlíf og jafhvel klæða sig brynju. Annars veit ég ágæH ráð við áleitn- um karlmönnum - og hefúr reynst vel. Þú situr kannski í sófa með manni, sem kominn er til ára sinna, en - skulum við segja - hefúr „ungar tilhneigingar". Hann fálmar utan í þig - já, hefúr afleitan handvana. Þú tekur þessu með þolinmæði um stund og svo ... nei, þú stingur ekki titu- pijóni á kaf í kauða - þetta er eigin- lega almennilegasti náungi að mörgu leyti og þú kærir þig ekkert um að „særa“ hann - þú bara hvíslar í eyra hans: „Ég þori ekki að sitja hér leng- ur ... þú ert allt of hættulegur." Svo stendur þú upp og hagræðir þér ann- ars staðar, en karlinn situr einn eftir Úlfurinn er úlfur, þótt hann sé klæddur í sauðar- gæru og sú hátt- prýði ein er sann- fögur og hrein, sem kemur innan að og geislar út frá prúðu, góðu hjarta. og veit varla, hvort hann á að styggj- ast eða vera upp með sér yfir að vera svona „hættulegur“.“ Innrás er ilia séö Annars er þessi saga ágætur moli í safn allra er leggja metnað sinn í sið- prýði því samkvæmt niðurstöðum fé- lagsfræðinga, sem hafa athugað þennan þáft mannlegra samskipta, kann fólk því yfirleift ffekar illa að ókunnugir komi of nærri hvort sem samræður eiga sér stað eða ekki. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna gengur fólki í mannþröng verr að bæla niður árásargimi sína en ella. Sálrænt álag er til dæmis meira í Hoðfullum strætisvagni en hálftóm- um, þó svo að ekki sé beinlínis um áftoðning að ræða. Félagsífæðingur- inn Edward T. Hall hefúr rannsakað fjarlægð í samskiptum íbúa nokkurra samfélaga og komist að því að hún er mismunandi, auk þess að markast af því hvort kunnugir eða ókunnugir ræðast við. Bandaríkjamenn virðast þurfa meiri fjarlægð sin á milli en nokkur önnur þjóð. Það svæði þarf yfirleiK að vera 80 til 90 sentimetrar nema um mjög náin tengsl sé að ræða. Bandarískum ferðalöngum í Suður-Ameríku og Mið-Asíu finnst oft óþægilegt hve nærri íbúar þessara landa koma i samtölum. íbúum þess- ara landa finnst aftur á móti Banda- rikjamenn, sem alltaf stíga nokkur skref aftur á bak þegar talað er við þá, bæði hrokafúllir og grófir. Hall heldur því ffam að skipta megi því er hann kallar „persónulegt svæði manna“, í femt. Nánasta svæðið er um 30 til 40 sm og inn á það mega aðeins nánustu vinimir koma. Næst kemur kunningjasvæðið ffá 40 upp í 120 sm, er lýsir nokkuð nánum tengslum sem þó hafa sín takmörk. Þar á eftir kemur svo formlega svæð- ið, notað við formlegar aðstæður, eins og blaðaviðtal eða starfsum- sókn, og nær upp í 350 sm. Síðast er svo opinbera svæðið, ffá 350 sm og þar upp úr, notað þegar fólk vill að- greina sig ffá viðmælendum, t.a.m. þegar ræðumaður ávarpar viðmæl- endur. Ef gengið er of langt inn á persónu- legt svæði manns, lætur viðkomandi það greinilega í ljós með einhveiju móti. Hann dregur til dæmis að sér olnbogana, hallar sér ffá þeim óboðna eða býr til vamargarð með því að hörfa á bak við stól eða borð. Stundum gagnrýnir hann innrásina með því að stara á innrásarmanninn eða þvert á móti forðast augnatillit hans, klóra sér í höfðinu, fitla við eiHhvað eða, ef allt annað bregst, hopa undan. A æskilegri fjarlægð milli kynja er einnig munur en konur sitja venju- lega að meðaltali feti nær hver ann- arri en karlar. Ef tengslin em vinsam- Ieg og um samvinnu er að ræða velur fólk venjulega samtengd sæti eða homsæti. Ef samkeppni er með í spil- inu eða ef tengslin em formleg velur fólk sér gjaman sæti andspænis hvert öðm. Hugguleg „konversation“ Eigi hópur fólks, t.a.m. veislugestir, hins vegar ekki við það vandamál að stríða að Hoða hver öðmm um tær, tekur við annað efni í heilabrot, sam- ræður. Jón telur „mál vort eiga langt í land að ná tökum á því efni,“ sem hann kallar „konversation". En hvað sem öllum stirðbusahæHi íslendinga líður á Jón þó nokkur góð ráð í hand- raðanum sem allir geta nýH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.