Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. september 1990 HELGIN 13 „Talið sem minnst um yður sjálfa, um þekkingu yðar og hæfileika, þjáningar yðar og sorgir, yðar og þeirra sem yður eru nákomnir. Forð- ist að láta fyndni yðar koma niður á öðrum því að „oft fær grimmur hund- ur rifið skinn“ og svo ber það jafhan vitni um ruddaskap í sálunni að hafa gaman af að gera aðra að athlægi. Þó er græskulaust gaman leyfilegt, ekki síst, ef menn um leið gefa höggstað á sjálfum sér og henda gaman að eigin breyskleika.“ í þessu sambandi bendir Ragnheið- ur á að ekki megi gerast of hnýsinn um hagi annarra. Því hnýsni geti jafnvel réttlætt ókurteisi þeirra sem spurðir eru. „Það er álitið ókurteisi hvar sem er, að spyija konu hvaða ilmvatn hún noti; ef hún er greind, svarar hún út í hött og ef hún verður skapill yfir spumingunni segir hún kannski, að þér komi það ekkert við. Mér finnst hún eiginlega hafa fullan rétt til að svara þannig ... Það er satt, þér kemur þetta ekkert við. „Það kemur þér andskotann ekkert við Einu sinni þekkti ég konu, sem var ffamúrskarandi háttprúð. Hún var ekkja eftir lækni og átti heima í smá- bæ einum í Bandaríkjunum. Maður- inn hafði látið henni eftir prýðisfal- legt heimili, en að þvi er kunnugt var, lítil efni. Konan hélt áffam að dvelja í fallega húsinu sínu og lífið gekk sinn vanagang, en allar kaffisystur í bænum undruðust yfir því, hvemig hún færi að lifa og sjá fyrir fjórum bömum sínum. Að lokum var ein kaffisystirin send út af örkinni til að grennslast eftir, hvemig þessu viki við. Ekkjan tók konunni vel og bauð henni upp á te og sátu þær og röbb- uðu saman um daginn og veginn. Aðkomukonan talaði mikið um, hve erfitt væri og dýrt að veita bömum menntun og þar kom, að hún spurði án þess að vera lengur rreð neinar vífilengjur: „Hvemig hefurðu annars ráð á að halda heimilinu og senda öll bömin í skóla?“ Læknisekkjan stóð upp af stólnum sínum, gekk yfir að hinni konunni og sagði blíðlega, um leið og hún lagði handlegginn á öxl- ina á henni: „Það kemur þér andskot- ann ekkert við“ ... en það er í fyrsta og seinasta skipti, að nokkur hefur heyrt þá konu bölva ...“ Dónaskapurá röngum forsendum Þó flestir ættu að geta sagt sér sjálf- ir að óþarfa forvitni og spumingar um persónulega hagi manna er illa séð, getur verið erfiðara að komast hjá ókurteisi látbragðs eins og minnst var á áður varðandi eymanudd. Við ættum til að mynda að fara var- lega í að gera táknrænt grein fyrir velþóknun með því að mynda hring með vísifmgri og þumalfmgri. A Bretlandi væram við þar með að lýsa yfir samþykki við síðasta ræðumann. I Frakklandi gætum við átt á hættu að gestgjafmn brotnaði saman þar sem slik handahreyfing merkir að það sem við er átt sé einskis virði. Því þó velþóknun sé einnig táknuð á þennan sama hátt í Frakklandi er það óal- gengara. Grikkir myndu að öllum „Talið sem minnst um yður sjálfa, um þekkingu yðar og hæfileika, þjáningar yðar og sorgir, yðar og þeirra sem yður eru nákomnir. Forðist að láta fýndni yðar koma niður á öðrum því að „oft fær grimm- ur hundur rífið skinnM I V > Fjöldi skóla, er sérhæfa sig í kennslu framkomu og limaburðar, hefur sprottið upp hvarvetna á undanfömum árum. En þó þessar dömur kunni án efa þá list til hlítar, er hætt við að þeim brygði í brún ef einhver áhorfenda tæki til við að kanna víðbrögð að hætti Garfinkel. Arflerfð þjóða hvað varðar siði og venjur er með ýmsum hætti og kann sumt að koma fslendingum kynduglega fyrir sjónir í fari annarra þjóða. Á móti kemur að við höfum án vafa hegðað okkur í hæsta máta furðulega í aldanna rás að mati útlendinga. Það má til að mynda gera sér í hugariund hvað Afrikubúinn sem í fyllstu kurteisi pissaði á víkinginn varð sár þegar hann var höggvinn í herðar niður. sem við er búist líði öllum hópnum óþægilega. Því verði það þegjandi samkomulag að „taka ekki eftir" vandræðalegum atvikum eins og þegar kennarinn stendur á gati eða nýi kærastinn borar í nefið á sér. Einstaka félagsfræðingar hafa lagt sig í líma við að athuga viðbrögð fólks við þeim er gerast brotlegir við daglegar samskiptavenjur. Harold Garfinkel lagði t.a.m. fyrir nemendur sína það verkefhi að láta sem þeir skildu ekki óskráð lögmál samskipta eða misskilja hversdagslegt málfar. Garfmkel lét nemenduma prútta i stórmörkuðum, bijóta reglumar á handboltaæfingum eða færa sig nær viðmælendum sínum. I hveiju ein- asta tilviki varð fólk reitt, undrandi eða feimið og lét greinilega í ljós að því var misboðið. Einn viðmælanda spurði nemanda til að mynda hvemig hann hefði það og nemandinn svaraði: „Hvemig hef ég það hvemig? Meinarðu heilsan, fjármálin, skólinn, andlegt jafhvægi, heima ...“ Viðmælandi brást ókvæða við, greip fram í og sagði: „Heyrðu, ég var bara að reyna að vera kurteis. Ef ég á að segja þér eins og er þá er mér skítsama hvemig þú hefur það.“ Garfmkel rannsakaði einnig hvemig fólk bregst við þegar farið er stíft eft- ir kurteisisreglum þar sem slíkt er ekki venjan. Þá bað hann nemend- uma að láta eins og þeir væra kost- gangarar heima hjá sér. Þeim var uppálagt að ávarpa foreldra sína formlega, til að mynda með fullu nafni, sýna yfirdrifiia kurteisi við matborðið eða biðja kurteislega um leyfi til að fara í ísskápinn. Aðrir fjöl- skyldumeðlimir urðu furðu lostnir, leituðust við að setja hegðunina í samhengi við eitthvað og koma aftur á eðlilegu ástandi. Nemendumir vora sakaðir um að vera illgjamir, tillits- lausir, nánasarlegir, ókurteisir og þar ffam eftir götunum. Þeir héldu fæstir tilraunina út lengi og öðram fjöl- skyldumeðlimum fannst félagsfræð- ingurinn hreint ekkert sniðugur þegar málin vora útskýrð. Þó ókurteisi sé slæm kann það samt greinilega ekki góðri lukku að stýra að gerast of kurteis. En við örvænt- ingarfullar tilraunir til að rata hinn gullna meðalveg ættum við kanski að hugleiða að sitja á höndunum á okkur á ferðalögum ... Nema þegar ástæða er til að þeyta einhveijum upp í söð- ulinn ... En þá megum við auðvitað ekki koma of nærri viðkomandi ... Nema þetta sé góður vinur sem ör- uggt er að ekki tekur kurteisina fyrir „afleitan handvana“... líkindum henda okkur út. Þar í landi táknar hreyfingin nefnilega kynfæri konu eða endaþarmsop og getur skil- ist sem ábending um vilja, yfirlýsing um „mannkosti“ þess sem rætt er við eða staðhæfing þess eðlis að karlkyns viðmælandi sé hommi. Ibúar Túnis myndu líklega einnig henda okkur út, þó af öðrum ástæð- um. En í Túnis er hringmerkið bein hótun um tilræði við líf viðmælanda. Talið er líklegt að sú merking eigi rætur sínar að rekja til þeirrar merk- ingar að eitthvað sé einskis vert. Að merkinu sjálfu viðbættu er höndin hreyfð snöggt upp á við, sem sagt: „þú ert svo lítils virði að ég mun stytta þér aldur á morgun." Á stöku stað í Evrópu myndi fólk álíta okkur ofurlítið skrítin, þegar við allt í einu færam að áma öllum við- stöddum heilla, eða mæla okkur mót við einhvem upp úr þurra, þar sem hringur myndaður með þumli og litlafingri merkir mánudag, þumall og baugfingur merkir þriðjudag o.s.ffv. I Japan gætum við síðan á endanum setið uppi með hluti sem okkur langar ekkert í því þar táknar hringurinn peninga. Yfirdrifin kurteisi er samt allra verst En hvað gerir annað siðprútt fólk þegar einhver úr hópnum brýtur allar viðteknar venjur? Félagsffæðingar hafa velt þessu fyrir sér eins og öðru og maður að nafni Goffman hefur myndað kenningu sem gengur út á að „horfa viljandi ffamhjá". Goffman segir að mistakist einhveijum úr hópi fólks að hegða sér samkvæmt því BÆNDUR GETA NÚ KVATT SKÝRSLUÞRÆLDÓMINN BÓNDINN er viðskiptahugbúnaður sem er bæði einföld og ódýr lausn við tölvuvæðingu í búrekslri og gerir skatfframtalið að auki. BÓNDINN breytir ekki því nvernig þú sinnir fjórmólunum, en hann léttir þér vinnuna og gefur betra yfirlit yfir stöðu móla. BÓNDINN er svo auðveldur í notkun að þú ert ó augabragði kominn ó fulla ferð með að nota búnaðinn. BÓNDINN hjólpar þér við að hafa stöðuna ó hreinu, þvi þú þarft aðeins að ýta ó einn hnapp til að kalla fram upplýsingar. Þú getur byrjoð oð nota BÓNDANN strax í dag _______________________ ón nokkurra skuldbindinga. BÓNDINN KOSTAR AÐEINS 34.860 KR Með einu símtali geturðu fengið sent eintak af BÓNDANUM, ón endurgjalds til reynslu í 30 daga. HUGBÚNAÐARGERÐIN ÞÓRUFELLI 6 111 REYKJAVÍK SÍMI 91-79743

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.