Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 6
16 Tíminn Laugardagur 15. september 1990 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Var vitni 3Ö bmabiAi mOrOI A KÖF BARSMÍÐ á bakdymar, snemma morguns þann 17. júlí 1985, olli frú Foster í Waterloo í #% lowa óróa, einkum af því fjölmörg innbrot höfðu verið framin í borginni undanfarið. Hún hafði læst að sér allan sólarhringinn. Þegar hún gægðist út um rúðuna í hurðinni sá hún sér til léttis að hér var að- eins á ferðinni sex ára sonur Voss-hjónanna í næsta húsi. Hún opnaði og hleypti honum inn. — Ég get ekki vakið mömmu, kvartaði drengurinn og var greinilega í uppnámi. — Hún er bara þreytt og vill líklega lúra lengur, sagði fhí Foster í hugg- unartóni. — Hún er ekki í rúminu, hún liggur á gólfinu, svaraði snáðinn. Frú Foster leist ekki alls kostar á þetta og ákvað að fara yfir um með drengnum. Eitthvað gæti hafa hent móður hans. Svefnherbergishurðin var í hálfa gátt og hún gægðist inn fyrir. Dianne Voss lá á grúfú við rúmið og morgunsloppur manns hennar var breiddur yfir nakinn líkamann. Skelf- ingu lostin hringdi frú Foster á lög- regluna og sagði símaverðinum að hún hefði fúndið lík grannkonu sinn- ar. Hún var beðin að vera kyrr á staðnum þar ti! lögreglan kæmi. Þegar lögreglumenn komu byijuðu þeir á að leita að lífsmarki með kon- unni en ekkert benti til að hún væri á lífi. Á úlnliðum og ökklum voru för sem bentu til að hún heföi verið bundin. Eftir bláum förum á hálsin- um að dæma virtist dánarorsökin kyrking. Litli drengurinn var spurður en hann kvaðst ekki hafa heyrt neinn óvenju- legan hávaða úr herbergi móður sinn- ar um nóttina. Hún aðgætti alltaf á kvöldin hvort dymar væru læstar en þegar hann hljóp yfir til frú Foster um morguninn voru bakdymar gal- opnar. Frú Foster sagði lögreglunni frá högum Dianne. Hún var 26 ára og átti þrjá litla drengi. Hún starfaði á vöktum hjá ljósmyndastofú og ffú Foster gætti drengjanna iðulega ef hún þurfti að taka aukavaktir. Nú var aðalstöðinni tjáð að um morð væri að ræða svo meira lið og tæknimenn komu á staðinn, girtu húsið af og hófú leit að visbending- um. Gengið var í næstu hús og íbúar spurðir hvort þeir heföu heyrt eða séð eitthvað óvenjulegt um kvöldið eða nóttina og sérstaklcga var spurt um ókunna bíla. Fátt varð um svör. Eng- inn virtist hafa séð neitt. Dularfullar hringingar Einnig var rætt við vini, ættingja og samstarfsmenn Voss—hjónanna. Eiginmaður Dianne var ljósmyndari og starfaði hjá sama fyrirtæki og hún. Nú var hann staddur í Des Moines á mikilli ráðstefhu ljósmyndara. Þaðan ætlaði hann til Washington i Iowa til að taka myndir af kirkjumunum en það var sérgrein hans. Þangað átti hann að vera kominn 16. júlí. Lög- reglunni í Washington var gert við- vart og hún haföi samband við hann siðdegis þann 17. og tilkynnti honum lát konu hans. Þegar hinn sorgmæddi eiginmaður kom heim sagði hann lögreglunni að konan hans heföi verið blíðlynd og umhyggjusöm, guðhrædd móðir. Þau höföu gifst fyrir tveimur árum og hún þá átt tvo unga syni af fyrra hjóna- bandi. Þau áttu síðan einn son saman, hálfs annars árs. Þegar rætt var við samstarfsfólk Di- anne á ljósmyndastofúnni kom í Ijós að þrisvar haföi verið hringt og beðið um hana í símann milli sjö og átta að kvöldi þess 16. en hún hætti að vinna kl átta. Dianne haföi áhyggjur af þessu því sá sem hringdi sagði ekki orð, andaði bara í símann og lagði svo á. Enginn haföi hugmynd um hver maðurinn var. Við athugun í húsinu kom í ljós að sitt af hveiju vantaði, til dæmis lökin og koddaverin úr hjónarúminu, bað- mottu, mikið af fötum Dianne úr skápnum og öll undirföt hennar úr skúflúm i svefnherberginu, ásamt 30 dollurum í smámynt úr kaflibauk. Lögreglumenn áttu erfitt með að skilja af hveiju morðinginn haföi tek- ið einmitt þessa hluti, nema hann æairi eðc fjarvistarsannanir. Þar með virtist málið staðnað. Engar vísbendingar sem höfðu fúndist í húsinu bentu til veru neins tiltekins manns þar og enga ástæðu væri að sjá fyrir morð- inu. Fyrrum granni í heimsókn Allt húsið var flnkembt í leit að minnstu vísbendingu. Tekin voru mannshár af húsgögnum, svo og trefjarúr fatnaði, sýni af ryki ogjarð- vegi sem kynni að hafa borist inn á gólf á skóm morðingjans. Tvö fingra- för fúndust, annað á stormhurðinni bakdyramegin og hitt á skúffú í svefnherberginu. Þá voru tekin sýni af blóði, hári og húðleifúm í svefn- herberginu, ásamt því sem var undir nöglum líksins. Er ferill Dianne Voss var rannsakað- ur kom í ljós að hún haföi verið vel liðin af öllum sem þekktu hana. Hún tók þátt í starfí kirkjunnar og skól- anna og var góð móðir. Enginn vissi til að hún ætti fjandmenn og hún sagði aldrei styggðaryrði um nokk- um mann. Maður hennar sagði að þegar hann kom heim úr stuttu ferðalagi þann 14. júlí heföi Dianne sagt sér að einhver heföi reynt að bijótast inn í húsið kvöldið áður. Neðra spjaldið í storm- hurðinni bakdyramegin haföi verið brotið. Dianne var hrædd við inn- brotsþjófa og haföi jafnan vandlega læst að sér og bömunum. í viðtölum við nágrannana kom ffam að einn þeirra haföi raunar séð mann fara inn um bakdymar á Voss- húsinu síðdegis 16. júlí. Konan gat ekki lýst honum að gagni enda haföi hún bara séð hann rétt í svip en gisk- Þessi maður var viss um að lög- reglan hefði meiri áhuga á öðrum grunuðum en hann var morðing- inn. hann byggi í Evansville núna. Steven Hepperle var sóttur og við- urkenndi hann fúslega að hafa barið að dyrum hjá Dianne 16. júlí þegar bíllinn hans bilaði. Dianne þekkti hann og leyföi honum að hringja á bílaverkstæðið. Hann kvaðst hafa farið strax aftur. Til vonar og vara vom fingraför hans tekin eftir yfir- heyrsluna og send i rannsókn. Krufning á líkinu leiddi í ljós að dánarorsökin var kyrking með belti Hvort sem var, fannst konan myrt í herbergi sínu og tveir menn, sem ekkert þekktust, viðurkenndu að hafa verið á staðnum. Hvor laug og hvor var morðinginn? væri kynferðislega brenglaður. Ef rán var tilgangurinn vom mun verðmæt- ari hlutir ósnertir fyrir allra augum í húsinu. Eftir ffumrannsókn á líkinu sagði lögreglulæknirinn að Dianne hefði verið bundin á höndum og fótum og á hálsinum væm för sme bentu til að hún heföi verið kyrkt með vír eða snúm. Hún heföi að líkindum látist Iaust eftir klukkan hálfellefú að kvöldi 16. júlí. Fréttamenn græddu lítið á að tala við Iögregluna, annað en að nokkrir grunsamlegir menn heföu verið yfír- heyrðir en allir reynst hafa óyggjandi aði á að hann væri um þrítugt. Sex ára sonur Dianne mundi atvik- ið. — Hann bankaði á bakdymar og bað mömmu að leyfa sér að hringja af því hann þyrfti að kalla á viðgerð- armann. Bíllinn hans vildi ekki fara í gang. Hann hringdi tvisvar, þakkaði fyrir og fór svo, sagði drengurinn. — Var það daginn áður en þú fannst mömmu þína á gólfinu? spurði lög- reglumaður. — Ertu viss um það? Drengurinn kvaðst alveg viss. — Þið getið bara spurt Hepperle. Hann segir ykkur það sama. Síðan sagði hann að Hepperle þessi heföi búið í grenndinni en sagt mömmu hans að af baðsloppi, sokk eða einhveiju álíka. Hendur og fætur höfðu einnig verið bundin með fatnaði eða beltis- Gluggagægir á ferð Lögreglan færði nokkra gmnaða menn á stöðina, einkum eftir að fólk hafði hringt og bent á þá en allt kom fyrir ekki. Allir höfðu fjarvistarsönn- un. Ekkert gerðist næstu dagana og lögreglan gat ekkert nema beðið og vonað að eitthvað gerðist sem færði henni næstu vísbendingu. Þá kom það öllum á óvart að Kenn- eth nokkur Jordon tjáði lögreglunni að hann heföi gægst inn um glugga í Voss-húsinu kvöldið sem Dianne var myrt. Hann kvaðst hafa verið á heim- leið frá vini sínum um miðnættið og þá séð ljós í svefnherberginu. Hann heföi tvisvar áður prílað upp í tré úti fyrir, gægst inn í herbergið og séð Di- anne. í annað skiptið sá hann hana klæða sig og í hitt skiptið horföi hann á ástarleik hjónanna. Nú þegar hann sá ljósið, kleif hann tréð einu sinni enn og komst upp á þakið yfir anddyrinu. Dregið var fyr- ir gluggann svo hann sá ekkert inn en hann heyrði konu kveina lágt og karl- mann segja: — Þetta er allt í lagi. Þú jafnar þig alveg. Hann þekkti ekki rödd mannsins. Þessi framburður var sannarlega óvæntur og nú vöknuðu enn fleiri spumingar. í fyrsta lagi hnekkti það staðhæfingu læknisins um að Dianne heföi látist um klukkan hálftíu um kvöldið. Ef Jordon sagði satt yrði nánast að byija alla rannsóknina að nýju, út ffá öðmm forsendum. Annar möguleiki var fyrir hendi, sem sé sá að Jordon heföi sagt satt að vissu marki en þegar hann var kom- inn upp á litla þakið heföi hann getað farið inn um baðherbegisgluggann, ffamið glæpinn og reynt svo að koma sökinni á einhvem annan. Því meira sem menn veltu fyrir sér ffásögn hans, því ruglingslegra varð málið. Nú varð ekki betur séð en tveir menn væm grunaðir og hvomgan yrði hægt að tengja morðinu án traustra sann- ana. Fingraför vom tekin af Jordon og send rannsóknarstofúnni. Það sem studdi sögu Jordons var að kona skammt ffá haföi tilkynnt um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.