Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 8
Laugardagur 15. september 1990 18 HELGIN KARL GUÐLAUGSSON Óþarfa slys á þjóðvegunum Nú þegar senn fer að hausta, fallegir haustlitir umkringja mann og hlýir vindar sumarsins hætta að blása, þá leitar hugurinn oft til sveita, til þeirra staða er manni þykja hvað fegurstir á landinu. Þá leiðir maður óhjákvæmilega hugann að því að nú fer senn að líða að réttum, og fé fer að renna til byggða eftir að hafa unað sér í óbyggðunum sem og við þjóð- vegi landsins. Menn, hestar og kindur sameinast í hrópum, svo- litlu jarmi og ringulreið á meðan verið er að skilja féð. Yfir vetrar- mánuðina er féð síðan geymt á ömggum stað íyrir köldum veðr- um. Víst er að þá andar margur öku- maðurinn léttar. Ökumenn sem hvað eftir annað hafa orðið fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að vera næstum búnir að keira á fé sem sækir upp á bílvegina. Þeir hafa ef til vill rétt náð að beygja fram- hjá dýrinu með þeim afleiðingum að stjómun ökutækisins raskast svo alvarlegri slysum er oft með naumindum afstýrt. Hvers vegna em þessar slysa- gildmr lagðar fyrir ökumenn? Er það til að æfa þá í ökuleikni? Margir velta þessum spumingum eflaust fyrir sér á meðan þeir bölva dýmnum fyrir að vera að þvælast fyrir. En því miður em ekki allir svo heppnir að sleppa framhjá kindum. Fyrir kemur að keyrt er á dýrin oftast með þeim afleiðingum að þau láta lífíð eða þarf að aflífa þau. En hver á raunvemlega sökina? Getur verið að í einhveijum til- fellum sé of hraður eða gáleysis- legur akstur orsök vandræðanna? Getum við ekki einfaldlega sagt að hvort sem um ólöglegan akst- ur eða ekki er að ræða, þá er sök- in alltaf bilstjórans. Hann ber jú ábyrgð á ökutækinu. En það er bara ekki sauðkindin sem er að þvælast upp á vegun- um. Þar geta einnig verið hestar, bæði þeir sem ganga lausir og síðan einnig hestar og menn á ferðalagi meðffam veginum. Margar af helstu reiðleiðum landsins liggja einmitt meðffam vegum. Sumar þessara reiðleiða em svo lélegar að næstum ógjömingur er að ríða þær. Þess vegna er leitað upp á vegina og þeir notaðir sem reiðvegir. Það hljóta allir að sjá hversu ótrúlega mikla hættu þetta getur skapað sérstaklega ef haft er í huga hvemig aksturslag sumra manna er. Eitthvað hlýtur að vera hægt að gera til að ráða bót á vandamál- inu og draga úr hættunni. Á hveiju ári er einhveijum pening- um varið til að bæta reiðvegi hér á landi. En því miður virðast þessir peningar hvorki vera nægj- anlegir né ffamkvæmdimar nógu miklar til að koma í veg fyrir vandann sem skapast við vegina. Væri ekki ráð, að minnsta kosti þar sem umferðin er hvað mest og hröðust, að ganga þannig ffá að dýrin fæm ekki upp á vegina; Bæta reiðleiðir og jafnvel setja strengi meðffam vegum til þess að hindra að dýrin komist upp á þá. Það myndi ömgglega koma í veg fyrir óþarfa slys og vera til spamaðar í framtíðinni. Mikið tjón getur orðið á bílum vegna þessara árekstra, svo ekki sé nú talað um dýrin. Margir hestanna geta t.a.m. verið mun verðmeiri en sumir bílanna. Mörg þúsund útlendingar koma hingað til lands árlega gagngert til að skoða og komast í snertingu við íslenska hestinn. Miklir möguleikar virðast vera á að út- flutningur íslenskra hesta eigi enn eftir að aukast í ffamtíðinni og verð á íslenskum hestum fer stöðugt hækkandi. Talað er um að tugmilljónir séu boðnar í grað- hesta hér á landi, sem er kannski ekki svo ótrúlegt þegar miðað er við að margir graðhestar erlendis fara á hundmðir milljóna. Mikið atriðið er því að eitthvað verði gert til að spoma við þeirri hættu strax sem skapast hér við vegina, því fyrir utan slysahættuna sem þetta skapar mönnum og dýrum, þá geta hér verið miklir hags- munir í húfi. khg. Gettu nú Kleifarvatn á miðjum Reykjanes- skaga, milli Sveifluháls og Vatnshlið- ar, er vatnið sem lagt var fyrir glögg- skyggna lesendur síöasta helgar- blaðs. Vatnlð er eitt hlð dýpsta á land- inu, um 97 m. Munnmæli herma að skrímsli hafl haldið sig við vatnið og sést þar endrum og elns. Á þaö að hafa verið i ormslíki, svart að lit og á stærð við meöalstórhveli. Enn heldur helgarblaðið sig við vatnsborö en f dag er spurt um vik nokkra þar sem stendur samnefnt kauptún. Vikurinnar er getið sem landnámsstaðar i Landnámabók. Of- an vtð kauptúnið standa allmiklir hól- ar sem eru gamall isaldamiðnirtgur. Visir að þéttbýli var kominn við víkina á öðrum tug þessarar aldar. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.