Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn i i '<■ ( I - < I i * ' i i •'» » i * , ’ "• Þriðjudagur 18. september 1990 Aflatölur Fiskifélagsins sýna aö aflabrögð hafa versnað frá því sem var í fyrra: Þorskafli minni en á sama tíma í fyrra Samkvæmt niðurstöðutölum frá Fiskifélagi íslands um fiskafla á islandi kemur í Ijós að í ágúst í ár hefur heildarafli dregist saman í 47.796 tonn miðað við 49.762 tonn í ágúst í fyrra. Ef miðað er við tímabilið frá því í janúar þar til í ágúst, þá er heildarafli í ár 1.105.029 tonn en var 1.109.090 tonn á sama tímabili í fýrra. Rækjuafli minnkaði í ágúst í ár mið- að við ágúst i fyrra. Heildaraflinn nú í ágúst reyndist 2.928 tonn, en var 3.382 tonn í ágúst í fyrra. Þrátt fyrir það varð heildarrækjuafli á tímabilinu janúar til ágúst í ár rúmum fímm þúsund tonn- um meiri en á sama tímabili i fyrra. Nú veiddust 20.403 tonn, en 15.276 tonn á sama timabili í fyrra. Talsvert dró úr þorskafla á tímabilinu janúar—ágúst í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Heildarafli nú varð 243.004 tonn en var 260.467 tonn í fyrra. Þorskafla- hlutur smábáta jókst þó nú en þeir veiddu 34.484 tonn af þorski á tíma- bilinu janúar til ágúst í ár miðað við 28.066 tonn af þorski á sama tímabili í fyrra. Afli á ýsu, ufsa og karfa jókst á tíma- bilinu janúar-ágúst í ár íra sama tíma- bili í fyrra. Heildaiýsuaflinn varð 43.087 tonn miðað við 37.528 tonn á í ljós kemur að minna hefúr veiðst af þorski nú. Heildarþorskveiði í ágúst í ár var 21.101 tonn en var 26.229 tonn í ágúst í fyrra. Þorskafli togara var í ág- úst í ár 13.940 tonn en 16.897 tonn í águst í fyrra. Bátar veiddu 3.788 tonn af þorski í ágúst í ár en aftur á móti veiddu þeir 5.429 tonn af þoiski í ág- úst í fyrra. Smábátar veiddu 3.373 tonn af þorski í ágúst í ár miðað við 3.903 tonn af þorski í ágúst í fyrra. Meira veiddist af ýsu, ufsa og karfa í ágúst í ár en ágúst í fyrra. Aukningin var mest á ufsa en af honum veiddust 8.354 tonn í ágúst í ár móti 6.378 tonn- um í ágúst í fyrra. Ysuafli jókst um 1.000 tonn í ágúst í ár miðað við sama mánuð síðasta árs. Alls veiddust 5.074 tonn i ágúst í ár. Af karfa veiddust nú um 200 tonnum meira í ár miðað við ágúst í fyrra. Alls veiddust nú 6.569 tonn. sama timabili i fyrra. Heildarufsaafli varð nú 60.274 tonn, en var 46.420 tonn í fyrra. Heildarafli karfa var 55.854 tonn nú en 53.980 tonn á sama tímabili í fyrra. Langmestu virðist vera landað af fisld í Vestmannaeyjum. Tímabilið janú- ar—ágúst þessa árs var heildarlöndun þar 129.357 tonn en var 143.346 tonn í fyrra. Seyðisfjörður er næststærsta löndunarhöíhin í ár. Þar bárust á land 90.049 tonn í ár en 94.278 tonn í fyrra. Athygli vekur að á þessu tímabili í ár var heildarlöndun 76.918 tonn á Siglu- firði miðað við aðeins 29.825 tonn í fyrra. Heildarlöndun erlendis var 51.661 tonn á timabilinujanúartil ág- úst í ár en á sama timabili í fyrra var landað 71.777 tonnum erlendis. Séu ágústmánuðirþessa árs og síðast- liðins árs bomir saman kemur í ljós að mestur afli barst á land í Hafnarfirði eða 3.836 tonn miðað við 4.505 tonn í fyrra. Næstmest var landað í Vesta- mannaeyjum í ágúst í ár eða 3.634 tonn miðað 2.052 tonn í ágúst í fyrra. í ágústmánuði í ár var heildarlöndun er- lendis 3.298 tonn en var 4.020 tonn í ágústmánuði í fyrra. —khg. Samningur um viðurkenning- arstofnun í burðarliðnum Fyrir helgi áttu Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Lars Ettarp, forstjóri sænsku viðurkenningarstofnunarínnar, MPR, að undirríta samning á milli viðskiptaráðuneytisins og MPR um samstarf við uppbyggingu og rekstur viðurkenn- ingarstofnunar á íslandi. Undirrítunin átti að vera liður í ráðstefnu sem viðskiptaráðuneytið gekkst fýrír í gær en Lars Ettarp forstjórí átti að koma frá Hamborg á sunnudagskvöldið en þar sem ekki var flogið til Islands komst hann ekki. um gæði á Evrópumarkaði þurfa is- lensk fyrirtæki, sem flytja út vélar, tæki og hráefni sem er siðan notað í ffamleiðslu í Evrópulöndunum, að standast auknar kröfúr sem fyrirtæk- in erlendis gera því þau fyrirtæki þurfi að fara uppfylla kröfúr um meiri gæði. Finnur sagði að nú væri einnig ver- ið að efla núverandi starfsemi lög- gildingarstofnunarinnar, en viður- kenningarstofhunin kemur til með að verða hluti af henni. Eftir því sem aukin áhersla sé lögð á gæði og þess háttar þá þurfi stillingar mælitækja að vera nákvæmar og þarf að efla starfsemi stofhunarinnar svo hún geti sinnt því. —SE Hámarksbreidd á hjólhýsum Embató skipulagsstjóra ríkisins vill koma því á framfæri að hámaiks- breidd hjólhýsa er 2,50 metrar sam- kvæmt vegalögum. Ætli eigandi að láta hjólhýsi standa lengur en einn mánuð utan skipulagðra svæða þarf hann að sækja um leyfi byggingar- nefridar viðkomandi sveitaifelags. Á undanfijmum árum hafa verið fluttir inn sem hjólhýsi, færanlegir sumarbústaðir sem em þrír metrar á breidd og allt að tíu metra langir. Slík hús teljast veiksmiðjuframleidd hús sem þarf að fara með samkvæmt 13. grein byggingarlaga nr. 54/1978 og greinum 3,4 og 9 í byggingarreglu- gerð. khg. Finnur Sveinbjömsson hjá iðnaðar- ráðuneytinu sagði að þeim hefði ver- ið tjáð að Flugleiðir myndu sinna þessu flugi fyrir Amarflug en ein- hverra hluta vegna hafi það verið fellt niður á síðustu stundu þannig að hann varð strandaglópur en reynt verði að undirrita samninginn við fyrsta tækifæri. Uppbygging og rekstur á viður- kenningarstofnun á Islandi er liður í aðlögun hér á landi að þeirri þróun sem er að verða innan Evrópubanda- lagsins þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á gæðastaðla, prófún og vott- un til að tryggja að vömr uppfylli þær kröfúr sem gerðar em. Þá er hér um að ræða lið í því að Island upp- fylli ákvæði samkomulags sem að- ildarríki EFTA gerðu í júní 1988 um gagnkvæma viðurkenningu á niður- stöðum prófana og staðfestingum á samræmi. Finnur sagði að ástæðan fyrir því að Svíar vom fengnir til að aðstoða ís- lendinga sé sú að þeir standi mjög framarlega á þessu sviði og standi líklega fremst af EFTA þjóðunum í þessum efnum. Hins vegar verði staðlamir sem koma til með að vera notaðir hér í samræmi við staðla í öðmm Evrópulöndum. Hlutverk þessarar stofnunar verður fyrst og firemst að gera úttekt á prófúnarstof- um og vottunarstofúm. Prófunarstof- umar gera prófanir á ýmsu og skila einhveijum niðurstöðum, t.d. gera þær grein fyrir efnisinnihaldi ákveð- innar vöm. Síðan er það vottunarstof- an sem athugar niðurstöður prófúnar- stofúnnar og hvort efnisinnihald vör- unnar sé í samræmi við einhvem staðal eða reglur sem menn segjast hafa farið eftir þegar þeir framleiddu vömna. Þessar stofnanir báðar þurfa að fylgja mjög ströngum vinnu- brögðum og þessi viðurkenningar- stofnun á að gera úttekt á þessum prófúnar- og vottunarstofúm og at- huga hvort þær starfi samkvæmt ströngustu kröfúm. Finnur sagði að ástæðan fyrir því að þetta sé að verða svona mikilvægt sé sú að það sé ver- ið að vinna að uppbyggingu svona gæðatryggingarkerfis alls staðar í Evrópu. Þetta sé gert til að tryggja það t.d. að maður á Ítalíu, sem kaupir sér vöm sem ffamleidd er i Englandi, geti treyst því að varan sé góð og gild og að umbúðimar segi til um inni- hald vörunnar. Vörur sem verða flutt- ar til EB landanna verða að uppfylla sömu kröfúr og vörar sem ffamleidd- ar em innan EB og því sé það mikil- vægt fyrir hagsmuni íslendinga að koma sér upp stofnun sem tryggir það að unnið sé eftir evrópskum stöðlum. Eftir því sem kröfúr aukast Sænskt fyrirtæki býðst til að kanna möguleika á olíuleit við strendur íslands: Gervitungl notað við leit að olíu Sænskt fyrirtæki sem ræður yfir nýrri tækni til olíuleitar hefur boðið ríkisstióm Islands til viðræðna um hugsanlega olíuleit við strendur Islands. Kostnaðurínn við slíka olíuleit er talinn vera aðeins um 10% af kostnaði við olíuleit með hefðbundn- um aðferðum. Það er Jón Sveinsson, tæknifræðingur í Garðabæ, sem hefur haft milligöngu um þetta mál. Aöferöin sem sænska fyrirtækið notar við oliuleit er i því fólgin að senda radiobylgjur í gegnum gervítungl til jarðar. Sá tæknibún- aður sem notaður er til að senda byigjurnar er staðsettur á landi. Engin þðrf er á sérstökum leitar- skipum. Kostnaður við olíuleit með hefðbundnum aðferðum er gríóarlega mikill og nokkuð Ijóst er að íslendingar geta ekki farið út í áhættusama olíuleit með hefð- bundinni tækni. Talið er að kostn- aður við aðferðina sem sænska fyrirtækið beitir sé aðeins um lö% af kostnaði við olíuleít séu notaðar hefðbundnar aðferðir. Um allnokkurn tima hefur ver- ið vitað að á hafsvæði norðaust- an við island eru setlög sem hugsaniegt er talið að geymi oiíu og gas. Enn sem komið er hafa menn ekki treyst sér til að kanna hvort þarna sé um olíu að ræða. Með aðferð Svianna kann að opnast möguleiki fyrir íslend- inga að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll fyrir viðráðanleg- an kostnað. „Að mínu áliti er þetta mögnuð aöferð,“ sagði Jón Sveinsson i samtali við Tímann um tækni Svíanna. Sænska fyrirtækið hef- ur leitaö að olíu og gasi í nokkr- um löndum undanfarin ár með mjög góðum árangri. Með mæl- iugurn er ekki aðeins hægt að fá úr þvi skorið hvort olía er í jarð- lögum. Einnig á að vera hægt aö segja til um hvort svo mikið sé af olíu á svæðinu að arðbært sé að vinna hana. Þá gefa mælingarnar til kynna hvar væniegast sé að bera niður með oliuborinn. í bréfi sem Jón sendi forsætis- ráöherra segir að hann hafi um- boð til að bjóða ríkisstjörn ís- lands kynningu á möguleikum tii olíuleitar við strendur landsins með áðurnefndri aðferð, henni að kostnaðarlausu. Jón sagði að þetta tilboð væri komið tU vegna kunningsskapar hans við ákveðna aðila í Svíþjóð. Rikisstjórnin fjallaði um máUð í vikunni og fól iðnaðarráðherra að athuga máUð nánar. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.