Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. sqptember 19Q0 Tíminn 3 Könnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu íslendinga til byggingar nýs álvers: Helmingur þeirra sem tóku afstöðu vilja Keilisnes Félagsvísindastofnun Háskóla Is- lands geröi dagana 5. til 9. sept- ember könnun fyrir iðnaðarráðu- neytið þar sem spurst var fýrir um afstöðu landsmanna til byggingar og staðsetningar nýs álvers. Helstu niðurstöður eru þær að 68% fólks á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynnt því að ráðist verði í byggingu nýs álvers hér á landi. 51% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni vilja að álverið rísi á Keilisnesi. I könnuninni var einnig athugað Hugbúnaðarfélag íslands stofnað Stofrifundur Hugbúnaðarfélags fslands hf. var haldinn í Reykjavík 23. ágúst sl. Tilgangur félagsins er þróun, framleiðsla og sala á hugbúnaði, sala vélbúnaðar, ásamt ráðgjafastarfsemi ýmiss konar. Félagið ætlar að leggja sérstaka áherslu á tölvuvæðingu islenska heilbrigðiskerfisins og ráðgjafastarf- semi á því sviði með það fyrir augum að auka gæði og þjónustu þess, stuðla að skynsamlegri miðlun upp- lýsinga og spamaði. Félagið mun eignast hugbúnaðarkerfið Starra og halda áífam þróun þess og markaðs- setningu hérlendis og erlendis. Þetta kerfi hefur verið í fullri notkun í Heilsugæslunni i Álftamýri ffá 1. júlí 1989. Kerfið skráir samskipti allra lækna, hjúkmnarffæðinga og ann- arra heilbrigðisstarfsmanna á heilsu- gæslustöðvum auk annarrar heilsu- farslegrar skráningar. Kerfið verður einnig unnt að nota á öllum sjúkra- húsum landsins. Með Starra er unnt að koma á skipulögðu heilsufarseft- irliti einstaklinga og áhættuhópa með reglubundinni innköllun fólks til læknisskoðunar og mats á áhættu- þáttum. Stofnun Hugbúnaðarfélags íslands er ávöxtur af 5 ára samstarfsverkefhi hugbúnaðarfyrirtækisins Hugtaks hf. og Heilsugæslunnar Álftamýri, eink- um læknanna Ólafs Mixa og Sigurð- ar Amar Hektorssonar, við að aðlaga Starra, sem upphaflega var banda- riskt hugbúnaðarkerfi, að íslenskum aðstæðum. I stjóm félagsins vom kjömir Tryggvi Agnarsson lögmaður, sem jafhffamt var valinn formaður, Kjart- an Sigurðsson verkffæðingur, Rúnar Óskarsson verkffæðingur, Ólafur Mixa læknir og Sigurður Öm Hek- torsson læknir, en hann var ráðinn ffamkvæmdastjóri félagsins. —SE Skilagjald fyrir einnota umbúðir hækkar samkvæmt nýrri reglugerð: Einni krónu meira fyrir dósir eftir 1. nóvember Skilagjald á einnota öl- og gos- drykkjaumbúðum var hækkað úr 5 krónum í 6 krónur frá og með 15. september sl. Endurvinnslan hf. mun þó ekki hækka endur- greiðslur til neytenda fyrr en 1. nóvember, eða 45 dögum eftir hækkun álagðs skilagjalds. Hækkun þessi er samkvæmt reglu- gerð ffá umhverfisráðuneytinu ffá 31. ágúst sl. Eins og áður sagði tók hún gildi 15. september og mun hækkun á skilagjaldi koma ffam í verði öls og gosdrykkja til neytenda á næstu vikum, eða eftir því sem söluaðilar endumýja birgðir sínar. Samkvæmt reglugerðinni skulu líða 45 dagar ffá hækkun álagðs skila- gjalds úr 5 krónur í 6 krónur þar til Endurvinnslan hf. eigi að hækka endurgreiðslur til neytenda. Sú hækkun mun því koma til ffam- kvæmda 1. nóvember nk. Ástæðan fyrir þessum ffesti er sögð að á þeim tíma sem skilagjaldið sé hækkað sé mikið af óinnleystum umbúðum hjá neytendum og smásöluaðilum, sem hafi greitt 5 krónur f skilagjald fyrir þær umbúðir. Búist er við að þessar umbúðir skili sér til Endurvinnslunn- ar á næstu sex vikum. —SE Andlátsfregn Jóhannes L.L. Helgason, hæsta- réttariögmaður og forstjóri Happ- drættis Háskóla islands, er látinn. Hann varð tæpra 53 ára gamall. Jóhannes lést í svefhi aðfaranótt síðastliðins laugardags í Helsinki í Finnlandi, þar sem hann var staddur í tilefhi af afmæli finnska rikishapp- drættisins. Jóhannes var fæddur 20. október 1937 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Dagmar Ámadóttir og Helgi Jó- hannesson loftskeytamaður. Jóhann- es lauk lagaprófi ffá Háskóla íslands 1962 og varð héraðsdómslögmaður sama ár. Jafnffamt lauk hann einnig loftskeytamannsprófi á háskólaárun- um. Hann varð hæstaréttarlögmaður árið 1970. Jóhannes gerðist forstjóri Happ- drættis Háskólans árið 1977 en áður hafði hann m.a. starfað hjá Vátrygg- ingafélaginu hf., verið háskólaritari, Jóhannes L. L Helgason, for- stjóri Happdrættis Háskólans. kennt við Háskólann og rekið mála- flutningsstofu í samvinnu við aðra lögmenn. Jóhannes lætur eftir sig eiginkonu og dóttur. hvort umhverfisþættir, byggðarsjón- armið og vilji erlendra aðila hefði áhrif á afstöðu fólks. í ljós kom að þeim sem vildu álverið á Keilisnes fækkaði ef talið var að álverið gæti eflt byggðarlög á öðrum svæðum á landinu. Hins vegar fjölgaði þeim ef þær forsendur vom gefnar að það væri ódýrara að byggja á Keilisnesi og einnig ef sagt var að staðsetningin á Keilisnesi hefði minni umhverfis- spjöll f for með sér en á öðram stöð- um. Stuðningsmönnum Keilisness fjölgaði einnig þegar spurt var um af- stöðu ef erlendir aðilar hefðu ein- göngu áhuga á að fjárfesta í álveri á Keilisnesi. í ljós kom að nálægt helmingur stuðningsmanna Kvennalistans er mótfallinn því að ráðist verði í bygg- ingu nýs álvers. Tasplega 36% stuðn- ingsmanna Alþýðubandalagsins era mótfallin nýju álveri og 18,5% stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins. 13% Alþýðuflokksmanna era mót- fallin nýju álveri og aðeins 7% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þegar staðarval er athugað kemur í ljós að nálægt 70% þeirra sem styðja Álþýðuflokkinn vilja að álverið rísi á Keilisnesi, 43,5% stuðningsmanna Framsóknarflokksins vilja að álverið risi á Dysnesi og 50% stuðnings- manna Alþýðubandalagsins vilja að álverið risi á Reyðarfirði. Hjá Al- þýðuflokknum og Alþýðubandalag- inu er Dysnes í öðra sæti og hjá Framsóknarflokknum er Keilisnes í öðra sæti. Það er því ljóst samkvæmt þessu að stuðningsmenn flokkanna þriggja era alls ekki sammála um það hvar álver- ið eigi að risa en þessir flokkar mynda sem kunnugt er ríkisstjóm ásamt Borgaraflokknum. —SE Byggina geymsluskúrs við Arbæjarsafn: Þriðja lægsta tilboði tekið Nýlega vom opnuð tilboð f byggingu geymsluskúrs við Árbæjarsafn í Reykjavík. Lægsta tilboð átti Friðgeir Söríason byggingameistari. Embættismenn borgarinnar lögðu til að þriðja lægsta tilboði yrði tekið á þeirri forsendu að tvö lægstu tilboðin væra ófull- nægjandi. Stjóm Innkaupastofn- unar taldi óeðlilegt að ganga framhjá lægsta boði og lagði til að því yrði tekið. Þegar málið var síðan tekið fýrir í borgarráði í vikunni var lögð fram tillaga um að þriðja lægsta tilboði yrði tekið og var hún samþykkt. Svo virðist sem nokkuð hafi skort á að embættismenn borgar- innar hafi athugað nægilega vel lægstu tilboðin, því að skömmu áður en borgarráð tók sína ákvörðun kom í ljós að sá sem sendi inn lægsta tilboðið hafði vanáætlað kostnað við verkið upp á 700 þúsund. Það mun hafa ráðið úrslitum um að hann fékk ekki verkið. -EÓ NÁKVÆMNI OG ÖRYGGI RAFMAGNS HANDVERKFÆRI HÖGGBORAR - LOFTHÖGGSVÉLAR SKRÚFVÉLAR - TOPPLYKLAVÉLAR BORVÉLAR fyrir allskonar sérsmíði. HLEÐSLUVÉLAR Skrúfa og bora, handhægar og öflugar. Einstök hönnun. SLÍPIVÉLAR til slípunar á járni eða stáli, snúningshraði 800 til 45000 Vmin. Margar stærðir og gerðir. STEINKJARNABORVÉLAR Sterkar handhægar með eða án sogfestingu. Borstandur stillanlegur halli. Borstærð upp í 250 mm. Kjarnaborar frá 18-250 mm. JÁRNJARNABORVÉL með rafsegulfestingu. Borstærð upp í 52 mm. Kjarnaborar í úrvali. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.