Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. september 1990 Tíminn 7 AP UTAN Einar Birnir: Eigin fjaðrir og annarra Nýstofnað fýrírtæki ísteka hefur sl. tvo mánuði haft fýrrum lyfjaverksmiðju þrotabús G. Ólafsson hf. á leigu og er með skammtímasamning, aðeins um framhald þeirrar leigu. Engu að síður má skilja af grein á viðskiptasíðu Mbl. 13. sept sl. að nú loksins værí fram kominn aðili sem nokkur afrek gæti unn- ið. Fylprófið umtalaða er ljómandi gott framlag til lífefnaiðnaðarins en það er bara ekki framlag ísteka né hugmynd, einu sinni ekki hug- mynd Harðar Kristjánssonar eins. Fylprófið og tilurð þess er loka- punktur prófana og tilrauna sem hér á landi voru unnar í samvinnu þriggja aðila, þ.e. Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum, G. Ólafs- son hf. og Lifefnafræðistofu læknadeildar Háskóla íslands. Sannleikur málsins er sá að hið fyrsta prófið í þessari lotu var al- gerlega hannað og unnið af þeim Eggert Gunnarssyni og Ólafi Andréssyni, sérfræðingum á Keld- um, og í raun eru allar aðrar til- raunir og endurbætur byggðar á þeim grunni. Reyndar má gjaman koma hér fram um leið þakklæti til þeirra Guðmundar Péturssonar læknis, forstöðumanns Tilraunst. á Keld- um, og Páls A. Pálssonar, þáver- andi yfirdýralæknis, sem alla tíð hafa sýnt þessum þróunarverkefn- um sérstaka velvild. Þetta próf var ómissandi þáttur í skipulagi og hagræðingu fram- kvæmda við söfnun til hormóna- vinnslu G. Ólafsson hf. og eins og að líkum lætur fundu eigendur hryssa fljótt hversu þýðingarmikið prófið var vegna þeirra eigin rekstrar og því með árunum æ meiri ásókn, utan blóðsöfnunar- innar, í prófið sem slíkt. Það hefur því um alllangan tíma verið á dagskrá að fá fram próf sem sameinaði öryggi hins fyrra og einfoldun ffamkvæmdar og helst styttan biðtíma einnig (hluti einfoldunar). Það var vissan um allnokkum markað hérlendis og vonin um verulegan markað erlendis, sem var mestur hvati þess að samvinna áðumefndra þriggja aðila hélt áffarn einmitt um þetta sérstaka þróunarverkefni. Miðjumaður og samræmingarað- ili flestra sameiginlegra verkefna þessa þrílita hóps hefur frá upphafi verið Bergþóra Jónsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá G. Ólafsson hf., og æði er Iangt síðan að við þrjú, und- irritaður, Bergþóra og Hörður Kristjánsson, fyrst ræddum um áffamhaldandi þróun fylprófsins til þeirrar vem sem hið nýja próf nú býr yfir. Það verður að segjast eins og er að mér er það mjög til efs að hefði Hörður Kristjánsson ekki verið starfsmaður G. Ólafsson hf. og tekið þátt í ffamþróun margvís- legra mála þar og í þróunarverk- efhum sem fyrirtækið átti með áð- umefndum innlendum og reyndar erlendum aðilum einnig, hefði honum nokkm sinni dottið fylpróf í hug, hvað þá að vinna að þróun þess. Ég hef aldrei dregið í efa hæfni eða kunnáttu Harðar Kristjánsson- ar og trúi því ennþá staðfastlega að hann sé sá dugandi vísindamaður sem við bundum í upphafi vonir við, en því sorglegra er að sjá hann brjóta, ég vona í gáleysi, þá sjálf- sögðu skyldu hvers alvömvísinda- manns að geta hverju sinni gmnd- vallar verka sinna og ffumkvöðla, en þó umfram allt samstarfs síns við aðra vísindamenn um fram- gang og þróun þess verkefnis, sem um er rætt hvort sem um áfanga- skýrslu eða Iokaskýrslu er að ræða. Það vom eðlilegir hlutir og f sam- ræmi við stöðu mála þá að hið fyrra prófið var fullunnið að Keld- um. Það var á sama hátt eðlilegt að lokaþáttur nýja prófsins yrði hjá Herði Kristjánssyni og nú vona ég að hann geri sjálfum sér þann greiða að gera rétta grein fyrir sameiginlegum affekum sínum og sinna samstarfsaðila. Islenskum fyrirtækjum trúi ég að sé almennt óskað velfamaðar hér á landi, einnig ísteka, nýju fyrirtæki, en hingað til hefur fáum ef nokkr- um fyrirtækjum dugað lánsfjaðrir til flugsins, og allra síst séu þær tíndar af dauðum búki. ísteka ætti að reyna fyrst sínar eigin fjaðrir og sjá hvað þær duga. Reynslu annarra gætu þeir nýtt sér sé hún þeim tiltæk en skreyting með lausum lánsflöðmm er vita haldlaus. BOKMENNTIR William Shakespeare: Leikrit I-IV. Helgi Hálfdanarson þýddi. Úrvalsrit heimsbókmenntanna. Almenna bóka- félagið 1982-87. Það hefur oft verið talið að leikrit og sonnettur Shakespeares séu minnis- varði um stórkostlegan snilling og einnig minnismerki merkilegs tíma- skeiðs. Slíkar samlíkingar era mark- lausar varðandi Shakespeare; verk hans em enginn minnisvarði, því að þau lifa alla tíma. Og hvað tímabilið varðar, þá væri það heldur lotlegra, ef verk Shakespeares lýstu það ekki upp. Þegar Shakespeare var og hét var afstaða skáldbræðra og mennta- manna til hans önnur en síðar varð. Honum var einkum fundið til foráttu að vera grófur og tryllingslegur, að hann skorti hófsemi góðs texta og væri auk þess illa að sér. Ben Jonson talar um Shakespeare sem „a man of small Latin and less Greek“. Setning- in er úr hyllingarkvæði sem Jonson orti og var birt í fyrstu folío-útgáf- unni 1623. Að öðm leyti hyllti hann vin sinn. Annar höfundur talaði um, að „leikari gæti ekki verið merkilegt leikritaskáld“. Því kom að því, að ýmsir tóku að efast um að „leikarinn ffá Stratford on Avon“ gæti verið höfundur leikritanna og virðist sú skoðun enn hafa nokkum byr. Þrátt fyrir skoðanir margra, var Shakespeare orðinn vinsælasta leik- ritaskáld Englendinga um 1600. Andúð púritana á Shakespeare og verkum hans varð til þess að verk hans vom lítt höfð í ffammi, fyrr en þegar líður á 18. öld á Englandi. Og hefur það haldist óbreytt síðan. Undirtektir franskra höfunda og ítalskra, en meðal þeirra reis leiklist hæst í Evrópu á 17. og 18. öld, vora neikvæðar varðandi verk Shakespe- ares; hann þótti ekki nógu slípaður. Voltaire gerði tilraun til þess að koma Shakespeare inn í ffönsk leikhús, en það mistókst. Áhugi á verkum hans vaknaði meðal Dana á síðari helm- ingi 18. aldar og Hamlet var leikinn þar 1813. Með riti Brandesar „Willi- am Shakespeare" var hann metinn að verðleikum, 1895. Victor Hugo kom Shakespeare á ffamfæri í Frakklandi. í Þýskalandi Lessing og Herder, sem kynnti Goethe leikritin og þar féllu þau í góðan jarðveg. Wieland tók að þýða verkin í prósa um 1770 og á 19. öld var hann dáður þar flestum er- lendum höfundum fremur. Rússar kynntust höfundinum um þýskar og franskar þýðingar og undir aldamótin 1800 var tekið að þýða sum leikrit- anna á rússnesku. Shakespeare var þýddur á spænsku á áranum 1870-74 og gefinn út í 10 bindum. Indriði Einarsson segir frá áhuga Sigurðar Guðmundssonar málara í ævisögu sinni „Séð og lifað" og hvatti Sigurður hann mjög til að sjá verk Shakespeares í Konunglega leikhúsinu í Höfn. Indriði sá leikrit Shakespeares á ámnum 1872- 77, en bestan Shakespeare-leik sá hann í Edinborg 1880 í meðfömm Henrys Irvings, eins fremsta leikara og leik- stjóra Englendinga um þær mundir. Fyrstu þýðingamar á íslensku gerðu þeir Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson. Lear konung- ur kom út 1878 og Macbeth-þýðing Matthíasar 1874. Matthías þýddi einnig Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu. Indriði Einarsson þýddi 14 leikrit Shakespeares og það var „Þrettándakvöld" í þýðingu Indriða, sem var fyrsta leikrit Shakespeares, sem leikið var hér á landi í Iðnó 1925 af Leikfélagi Reykjavíkur. Fleiri þýðingar vom gerðar og stöku þeirra leiknar. Mikilvirkasti þýðandi leikrita Shakespeares hér á landi er Helgi Hálfdanarson. Hann hefur þýtt öll leikrit Shakespeares og hafa 22 þeirra verið gefm út í „Leikritum Shakespeares", sem Almenna bóka- félagið hefur gefið út, alls fimm bindi, þijú bindi em væntanleg. Fyrsta sviðsetning þessara þýðinga var „Sem yður þóknast" í Þjóðleik- húsinu 1952. Mörg þessara leikrita hafa síðan verið leikin þar og víðar. Mikilvirkasti þýðandi leikrita Shakespeares er einnig sá vandað- asti. Þekking Helga Hálfdanarsonar á verkum meistarans er einstök svo og heiðarleiki hans í meðferð máls og útlistana á hveiju verki fyrir sig. Hann segir sjálfur í umfjöllun um þátt sinn í þýðingum leikritanna: „Þó verður sá vandinn mestur, sem þyngst hvílir á þýðendum allra þjóða, að gróðursetja í nýjan reit þá orðlist, sem meistarinn mikli ffá Stratford ræktaði í fijóum jarðvegi síns fagra og máttuga móðurmáls og aldrei verður alls kostar ffá því skilin.“ Sautján þýðingar Helga komu út á ámnum 1956 til 1975 hjá útgáfufyrir- tækinu Máli og menningu. Síðan hóf Almenna bókafélagið útgáfu leikrit- anna 1982 og mun vonandi ljúka þeim innan tíðar. Þessi útgáfa er smekkleg og vönduð og má óhikað telja bækumar til smekklegustu bóka, sem prentaðar hafa verið á þessum áratug, prentun vönduð, pappír einnig og band með miklum ágætum. Þýðingar úrvalsrita, sem em vand- aðar og trúar ffumtexta og færðar yf- ir á vandaða íslensku, verða hluti ís- lenskra bókmennta og menningar. William Shakespeare. Svo hefur lengi verið. Það fyrsta sem ritað var hér á landi vom „þýðingar helgar“ og það var fyrir áhrif klerk- legra mennta að ritöld hófst hér á móðurmálinu. Ýmsir vilja álíta að prentun og þýðing biblíunnar á ís- lensku hafi beinlínis orðið til þess að tungan og þjóðemið urðu áffam sam- nefnarar. AÍuifin af merkum þýðing- um á bókmenntimar urðu til þess að glæða þær og auðga. Svo dæmi sé tekið annars staðar frá um áhrif þýðinga og þá Shakespeare- þýðinga, skrifar Friedrich Gundolf 1927 í „Shakespeare und der Deut- sche Geist“, að Shakespeare hafi auðgað og fijóvgað þýska tungu og hún sé ekki söm eftir að þýðingar Wielands og A.W. Schlegel komu út á áranum 1798-1833 og hann bætir við, að verk Shakespeares hafi ekki verið þýdd á þýsku heldur hafi „orð- ið þýsk tunga“. Gundolf skrifar einn- ig, „að Shakespeare sé öllum öðmm skáldum ffemur holdtekja sköpunar- gáfu lífsins sjálfs (í skáldskap)". Hér er til mikils jafnað, en fá skáld hafa kafað svo í mennskt eðli og unun og hrikaleik mannlegs lífs og Shakespe- are. í lokin segir Helgi Hálfdanarson 1 inngangi sínum fyrir útgáfunni: „Hver sem um sinn gengur þessum töffamanni á hönd, öðlast í svip nokkuð af kynngi hans og kenndum, finnur í sjálfiim sér þelið sem draum- ar spinnast úr; því verður enginn samur eftir sem notið hefur fylgdar hans um furðuheima sögu og ævin- týra, og um myrkviðu mannlegs hjarta." Siglaugur Brynleifsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.