Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 18. september 1990 Þriðjudagur 18. september 1990 Tíminn 9 Danskur sérfraeöingur, Leif Graham, telur að byggöastefna sé ekki rekin á íslandi, einu Norðurlanda: Eftir Hermann Sæmunds- son Útvörður, samtök um jafnrétti milli lands- hluta, hafa nú gefið út bók sem íjallar um byggðamál á Norðurlöndum. Hér er um að ræða samantekt á byggðaþróun í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er sérstak- lega gerð grein fyrir lýðræðislegum kjömum héraðsstjómum varðandi þróun byggða- mála. Ritinu er ætlað að stuðla að málefna- legri umræðu um byggðamál, sem hefúr ekki verið mikil hér á landi, að mati Útvarð- arfélaga, né heldur fagleg þekking. Þá er rit- inu ætlað að kynna fyrir Islendingum hvem- ig á þeim málum er tekið á hinum Norður- löndunum. Forsvarsmenn Útvarðar telja að þar hafi tekist mikil valddreifing án þess að breytingar hafi verið gerðar á stjómarskrá þjóðanna. Þá er i ritinu sérstakur kafli um byggðaþróun hér á landi þar sem sjö greinar- höfundar reyna að benda á nýjar leiðir til úr- bóta. I gær hélt Útvörður fréttamannafúnd þar sem ritið „Byggðamál á Norðurlöndunum“ var kynnt. Hlöðver Þ. Hlöðversson, formað- ur samtakanna, sagði við það tækifæri, að samtökin hafi lagt mikla áherslu á stjóm- kerfismál hin síðari ár. „Við höfúm lagt áherslu á það, sem við teljum vera gmnd- vallaratriði, að koma upp valdsviði út um byggðir, sem tæki við verkefnum af rikinu og em betur sett nær fólkinu er þau brenna á. Þessi bók er afrakstur þeirra starfa.“ Engin byggöastefna á íslandi? Sigurður Helgason, sýslumaður á Seyðis- firði, er ritstjóri „Byggðamála á Norðurlönd- um“ og telur hann að umræðan um byggða- mál á lslandi hafi ekki verið byggð á nægum upplýsingum. Hann sagði kveikjuna að rit- inu vera þá, að árið 1987 hélt kunnur fræði- maður frá Danmörku, Leif Graham, fyrir- lestur, þar sem hann benti á að ekki sé nein byggðastefna rekin á Islandi. „Það em að vísu engar töfralausnir í því sambandi, en það er hægt að reka markvissa byggða- stefnu, sem er gert á öllum Norðurlöndunum nema á Islandi.“ í framhaldi af því réðst Sigurður í þýðingu viðurkenndra rita um byggðamál hjá Norð- urlandaþjóðunum, sérstaklega um héraða- vald, og það birtist nú í heild sinni í riti Út- varðar. Hér er í raun um að ræða heildar út- tekt á þróun byggðamála á hinum Norður- löndunum. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, og greindi Sigurður t.d. frá því, að i þessum löndum væri tiltölulega jöfn skipl- ing verka milli ríkis og sveitarfélaga. Þessu er hins vegar þveröfugt farið hér á landi, þar sem sveitarfélögin em aðeins með um 20% heildarverkefna sem um er að ræða. 23 milljarðar til héraðastjórna Sigurður benti sérstaklega á árangur Dana og Norðmanna í því að færa völd og verk- efni til heimabyggða. Það felst i fyrsta lagi í því, að á sama tíma og kosið er til sveitar- stjóma er kosið í héraðaráð og em lög þess- ara stjómsýslueininga svo til eins. Héraðs- ráð velur nefndir sem sjá um málaflokka eins og heilbrigðismál, menntamál, menn- ingarmál og umhverfismál. I öðm lagi em héraðsráðunum tryggðar nægjanlegar tekjur til að geta haldið úti starfsemi, og í þriðja lagi hefúr verið skorið á afskipti rikisins af málefnum sveitarstjóma. „Staðreyndin hér á landi er sú, að þáttur sveitarfélaganna er að minnka. Öll stjóm heilbrigðismála t.d. er að fara undir stjóm ríkisins. Við virðumst, sam- kvæmt því, ekki vera að fara út á þessa braut Norðurlandanna, heldur til baka,“ sagði Sig- urður. I grein sem Sigurður skrifar í „Byggðamál á Norðurlöndunum“ bendir hann á, að með hliðsjón af reynslu frændþjóða okkar, hefðu 23 milljarðar af fjárlögum íslenska ríkisins 1990 verið færðir til héraðastjóma. Það er allur tekjuskattur, skattur af launagreiðslum og eignaskattur. Þetta setur hann fram til að sýna, að stuðla megi að valddreifingu án þess að auka báknið. „Þetta myndi tvöfalda verkefni sveitarfélaga, og við væmm kannski að tala um 40% á móti 60% verk- eína í höndum ríkisins." Þriðja stjórnsýslustigið Skúli G. Johnsen borgarlæknir ritar einnig grein í „Byggðaþróun á Norðurlöndunum“, þar sem hann íjallar um héraðavald og breyt- ingar á skipun heilbrigðismála. Hann telur það vera skyldu okkar að koma heilbrigðis- málum eins nálægt fólkinu og mögulegt er. „Þróunin hér fyrir 20 ámm hefur verið þver- öfúg,“ sagði Skúli á blaðamannafundinum í gær. Hann benti á að í dag væri i rauninni engin stjómamppbygging eftir úti í hémð- um, þar sem ráðuneytin séu búin að taka við öllum verkefnum. „Árið 1970 bám hátt á annað þúsund fúll- trúar í sveitarstjómum og stjómum sjúkra- samlaga ábyrgð á heilbrigðismálum. Nú hef- ur það gerst að ábyrgð allra þessara aðila er horfin úr héraði. Með því hvarf sú undirstaða þessa málaflokks, sem fólst í þátttöku heima i héraði. Það jafngildir röskun á hinni lýð- ræðislegu gmndvallarskipan í stjóm lands- ins,“ kemur fram í grein Skúla. Hann bendir á að nú sé tímabært að hefja af alvöm undir- búning stofnunar þriðja stjómsýslustigsins og ætla megi að heilbrigðismálin séu kjörinn vettvangur til að ríða á vaðið með þá nýju skipan hér á landi. Fyrsta skrefið í þá átt væri það, að ríkið hagi stjóm heilbrigðismála á þann veg sem þegar er ákveðið í lögum. Næsta skrefið yrði stofnun sérstakrar heilbrigðismálaskrifstofú Frá fréttamannafundi Utvarðar sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. F.v. Siguröur Helgason,, ritstjóri „Byggðamála á Norðurlöndunum", Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður Utvarðar, Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur og Skúli G. Johnsen borgarlæknir. í hveiju héraði, sem væri fengin ábyrgð á öll- um þeim verkefnum, sem eðlilegt þætti að dreifa frá Heilbrigðisráðuneyti og Trygg- ingastofnun. „Síðasta skrefið í endurskipu- lagningu heilbrigðismála væri að færa stjóm þeirra í héraði í hendur kjörinna fulltrúa að nýju. Þar með yrði þriðja stjómsýslustiginu komið á fót,“ segir Skúli í grein sinni. Sameining sveitarfélaga engin töfralausn Aðrir greinarhöfundar em Magnús B. Jónsson, Gunnlaugur A. Júlíusson, Sjöfn Halldórsdóttir, Þórarinn Lámsson og Hlöðver Þ. Hlöðversson, en þau em öll í stjóm Útvarðar. Ekki em tök á að gera grein fyrir greinum fleiri höfunda, en rétt. er að lokum að drepa niður í grein Hlöð- vers, þar sem hann fjallar um héraðavald. Hann segir að margir finni til þess að völd og áhrif um eigin mál fjarlægist óðfluga, hverfi til miðstýringar í höfúðborginni. „Mótaðgerðir em litlar og ómarkvissar. Rekinn er áróður fyrir sameiningu sveitar- félaga og sett lög er knýja smáhreppa til sameiningar þó að vilji íbúanna standi ekki til þess.“ Þess vegna telur Hlöðver að þama beri að fara með allri gát. „Saga íslensku sveit- arfélaganna er löng og merk, og bókfestar heimildir um þær ævafomar. Störf í sveit- arstjómum hafa orðið fleimm en ella þroskavettvangur til félagsmálastarfs, einmitt af því hreppamir vom margir. Margskonar farsæl og nauðsynleg sam- vinna er þvert yfir hreppamörk. Samvinna sem stundum hefur leitt til sameiningar sveitarfélaga þegar fólkið taldi það þjóna sínu geði og hagsmunum. Því miður hafa hreppar verið sameinaðir gegn meirihluta- vilja íbúa. Slíkt veldur sárindum og hlýtur að orka tvímælis, t.d. með hliðsjón af sjálfræðissviptingu einstaklinga, sem er mjög vandmeðfarið og viðkvæmt mál. Sveitarfélög halda áfram að sameinast. Hreppum fækkar. En þetta nær ekki þeim tilgangi sem ýmsir ætlast til, að ráða við marga þá stjómsýslu, sem betur væri komin í héraði en hjá ríki. Okkur vantar framlengingu á vald- og stjómsýslumögu- leikum sveitarfélaganna; HÉRAÐA- VALD.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.