Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 19. september 1990 Þóknun banka vegna kaupa á víxlum nær þrefaldast með frelsinu: Kostnaður af víxli hærri en vextirnir Af 28 daga víxli, sem seldur var í banka í síðasta mánuði, reyndist þóknun bankans ásamt stimpilgjaldi hærrí upphæð heldur en sjálfir vextimir. Reiknað til heils árs reyndist sú upp- hæð sem eftir varð af víxilfjárhæðinni í bankanum svara til 33,9% fjármagnskostnaðar á árí, sem mörgum þykir nokkuð hátt, miðað við 7-8% verðbólgu þegar víxillinn var keyptur. Ekki er vitað til annars en að umræddur víxill sé ósköp dæmigerður fýrir slíka pappíra, utan hvað að hann naut þeirrar virðingar að Sérstaka athygli vekur 1,15% þóknun bankans: I fyrsta lagi vegna þess að með henni nær bankinn sér í næstum því eins háa upphæð af víxilfjár- hæðinni eins og með 15,6% vöxt- unum. Og í öðru lagi vegna þess hvað HOLU-BORAR á þrítengi. Borbreidd allt að 50 cm. Bordýpt allt að 90 cm. Járnhálsi 2 Sími 83266 Pósthólf 10180 mf 110 Rvk. KENNARA- HASKÓU ÍSLANDS A.B. nám í sérkennslu- fræðum Kennaraháskóli íslands mun, ef fjárveiting og næg þátttaka fæst, bjóða upp á eftirfarandi nám í sérkennslufræðum sem hefst að hausti 1991: B.A. nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjarkennslu meðan á skóla stendur. Námskeiðin verða að líkindum haldin í heimavistarskóla utan Reykjavíkur. B.A. nám í sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjarkennslu meðan á skóla stendur. Námskeiðin verða haldin í heimavistar- skóla á Norðurlandi. Þetta er auglýst nú með ofangreindum fyrirvara til þess að þeir kennarar sem hug hafa á þátttöku og vilja sækja um orlof geti gert það fyrir 1. októ- ber nk. Umsóknarfrestur verður auglýstur og nánari upplýsingar veittar í febrúar nk. eftir að endanleg ákvörðun hefur verið tekin. Rektor. þóknunarprósentan hefur hækkað geysilega frá því að bankarnir fengu frelsi til að ákveða sjálfir hlutfall þessarar gjaldtöku. Sam- kvæmt könnun Verðlagsstofnunar á þjónustugjöldum banka og spari- sjóða var 0,40% algengasta þókn- un banka við kaup á víxlum (vist- uðum innan lögsagnarumdæmis kaupaðila) haustið 1986, sam- kvæmt ákvörðun Seðlabankans. I samsvarandi könnun ári síðar (haustið 1987) var Landsbankinn hinn eini sem ekki hafði hækkað gjaldið. I flestum hinna bankanna hafði það hækkað um meira en helming, eða i 0,65%. I könnun Verðlagsstofnunar í apr- íl á þessu ári var þóknun Lands- bankans komin í 0,70%, en aðrir bankar og sparisjóðir voru þá komnir í 0,75% þóknun og þó aldr- ei minni en 750 krónur. Þóknun bankans — 1,15% — sem keypti víxilinn sem ríkisstjómin skoðaði sérstaklega í gær virðist því hafa hækkað hlutfallslega um ríflega 50% frá könnun Verðlags- stofnunar í apríl á s.l. vori og um nær 190% frá því Seðlabankinn ákvað síðast þessa þóknun fyrir fjórum árum, þ.e. hátt í þrefaldast. Nafnverð þessa „fræga“ víxils og gjaldtaka í bankanum vegna kaupa hans var sem hér segir: Nafnverð víxils.....623.517 kr. Forvextir ....... Þóknun banka .... Stimp.gj.(0,25%) ...- 7.488 kr. ...- 7.170 kr. ...- 1.559 kr. Vextir/kostnaður alls 16.717 kr. Forvextir víxilsins svara sem fyrr scgir til 15,6% ársávöxtunar. Þóknun bankans (1,15%) skilar honum sem sjá má aðeins litlu lægri upphæð heldur en vextirnir. Með endumýjun víxilsins (eða endurláni peninganna á sömu kjör- um) á íjögurra vikna fresti færi kostnaður vegna þóknunar og stimplunar upp í 20,86% víxilfjár- hæðarinnar á einu ári og ijár- magnskostnaður því samtals í 33,9% miðað við heilt ár, sem áður segir. Að lokum má benda á, að hækkun lánskjaravísitölu frá því víxillinn var keyptur (í ágúst) og til gjald- daga hans (í september) var 0,24% — eða sem svarar tæplega 3% á heilu ári. . HEI Þioöhagsstofnun spair að viðskiptakjor verði 2-3% hagstæðari í lok ársins en pau voru í uppnafi þess, en blikur eru a lofti: Olíuhækkanir gætu brennt ábatann upp Viðskiptakjör hafa batnað veru- olíuverðs. Sé til dæmis reiknað lega það sem af er árinu, sé ál og með að olínverð bækki um ná- kisiljárn ekki reiknað inn i dæm- lægt 30% að jafnaði, eins og ið. Þannig voru viðskiptakjörin í OECD gerir ráð fyrir, rýrnuðu júlimánuði talin vera tæplcga 6% viðskiptakjörín um tæplega 4%. betri en þau voru i janúar. Skýr- Ýmsir telja að heimsmarkaðs- ingin á batnandi viðskiptakjör- verð ð ob'u eigi eftír að hækka um er fyrst og frerast sú að verð á mun meira en OECD gerir ráð útfluttum sjávarafurðum hefur fyrir. Þá er erfitt að gera sér grein hækkað inikið. Áætlað er að verð fyrir hvenær oliuverðshækkunin á sjávarafurðum i heild sé nú um muni koma frara í viðskiptakjör- 10% hærra en það var í lok sið- um. Ætla má þð að hún koml að asta árs, mestu fram í mánuðunum októ- Talið er að viðskiptakjörin án ber til desember. Þá mun lækkun stóríðju verði rúmlega 5% betri Bandaríkjadoilars að undan- aö meðaltali á þessu árí en i fyrra. fornu draga úr viöskiptakjara- Viðskiptakjörin í heild hafa hins batanum. A móti þessu vegur að vegar batnað mun minna vegna hluta að hækkun á verði sjávar- mikOlar lækkunar á verði áls og afurða er ekki komin fram í við- kisiljárns, eða um 1-2%, Heims- skiptakjörunum og er jafnvel markaðsverð á áli og kísUjárni reiknað með frekari hækkunum lækkaðl mikið i upphaQ þessa á næstu mánuðum. Að öllu sam- árs, en álverð hcfur hins vegar anlögðu má þó ætla að viöskipta- hækkað talsvert á síðustu vikum. kjörin verði um 2-3% hærrí í lok Upplýsingar frá Þjóðhagsstofn- þessa árs en þau voru i byrjun un um þróun viðskiptakjara voru ársins. Iagðar fram á ríkisstjórnarfundi í Horfur eru á að iandsfram- gær. Stofnunin telur að horfur ieiðsla standi í stað á þessu ári, um þróun viöskiptakjara á næstu eða jafhvel dragist iítilsháttar mánuðum séu mjög óráðnar, saman. einkum vegna óvissu um þróun með að viðskiptakjörin bötnuðu um 3% innan ársins 1990. {Heimild: Þjóðhagsstofnun) UTLOND Amman — George Habash, hinn róttæki leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að skærulið- ar hans og hópar stuðnings- manna (raka væru reiðubúnir til bardaga við vestræn ríki ef ráðist yrði á (rak. Hann gaf þessa yfir- lýsingu á sama tíma og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, kom frá Bagdad til friðarviðræðna við Hussein Jórdaníukonung. Teheran — Fulltrúar utanríkis- ráðherra (rana og Sovétmanna kváðust sammála um að finna þyrfti friðsamlega lausn Persa- flóadeilunnar, en virtust ósam- mála um hvemig að því skyldi staðið. Sá sovéski taldi viðskipta- bannið vænlegast til árangurs en sá íranski áleit best að Banda- ríkjamenn hyrfu sem fyrst af svæöinu. London — Bretar, sem hafa þegar visað úr landi 31 (raka, hafa sett hömlur á ferðafrelsi þeirra sendiráðsmanna (raks sem eftir eru í landinu. Þetta er liður í sameiginlegum aðgerðum í Evrópu til að mótmæla árásum (raka inn í vestræn sendiráð í Kú- væt. Frá Túnis berast þær fregn- ir að íraskir hermenn hafi ráðist inn í bústað sendiherra landsins í Kúvæt. Túnismenn hafa sent mótmæli til Bagdad. Moskva — Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolai Ryshkov, kveðst frekar munu víkja úr emb- ætti en samþykkja þá róttæku efnahagsáætlun sem nú liggur fyrir þinginu. Hann kvaðst þó geta fallist á málamiðlun ef eftir því yrði leitað. Prag — Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, sem er fyrsti breski þjóðarieiðtoginn sem heimsækir Tékkóslóvakíu, lét í Ijós skömm fyrir hönd þjóðar sinnar vegna Munchen-sam- komulagsins 1938, en þá voru Þýskalandi nasista afhent stór landsvæði í Tékkóslóvaklu. Hún líkti framferði Þjóðverja við innrás (raka í Kúvæt i síðasta mánuði. Bangkok — Stjóm Kambódíu, sem studd er af Víetnömum, og skæruliðar áttu langan viöræðu- fund á mánudaginn og fram á nótt, en tókst ekki að komast að samkomulagi um fyrstu skrefin í átt til friðar. Tokyo — Ólympíuleikar nútím- ans munu halda upp á aldaraf- mæli sitt árið 1996 í Atlanta, en hvorki í Aþenu, Belgrad, Man- chester, Melboume né Toronto. Alþjóða ólympíuráðið tók þessa ákvörðun, þótt Grikkir hafi sterk- lega krafist þess að haldið verði upp á aldarafmæli leikanna í því landi þar sem þeir eru upprunnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.