Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 19. september 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrtfstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Áfengistíska Fyrír skömmu var haldin í Reykjavík ráðstefha um áfengismál, þar sem reynt var að gefa nokkurt yfir- lit yfir stefnur í áfengismálum og ástand í þeim eín- um í heimi mikilla þjóðfélagsbreytinga. A þessari ráðstefinu kom það í ljós sem löngu er vitað að áfengisneysla Islendinga fer vaxandi og hefur vaxið mjög mikið ef borin eru saman ýmis tímabil á þessari öld, enda hefur margt stuðlað að því að svo yrði. Fyrst er til að taka að opinber áfeng- isstefna hefur breyst. En ekki munar síður um það að reglur um sölu og veitingar áfengis hafa orðið miklu rýmri en var innan þeirrar meginsteínu sem áfengislöggjöfin setur, m.a. um einkasölu ríkisins á áfengi, sem talið hefur verið að væri áhrifamikill hemill á áfengisneyslu út af íyrir sig. Eins og nú háttar sölu áfengis og veitingastarfsemi verður þess naumast vart á ytra borði að hér ríki op- inber einkasala á áfengi. Þótt e.t.v. megi finna það á verði áfengra drykkja að þeir séu ekki samkeppnis- vara er aðgangur að vínsölum og veitingum tiltölu- lega auðveldur. Það er ekki sá ófrelsisbragur á vín- veitingum hér sem stundum er á orði hafit. Það er því engin furða þótt áfengisneysla hafi vaxið miðað við eldri tíma, þegar aðrir veitingahættir voru í landinu og sölustaðir áfengis fáir. Þessar breytingar á sölu og veitingum áfengis hafa haldist í hendur við vaxandi áfengistísku þjóðarinn- ar, sem vissulega er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum. Áfengisneysla hefur víðast hvar farið vaxandi, eins og frarn kom í fyrirlestri bresks ffæðimanns á þessu sviði á umræddri áfengismála- ráðstefnu. Hann taldi að á 10 ára tímabili hefði heildameysla áfengis á Bretlandi aukist um 60% og var þó mikil fyrir. Á ráðstefnunni kom frarn að drykkja íslenskra unglinga hefur stóraukist í kjölfar bjórffelsisins. Unglingar reynast hafa miklu auðveldari aðgang að áfengi eftir tilkomu bjórsins. Á þetta atriði var bent þegar deilt var um afhám bjórbannsins á sinni tíð, enda augljóst að svo hlaut að verða. Það hafði áður verið upplýst að heildaráfengisneysla Islendinga jókst með bjómum, sem einnig mátti sjá fyrir, því að sú er reynslan hvarvetna í heiminum. Því meiri bjór því meiri brennivínsdr/kkja. Flest bendir því til þess að Islendingar stefni að því að verða drykkjuþjóð á borð við ýmsar aðrar, þar sem hegðunarffelsið og tískan ráða ferðinni, en ekki sú heilbrigðisstefna sem á hinn bóginn er boðuð í menningarlöndum og felur það m.a. í sér að sýna ffam á skaðsemi áfengis á heilsu manna. Það er a.m.k. víst að þróun þessara mála brýtur í bága við þá tillögu að heilbrigðisáætlun sem lögð hefur ver- ið fyrir Alþingi. Hún gengur auk þess þvert á áskor- un Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að þjóðir heims dragi kerfisbundið úr heildameyslu áfengis. Komið er um ;a, nainei arji mí nr um H uni um en IIITT DpCITT ■ ■ 1 ■ wi 1 1 Fólksflótti-landflótti - Bömin okkar menntast suður-, er ein af ástæðunum sem landsbyggðar- fólk nefnir sem ástæðu fólksflóttans á höfuðborgarsvasðið. Allir þeir sem vettlingi geta valdið menntast vel og lengi nú til dags og léttir þjóðfélagið námsfólkinu róðurinn eftir bestu getu. En að námi loknu er atvinna stopul fyrir langskólafólk í heima- högum og eru annars staðar. Þannig menntast bömin suður. En margir menntast lengra suður á bóginn en til Reykjavíkursvæðisins og sé betur að gáð er fólksflóttinn al- varlegra vandamál en aðeins það að búsetubreytingar verði innanlands. Landflóttinn er mun alvarlegri stað- reynd, þótt lítt sé yfir honum kvartað enn sem komið er. Þjóðlíf gerir ofurlitla úttekt á land- flóttanum í nýútkomnu tölublaði. Frá því i ágúst í fyrra til april í ár fluttu 325 manns úr landi á mánuði að með- altali. Þetta þýðir að í hverri viku flytja 20 fjögurra manna fjölskyldur úr landi. Sér hvergi fýrir endann á hrinunni enn. Mikil menntun - engin þörf Þeir sem flytja úr landi em verka- menn, iðnaðarmenn og síðast en ekki sist menntafólk. A íslandi guma menn af mikilli menntun og allt kerfið hvetur unga fólkið til að afla sér sem mestrar menntunar og þá muni öllum vel famast. Nær 400 íslenskir læknar starfa er- lendis og er engin þörf fyrir starfs- krafta þeirra hér. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ekkert þýðir að bjóða íslenskum læknafjölskyldum að setjast að úti á landi. Það er staðreynd hverju sem um er að kenna, og er reyndar tími til kom- inn að fólk fari að reyna að komast til botns í þeim leyndadómi. Samkvæmt upplýsingum Lánasjóðs ísl. námsmanna em núna eitt hundrað ungir Islendingar erlendis í námi í arkitektúr. Þegar em starfandi í land- inu eins margir arkitektar og mögu- legt er að fái störf við hæfi menntun- ar sinnar. Aðrir stunda önnur störf. Ef þeir 100 nemar í arkitektúr, sem nú puða erlendis við að afla sér mennt- unar og réttinda, ætla að starfa við sérgrein sína hljóta þeir að leita vinnu annars staðar en á íslandi. I fjölmörgum öðrum greinum em hundmð og þúsundir ungmenna að mennfast til starfa sem engin þörf er fýrir á íslandi og verður ekki í fyrir- sjáanlegri framtíð. Eins og landsbyggðarunglingamir menntast suður er hægt að bæta við að ungmenni af öllu landinu, líka frá höfúðborgarsvæðinu, menntast út og suður og munu aðrar þjóðir njóta menntunar þeirra og starfskrafta. Það er að segja þær þjóðir sem ekki búa við offramboð á menntafólki, en vandamálið er ekki sérislenskt. Sem fýrr er dræm aðsókn að Fisk- vinnsluskólanum. Gjaldþrot - vonleysi Til þessa nefúr einkum verið kvart- að um skort á atvinnu úti á landi en málið er að það vantar þúsundir svo- kallaðra atvinnutækifæra fyrir menntað fólk í landinu yfirleitt, ef á annað borð á að útvega öllum störf við hæfi. En hætt er við að dæmið gangi seint upp og er landflóttinn meinlegt svar við mikilli reiknings- skekkju. Fjárhagserfiðleikar og gjaldþrot em einnig hvati landflótta en í Reykjavík einni stefnir í 800 gjaldþrotaúrskurði í ár. Hvað skyldu þær uppákomur kippa lífsgrundvelli undan mörgum fjöl- skyldum eða einstaklingum? I úttekt Þjóðlífs er sýnt fram á fylgni efnahagsástands og landflótta. Langskólagengið fólk á æ erfiðara með að fá vinnu og húsnæðismál þeirra sem ekki em loðnir um lófana em í venjulegu glómleysi, sem engin leið er að sjá hvemig rætist úr. 20 fjögurra manna fjölskyldur á viku em blóðtaka sem fámenn þjóð þolir ekki. Hún þolir heldur ekki mennta- kerfi sem asðir áfram í blindni og skákar ungu efhisfólki út úr þjóðfé- laginu í bókstaflegum skilningi. Og enn síður stenst það samfélag sem skapar örbirgð þrotamanna í stórum stíl. í annarri samantekt í Þjóðlífi spáir dr. Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði, því að um aldamótin verði Island orðið fátækasta land í Evrópu og þótt víðar verði leitað. Hvað skyldu 845 íslenskir hagfræði- nemar hugsa um þá framtíð? Þeir geta altént spurt larifoður sinn hvar þeir muni dansa á jólum eftir 9 ár. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.