Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 8
Um þessar mundir er verið að ljúka tökum á nýrri sjónvarpsmynd sem byggð er á sögu Olafs Jóhanns Sigurðssonar, Litbrigði jarð- arinnar. Agúst Guðmundsson er leikstjóri og hand- ritshöfúndur og með aðalhlutverkin í mynd- inni fara þau Hjálmar Hjálmarsson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Blaða- og ffétta- mönnum var boðið að fylgjast með tökum á myndinni í gær en upptökur fara nú fram við Tungufell í Hrunamannahreppi. Þegar á reyndi viðraði ekki til myndatöku og gáfú starfsmenn myndarinnar sér því góðan tíma til að spjalla við blaðamenn. Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, sem fór sem fararstjóri með blaða- mönnum, sagði að óútreiknanlegt veðurfar væri eitt stærsta vandamálið í íslenskri kvik- myndagerð. Deginum áður hafði verið rjómalogn og blíða, en nú snjóaði svo mikið að skaflar voru famir að myndast utaní kind- unum sem hírðust við vegina í Hrunamanna- hreppnum. Sagan Litbrigði jarðarinnar gerist í sveit fyrir síðari heimsstyrjöldina. Sagan er með fyrri sögum Ólafs Jóhanns og kom út 1947. Hún vakti þegar mikla athygli og fékk góðar undirtektir. Hún segir frá ungum pilti, Mumma, sem verður ástfanginn af stúlku, Sigrúnu Maríu, sem býr á næsta bæ. Stúlkan aftur á móli hrífst af vegavinnumanni sem kemur úr Reykjavík og veldur það piltinum talsverðum vonbrigðum. Sveinn Einarsson sagði að sagan væri svolitið fyndin að því leyti að þegar strákurinn væri að velta sér upp úr sorgum sínum þá væri hann sífellt að ímynda sér sig sem mikinn skipstjóra eða einhvem meiri mann en hann er, þannig að stúlkan myndi sjá eftir þvi að hafa ekki valið hann í stað bæjarpiltsins. Sagan gerist á einu ári og er persónunum fylgt eftir í gegnum árstíðimar, litbrigði jarðarinnar, og em árs- tíðimar að mörgu leyti spegillinn á því sem er að gerast í tilfinningalífí fólksins. Heimildamynd um Ólaf Jóhann í undirbúningi Sveinn sagði að þessi mynd væri stærsta verkefnið á þessu ári og kæmi til með að verða páskalcikrit Sjónvarpsins á næsta ári. Upphaflega átti myndin að skiptast í fjóra hálftíma þætti, en yrði líklega tveir klukku- tíma þættir. Samfara sýningu myndarinnar verður sýndur heimildaþáttur um Ólaf Jó- hann og verður það Einar Heimisson sem sér um gerð hans. Sveinn sagði að ástæðan fýrir því að þetta verk varð fyrir valinu væri sú að þessi saga hentaði vel fyrir mynd. Hún byggi svo mik- ið á litum og hinu myndræna i náttúmnni og litbrigðin og landslagið skiptu svo miklu máli. I öðm lagi væri röðin svo sannarlega komin að Ólafi Jóhanni og þó fyrr hefði ver- ið, því ekkert verka hans hefur verið fest á filmu áður eða flutt á leiksviði. Þá skipti það einnig máli að þama var á ferð efni þar sem islenska landslagið léki stórt hlutverk og hér væri því á ferð mynd sem ekki hefði verið hægt að taka annars staðar en á Islandi og hún þekktist á því. Ágúst Guðmundsson leikstýrir og semur handrit myndarinnar. Hann hefur gert marg- ar kvikmyndir og meðal þeirra þekktustu em Utlaginn, Land og synir, Gullsandur, Nonni og Manni og söngva- og gleðimyndin Með allt á hreinu. Hann stendur í ströngu þessa dagana, því auk þess að vera að vinna að gerð þessarar sjónvarpsmyndar er hann að gera mynd fyrir bresku sjónvarpsstöðina Thames Television i London og fer strax næstkomandi sunnudag til London til að ljúka við gerð þeirrar myndar. Aðspurður sagði Ágúst að Litbrigði jarðarinnar væri að því leyti ffábmgðin öðmm myndum sem hann hefúr unnið við að það væri svo mikill texti í henni, sem þýddi að hann væri mikið að vinna með leikumnum og það væri jafn- vel svo að stundum þá minnti þetta á leikrit frekar en kvikmynd. „Ég hef haft gaman af því,“ sagði Ágúst, „því þessi texti er það skemmtilegur og lúmskt fyndinn. Stefnan sem ég hef tekið er sú að vera ekki að leggja neina ofuráherslu á kímnina, en það hefur jafnframt orðið til þess að það hefúr orðið svolítið fyndið. Þetta er þannig fyndni að maður má ekki gera hana of augljósa, því þá hættir hún að vera fyndin. Ég hef haft mjög gaman af að vinna að þessu. Mér finnst hafa tekist mjög vel til með val á Ieikurum og það hefúr eiginlega verið skemmtilegasti partur- inn við þetta að sjá þetta verða til í höndun- um á þeim.“ Ágúst sagði að byijað hefði ver- ið að taka þessa mynd síðastliðinn vetur í snjó, síðan fóm megintökumar fram í vor, bæði í Hörgsholti í Hmnamannahreppi og við Kaldársel, síðan var tekinn upp heyskap- ur um sumarið og loks væri nú verið að klára myndina og taka haustsenumar þar sem lit- imir í tijánum og lynginu ættu að koma vel fram, rétt eins og þeir geri í sögunni. Mummi í sögunni er mikið náttúmbam og hann er mikið einn með náttúmnni. Hans hugrenn- ingar eiga samsvömn i árstíðabreytingunum og náttúruöflunum og því hafi það verið mikilvægt að taka myndina upp með allar árstíðamar fjórar sem bakgmnn. Sjávardreki fyrir stærstu einkastöðina í Bretlandi Myndin sem Ágúst er að vinna að fyrir Thames sjónvarpsstöðina ber enska heitið „Sea dragon" og gerist hún á víkingatímabil- inu. Sjávardrekinn er víkingaskip sem mjög kemur við sögu í myndinni. Myndin er byggð á skáldsögu eftir breska konu sem heitir Rosemary Suttcliff og er hún vel þekktur höfúndur í Bretlandi. Myndin er aft- ur á móti mjög lauslega byggð á þeirri sögu og er það öfúgt við Litbrigði jarðarinnar þar sem farið er mjög nákvæmlega eftir sögu Ól- afs Jóhanns og henni fylgt út í æsar. Ágúst sagði að í ensku myndinni væri sagan frekar notuð sem hugmyndabanki og henni breytt og prjónað við bara eftir geðþótta og allt önnur vinnubrögð viðhöfð en við gerð þess- arar myndar. Ágúst sagði að það væri ákaf- lega heppilegt fyrir hann að hafa komist í þessa mynd, því þar með væri hann orðinn gjaldgengur í Bretlandi og því þurfi hann ekki eingöngu að sækja sína vinnu hingað til lands. Myndin var að mestu tekin í Wales og að litlum hluta í víkingabæ sem búið er að reisa rétt hjá Hróarskeldu í Danmörku. Allir aðalleikarar í myndinni eru enskir, fyrir utan einn danskan mann sem er úr hópi víking- anna. Búið er að klára allar tökur og nú er verið að klippa myndina. Vegavinnumennirnir leiknir af hljómsveitinni Síöan skein sól Eins og áður sagði er það vegavinnumaður ftá Reykjavík sem heillar stúlkuna í mynd- inni og var hljómsveitin Síðan skein sól fengin til að leika vegavinnuflokkinn sem kom í sveitina. Höfúðpaurinn í hljómsveit- inni, Helgi Bjömsson leikari og söngvari, leikur einmitt höfúðvegavinnupaurinn, þann sem dregur stúlkuna á tálar. í myndinni taka vegavinnumennimir lagið fyrir framan vegavinnutjaldið. Þá vom bændur í sveitinni fengnir til að koma fram í myndinni og sagði Ágúst að þeir hefðu tekið sig mjög vel út við það að leika bændur í sveitinni. Eins og vik- ið hefur verið að fara Hjálmar Hjálmarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með aðal- hlutverkin í myndinni. Hjálmar er 27 ára og útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands fyrir þremur ámm en Steinunn Ólína er 21 árs og útskrifaðist í sumar frá Dramacenter í Lond- on. Hjálmar sagði að samband Mumma og Sig- rúnar Maríu í myndinni byggist á því að þeg- ar þau hittist í upphafi myndarinnar, heldur hann að hún hafi verið að gefa honum undir fótinn. Hann verður voða ástfanginn af henni, fer að skrifa henni bréf sem hann sendir aldrei og semja ljóð til hennar sem hún fær aldrei að sjá. Síðan hittast þau á ung- mennafélagstombólu eða dansleik og þá ger- ast voveiflegir atburðir sem verða til þess að Eftir Stefán Eiríksson honum snýst hugur i sambandi við stúlkuna eftir dálítið stríð við sjálfan sig. Steinunn sagði að Sigrún María hefði gefið Mumma undir fótinn i upphafi myndarinnar, en þar sem hún líti svo ósköp stórt á sig þá finnist henni hann ekki nógu góður fýrir sig. Vega- vinnumennimir heilla hana meira, þar sem þeir geta jafnvel boðið upp á glæstari fram- tíð í borginni. í lok myndarinnar, þegar hún er búinn að láta hann snúast í kringum sig og skemmta sér, hittast þau aftur og þá renna á hana tvær grímur þegar hún gerir sér grein fýrir því að hann ber ekki sama hug til henn- ar og áður. Hjálmar og Steinunn voru sammála um það að það hefði verið skemmtilegt að takast á við þessi hlutverk. Steinunn sagði að boð- Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, og Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, bera saman bækur sfnar á tökustað í Hrunamannahreppi. skapurinn í myndinni væri að hennar mati sá > að ekki er allt sem sýnist eða ekki er allt gull sem glóir. Mummi hefði orðið ástfanginn af Sigrúnu og hafi ekki séð sólina iýrir henni. Síðan þegar hann fari að þroskast og hugsa málin þá geri hann sér grein fýrir að það sem hann hélt að væri hið eina rétta og hann gæti ekki hugsað sér að vera án, væri í raun einsk- is virði. Grúskaö í þjóöháttabókum áöur en hafist var handa Steingrímur Þorvaldsson sér um leikmynd- ina í myndinni og Hallur Helgason sér um leikmuni. Þeir sögðu að áður en þeir fóru að vinna að leikmyndinni og leikmununum i hefðu þeir þurft að kynna sér það tímabil sem sagan gerist á og hanna og endurskapa leikmyndina og alla muni eins og þeir voru á því tímabili sem myndin á að gerast á. Þegar þeir fúndu einhveija staði sem átti að nota sem bakgrunn þá þurfti oft að fjarlægja hluti sem tilheyrðu nútímanum og laga svæðið að gamla tímanum. Þeir hafi farið í þjóðhátta- bækur til að kanna hvað var komið af verk- færum á þessum tíma og hvemig menn fóru að við heyskap. Þeir þurftu m.a. að útbúa hross með klifbera í heyskapinn og heysát- umar voru bundnar upp eftir kúnstarinnar reglum. Til að hafa allt rétt var fenginn gamall mað- ur úr sveitinni til að aðstoða þá við það. Það þurfí oft mikinn undirbúning og hálfgerðar sagnfræðirannsóknir áður en hafist er handa við að taka svona myndir. Anna Ásgeirsdóttir sá um að hanna búning- ana í myndinni og henni til aðstoðar var Bryndís Sigurðardóttir. Þær þurftu einnig að kanna klæðaburð manna á þessum tíma áður en þær hófúst handa og leita upplýsinga. Kostnaöurinn 8*12 milljónir Kristín Ema Amardóttir er framkvæmda- stjóri myndarinnar. Hennar hlutverk er að skipuleggja allt í kringum myndina. Hún sér um að gera áætlanir og um fjárhagslega hlið málsins. Kristín sagði að kostnaðaráætlunin væri 12 milljónir, en þau væm talsvert undir henni þar sem veðrið hefði leikið við þau og það væri fýrst nú sem fresta hefði þurft töku. Hópurinn sem vinnur að gerð myndarinnar samanstendur af 10- 14 mönnum og þessi hópur væri einstaklega samhentur og það væri algjört ijómalið sem ynni að þessari mynd og andinn í hópnum væri einstakur. Kristín sagði að það væm líklega rúmlega 100 manns sem hefðu komið nálægt gerð myndarinnar. Myndataka hefur aðallega far- ið fram í Hrunamannahreppnum og hafa bækistöðvar kvikmyndatökufólksins verið á Flúðum. Kristín sagði að það hefði verið al- veg einstakt að vera í þessari sveit. Fólkið í sveitinni hafi aðstoðað þau eftir megni síð- astliðinn vetur þegar þurfti að moka vegina nánast á hveijum degi til að komast á töku- Timamynd: Stafán E. stað og draga þau út úr sköflum þegar þau vom fost og annað slíkt. Fyrir utan aðalleikarana koma ffam í mynd- inni margir leikarar. Meðal annars koma fram Bríet Héðinsdóttir, Bjami Steingríms- son, Eyvindur Erlendsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Skúli Gautason, Kjartan Bjargmundsson, Stefán Jónsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikur systur Mumma. Það verður síðan ekki fýrr en um næstu páska sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að beija myndina augum og má búast við að sá létti og skemmtilegi andi sem var yfir að- standendum myndarinnar endurspeglist í myndinni, líkt og sálarlíf sögupersónanna endurspeglast í Litbrigðum jarðarinnar. Tökum á nýrri sjónvarpsmynd eftir sögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar að Ijúka:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.