Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 19. september 1990 ÁRNAÐ HEILLA Sjötugur í dag: Halldór Þórðarson bóndi, Laugalandi við ísaljarðardjúp Laugaland við Djúp. Fæðingarstaður Steins Steinarrs. Eiginlega dálítið þorp nú á dögum, húsaþyrping í fal- legri umgjörð, grænt um og áin Selá liðast hljóðlega um sléttar grundir dijúgan spöl niður undan bænum. En í dag rita ég ekki um landið og hið fagra útsýni er við blasir, þá komið er eftir veginum fram milli Steindórs- fells og Melgraseyrarmúlans. Nú á dögum er ekki „farið fyrir fell“, svo sem áður hét, þá bændur á Lauga- landi áttu leið til sjávar. En sleppum því. Halldór bóndi býr á foðurleifð sinni og er að því leyti mikill hamingju- hrólfúr, að sennilega hefði hann hvergi viljað heldur vera og búskapur er honum í blóð borinn, svo sem var um forfeður hans, er mjög komu við sögu landbúnaðar, bæði í héraði og sumir á víðara sviði. Mikil festa ríkir í öllum búskap Halldórs og hefúr hann setið þessa jörð foður síns með ágætum, en hann er elstur bama Þórðar heitins Hall- dórssonar, er keypti Laugaland endur fyrir löngu, en er nú genginn á vit forfeðranna og hvílir á Melgraseyri, og Helgu Maríu, ættaðri af Snæ- fjallaströnd, dóttir hjónanna Kristín- ar Matthíasdóttur og Jóns Egilssonar, Skarði, Unaðsdalssókn. Hún lifir nú í hárri elli að Laugarholti hjá dóttur sinni Guðrúnu. Ætt Þórðar, afmælis- bamsins, er auðrakin, Laugabóls- menn í hans foðurætt, athafúamenn og frömuðir í ræktun og búskap, stór- huga, atorkusamir, kölluðu ekki allt ömmu sína, eins og stundum er sagt, þekktu jörð sina og unnu henni, vilja- sterkir, einbeittir og málafylgju- menn. Affur á móti var amma Hall- dórs af Burstafellsætt og er þar að frnna sjálfan Guðbrand Hólabiskup, einn dyggan drottins þjón og stór- menni í allan stað. Eitthvað má sjá i Halldóri af eigin- leikum feðranna, svo sem jafnan er. Mega menn minnast skeleggra greina hans í blöð, þá honum finnst hallað á bændastétt, penni hans hvass, ef svo ber undir, og rökfesta í skrifúm, stundum blönduð dálitlu háði, sem eigi þarf að koma á óvart þeim er fylgjast með þeirri fáránlegu vitleysu, sem nú er uppi höfð í mál- efhum bændastéttar. Halldór á Laugalandi kunni vel, og kann, að skilja hismið frá kjamanum og hneigðist ekki að lausung og gylli- boðum þeim er uppi vora á teningi fyrir nokkra; fór hvorki i refarækt né annað hjóm heldur skildi alla tið að sauðkindin er það dýr er haldið hefúr lífinu í þessari þjóð frá öndverðu. Auðvitað féll það í skaut Halldórs að mæta fyrir hönd stéttar sinnar á þingum, svo sem Stéttarsambands- ins, og þarf ég ekki neinn um það að spyija að þangað var hann ekki kom- inn til að jánka hveiju einu eða vera þar til handauppréttingar til þóknun- ar einhverra þeirra er mest leggja upp úr þægum þingmönnum, skoðana- lausu fólki, er stundar það eitt að koma sér vel við þá er með völdin fara, en slíkt er jafúan einkunn þeirra er Hávamál hafa um „Lítilla sanda/lítilla sæva/lítil era geð guma Halldór varð búfræðingur frá Hvanneyri, svo sem að líkum lætur, en fyrir utan þau fræði, er þar era uppi höfð, bætti hann við sig mikilli lesningu, tungumálum, er vel fær í enskri tungu, hefúr gluggað í þýsku og dönsku hefúr hann numið í Bændaskólanum á Hvanneyri, að ég tel víst, svo lengi sem danskar kennslubækur vora í hér í notkun, ekki síst í landbúnaðarfræðum, og numið hana áður sér til gagns reynd- ar. Ég get ekki og má ekki skilja svo við þessi fátæklegu orð mín til Hall- dórs sjötugs, að ég minnist eigi á, að 1958 — í hásumrinu — gekk hann að eiga núverandi konu sina, fra Ásu Ketilsdóttur Indriðasonar, lengi bónda á Ytra-Fjalli, Þórkelssonar. Var það gæfúríkt spor er Halldór steig þar, með því að frú Ása er hin mesta myndarkona, skáldmælt vel og kann ágætlega að koma fyrir sig orði, á heldur eigi langt að sækja hag- mælsku og ást á skáldskap. Til hamingju bæði tvö á þessum degi. Héðan úr Vatnsfirði sendum við heillaóskir, þökkum vinsemd ykkar og góð kynni. Lifið heil! Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfirði Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 atla daga vikunnar. MiyiMIM.DW Miklubraut68 913630 + Þökkum af alhug þeim flölmörgu sem létu í Ijós samúð vegna andláts Fríðjóns Sveinbjömssonar sparisjóðsstjóra og vottuðu minningu hans virðingu við útförina. Sérstakar alúðarþakkir til stjómar og starfsmanna Sparisjóðs Mýrasýslu, Borgamesi. Björk Halldórsdóttir Sigríður Friðjónsdóttir Andrés Gunnlaugsson Margrét Fríðjónsdóttir Halldóra Björk Fríðjónsdóttir Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð vegna andláts Kristjáns Jónssonar frá Snorrastöðum Elísabet J. Sveinbjömsdóttir Baldur Gíslason Helga S. Sveinbjömsdóttir Indríði Albertsson Krístín S. Sveinbjömsdóttir Grétar Haraldsson Jóhannes B. Sveinbjömsson Björk Halldórsdóttir Haukur Sveinbjömsson Ingibjörg S. Jónsdóttir Krístján Benjamínsson Hulda Guðmundsdóttir Margrét J. S. Jóhannesdóttir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og út- för fósturföður okkar Þorsteins Kristleifssonar fyrram bónda f Gullberastööum Eria Magnúsdóttir og fjölskylda Krístín Herbertsdóttir og fjölskytda 'málmhús ^ Ert þú að hugsa um að byggja td. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, grípahús, bflskúreða eitthvað annað? Þá eigum við efríið fyrír þig. Uppistöður, þakbitar og langbönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingarstað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni f málmgrind galvaniseraö. Upplýsingar gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 BILALEIGA með útibú allt f kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bfl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akuneyri 96-21715 RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS Auglýsing um forverkefni Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því að kanna for- sendur nýrra áhugaverðra rannsókna- og þróun- arverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til röksemdafærslu um tæknilegt og hagrænt mikilvægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum verkefnisins í framkvæmd, ef það skilar jákvæð- um árangri. Markmiðið með stuðning við forverkefni er að kortleggja betur tæknileg og þróunarleg vanda- mál og markaðsþörf, svo og forsendur sam- starfs, áður en lagt er í umfangsmikil r & þ verk- efni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rann- sóknasjóði. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við for- verkefni geti numið allt að 500.000.- krónum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. m URBEINING Tökum að okkur úrbeiningu á öllu kjöti. Þaulvanir fagmenn. Upplýsingar / / i sima 91-686075. ^Guðmundurog’Ragnar j TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Sjáum um erfisdrykkjur Pöntum bíla erlendis interRent Europcar RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.