Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM LANDSINS ♦UIUHJJI J Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sœvartiöföa 2 Slmi 91-674000 Cxabriel HÖGG- DEYFAR VersliA hjá fagmönnum varahlutir m. m I iniinn MIÐVIKUDAGUR19. SEPTEMBER1990 Norrænn og a-evrópskur ráðherra- og embættismannafundur í næsta mánuði um mengunarvarnir: Mun íslenskt hugvit bæta loftið í Evrópu? Að sógn Pals Lindal, raðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis- ins, kemur sterklega til greina að hreinsibúnaður, sem Jón Þórðarson á Reykjalundi hefur hannað og Kjartan Jónsson verkfræðingur hefur hafið markaðssetningu á í BNA, muni verða veigamikill þattur i þvi aði í A-Evrópu. Tíminn hefur greint frá viðtökum sem búnaðurinn hefur fengið hjá marktækum prófúnarstofnunum í Bandaríkjunum, en í stuttu máli telja margir að vart sé um annan betri búnað að ræða. Súrt regn hefúr í langan tima vald- i draga ur loftmengun frá iðn- ið talsverðum óþægindum víða í Evrópu. Talið er að stór hluti meng- unar sem veldur súru regni komi frá Austur-Evrópu, þar sem meng- unarvamir þar eni mjög bágbomar. Þann 29.-30. október verður hald- inn fúndur í Helsinki með um- Haustvindar blása á landsmenn: Snjór og hvass- viöri veldur erfiðleikum Greinilegt er að veturinn er að skella á okkur. Allslæmt veður var viðast hvar á landinu í gær, kalt og mikið hvassviðri. Talsverð hálka myndaðist á nokkrum vegum og máttu ökumenn hafa sig alla við að komast heilir á leiðarenda. Þeir ættu þvi að fara að undirbúa bíla sína undir veturinn. Nokkrir vegarkaflar lokuðust í gær vegna snjóa, má þar nefna Hrafnseyrar- heiði, Þorskafjarðarheiði og Lágheiði. Rúta sem fara átti yfir Fróðárheiði komst ekki vegna hálku og hvassviðris. Mjög hvasst var í Staðarsveit, en ekki er vitað til þess að nokkurt tjón hafi orðið þar. í Vestmannaeyjum gekk á með miklu hvassviðri í vestanvcrðum bænum en í austurbænum var allt annað veður og miklu lygnara. Mikið tjón varð á skemmu í vesturbænum þegar helming- ur af hlið hennar fauk í hvassviðrinu. Kallað var á björgunarsveitina sem kom á staðinn og sá til þess að meira tjón hlytist ekki af. Nokkuð tjón varð einnig á öðru húsi í Vestmannaeyjum er verstu hryðjumar gengu þar yfir. Ekki er vitað til að fólk hafi slasast í þessu óveðri sem gekk yfir Vestmannaeyjar. Sendiferðabíll fauk útaf veginum í Hvalfirði, norðan við Botn. Engin meiðsl urðu á fólki og fúrðulitlar skemmdir urðu á bílnum. Mjög hvasst varð á Holtavörðuheiði og biðu bílar í vari um miðjan dag í gær cftir að veðr- inu slotaði. Víða komst vindhraðinn upp í sex til sjö vindstig en á Kirkjubæjarklaustri mældist vindhraðinn átta vindstig. khg. Sérstök umhverfisnefnd vegna álvers skilar áliti: Umhverfismál eru Keilisnesi í vil Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra lagði á rikisstjórnarfundi í gær fram skýrslu um hugsanlega mengun af nýju álverL Niður- staða skýrslunnar er að sé tekið tiiiit tU umhverfissjónarmiða, loftmengunar, landnýtingar og hættu á umhverfisspjöilum sé Keilisnes heppiiegasti staöurínn af þeim þremur sem taldir eru koma tii greina undir nýtt álver. Umhverfisráðherra kemur til með að veita álverí starfsleyfi og vegna þess skipaði hann nefnd tU að kanna umhverfisáhrif nýs ál- vers. Áfangaskýrsla frá nefnd- Innl var kynnt í ríkisstjórn f gær. Megfn nlðurstaða hennar er að mun meiri líkur séu á umhverfis- spjöllum verði nýju álveri vaUnn staður í Eyjafirði eða Reyðarfirði en á KeiUsnesi. -EÓ hverfisráðherrum frá Norðurlönd- unum og mörgum Austur- Evrópu- þjóðum. Þar verður rætt um sam- eiginlegt átak til að stemma stigu við mengun í og frá Austur- Evr- ópu. Á fúndi Norðurlandaráðs í vetur var samþykkt að stofna sjóð sem notaður yrði til þess að stofnsetja fyrirtæki í Austur-Evrópu sem skyldu framleiða og setja upp hreinsibúnað til nota í iðnaði, auk þess að hanna hitaveitur. Jafhframt skyldi unnið að umhverfisvemd í Austur-Evrópu. Gífurlegt hags- munamál er hér um að ræða, þar sem t.d. meira magn brennisteins- sambanda berst frá Austur-Evrópu- þjóðum yfir til Norðurlanda en kemur frá Norðurlöndunum sjálf- um. Á fúndinum sem haldinn verður í Helsinki i lok október er gert ráð fyrir að þetta átak verði kynnt og því formlega hleypt af stokkunum. Islendingar taka þátt í þessu átaki með öðrum Norðurlandaþjóðum og til greina getur komið að íslenskt fyrirtæki verði með í umhverfisbót- unum. Ingvar Birgir Friðleifsson hjá Orkustofnun sagði að til greina kæmi að nota þennan hreinsiþúnað við ffamkvæmdimar í Austur-Evr- ópu. Yrði það að ráði þyrfti að markaðssetja hreinsibúnaðinn og stofna sérstakt fyrirtæki einhvers- staðar í Evrópu eða á íslandi og væri þá allt eins víst að hugmynd um notkun þessa hreinsibúnaðar myndi fá mikinn stuðning. —khg. Ómar Kristjánsson, forstjóri Þýsk-íslenska, kemur í réttinn í gær. Fyrir srtja Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Ómars, og Atli Gíslason, lögmaður sækjanda. Skattamálið gegn Ómari Þ. Kristjánssyni, forstjóra Þýsk-íslenska: Sakadómur hafnar að fresta málinu Sakadómur Reykjavíkur hafnaði í gær að fresta málinu gegn Ómari Þ. Kristjánssyni, forstjóra Þýsk-ís- lenska, en hann er sakaður um meint skattsvik. Rök lögmanna Ómars vom þau að gmndvöllurinn sem kæran er byggð á, er sá sami og ríkisskattstjóri viðhafði í sjálfu skattamálinu, sem ríkisskattanefnd taldi ófúllnægjandi og vísaði mál- inu frá. Því fannst þeim eðlilegt að dómur- inn gerði það sama, eða þá að mál- inu yrði frestað þar til dómur væri genginn í sjálfú skattamálinu. Þar með fengist staðfest, hvort skattur- inn, sem fyrir mörgum ámm var álagður, skyldi standa eða honum breytt. Sakadómur taldi hins vegar að sér bæri að meta sakaratriði málsins sjálfstætt og þess vegna var kröfunni hafnað. Vitnaleiðslur í málinu hefjast því þann 27. septem- ber n.k. hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.