Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 20. september 1990 TEKUR VIÐ Ný stjórn og nýr forstjóri (sl. aðalverktaka: THOR THORS HÆTTIR STEFÁN Á stjómarfundi íslenskra aðalverk- taka í gær óskaði Thor Ó Thors, sem verið hefur fbrsQóri fýrirtækis- ins frá upphafi, eftir að iáta af starfi og ákvað stjómin að ráða Stefán Friðfinnsson, rekstrarhagfræðing og aðstoðarmann viðskiptaráð- herra, sem forstjóra í hans stað. Mun Stefán gegna starfi forstjóra ásamt núverandi forstjóra Gunnari Þ. Gunnarssyni A aðalfundi Islenskra aðalverktaka sf. kom fram að heildarvelta félagsins ár- ið 1989 var 3.160 milljónir króna og hagnaður af verktakastarfsemi fyrir skatta 117 milljónir króna. Heildar- hagnaður félagsins eftir skatta var 297 milljónir króna. í samræmi við sam- komulag um útborganir og breytingar á eignarhlutum sem af því leiða hafa eignaraðilar endurskoðað félagssamn- ing og hefur hann verið staðfestur. Samkvæmt því tilnefnir utanrikisráð- herra þrjá menn f stjóm, Reginn hf. einn mann og Sameinaðir verktakar hf. tvo menn. Tilnefningar i stjóm íslenskra aðal- verktaka sf. hafa farið fram og er stjóm félagsins nú þannig skipuð: Thor Ó Thors stjómarformaður, Ragnar Hall- dórsson trésmíðameistari, Jón Sveins- son, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Halldór H. Jónsson arkitekt, Ingólfur Finnbogason húsasmíðmeistari og Guðjón B. Ólafsson forstjóri. —khg. Hjúkrunar- fræöingar hætta stunda- kennslu Á fúndi félagsmanna Félags há- skólamenntaðra hjúkmnarfræð- inga þann 13. september síðast- liðinn var samþykkt að beina þeim tilmælum til félagsmanna að þeir taki ekki að sér stunda- kennslu á vorönn 1991, hafi þá ekki náðst samkomulag við ríkis- valdið um leiðréttingu á kjöram þeirra stundakennara sem ekki fá greidd laun samkvæmt kjara- samningi Félags háskólakennara. khg. Fulltrúar Háskólans og IBM viö gangsetningu nýja tölvubúnaðarins. Standandi f.v. Sigmundur Guðbjamason háskólarektor, Þorsteinn Ingi Sigfús- son prófessor, Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á fslandi, Helgi Þórsson, forstjóri Reiknistofriunar, og sifjandi er Viðar Guðmundsson eðlisfræð- ingur. Nýr tölvubúnaður tekinn í notkun í Reiknistofnun Háskólans: Tífaldur reiknihraði stórbætt vinnslugeta Reiknistofnun Háskólans hefur tekið í notkun tölvubúnað frá IBM sem gerbreytir aðstöðu skólans til tölvuvinnslu rannsóknarverk- efna. Það var Sigmundur Guðbjamason rektor Háskólans sem gangsetti formlega í gær fýrstu tölvuna af þremur sem verða settar upp í Reiknistofriun. Tölvubúnaðurinn heitir RISC Syst- em/6000 og er eins og áður sagði framleiddur af IBM. Háskólinn gerði samning við IBM sem felur í sér upp- setningu á 3 vélum í Reiknistoluun Háskólans, auk þess sem 5 vélar verða settar upp í öðram stofnunum og deildum Háskólans. Tölvumar verða tengdar saman og veita jafn- framt aðgang að gagnaneti Háskólans sem verið er að taka í notkun. Reiknistofnun Háskólans tölvukeyr- ir mörg reikniþung verkefhi. Þessi búnaður, sem nú hefúr verið settur upp í Háskólanum, þýðir margföldun á vélarafli og hefúr geysileg áhrif á vinnsluhraða reikniverkefúa. Flókið líkan sem áður tók heilan dag að reikna, verður nú unnið á innan við klukkutíma. Með öðram orðum þýðir nýi tölvubúnaðurinn tíföldun á reikni- hraða og þegar öllum búnaðinum verður komið fyrir verða afköstin enn meiri. Helgi Þórisson, forstöðumaður Reiknistofnunar, sagði við gangsetn- ingu tölvunnar í gær, að sá hraði sem tölvan ynni á væri mjög mikilvægur fyrir vísindamenn sem vinna með umfangsmikil reiknilikön. „Þau era notuð í eðlisfræði til þess að spara dýrar tilraunir og í veðurfræði og hagffæði vegna þess að þar er engar tilraunir hægt að gera.“ Samhliða þessum samningi hafa IBM á Islandi og Reiknistofnun Há- skólans gert með sér samstarfssamn- ing, en samkvæmt honum er Reikni- stofnun falin ýmis mjög sérhæfð þró- unarverkefúi sem lúta að aðlögtm kerfishugbúnaðar IBM RISC Syst- em/6000 að íslenskum aðstæðum. Arangur þessa verkefnis mun nýtast öðrum notendum hugbúnaðarins -hs. Jónas Haralz með fyrir- lestur um Al- þjóðabankann Jónas H. Haralz, einn af banka- stjórum Alþjóðabankans i Wash- ington og fyrrum bankastjóri Landsbankans, hélt í gær fyrir- lestur á vegum Félags banka- manna. í fyrirlestrinum fjallaði Jónas einkum um afskipti Al- þjóöabankans af endurskipulagn- ingu peningamála í ríkjum þriðja heimsins, einkum Austur-Evr- ópu. Margt forvitnilegt kom fram i niáli Jónasar. Hann benti á þær breytingar sem orðiö hafa á út- lánastarfsemi bankans frá stofn- un hans 1944.1 uppbafi var ein- göngu um framkvæmdalán að ræða og bankinn sinnti ekki neln- um framkvæmdum á sviði félags- juiioc n. ramn iuiiui iiibu udiiisciiiiwiiiiuiii. og menningarmála. Það breyttist hins vegar og undir 1968 voru slík lán fyrst veitt. í dag er eitt helsta hlutverk bankans að samræma þátttðku margra aðila í einstök- um framkvæmdum. Jónas greindi frá því aö viða í ríkjum annars og þriðja heimsins hafi hallað undan fæti í efnahagsleg- um skilningi. Hagvöxtur hefur ekki aukist i mörgum rikjum, þvert á móti minnkað á sama tíma og hann eykst i þróuðum miðlar hann ekki eingöngu pen- ríkjum. Skýringar á því, telur ingum til ríkja, heldur er bankinn Jónas að finna megi í þeirri stefnu einnig leiöbeinandi um hvernig sem beitt er í efnahagsmálum og riki geta notað fjármagn til upp- við stjórn þeirra. Stefna bankans byggingar. hefur þvf breyst þannig, að í dag -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.