Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 9
Hmmtudagur 2U. september tóku það án þess að ná svarinu frá mér. Eg hefði haldið að það væri ekki hluti af málefnum rikisins að taka í sína vörslu smábréf frá fanga eins og mér. Þeir höfhuðu beiðni minni um að fá dagblöð, en þeir létu mig fá svolitla sápu. Hvers vegna má ég ekki fá heimsóknir? En nú er ég hætt að spyija spuminga. Þeir geta gert það sem þeir vilja. Skipt er um verði á tveggja stunda fresti. Alls konar heimsóknir á hálf- tíma fresti. Þeir taka eftir öllu. A nætumar er skellt hurðum, talað hátt, glamrað og hrópað að mér þar sem ég húki undir ábreiðunni minni. Þetta er verra en í vinnubúðum keis- arans. Búkharín, Lenín og Trotsky geta verið ánægðir, þeirra hefúr verið hefht. Samt virðast þeir ekki skilja að þeir geta pyntað eða drepið andstæð- inga eins og mig — en aldrei auð- mýkt okkur á ómerkilegan hátt. Þetta er fyrirlitlegt, svívirðilegt. Það þarf ekki að taka það fram að þessi niðurlægjandi meðferð kemur síður en svo í veg fyrir flótta. Eftir aðgerðir Vinstri SB 6. júlí 1918 sat ég í fimm mánuði í venjulegu fang- elsi. Verðimir sváfú á vaktinni en ég reyndi ekki einu sinni að flýja, jafn- vel þó að gluggamir opnuðust út í húsagarðinn. Þeir treystu mér og mér fannst ég eiga að hegða mér í sam- ræmi við það.“ „U.þ.b. 8 glös af blóði helltust út úr líkama mínum“ 14. mars. „9. mars versnaði mér og ég var flutt í Kremlar- sjúkrahúsið. Ég var svo máttfarin að ég var ekki nógu rómsterk til að kalla á vörðinn og ég gat ekki lyft hendinni til að beija í vegginn. Ég var ekki nógu styrk til að þurrka blóðið af vömnum og andlitinu. Allt tímaskyn hvarf mér. Mér skánaði lít- ið eitt rétt fyrir dögun og gat hreinsað mig til. Það er athyglisvert að ég hafði ein- kennilega tilfmningu og hugsanir mínar vom af sérstöku tagi. Ég fann ekki til neinnar reiði vegna yfirvof- andi dauða. Þar sem ég lá þama, sátt og friðsamleg, hugsaði ég um það sem eftir var að gera. Ég lá og beið. Þó að hendur mínar skylfu ennþá og enn suðaði í höfðinu fannst mér ég vera sterkari. Þá helltust u.þ.b. 8 glös af blóði út úr líkama mínum. Með þvi að dýfa hluta af vasaklútnum mínum í vatn fékk ég fram hinn djúprauða lit byltingarinnar. Þegar ég var komin á sjúkrahúsið skánaði heilsan strax. Eftir blæðing- una var ég þvegin í baði og fékk hrein fot. Rúmið var yndislegt. Ég var ekki lengur undir stöðugu eftir- liti; hermenn fylgdust aðeins með dymnum. Þetta var alger andstæða fjandskap- arins í fangelsinu. Ég man eftir síð- ustu tveim dögunum mínum þar þeg- ar verðimir sögðu: Þessi staður er fyrir ræningja, ekki fólk eins og þig.“ Fangelsisvist — útlegð og að síðustu aftaka 2. apríl 1919 hjálpaði miðnefnd flokks Spiridonovu henni til að flýja með aðstoð eins varðanna, sem líka flúði sjálfúr. Næst var hún tekin höndum í Moskvu 25. október 1920 en þá var hún veik af taugaveiki. Það sem hún átti ólifað dvaldist hún að mestu leyti í fangelsum og útlegð. Haustið 1941 var hún tekin af lífi af aftökusveit. Kannski má segja að skapgcrð manna komi best fram í fangavist, og ekkert lýsir skýrar þeim sem með völdin fara en meðferð þeirra á pólit- ískum andstæðingum. Og á sama hátt og „öllum hindmn- um í vegi öreigastjómarinnar" var áfram mtt burt, olli sama ofbeldi grimmilegum endalokum Búkharíns, Zinovievs og Trotskys. iyyu liminn y AÐ UTAN Þetta var ótrúleg sjón. Maður- inn sem Reagan forseti hafði útmálað sem marxistabófa og „einræðisherra með sérhönn- uð gleraugu“ sat í silkiklædd- um hægindastóli í glæsilegu húsi á Manhattan. Viðskipta- jöfrar Bandaríkjanna sóttust eftir hylli hans. Sennilega eru bardagadagar hans liðnir. En Daniel Ortega, fýrrverandi leiðtogi Níkaragúa, hafði ekki komið til New York til að hvetja til stuðnings við hina vinstrísinnuðu Þjóðlegu Sandinista-frelsisfýlkingu sína, sem beið ósigur í al- mennum kosningum fýrr á þessu árí. Umræðan í glæsihýsinu í fína hverf- inu í New York snerist um fyrirtæki sem gæti gert að milljónamæringi Daniel Ortega, þennan 44 ára gamla spengilega byltingarmann sem hyllt- ur var af vinstri sinnum sem hetja sem bauð veldi Bandaríkjamanna birginn. Hann er í þann veginn að hefja bókmenntaferil og hefúr í huga að selja hæstbjóðanda réttinn að end- urminningum sínum. Og þá er ekki öll sagan sögð, hann hlustar jafhvel með athygli á þreifingar frá Holly- wood um réttinn til að gera mynd um Ortega. Öðruvísi Ortega Þetta er svo sannarlega annar Or- tega en kom fýrir almenningssjónir á árum áður sem, rétt eins og lærifaðir hans Fidel Castro, var vanur því að prédika yfir smábændum um allt hið illa sem fylgdi bandarískri heims- veldisstefhu og kapítalismanum. Nú hefur hann í fylgdarliði sínu umboðs- mann og lögffæðing, rétt eins og venjan er hjá Bandarikjamönnum á uppleið. Ólífugræni einkennisbún- ingurinn er horfinn og í staðinn komnir glæsilegir sérhannaðir jakkar og kúrekastígvél. Nú férðast Daniel Ortega til Bandaríkjanna með umboðsmann og lögfræðing í föruneytinu. Ortega skrifar sjálfsævisögu í áratug gerði Reagan sér far um að halda Ortega frá Bandaríkjunum og gekk m.a.s. svo langt að lýsa Níkar- agúa undir stjóm Sandinista sem „rautt haf sem gjálpar við strendur okkar“. En nú er Ortega nýlega búinn að vera í fjögurra daga heimsókn í Bandaríkjunum undir vemdarvæng bandarískra leyniþjónustumanna dag og nótt. Hann getur nú glaðst yfir að eiga greiðan aðgang að mörgum milljónum bandarískra heimila þar sem honum er fagnað í samtalsþátt- um í sjónvarpinu, áhrifamesta vett- vanginum til að auglýsa sjálfsævi- sögu. Útgefendur vilja uppljóstranir — Ortega vill bókmenntaverk Burtséð frá þeirri staðreynd að enn hefur hann ekki borið penna að blaði var aðeins einn annmarki í augum Ortega þegar hann hugleiddi tæki- færið til að móta samvisku Banda- ríkjamanna. Fyrrverandi forseti Ník- aragúa er sagður hafa orðið vonsvik- inn vegna þess að útgefendumir virt- ust hafa meiri áhuga á spennandi uppljóstmnum en listrænum tilþrif- um. „Hann hefur virkilega góða sögu að segja,“ segir Peter Osnos, aðstoðar- útgefandi hjá Random House. „Það er ekki mögulegt að hafa verið aðal- maðurinn í þessari stjóm í áratug og hafa ekki frá ýmsu forvitnilegu að segja." Sérstakan áhuga vekja tengsl Orteg- as við kommúnistaforingja á borð við Castro og Leonid Brésnjef, en hem- aðarleg aðstoð þeirra við Níkaragúa átti sinn þátt í að her Sandinista varð smám saman fjölmcnnasti og áhrifa- mesti bardagamáttur í Mið-Ameríku. Sérfræðiþekking hers Níkaragúa, sem hafði innan sinna vébanda mörg þúsund manna sem höfðu barist í uppreisninni sem steypti Anastasio Somoza af stóli 1979, gerði Sandin- istum fært að standast gagnbyltingu kontra-skæmliða sem nutu fjárhags- aðstoðar Bandaríkjamanna. Leynileg fjárveiting til kontranna af ágóða af sölu á bandarískum vopnum til Irans orsakaði alvarlegustu kreppuna í Hvíta húsinu eftir Watergate. Getur frásögn Ortega klekkt á Noriega? Bandarísk yfirvöld hefðu líka mik- inn áhuga á nákvæmri frásögn af sambandi Ortegas og hinum fallna forseta Panama, Manuel Antonio Noriega hershöfðingja, en þeir vom vel kunnugir. Bandaríkjamenn vinna nú að því að fá Noriega sakfelldan á ákæmm um eiturlyfjasmygl. En út- gefendur hafa ekki síst áhuga á lífi byltingarmannsins Ortega. I upphafi uppreisnarinnar keyrði hann flótta- bíla frá bankaránum, og tók einu sinni þátt í banatilræði við náinn fé- laga Somoza. 17 útgefendur hugleiddu sölumögu- leika á slíkum ævintýrasögum meðan Ortega var í New York. Þeir áttu með honum morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð á hcimili Kitty Meyer, fýrrverandi forstjóra á Wall Street, sem var gestgjafi hans meðan á heimsókninni stóð. Það var umboðsmaður Ortega í New York sem bauð útgefendunum, en hann hefúr stigið það óvenjulega skref að selja réttinn að bókinni í mörgum löndum í senn. Hann gerir sér vonir um að viðskiptin skili tug- um milljóna dollara. En bandariskir útgefendur voru örlítið efagjamir þrátt fyrir að þeir fengju fýrirheit um stórkostlegar uppljóstranir um íran- kontra hneykslið. „Verðið verður hvergi nærri einni milljón dollara," segir cinn þeirra og bætti við að 300.000 dollarar væru nær lagi. Það er til í dæminu að Hollywood verði arðbærari. Meðal þeirra sem komu við til að hitta Ortega var Lucy Jarvis, sjálfstæður kvikmyndafram- leiðandi sem gerði fýrirspum um kvikmyndaréttinn að sögu Órtega. Skáldskapur í hávegum haföur meðal Sandinista En Ortega gerði mönnum ljóst að fýrir honum vekti að skrifa bók- menntaverk. „Það sem er mér mikil- vægt er að ég hef alltaf elskað skáld- skap og mig langar til að skrifa bók- menntir sem ná út fýrir stjómmál,“ sagði hann við heimkomuna til Ma- nagúa. Hann bætti því við að allur ágóði af bókinni myndi renna til Sandinista-flokksins hans. Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Sand- inista-foringinn daðrar við bók- menntir. Somoza setti hann í sjö ára fangelsi á sjöunda áratugnum og meðan hann sat þar orti hann ljóð undir nafninu „Ég sá aldrei Managúa meðan pínupils vom í tísku“. Margir félaga hans fengu líka innblástur til skrifta á hinum höfgu dögum bylt- ingarinnar. Sandinista- stjómin var gróðrarstía bókmenntaiðju. Bók et'tir Omar Cabezas, fýrmrn embænis- mann innanríkisráðunevtisins. var þýdd á Qölmörg tungumál. A áratugnum 1980-1990 bar nieira a byssuskotum en orðum í Nikaragúa. en óvenjulega sterk ást þjóðarinnar a því sem úr pennanum kemur á r.vtur sínar í tveim orðum: Ruben Dario. 19. aldar níkaragúska skáldinu sem breytti spænskumælandi ljóðafomt- um og varð frægastur allra Nikar- agúamanna. Kynslóð ettjr k>msloð hafa níkaragúsk skólaböm farið að leggja að jöfnu frægö og auð og skáldskap. Markmið Ortega eru hog'.vran „Þcgar cg var krakki var eg vitlaus i homabolta og bandariska tonlist Ba- be Ruth og Ulvis Presley eru meðal átrúnaðargoða ntinna. Ug \ona að bókin mín sýni að Amenkanat og Níkaragúa-menn etgi sönui di.uuv.- ana."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.