Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 10
10 .Tíminn Fimmtudagur 20. september 1990 vikudagur 19. september 1990 Tíminn .11. mmmmm RHHH wmm íslenskt hugvit og framleiösla vekur mikla athygli á íslensku sjávarútvegssýningunni ísland fær hæstu einkunn fyrir rafeindatækni við fiskvinnslu íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð í Laugardalshöllinni í gær að viðstöddum for- seta Islands auk ráðherra. Sýningin stendur frá 19. til 23. september og er opin öllum ffá klukkan 10 á morgnana til 18 á kvöldin. Sýningin er haldin á vegum ensks sýningar- fyrirtækis sem heitir Reed Exhibiton Comp- anies Ltd., en það fyrirtæki stendur íyrir alls kyns sýningum úti um allan heim. Á sjávar- útvegssýningunni sýna 460 fyrirtæki ffá 21 landi, þar af eru íslensk ffamleiðslufyrirtæki um 60. Einnig eru á sýningunni fjölmörg ís- lensk innflutningsfyrirtæki sem taka þátt í sýningunni með tilstyrk þeirra umboða sem þau hafa, þama em þjónustufyrirtæki, fisk- sölufyrirtæki og samgöngufyrirtæki ásamt fjölmörgum erlendum fyrirtækjum. Á sýningunni em sérstakir þjóðarbásar þar sem fyrirtæki frá ýmsum löndum kynna starfsemi sína og framleiðslu. Þjóðarbásar em frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hol- landi og Bretlandi. Sýningarsvæðið er um 5000 fermetrar og er öll Laugardalshöllin undirlögð og þar að auki kom enska fyrir- tækið með tvö stór sýningartjöld með sér. Þetta er í þriðja sinn sem svona sjávarút- vegssýning er haldin á íslandi. Sú fyrsta var 1984, önnur 1987 og sú þriðja núna. Sýning- in er haldin á þriggja ára fresti og sú næsta verður haldin 1993 og er þegar búið að ákveða dagana sem hún verður haldin. Tómas Þór Tómasson er blaðafulltrúi sýn- ingarinnar. Þegar Tíminn innti hann elfir því hverjir það væm sem helst sæktu svona sýn- ingar sagði hann að sýningin væri opin fyrir almenning, en þetta væri náttúrlega fyrst og fremst fyrir þá sem vinna í greininni, hvort svo sem þeir vinni um borð í togara, báti eða í frystihúsi og sjómennimir og fiskvinnslu- fólkið eigi ekki síður erindi á sýninguna heldur en skip-, útgerðar- eða frystihússtjór- ar. Einnig tengjast ýmis þjónustufyrirtæki sjávarútvegi á einn og annan hátt og for- svarsmenn og starfsmenn þeirra fyrirtækja sækja einnig svona sýningar. Á síðustu sýn- ingu komu um 16.000 manns og sagði Tóm- as að þeir ættu von á öðmm eins fjölda nú. Aðspurður sagði Tómas að svona sýning hefði afskaplega mikið gildi fyrir íslensku fyrirtækin, því mörg þeirra hafi ekki bol- magn til að fara á sýningamar úti og þessi sýning hér væri fúllgild sýning sem aðilar erlendis taki eftir og komi á. Hins vegar skipti það líka máli fyrir íslendinga að fá alla þessa útlendinga í sambandi við ferðamálin, því gagngert á þessa sýningu kæmu rúmlega 1000 útlendingar. Þessir menn væm okkar bestu kúnnar í ferðamálum, því þeir væm í vinnunni þegar þeir koma hingað og þeir eyði miklum peningum og núna t.d. væm öll hótel uppbókuð allt austur á Hellu og upp í Borgames. Tómas sagði að það væri í raun- inni ekki rúm fýrir fleiri erlenda sýningar- gesti, en það myndi áreiðanlega batna i framtíðinni. Stefnan hjá þeim væri að gera þessa sýningu enn stærri en hún er núna, en það kosti stærra sýningarsvæði. ísland fær hæstu einkunn á sviöi rafeindatækni fyrir fiskvinnslu Þorsteinn Gislason fiskimálastjóri sagði að sjávarútvegssýningin væri nauðsynleg að því leyti að íslendingar yrðu að halda áfram að fylgjast með þeim nýjungum sem alltaf væm að bætast við, ef þeir ætluðu að halda velli í samkeppninni. Þorsteinn sagði að raf- eindatækninni fleygði stöðugt fram og eins væm miklar ffamfarir í sambandi við ýmsan tækjabúnað fyrir fiskvinnsluna og á þessari sýningunni væri margt athyglisvert á þeim sviðum. „Það er hreint ævintýri að horfa yfir farinn veg síðustu 10 ár, hvað hefur gerst í sambandi við tækjavæðingu gagnvart veið- um og siglingum, stjóm skipa og fyrir skip- stjómarmanninn sem er með veiðamar, og fylgjast með þeirri miklu þróun sem hefur átt sér stað. Manni fannst fyrir tíu ámm að það væri vart hægt að bæta við en þar varð mað- ur ekki sannspár.“ Aðspurður sagði Þor- steinn að það hlytu að vera takmörk fyrir því hvað væri hægt að halda áfram. Það hefði orðið miklu meiri þróun í tæknibúnaðinum heldur en i gerð skipa og endumýjun þeirra. Þorsteinn sagði að það sem hefði gerst í sam- bandi við þessar sýningar í Laugardalshöll- inni væri viss sigur fyrir íslenskan sjávarút- veg og samfélagið í heild. Hér væri verið að sýna það besta sem væri hægt að sjá og upp- lifa í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu og hér kæmi mikill fjöldi af fólki og þetta væri ein- stök landkynning. Þessi sýning skipti miklu máli fyrir íslensku fyrirtækin og opnaði þeim ýmsa möguleika. „Það er sérstaklega gaman að ræða við út- lendingana sem em á sýningunni og sjá hvað þeir hafa mikinn áhuga á vissum hlutum sem við framleiðum. Þeir hafa sérstaklega áhuga á rafeindatækninni íslensku og hún hefur haslað sér víða völl erlendis og ég vitna bara í orð þekkts prófessors frá Tromsö í Noregi sem sagði við mig í fyrra að á sviði rafeinda- tækni í sambandi við fiskvinnslu væri ekki hægt annað en að gefa íslandi hæstu ein- kunn.“ Marel kynnir nýja kynslóö af vogum Þau fyrirtæki sem em í fararbroddi fyrir ís- lenska rafeindatækni em Marel hf. og Póls- tækni á Isafirði. Bæði fýrirtækin kynna ýms- ar nýjungar á sýningunni og hafa þær þegar vakið mikla athygli. Marel hlaut á þessu ári Útflutningsverðlaun forseta Islands og sagði Guðmundur Þóroddsson hjá Marel að það væri gífúrlegur heiður fýrir það fýrirtæki sem hlyti þessi verðlaun, því þetta væri í raun viðurkenning á þvi að fýrirtækið væri á réttri leið og þeir væm mjög stoltir af því að hafa hlotið þessi verðlaun. Á sýningunni er Marel að kynna nýja kynslóð af vogum. Nýju vogimar em bæði vog og tölva. í þeim fer ffam gagnasöfnun og eins vinna þær eftir ákveðnu prógrammi. Inn í vogimar em komnir ýmsir hlutir sem em kannski ekki nýir í heiminum en hafa aldrei áður verið í vogum. Vogimar geta stjómað ýmsum að- gerðum, á markvog t.d. er dósum blásið til hliðar ef þær em of þungar eða of léttar. Hægt er að tengja límmiðaprentara við vog- imar og rákalesara. Hægt er að stjóma vog- unum með fjarstýringu og það er komin enn meiri nákvæmni með þessari nýju kynslóð og enn meiri hraði. Eitt dæmi um nýjung er svokallað brettaskráningarkerfi og er það til að skrá allar afurðir inn á frystilager í frysti- húsum og tölvan gefúr síðan upplýsingar um það hvað til er á lager eftir fisktegundum, framleiðsludögum og öðm og svo þegar skipað er út er það sett inn í tölvuna og hún síðan prentar það út og alltaf er til nákvæm skrá um það sem til er á lager. Verið er að vinna að frekari þróun á þessum tækjum hjá Marel og einnig er verið að vinna að svokall- aðri „Tölvusjón". Guðmundur sagði að þetta verkefni væri mjög spennandi. Notaðar em myndavélar sem tengdar em tölvu og þær taka mynd af fiskinum og síðan ákvarðar tölvan tegund, lengd, þykkt eða holdfýllingu fisksins. Þetta er algjört framtíðartæki og er það sem koma skal í fiskvinnslunni. Póls-tækni með ýmsar nýjungar Póls-tækni hf. á Isafirði kynnir framleiðslu sína á sýningunni og sýnir ýmsar nýjungar. Ný gerð af Póls-samvalsvélum er kynnt á sýningunni og hefúr hún verið endurhönnuð og settur í hana nýr, fúllkomnari og fljótvirk- ari rafeindabúnaður. Jónas Ágústsson, sölu- stjóri hjá Póls-tækni, sagði að samvalsvél- amar hafi notið ört vaxandi vinsælda á síð- ustu misserum og væm 17 Póls-samvöl í notkun hér innanlands og 10 vélar erlendis. Samvalslínur samanstanda af framleiðslulín- um og samvalsvélum, sem velja saman af mikilli nákvæmni þá þyngd sem á að fara í hvem pakka. Fiskflökum er raðað í fimmtán hólf á vélinni og sér hún um að vigta hvert einasta flak og raða þeim saman á þann hátt sem beðið er um. Rafeindabúnaðurinn getur skoðað allt að 32.000 möguleika á því hvemig hentugast væri að raða flökunum saman þannig að út kæmi sú þyngd sem beð- ið er um. Síðan kemur sjálfvirkur bakkamat- ari sem tekur við fiskinum og færir hann til starfsmanns sem setur hann í pakkningar og loks fara pakkningamar yfir svokallaða gát- vog sem stoppar línuna ef askjan er of þung eða létt. Afköstin í frystihúsi sem er með tíu manna línu er eitt tonn á tímann þegar allt er sett í 5 punda öskjur. Þessum samvalslínum fýlgir enginn afskurður og nákvæmt eftirlit Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, viröir þama fyrir sér skelfisk sem Rúnar Marvinsson matreiðslumaður hefur matreitt af mikilli list á íslensku sjávarútvegssýningunni í Laugahdalshöllinni. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og kona hans, Siguijóna Sigurð- ardóttir, fylgjast einnig grannt með. Á minni myndinni gefur að líta dreggið sem er nýjung í botnfestingum veiðarfæra og er hönnuður þess Ari Axel Jónsson, hugvitsmaður fra Akureyri. Tlmamyndlr Pjetur og Ámi BJama er haft með yfirvigt og undirvigt. Póls-tækni kynnir einnig nýtt vigtar- og aflaskráningar- kerfi sem nýlega var sett upp við hafnarvog- ina á Akranesi. Tölvukerfið les upplýsingar beint frá 50 tonna bílvog sem tengd er við tölvuna og skrifar út vigtarmiða með upplýs- ingum um seljanda, kaupanda, hráefni, flutningsaðila, fisktegund, veiðarfæri o.fl. Auk þess býður kerfið upp á upplýsingar og samantekt um innveginn afla skipa og báta og getur nýst til upplýsingar og skýrslugerð- ar varðandi kvóta viðkomandi. Nýjung í botnfestingum veiöarfæra Ari Axel Jónsson, hugvitsmaður ffá Akur- eyri, kynnir á sýningunni lausn sína á vanda sem menn hafa löngum glímt við. Hann hef- ur hannað nýtt akkeri sem er sérhannað til að festa veiðarfæri við hafsbotninn og kemur f staðinn fýrir svokallaða netadreka. Akkerið hefur verið nefnt dregg og er helst notað við neta- og línuveiðar. Þetta virkar þannig að dreggið grefúr sig niður í lausan botn, það hefúr möguleika á að ná haldi við allar al- gengar aðstæður og síðan er á því öryggi þannig að það sleppir festunni við visst átak. Menn ná veiðarfærunum upp á auðveldari hátt og fýrir minni báta er þetta öryggisat- riði, því þegar þeir lenda i slæmum festum með gamla búnaðinn þá getur farið illa. Dreggið er hannað til að það sleppi festunni áður en færin slitna. Veiðarfærin hafa oft ekki náðst upp þegar þurft hefúr að slíta kaðlana vegna of mikillar festu og því hafa net orðið eftir í sjónum bæði til tjóns fýrir lífríki sjávarins og eig- anda netsins. Eins og áður sagði er það hinn sérstaki ör- yggisbúnaður, sem tryggir það að dreggið næst alltaf upp ásamt veiðarfærunum. Þessi búnaður gefúr því dregginu sérstöðu umfrarn aðrar lausnir og þar að auki er það fýrirferð- arlítið, meðfærilegt og auðvelt í notkun. Tæknileg atriði hafa verið unnin í samráði við Iðntæknistofnun Islands og þar hafa far- ið fram prófanir og ákvarðanir um stálblönd- ur teknar á grundvelli prófana og útreikninga sérfræðinga. Sjávarútvegssýningin mikilvæg fyrirtækjunum Guðmundur Þóroddsson hjá Marel sagði að það væri ekki hægt að standa utan við svona sýningu. Þó það sé dýrt að taka þátt í þessu, þá hitti þeir á sýningum sem þessum marga viðskiptavini sem þeir kannski ekki hittu annars. Þeir hefðu góða reynslu af svona sýningum og væru ánægðir með þessar sýn- ingar almennt. Guðmundur sagði að það mætti ekki misvirða svona sýningar eins og sumir gerðu með því að segja að þetta væri bara snobb, enda sjái maður að allir sem eru í alvöru í framleiðslu fyrir fiskvinnsluna að þeir taka þátt í þessum sýningum og það sé meira tekið eftir þeim sem ekki eru með á sýningunni. Jónas Ágústsson hjá Póls-tækni sagði að svona sýning væri í rauninni lykillinn að því hvert þeir stefni á næsta ári. Á sýninguna komi verkstjórar, framleiðslustjórar, ffysti- húsaeigendur, útlendingar og aðrir, og þeir segi þeim hvað þeim finnst um tækin, og það hjálpar þeim að ákveða á hvaða braut þeir eigi að vera á næstu 12 mánuðum. Auðvitað séu þeir þama með tæki sem þeir viti að sé þörf fýrir á markaðnum, en þeir nái ennþá betur að þróa þau eftir svona sýningar og því væru þær mjög mikilvægar fýrir þá. NRMMHMRmmRMMRmhí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.