Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn, Fimmtudagur 20. september 1990 Mgggg|gg|3g8g BÓKMENNTIR Gorbatsjov hafi sigað hemum á and- ófsmenn í suðurhlutum rikisins þá dugar honum það ekki. Blóðbaðið í Tiflis og víðar á þeim slóðum var gíf- urlegt, fregnir ffá opinberum aðilum eru lygar. Heima fyrir í Rússlandi verða allar tilraunir til markaðsbú- skapar gagnslausar, kerfið stendur eftir sem áður og að dómi höfundar gín við þjóðum Sovétríkjanna sú staðreynd að þær munu innan tíðar verða taldar til þriðja heimsins. „Fáir munu syrgja perestroiku.“ Og hann klykkir út með þessum orðum: „Perestroika hefur endað í blóðugum óskapnaði. Baráttan er aðeins að hefjast. Mýrarljósin ffá upphafi ní- unda áratugarins eru slokknuð 1990; fjöldinn er tekinn að átta sig á hveijir era fjandmenn hans og hverjir eru stuðningsmenn hans. Lausn hefur engin fengist. ískyggilegir tímar eru ffamundan. En ffamtíðin bíður. Við lifum, við störfum og það þýðir: von- in lifir.“ Þegar fjöldinn er tekinn að átta sig á hveijir eru fjandmenn þá verður ill- mögulegt fyrir fjandmennina að standa gegn þeim, sem heimta rétt sinn og lágmarksréttindi. Umræðan er opnari og sem dæmi um það eru umsagnir um ætlaðan fjölda fómar- lamba Stalins fyrir 1939, sem birtist í Pravda og Izvestia i april s.l. Fjöldinn var áætlaður 50 miljónir, mannfall í styijöldinni ekki meðtalið. Tilgang- urinn með þessum uppljóstrunum virðist vera sá að kenna Stalin um all- an hryllinginn. Aftur á móti kvarta stjómarmálgögn yfir því að almenn- ingur sé hættur að sýna styttum af hinum „merka stjómmálahugsuði" tilskilda virðingu. En þar er eitt merkið um að almenningur sé að „hrista af sér klafann". A minningar- samkoniu í Kíev nú nýlega, sem haldin var í tilefni af því að fjögur ár em liðin ffá Chemobil-slysinu, gerð- ist það að manngrúinn, um 60.000 manns, hélt að styttu Lenins og gerði sig líklegan til að hrinda henni af stalli. Lögregluvörður varði styttuna en aftur á móti gat hann ekki varið hana fyrir bókaregninu sem dundi á styttunni, en þar var kastað ýmsum ritum Lenins. Fólk virðist hafa feng- ið nóg af ffeðinni hugmyndaffæði, sem er inntak þeirra rita. Siglaugur Brynleifsson Blindgata Kagarlitskys Boris Kagariitsky: The Thinking Reed. Int- ellectuals and the Soviet State 1917 to the Present Translated by Brian Pearce. Verso 1988. Borís Kagariitsky: Farewell Perestrolka. A Soviet Chronicle. Translated by Rick Sln- on. Verso 1990. Tibor Szamuely ritaði merka bók um rússnesku intelligensíuna, „The Russian Tradition", sem fjallar um sögu Rússlands og sögu byltingar- manna í Rússlandi fram að bylting- unni 1917. Szamuely var af ung- verskum ættum, en faðir hans starf- aði á vegum Sovétstjómarinnar þar til hann hvarf 1937. Tibor var hand- tekinn og settur í fangabúðir. Síðan starfaði hann í Ungveijalandi og komst loksins 1964 hl Englands. Framhald þessarar sögu er „The Thinking Reed“ eftir Kagarlitsky. Báðar þessar bækur fjalla um sama efnið, baráttusögu intelligensíunnar fyrst við zarveldið og síðan við veldi kommúnista. Viðhorf höfundanna em nokkuð ffábmgðin hvort öðm. Tibor skrifar frá sjónarmiði Vestur- evrópubúa en Boris Kagarlitsky ffá sjónarmiði höfundar, sem álítur að til sé „lýðræðislegur sósíalismi“ í ná- inni ffamtíð. Kagarlitsky var dæmdur í þrælkunarbúðir 1982 fyrir ffávik ffá ríkjandi hugmyndaffæði, en fékk frelsi 13 mánuðum síðar. Meginhluti þessarar bókar hans var unninn um það leyti sem hann var lokaður inni, en handritinu var bjargað og komst loks í hendur ritstjóra „New Left Review" í London. „The Thinking Reed“, titillinn er úr íhugunum Pascals. Þar segir: „Mað- urinn er aðeins reyr, vamarlausastur allra, en hann er hugsandi reyr.“ Höf- undurinn er manna kunnugastur því flóði „samizdat" tímarita og verka, sem út hafa komið þrátt fyrir bann yfirvalda og eftir „glasnost“ var banninu aflétt í orði, en verk Kagar- litskys vom eftir sem áður litin hom- auga af yfirvöldum. Höfundurinn ræðir hér um deilur þcirra, sem fóm með ríkisvaldið og æðstu stjóm flokksins og þess hluta „intelligensíunnar“, sem andæfði stjómarháttum kommúnista. Andófið var vægast sagt erfitt, þar sem Sovét- rikin em ekki réttarríki, engin lög tryggðu rétt einstaklingsins svo sem rit- og málfrelsi og athafnafrelsi og rétt manna gegn gjörræðisstjómun. Þótt stjómarskrá væri talin æðstu lög Sovétríkjanna þá var það aðeins í orði. Enda stangast hugtakið réttar- ríki algjörlega á við marxismann. Þar sem marxistar em við völd fara lög og réttur eftir hentugleikum stjóm- valda. Og þar sem marxistar hyggja á valdatöku, þá beinist pólitísk atlaga þeirra fyrst og ffemst gegn réttarrík- inu, þeir svifast einskis til þess að gera það tortryggilegt og þar með þrískiptingu ríkisvaldsins ffam- kvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Höf. telur að ofsóknir gegn mennta- mönnum eða „intelligensíunni" hafi magnast á dögum Stalins, en eins og kunnugt er þá streitast kommúnistar við að koma því sem miður fór í Sov- étríkjunum á reikning Stalins, þótt Stalinstímabilið sé ekkert annað en ffamhald stjómarstefhu Lenins. „Sá merkilegi stjómmálahugsuður" (setning tekin úr kennslubók í mann- kynssögu, sem kennd er í íslenskum gmnnskólum og dreift af ríkisútgáf- unni, Námsgagnastofnun), þ.e. Len- in, hóf manndrápin í Rússlandi, bæði bein og óbein, borgarastéttin var kvistuð niður, einnig nokkrar miljón- ir bænda, sem ýmist vom drepnir af ffamvarðarsveitum verkalýðsins, sem sendar vom um allar sveitir til manndrápa, eða með því að ræna þá matnum, svo að íbúar heilla byggðar- laga dóu úr hungri. A dögum Stalins var haldið áfram manndrápunum og hin andlega kúg- un jókst, listamenn og skáld flúðu land, frömdu sjálfsmorð eða vom myrtir í fangabúðum. Andóf á þess- um ámm var næsta vonlítið. Ofúrlítil vonarglæta kviknaði með blaðri Krústsjovs, en sá vonameisti kafnaði fljótlega. Þótt höfundur tali um „nýj- ar sósíalískar hreyfingar“ þá komu þær og fóm þrátt fyrir glasnost síðar. Því eins og kunnugt ætti að vera þá er „lýðræðislegur sósíalismi" og hvað þá „menningarlegur sósíalismi" ekki til, nema sem hrikaleg lygi. Von Kagarlitskys um að glasnost muni ijúfa forpokunina, virðist ekki hafa ræst, að minnsta kosti ekki hvað verk hans sjálfs áhrærir. Það er talað og talað, glæpaferli fortíðar sópað í þá allsherjar sorptunnu Stalin og síð- an er haldið áfram að tala og fátt breytist. Höfundur hefur lagt mikla vinnu í rit sitt, hann rekur nákvæm- lega deilur ftilltrúa ríkisvaldsins og þeirra sem hvöttu til opinnar umræðu fram til 1982. En árangurinn er tak- markaður sem von er. Þegar bók Kagarlitskys er borin saman við bók Timor Szamuelys, þá kemur í ljós, að þau öfl, sem „intelligensían" átti í átökum við, vom mjög ffábmgðin hvort öðm. Rússneska zarveldið var á allan hátt mennskara afl og þótt út- legðardómar og einangmnardómar væm í nokkmm mæli, þá blikna þær aðgerðir við þann ómennska hrylling sem einkenndi viðbrögð Lenins og Stalins gegn öllu andófi. Pushkin varð að þola útlegð um tíma, Dos- tójevski hafði fullt ferðaffelsi og mesti andstæðingur zarvcldisins Tol- stoj sat í ffiði. Aftur á móti var Mend- elstam myrtur í þrælkunarbúðum, Majakovski ffamdi sjálfsmorð, Past- emak var hundeltur af stjómvöldum og málaliðum þess meðal rithöfunda, Solzhenitsyn fluttur með valdi í út- legð, svo að fáeinir séu nefndir. Herzen, einn skeleggasti andstæðing- ur zaranna, fór í útlegð, en naut allra tekna sinna af jarðeignum sínum í Rússlandi, þrátt fyrir ónáðina. Bók Kagarlitskys er vel skrifuð og heimildaskrár fylgja og hann ber þá von í bijósti að ástandið megi skána það mikið með rýmkim hinnar and- legu spennitreyju, að rithöfundar og andófsmenn stjómarinnar í Kreml geti komið skoðunum sínum til al- mennings án þess að eiga á hættu þrælabúðir eða líflát. Með glasnost og perestroiku Gor- batsjovs vöknuðu miklar vonir í Sov- étríkjunum, ekki síst meðal andófs- manna. Menn vom ekki lengur hand- teknir fyrir að láta í ljós andúð á ýms- um gerðum stjómvalda í orði. Kagarlitsky getur þess 1 formála fyrir „Farewell Perestroika" að ekkert af greinum hans hafi fengist birt í opin- berum málgögnum hingað til (skrifað 1990). í bók sinni ræðir höfundur reynsluna af þeirri slökun, sem Gor- batsjov stóð fyrir á bönnum við rit- ffelsi og málffelsi, einkum árin 1988- 89, og þeim áhrifum sem sú stefna hafði meðal menntamanna og al- mennings í Sovétríkjunum. Stjómmálaflokkar og fjöldahreyf- ingar mynduðust, umræða um samfé- lagsmál varð opinskárri en áður hafði þekkst og gagnrýni á stefhu stjóm- valda varð háværari. Nítjánda flokks- þing kommúnistaflokksins var á næsta leiti og deilumar mögnuðust milli stríðandi hópa bæði innan flokks og utan. Höfundurinn rekur síðan atburðarásina mánuð eftir mán- uð. Verkföll hófust í Síberíu, ókyrrð- in jókst í Eystrasaltsríkjunum. Kosn- ingar fóm ffam vorið 1989, kosning- ar sem vom annarrar gerðar en kosn- ingar þar til. Úrslitin vom ekki ákveðin af stjómvöldum og í einni ræðu sinni talaði Gorbatsjov um „Sovétríkin sem lýðræðisríki“. Ástæðan fyrir öllum þessum breyt- ingum var hungur, óstjóm og sú efnahagslega blindgata sem 70 ára lygar og kúgun kommúnista höföu Ieitt þjóðimar inn í. Ástandið f leppríkjunum var svipað, nokkuð mismunandi þó. Og þjóðir leppríkjanna risu upp eftir 40 ára lyg- ar og kúgun, óttinn við kommúnista- hyskið sem Stalin og arftakar hans höföu stutt til valda með hervaldi hvarf þegar augljóst varð, að þetta var Mökkurkálfi, sem haföi reyndar eyðilagt líf fjöldans, gert alla að lyg- umm og þjófiim og rústað gróður- moldina, mengað löndin eitri. Og í heimalandinu logaði andúðin á sömu fyrirbrigðum og nú er svo komið að orðið „kommúnisti" vekur viðbjóð og hatur í bijósti þjóða Sov- étríkjanna. I Sovétríkjunum átti umbótastefhan „perestroika“ að bjarga málunum og í bókarlok gerir höftmdur upp við umbótastefnuna. Hún hefiir algjör- lega mistekist, skorturinn hefiir aldr- ei verið sem nú, sósíölsk samvirkni hinna ýmsu þjóða Sovétríkjanna er búin að vera, hver þjóð leitast við að losna undan Kremlvaldinu og þótt Með bókinni Flugan á vcggnum eftir Tony Hillerman hefst nýr þáttur í út- gáfu Fijálsar fjölmiðlunar hf., útgáfa góðra en ódýrra bóka, Úrvalsbóka. Markmiðið með útgáfu Úrvalsbóka er að bjóða ffam góðar afþreyingar- bækur, valdar þannig að líklegt sé að sem flestir njóti þeirra. Úrvalsbækur gera kröfur til þeirra bóka sem gefhar verða út þannig að lesendur eiga að geta treyst því að Úrvalsbók sé vel valin bók. í öðm lagi er lögð áhersla á að Úrvalsbækur séu vel þýddar á frambærilega íslensku. í þriðja lagi er verði mjög í hóf stillt. Útsöluverð fyrstu bókanna er þannig ákveðið kr. 691. Fyrsta Úrvalsbókin, Flugan á veggnum, er úrvals spennusaga og jafnframt dálítið óvenjuleg sem slík. Hún er ein af fyrstu bókum höfundar- ins, Tony Hillerman, og kom fyrst út árið 1971. Síðan hefur hún verið end- urprentuð hvað eftir annað og verið hátt á sölulistum vestan hafs. I ár, 1990, var hún endurútgefin enn einu sinni hjá Harper & Row, samtimis í tíu borgum í Ameríku, Evrópu og Asíu. Ætlunin er að ný Úrvalsbók komi út í hveijum mánuði. Næst 1 röðinni er kanadísk leynilögreglusaga, I helg- reipum haturs, eftir Maurice Gagnon. Þar er Rowena Grant aðalhetjan, einkaspæjari í Montreal. Þetta er fyrsta bók höfundarins í fyrirhugaðri bókaröð um þessa snjöllu og álitlegu konu, en Maurice Gagnon hefur látið ffá sér fara á fimmta tug bóka á ensku og ffönsku, fyrir utan rúmlega sextíu útvarps- og sjónvarpsleikrit fyrir CBC. Næstu bækur á eftir þessum tveimur era Leikreglur eftir John Sandford og Lygi þagnarinnar eftir Brian Moore. Þessar bækur era báðar nýjar af nál- inni — Lygi þagnarinnar er svo ný að hún er einmitt núna þessa dagana að koma út erlendis. Þær fjórar bækur sem hér hafa verið nefndar era sín með hveiju móti, þó allar eigi þær það sameiginlegt að vera úrvals spennusögur. Þannig vonast aðstandendur Úrvalsbóka til að ávinna tvennt: annars vegar kom- ast að því hvort íslenskir lesendur taka einhveija eina gerð spennubóka fram yfir aðra, hins vegar að þreyta ekki lesendur sína með því að bjóða sífellt sama graut úr sömu skál. Umsjónarmaður með vali og ffá- gangi Úrvalsbóka er Sigurður Hreið- ar Hreiðarsson, ritstjóri Úrvals. Ú RVALSBÆKU R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.