Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur21. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrtfetxjfurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýslngaslmi: 680001. Kvöldslmar Áskríft og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vextir og verðbólga Það er kjami þjóðarsáttar um þróun kjaramála og al- mennra eíhahagsmála að launþegum séu tryggðar kjarabætur með lítilli verðbólgu, þ.e. stöðugu og sanngjömu verðlagi á lífsnauðsynjum og kostnaði við heimilishald, þ. á m. húsnæðiskostnaði. Lítil verð- bólga með hófsamlegum kostnaðarhækkunum trygg- ir auk þess rekstrargrundvöll atvinnuveganna, um- fram allt útflutningsffamleiðslunnar sem á í beinni samkeppni á erlendum mörkuðum og innlends iðnað- ar sem keppir við við innfluttar vörur. Ef litið er yfir það rúmlega sjö mánaða tímabil sem þjóðarsáttin heftir verið við lýði, kemur í ljós að markmiði hennar um minnkandi verðbólgu hefiir ver- ið náð. Dregið hefur jafnt og þétt úr verðbólgu, þann- ig að síðustu þijá mánuði hefúr ffamfærsluvísitala að- eins lyfst um 1%, byggingarvísitala um 0,4% og láns- kjaravísitala um 1%, sem er allt önnur og hagstæðari þróun en verið hefur undanfarin ár. Miðað við þessa þróun má tala um 4% verðbólgu á íslandi. Allir hljóta að verða sammála um að hér stefnir í rétta átt. Fram- kvæmdastjórar atvinnu- og ffamleiðsluíyrirtækja hljóta að verða varir hinna góðu áhrifa þessarar þró- unar. Forystumenn launþega gera sér fulla grein fyrir að verðbólguhjöðnun er til hagsbóta fyrir launþega, ekki síst ef hægt er að tryggja að lágt verðbólgustig verði varanlegt. í rauninni veltur árangur þjóðarsáttar á því að verð- lagsþróun leiði til varanlegs stöðugleika í efnahags- kerfmu. Það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að halda verðbólgu í skefjum afmarkað tímabil þjóðar- sáttar, en á því verður að verða framhald þegar tíma- bilinu lýkur. Einn er sá kostnaðarþáttur sem miklu ræður jafht í rekstri heimila sem fyrirtækja, þ.e.a.s. vaxtakostnað- ur. Ef forráðamenn atvinnulífsins hafa gert kröfu til þess að vöxtum sé stillt í hóf, á það ekki síður við um launþegasamtökin. Þótt stundum sé svo tekið til orða að markaðurinn stýri vöxtum, þá er það auðvitað orðaleikur. Vextir eru ákveðnir af mönnum, þeim sem stjóma lánastofhunum eða em útgefendur skulda- bréfa sem seld em á markaði. Þeir sem hér koma við sögu, bankar, sparisjóðir og sjálft fjármálaráðuneytið ráða vöxtum í landinu. Þessir aðilar eiga hlut að þjóð- arsáttinni, því að nauðsynlegt þótti þegar verið var að tryggja sem víðtækasta aðild áhrifaaflanna að febrú- arsamkomulagi, að vaxtaákvörðunarvaldið væri með í för. Það er því mikilvægt að trúnaður ríki milli banka- valdsins og launþegahreyfingarinnar um vaxtaþróun. Hér verður því ekki haldið fram að í þessu efhi hafi orðið alvarlegt trúnaðarrof. Nafhvextir hafa lækkað vemlega, en meðan raunvextir fara hækkandi á tím- um verðlagshjöðnunar er eðlilegt að launþegar vilji fá skýringu á því, að svo þurfi að vera. Slíkar skýringar liggja ekki fyrir af hálfh bankanna. Á þessu kunna að vera fullgildar skýringar, sem sanngjamt sé að taka tillit til í umræðum um vaxtamál. En það er erfitt að átta sig á raunvaxtahækkuninni fyrr en rökin fyrir henni hafa verið skýrð skilmerkilega. g GARRI |gj £ M » fl ' BIÐUR DAVID? Stöð 2 byrjaði á þeim glannaskap að íara aö ræða mn framboð flokk- anaa i næstu aiþingiskosingum. fyrlr hinu ng þessu, að viðbættum um ákveðin fram- keríing sé búin að grcioa þcim lokaatkvæðið. Frainboð Sjálfstæð- isflokksins voru heist tfl umræðu $em manni skíidist að ktemi tfl menn slá engar nýjar keilur í pólit- ikog fylkja ekki um sig fjöbnennu nýju liði. Aróðursroeistarar flokks- ins, sem einkum er að finna á Morgunbiaðltttt, bafa sttrodum rekið póiitik, sem á að vera eins- iskra harmkvæla iiiil Hðn hann að standa miklu ákveðnar ao framboóum i einstófc- um innan flokksins á framfæri að þessu sinni. Vert ér í þvi sambandi að rilja upp að á þríója og Jjórða áratugnum voru það ungir inenn sem færðu flokkum sigra i kosn- Ingum. Nó virðast menn blns vegar Keppt vi6 elllheimilin ið þaunig fylgisspár að undan- iömu, að hann hefiH hrrinan meiri- inga i dag og spáraar rarttusí. Því verður þó ekkl að heilsa í næstu spekt víð flokk eða andmæla frá- farandi stjórn með því að kjósa stjómarandstððu og hefur mörg- Davíð Oddsson. horft var á kosningaþátt Stöðvar 2 var áberandí hvað Sjálfstæðfe- flokkurinn œtlar sér iitlar breyt- ingar á framboðum. Hafa kannan- Ir eflanst haft einhver áhrif á fór- ystuna i því efni. Henní þykb- sigia lygnan sjó i framboðsmálum til hagsbóta fvrir eliiheimiiin ( iandinu, sem samkvæmt vcnju eru þegar yfliTuII. ÍLa!| - f.i , i, il, „ \ Anrii a vrartiDOO serai talað um „stðl handa Steina“. Þórsteinn Pálsson er któkarí stjórnmálaforingi en menn haida og tekur þá stói% sem honum svn- Hitt KgmáUð snýr að þmgtmnra- um sjálfum, sem þurfa að gæta ar, og hafa fyrst og fremst metnað inn gegn honum kann að hafa veikt hann eitthvað innau þingflokksins, ef dæma á eftir áhríraleysl bans i framboðsmálutn. Hann virðist of mfldur við gömhi mennina i flokknum. Sem stendnr er spáin hefur ákvcðið prófkjör ( Keykjavík. Nokkrir ungir racnu bafa verið nefndir til þátttökn, ra.a. Bjortt Bjarnason og væri fengur fyrir flokkinn að fá hanu á þing. Aftnr á móti hefur ekkert heyrst frá Davið Oddssyni enn um hvað hann ætlar hann vilji biða enn um sinn, m.a. vegna þess að ekki eru horfur á að uni ncina umtaisvcrða endurnýjun í þingflokknuro verði að ræða. Þannig stendar gantla iiðið flokku- um fyrír þrífum hvað umbreyting- ar og enduraýjun snertir. Sjáifur er Þorsteinn Páisson nngnr maður Og þetta ellivandamál þíngflokks- ins hlýtur að hafa biasaö við hon- um frá fyrstu tíð, Á meðan vanda- málið er látið grassera óátalið er líklegt að Daviö Oddsson biði í hliðarsölum stjórnraáianna með sitt mikla fylgi i Reykjavík, og láli á það reyna hvort stefhan um cndur- heiml áhrifa ÞorsteSns Pálssonar út i Gamtfr visn hagstæðar i dag, En þeir sem forspáir teljast og kunnuglr era völundarhúsnm stjórnmalanna segja, að þrátt fyrir aflt nái Sjálf- stæðSsflokkurinn ekki nieira en 25- Gmtí WM VÍTT OG BREITT Sáttagjörð hinna ríku Skuldakóngar hrósa nú sigri þar sem verðbólgustigið er að nálgast núllið og verðbætur hlaðast ekki of- an á skuldimar. Hins vegar hafa sum- ir þungar áhyggjur af sparifjáreig- endum sem ekki fá sínar verðbætur ofan á vextina, eins og helur gefíð svo Ijómandi góða raun í rúman ára- tug. Fyrir þá sem mest skulda skiptir verðbótaþáttur og verðbólga engu máli. Þeir borga ekki skuldimar hvort sem vextir og verðbætur hækka eða ekki. Launafólk sem stendur í greiðslum fyrir íbúðir og þess háttar fer hvað skást út úr lækkun eða afnámi verð- bóta. Skuldabyrðin hættir að aukast mánuð frá mánuði eins og undnfarin áratug. Um þetta var þjóðarsáttin gerð og er hún á milli þeirra atvinnurekenda sem halda að þeir geti staðið í skilum og launafólks með skuldabyrði á herðunum. Þeir sem ekki eiga einu sinni skuldir eða hafa losað sig við slíka byrði má í raun á sama standa hvað verðbótaþáttum líður. Það er að segja ef aðeins er hugsað um eigin hag. Sparað og grætt En sé það rétt sem fróðleiksmenn um fjármál halda fram í síbylju, að verðtrygging lána hafi aldrei verið hærri en svo að skuldarar hafi aðeins greitt eðlilega viðbót á skuldir sinar til baka, hvers vegna skiptir það þá skuldara yfirleitt nokkm máli hvort verðbætur em hærri eða lægri? Annað stórskrýtið fyrirbæri varð- andi verðbólgu og verðbætur. Bankamenn segja það stórhættulegt að lækka vexti meira en orðið er vegna þess að með lækkun verðbóta missi sparifjáreigendur spón úr aski sínum og hætti að spara og leggja inn. Var öllu verðbótaréttlætinu skipt jafnt á báðar hendur? Spyr sá sem ekki veit. Með minnkandi verðbólgu og allt að því afhámi verðbóta urðu þau undur í íjármálalífinu að hlutabréf fóm að hækka í verði og svo hækk- uðu þau og hækkuðu og allur söfn- uður verðbréfatrúarinnar syngur gullkálfum sínum hósíanna. Fé er rif- ið út úr verðbréfareikningunum og keypt hlutabréf í staðinn og hafa þau hækkað um á annað hundrað prósent á nokkrum mánuðum. Aldrei varð verðbólgan svo tryllt að verðbótaþátturinn hafi náð svo dýr- legum upphæðum gróðahyggjunnar. Enn meiri gróði Forsætisráðherra kvartar yfir þvi í blaðaviðtali, að Seðlabankinn sé meira en seinn til að gera tillögur um hvemig standa eigi að afnámi láns- kjaravisitölu, eins og eðlilegt sé þeg- ar verðbólgustigið er orðið jafiilágt og raun ber vitni. En gúrúar fjármálalífsins í Seðla- bankanum hafa öðmm hnöppum að hneppa. Þeir em orðnir svo spenntir í hlutabréfakapphlaupinu að þeir hvetja alla þá sem loðnir em um lóf- ana að kaupa nú hlutabréf hver sem betur getur. Og hver láir þeim það? Yfir 100% ávöxtun á nokkrum mánuðum er meira en villtustu okrarar hafa látið sig dreyma um og aldrei komst verð- bótaþátturinn svo hátt þótt oft hafi náðst frabær árangur á þeirri veð- hlaupabraut. Þjóðarsátt launþegahreyfingarinnar beindist að því að létta undir með smáskuldurum, þeim sem skulda svo sem eins og einar ævitekjur sínar fyr- ir þriggja herbergja íbúð. Þjóðarsátt Vinnuveitendasam- bandsins felst einkum í því að tilraun er gerð til að eitthvað af fjármagni verði eftir í fyrirtækjunum en renni ekki allt í fjármagnskostnað lána- stotnana. Þjóðarsátt fjármagnseigenda er sú að koma sér upp enn nýju fjárplógs- kerfi og þéna skattfijálst sem aldrei fyrr. Hlutabréf em lausnarorðið og geng- ur ríkið á undan með góðu fordæmi og gefúr auðinn, eins og Útvegs- bankann, eða borgar milljarða til skattleysingja, eins og þeirra sem eiga bréf í hermanginu öllu. Þeim riku er ávallt borgið, hvað sem meintum þjóðarsáttum líður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.