Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. september 1990 Tíminn 7 Vettvangur Jón Kr. Kristinsson: Opið bréf til formanns Fram- sóknarflokksins vegna álmálsins Fyrír leikmann, sem reynt hefur að fylgjast með þeirrí stefnu sem viðræður um stóríðju (álviðræður) hafa tek- ið, eru það nokkur atríði sem vert værí að fá svar við. Ég vil taka það skýrt fram i upp- hafí að ég hef alla tíð haft á því litla trú að núverandi iðnaðarráðherra hafi vald á þessu verkefni og hefúr sú trú mín styrkst með hveijum degi sem líður. Menn með hans hugsanagang og stjómarfarslegt uppeldi eru ætíð blindaðir af eigin- hagsmunum og óþijótandi löngun í völd. Nú er það svo að völdin í þessu þjóðfélagi liggja næsta alls staðar annars staðar en á Alþingi. Þau liggja ekki síst i hinum „guð- legu“ stofnunum á borð við Seðla- banka og Landsvirkjun. Og hver kannast ekki við að hafa heyrt þessa klassísku setningu „við hjá Seðlabankanum“ eða „við hjá Landsvirkjun“ þegar starfsmenn þessara stofnana eða þá heldur stjómendur þessara stofhana em að koma á framfæri sinni persónulegu skoðun sem er gerð að skoðun stofhunarinnar? Þetta atriði er farið að verða eitt helsta ólýðræðislega mein í þessu þjóðfélagi. En nóg með það. Ég sagðist í upphafi vilja fá svör við spumingum. Spumingamar em þessar: 1. Hvers vegna var ekki tekin ákvörðun um staðsetningu álvers áður en farið var í þessar viðræður? 2. Liggur það fyrir að viðsemjend- ur (væntanlegir eigendur álversins) hefðu verið ófáanlegir til að reisa álverið annars staðar, hefði það ver- ið ljóst ffá upphafi að aðrir staðir en suðvesturhomið kæmu aðeins til greina. 3. Hvaða aðilar innlendir hafa haft með höndum útreikninga á saman- burði hinna ýmsu staðsetningar- möguleika fýrir hina væntanlegu eigendur? 4. Eftir hvaða staðli hefúr verið far- ið við þá útreikninga þegar metið var t.d. fjarlægð, kostnaður við mannahald við byggingu o.fl.? Telja viðkomandi aðilar það sjálf- gefið að vinna unnin t.d. við Eyja- fjörð af verktökum þurfi að vera dýrari en við Keilisnes? 5. Er það rétt að t.d. aukinn kostn- aður við menntun bama sé einn sá þáttur sem er inni f rekstrardæminu þegar metinn er kostnaður við rekstur álvers á hinum mismunandi stöðum? 6. Er það rétt að álviðræðunefnd rikisstjómarinnar hafi ekki verið fúllskipuð nema endram og eins í þessum viðræðum milli aðila? 7. Upplýst hefúr verið að sérstakur vinnuhópur innan ríkisstjómarinnar um álmálið hafi ekki setið nema í ca. hálfa klukkustund saman á fúndi til að ræða þessi mál. Spurt er hver var tilgangur með skipun vinnuhópsins og sérstakri tilkynn- ingu um það á sínum tima, ef þetta em öll störf vinnuhópsins? 8. Upplýst hefúr verið að talað er um að tengja verð raforku við ál- verð. Nú liggur fyrir reynsla af spá- dómum hinna vísustu manna um þróun álvers sl. áratug. Þar virðast a.m.k. leikmönnum eins og mér harla lítið hafa staðist. Nú liggja einnig fyrir áætlanir hinna vísustu manna um þróun á orkuþörf sl. ára- tug og reynsla á því sviði. Ekki get- ur verið um að villast að bæði þessi plögg em vart pappírsins virði. Skekkjan er um það bil ein Blöndu- virkjun. Nú em þessir sömu menn að spá fyrir um verð á áli og tengja það sölu á orku. Er ekki ástæða til að fá fleiri aðila til að koma að þessum málum? Er ekki of mikill glannaskapur að taka þessar spár sem hinn eina sannleik í þessum málum? Er ekki rétt að rik- isstjórmn láti fara fram sérstaka at- hugun á þessum áætlunum og feli það aðilum sem ekki tengjast álvið- ræðunefnd og iðnaðarráðuneyti eða Landsvirkjun? 9. Er ekki timabært að skoða ofan í kjölmn þá hugmynd að í stað þess að landsmenn séu að greiða niður raforku til stóriðju, þá sé þeim aðil- um sem vilja reisa slíka verksmiðju veitt heimild til að byggja raforku- ver? Skilyrði fyrir slíku leyfi yrði Nú er það svo að völdin í þessu þjóðfélagi liggja næsta alls staðar ann- ars staðar en á Alþingi. Þau liggja ekki síst í hin- um „guðlegu" stofnunum á borð við Seðlabanka og Landsvirkjun. að farið yrði að íslenskum lögum hvað varðar byggingu, rekstur og skattalega meðferð. Aðilar yrðu skuldbundnir til að selja Lands- virkjun eða Rafmagnsveitum rikis- ins alla þá orku sem ekki færi í að reka stóriðjuverið sjálft á fyrirffam ákveðnu verði. Með þessu móti yrði komið í veg fyrir þá sjálfheldu að byggja orkuver sem tekin yrðu lán til að fjármagna. Þau lán væm háð duttlungum alþjóðamarkaða í peningamálum. Hins vegar væm tekjur af orkusölunni í engum tengslum við þá markaði. Þá væri áhætta af þessum rekstri alfarið í höndum þeirra aðila sem hann stunda. 10. Er búið að skrifa undir nokkum þann samning eða skuldbindingu sem festir okkur í því að þurfa nú á næstu dögum eða vikum að ganga ffá þessu máli? 11. Hver er kostnaður pr. 01.09.90 við þessar viðræður orðinn? Eftir hvaða launakerfi eða töxtum taka þeir aðilar sem sitja í álviðræðu- nefhd laun? Er um að ræða einhver latm eða greiðslur til þeirra önnur en bein laun og uppihaldskostnað, s.s. laun vegna verkffæðilegrar eða lögffæðilegrar þjónustu til þeirra eða fýrirtækja er þeir eiga eða starfa hjá? 12. Nú á síðustu vikum hafa komið ffam hugmyndir um framleiðslu vetnis hér á landi í samvinnu við Þjóðveija. Hefúr eitthvað i alvöra verið unnið i þessum málum af hálfú rikisstjómarinnar? Er hugsan- legt að þessi möguleiki verði kann- aður sem valkostur á móti álvers- ffamkvæmd? 13. Mun ríkisstjómin beita sér fyr- ir þvi að landsmönnum verði á hlut- lausan hátt kynnt staða álmálsins nú á næstu dögum, í stað þess að fólk fái aðeins glansmyndir af fúndum iðnaðarráðherra og hinna erlendu aðila? 14. Em það eðlileg vinnubrögð hjá iðnaðaráðherra að láta „panta“ eitt stykki skoðanakönnun þar sem lagðar em fýrir mjög leiðandi spumingar og ætla svo á gmndvelli þeirrar niðurstöðu að tala um al- menningsálit og -vilja? Samræmast vinnubrögð á borð við þessi hug- myndum þínum um drengileg og heiðarleg vinnubrögð i stjómmál- um? Það er von mín að þér sjáið yður fært að svara þessum spumingum hið allra fýrsta. Eftir þeim svömm verður beðið. Úr viðskiptalífinu SOVESK HAGMÁL Frá sovéskum hagmálum sagði Financial Times svo 18. apríl 1990:...(ný) lög um ríkisfyrirtæki voru sett í júní 1987, en af þeim hlaust í raun minni framleiðsla, — hvers vegna skyldi meira framleitt fýrir verðlausar rúblur? — meiri gagnslaus flárfesting og það, sem óðar sagði til sín, frekari laun- aþensla. Áríð 1989 leiddi, til dæmis, „sérhyggja hópa, á sov- ésku orðfærí, og órói verkafólks til 10,9% launahækkana, þótt fram- leiðsla ykist aðeins um 1,7%. breytingum síðar meir. í staðinn var áhersla lögð á að auka (1990) ffamleiðslu neysluvara um 60 milljarða rúblna eða 15%. — Fyrstu tvo mánuðina 1990 hækk- uðu laun að meðaltali 15,5% meira en sömu mánuði (1989). Fyrsta ársfjórðunginn jókst ffam- leiðsla neysluvara aðeins um 6,4%. Þótt þar tækist betur til heldur en í iðnaði yfirleitt, en ffamleiðsla hans dróst saman um 1,2%, var aukningin helmingi minni en ráðgerð hafði verið í skyndilausn áætlunarráðsins.“ Crossover Cavern ✓ A Norðurgöngin B Þjónustugöngin C Suðurgöngin L—' Fullbúið ■ Næsti áfangi Staðan í aprfl 1990 Endastöð Eftir því sem verðbólgukreppan óx í augum, urðu deilur á meðal ráðgjafa Gorbachev snarpari. Formaður áætlunamefhdar ríkis- ins, Juri Maslyukov, lagði ffam þá skyndilausn að auka (mjög) ffamleiðslu neysluvara. I nóvem- ber (1989) bar Leonid Abalkin, aðstoðar- forsætisráðherra, fram róttækar hugmyndir um aðgerðir í átt til markaðsbúskapar og vöktu þær strax storm andmæla. Þá varð það í desember (1989), að Ryzhkov forsætisráðherra tók aftur upp skyndilausnina og enn var umbótum í verðlagsmálum skotið á frest. Tillögur Abalkins urðu þá ekki annað en drög að Austur-Þýskaland kveður Þýskaland verður sameinað 3. október 1990, tveimur mánuðum fýrr en ráðgert hafði verið sakir eihahagslegra örðugleika austan megin. „Oðaverðbólga. Kreppan mikla í Bandaríkjunum sýnist sem veltuskeið í samanburði við þá öldu gjaldþrota sem yfir riður. Fjöldaat- vinnuleysi, sem veldur slíkum brottflutningi fólks að heilar borgar verða sem draugabæir. Verkfoll og meiri mótmælaaðgerðir — sem ofsafengnari geta orðið en þau sem steyptu kommúnistum Austur- Þýskalands. Þessi dómsdagslýsing er ekki eins og langsótt og hún virð- ist. Austur-Þýskaland, forðum 10. helsta iðnriki heims, er að hmni komið.“ Þannig horfði efhahags- vandi Austur-Þýskalands við Newsweek 20. ágúst 1990. Og Time leit hann ekki bjartari augum 3. september 1990: „Frá 1. júlí, þegar hin efnahags- lega sameining komst á, hafa Aust- ur-Þjóðveijar haft úr sparifé að moða eftir skiptin á nánast verð- lausum gjaldmiðli þeirra og hinu styrka vestur-þýska marki i hlut- follunum 1:1. En sakir þess skipta- hlutfalls varð hinn vanbúni austur- þýski iðnaður alveg ósamkeppnis- fær. Þegar sparifé þeirra þrýtur munu margir Austur-Þjóðveijar hrökkva upp við fátækt. Horfúr þykja á að meira en helmingur hinna 8.000 iðnfýrirtækja landsins og 3.850 bændabýli verði giald- þrota innan árs.“ Stígandi Ermarsundsgöngin mynda þrjár „renn- ur“, samliggjandi en aðskildar, og er sú ( miðið hinum miklu þrengri, enda ekki ætluð undir jámbraut, heldur mun hún verða „þjónustubraut" hinna tveggja Göngin em (senn grafin frá Englandi og Frakklandi og er staða þeinra f aprfl 1990 sýnd á meðfýlgjandi korti. „Þjónustu- rennan" er lengst komin og vænst er að ensku og frönsku vinnuhópamir nái saman f henni viku af nóvember nk. Fyrir sakir láns frá einum sjóða EBE og fyrirgreiðslu f Japan mun i bili hafa rakn- að úr fiárhagsvanda Ermarsundsgang- anna. Áætlaður kostnaður þeirra er nú 7,7 milljarðar steriingspunda en var upp- haflega 5 milljaröar punda. Að fláröflun til þeirra stendur samlag 210 banka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.