Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn ,, Föstudagur 21. september 1090 «WS»S8»®H»>ÍK»S AÐ UTAN 1 01:3:1 Búar ætla að koma á fót nýju ríki á Höfðalandi: Fyrirheitna landið er gróð- ursnautt en nýju landnem arnir eru bjartsýnir Búar, sem eru ekki á því að gefa eftir og eru ákveðnir í að láta ekki algeriega af hendi stjóm hvítra í Suður-Afríku, hafa lagt upp í langferð þvert yfir afríska meginlandið, í annað sinn, til að leita að því sem þeir álíta fæðingarrétt sinn, þ.e. landsvæði sem tilheyrír þeim og þeim einum. Einni og hálfri öld eftir að forfeður þeirra sneru baki við stjóm Breta og stefndu ákveðnir inn á óþekkt svæði Suður-Afríku, eru Búar á ný famir að selja húsin sín, bóndabæi og fyrirtæki og leggja af stað út í óvissuna. í þetta sinn notast þeir við flutn- ingabíla í stað uxavagna og í stað þess að ryðja sér leiðina með byss- um segjast þeir leita að friðsamlegu landnámi, fengnu með samningum. Astriðumar sem hafa hrint af stað nýju búferlaflutningunum era hins vegar jafnsterkar og þær sem ráku forfeður þeirra af stað. Þeir viður- kenna að kynþáttaaðskilnaðarstefn- an er liðin undir lok og flýja nú um- bætur þær sem rikisstjóm F.W. de Klerks er að koma á og líkumar á því að svartur meirihluti komist til valda í Suður-Afriku. Búnir aö finna fyrir- heitna landið Forfeðumir sem lögðu í ferðina löngu fyrir hálfri annarri öld vissu svo sem ekki hvert hún bæri þá, en niðjar þeirra nú þekkja ákvörðunar- stað sinn. Hann er 150.000 fermílna svæði, næstum þriðjungur Suður- Afríku og þrisvar sinnum stærri en England, í norðanverðu Höfða- landi, þar sem þurrar sléttumar í óbyggðum Suður-Afríku, Great Karoo, mæta útjaðri Kalahari-eyði- merkurinnar. En það liggur ekki ljóst fyrir enn- þá hvaða augum hvíta ríkisstjómin í Suður-Afríku lítur þessar fyrirætl- anir Búanna, og þaðan af síður hvert er álit Afriska þjóðarráðsins og Nelsons Mandela. Áætlun Bú- anna er nefnilega sú að stofna ríki með eigin landamærum og full- valda ríkisstjóm. Svertingjamir 25.000, sem nú búa á svæðinu, eiga að fá bætur og síðan að yfirgefa nýja ríkið, að sögn þeirra Búa sem þegar era mættir á staðinn. Þeir heita því að byggja svæðið upp á ný án þess að nýta vinnuafl svartra. Fyrirheitna landið liggur að bæði Namibíu og Botswana og er gróð- ursnautt, plagað af ofsahitum og nístandi frosti og lítið um vatn. Þetta er bakgarður Suður-Afriku, stijálbýll hvítum, svörtum og lituð- um. Þar er fátt af þeim náttúraauð- æfum í jörð og ekkert afþeirri gróð- ursæld sem gerir aðra hluta landsins þess virði að beijast um þá. Orandee skal nýja ríkið heita Nýju landnemamir hafa gefið rík- inu nafnið Orandee, í höfuðið á Or- ange-ánni sem liðast um það og gefur því þann lífsanda sem þar er að finna. Það er áin sem þeir ætla að temja til að „láta eyðimörkina standa í blóma“. Þeir hafa hannað appelsínulitan, hvítan og bláan fána. Hann er líkur fána Suður-Afriku en rendumar era lóðréttar í stað þeirra láréttu. Fleira greinir flöggin að, í því nýja era út- línur minnismerkis í Pretoriu til að minnast búferlaflutninganna miklu. Til minningar um svarta meirihlut- ann í ríkinu sem þeir ætla að segja skilið við er mjótt svart strik á nýja fánanum. Þeir hafa tekið upp Die Stem, þjóðsöng hvítra í Suður-Afríku, sem sinn eigin, með einni mikil- vægri breytingu. Orandee er komið í staðinn fyrir Suður-Afriku sem nafnið á landinu sem söngurinn hyllir, til að leggja áherslu á nýtt „þjóðerni". Þessi fyrirætlun gæti virst ótrúleg og jafhvel hlægileg ef Búamir væra ekki alþekktir fyrir þrautseigju. Upphaflega varð hún til í heilabúi Carels Boshoff prófessors, tengda- sonar aðalhöfundar apartheid-stefh- unnar, Hendriks Verwoerd, forsæt- isráðherrans sem var ráðinn af dög- um 1966. En sá mikli áhugi sem þessir nýju búferlaflutningar hafa vakið vísar á bug öllum gransemd- um um að þetta séu dauðateygjur smáhóps ósveigjanlegra íhalds- manna. Uppi f hæðunum. Nokkrir meðlimir Putter-flölskyldunnar virða fyrir sér smábæinn Olifantshoek, miðstöð landnemanna í Orandee. Beiðni hefur verið lögð ffarn til seðlabanka Suður-Afriku um að skrásetja nýjan banka til að aðstoða nýja komumenn. Fasteignasala hef- ur verið opnuð í aðalbænum á svæðinu, Upington, sérhæfð í að svara fyrirspumum þeirra sem hafa hug á að koma. Á áætlun er að opna meira en 20 útibú til viðbótar. Þró- unarstofnun Orandee er að kaupa land og húsnæði til að hindra brask, og þegar hafa verið gerðar fullnað- arteikningar að vatnslónum, áveit- um og vatnsorkuveram. Og það sem skiptir mestu máli: fyrstu land- nemamir era þegar komnir á stað- inn. Elise van Wyk, forstjóri fasteigna- miðlunar sem sett hefur verið á stofh í Upington til að hafa stjóm á aðkomunni, segir að á tveim mán- uðum hafi fjögur býli og fjögur lítil fyrirtæki verið seld þróunarstofn- Andre Putter ætlar aö hjálpa bröður sínum við að breyta ófijósamri jörðinni í heimaland. við þá varðandi áætlanir um svæð- ið. Þeir vora samt neyddir til að sýna skyndilega áhuga þegar tveir embættismenn frá ríkisrafveitunni, komu skyndilega til að kanna hvort ætti að veita meira rafinagni á stað- inn til að ráða við þá fjölgun sem búist er við. Bæjarstjórinn, sem er eindreginn stuðningsmaður umbóta De Klerks, var áffam hæðnislegur og bæjarrit- arinn spurði hlæjandi hvort hann mætti eiga von á því að verða for- seti. En Putter-fjölskyldan er greinilega alveg ákveðin í að gera nýja ríkið sitt að veraleika. Putter er 34 ára og rekur ennþá út- flutningsfyrirtæki sitt f Jóhannesar- borg, en ætlar að flytja það til Or- andee. „Við vitum um 55 aðrar fjöl- skyldur sem hafa flutt á svæðið. 125 fjölskyldur til viðbótar ætla að flytja þangað snemma á næsta ári,“ segir hann. „Núna stoppar síminn ekki. Náungi hringdi frá Namibíu og sagði að 200 hvítir bændur vildu komast burt.“ „Viö erum ekki kynþáttahatarar“ „Okkar trú er sú að Búamir eigi rétt á sínu eigin landi, rétt eins og svart- ir eiga rétt til síns lands. Ég vil hafa menningu mína og kirkjuna mína í friði. Mig langar ekki til að segja svörtum manni hvað hann eigi að gera og ég vil ekki að hann segi mér hvað ég eigi að gera. Ég held að það sé ekki rétt að 5 milljónir hvítra segi 40 milljónum svartra fyrir verkum. Ég vil bara vera í friði. Ég hef ekkert á móti svertihgjum, en við eram ekki eins. Ég er ekki uninni. Einstaklingar hafi keypt 15 hús og 40 til 50 fyrirspumir berist fasteignamiðluninni á viku hverri. „Þetta er kraftaverki líkast,“ segir hún. „Allt þetta fólk hefur trú á Or- andee.“ Yfirvöld óviðbúin Eitt hundrað og tuttugu mílum austar getur smábærinn Olifantsho- ek hreykt sér af þvi að hafa dregið til sín flesta nýja aðflytjendur. Jo- hann Putter og stórfjölskylda hans, sem telur yfir 30 manns, era nýflutt þangað frá Messina, á landamæram Zimbabwe. Von er á fjórum fjöl- skyldum til viðbótar á næstunni. Koma nýju landnemanna hefur valdið yfirvöldum á staðnum áfalli. Bæjarstjórinn og bæjarritarinn í Olifantshoek lýstu því nýlega yfir að ekki hefði verið haft samband kynþáttahatari, en þegar vinnudeg- inum er lokið vil ég eiga mitt heim- ili og blökkumaðurinn má eiga sitt. Bömin mín eiga ekki að alast upp í fjölkynþáttaþjóðfélagi. Ég er ekki Suður-Áfríkumaður, ég er Búi og við verðum að fara að vinna fyrir sjálfa okkur. Við eram orðnir of lat- ir. Ef við sjáum eitthvað sem þarf að gera og segjum „þetta er eitthvað sem svertingi verður að gera“, þá er það ekki rétt. Landið hér er auðugt en fólkið hef- ur ekki nýtt sér það sem það hefur að bjóða. Við ætlum að borga svert- ingjunum fyrir að fara. Við ætlum ekki að henda þeim upp á vörabíls- palla, við ætlum að gera fyrir þá það sama og gert var fyrir hvíta sem urðu að flytjast burt þegar heima- löndin vora sett á laggimar. Við ætlum að borga skaðabætur við hæfi.“ Mismunandi hug- myndir um fyrir- myndarríkið Framtíðardraumur Putters um fyr- irmyndarrikið stangast á við hug- myndir yfirmanns þróunarstofnun- arinnar í Orandee, sem fullyrðir að svartir og litaðir verði ekki látnir flytjast burt. „Kynþáttalöggjöf okkar kemur til með að líkjast þeirri bresku," segir hann. „Apartheid verður felld niður í Orandee og allir fá kosningarétt. Það verða greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Aðlögun kynþáttanna verður ekki troðið upp á fólk og heldur ekki kynþáttaaðskilnaði. Við viljum halda frið við granna okkar og verða hlutlausir, eins og Sviss.“ Hann á von á því að í lok næsta árs hafi a.m.k. 100.000 aðkomumenn bæst í hópinn. Aðspurður um hvaða augum hann líti eindregna stuðn- ingsmenn aðskilnaðarstefhunnar komi til með að líta ffamtíðarsýn hans um sömu laun og kosningarétt allra, segist hann hafa náð betri ár- angri en De Klerk. „Við höfum komist að raun um að það er ekki sérlega erfitt að koma fólki í skiln- ing um að allir eigi að njóta sömu réttinda,“ segir hann. Þrátt fyrir spennuna sem líklegt er að landnemamir eigi eftir að vekja upp meðal íbúanna af öðram kyn- þáttum sem fyrir era á svæðinu, hefur enginn enn sem komið er kippt í taumana. Þjóðemisflokkur- inn hefur ekki fjallað um málefnið „heimaland hvítra“ og heldur því ffam að það verði að leysa i samn- ingaviðræðum. Og þótt undarlegt megi virðast virðist Áffíska þjóðar- ráðið, sem leggur áherslu á að Suð- ur-Affíka lúti einni stjóm, vera sömu skoðunar. Þeir segja þetta kunni að enda með því að verða samningsatriði. „Það verður að ræða heildarmyndina um land og náttúraauðlindir mjög nákvæmlega til að þurrka út og draga úr spennu." Fari svo að Afriska þjóðarráðið standi gegn Orandee, myndi það mæta talsverðri andstöðu. Putter er jafhákveðinn og Búamir sem lögðu í búferlaflutningana fyrir einni og hálffi öld. Hann þekkir sitt fólk og treystir dómgreind sinni. Hann heit- ir því að engum muni takast að stöðva þessa nýju flutninga Bú- anna. „Við eigum þetta, engum á eftir að takast að taka það ffá okk- ur,“ segir hann ákveðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.