Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. séptember 1990 TfMínn 5 Fjórum mánuðum eftir kosningar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn misst áhuga á að gera foreldrum kleift að vera heima með ungum börnum sínum: Ihaldið fellir kosningamál sín Borgarstjóm Reykjavík hefurfellttillögu frá Sigrúnu Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að stofna sérstakan sjóð fyrir foreldra sem kjósa að vera heima hjá bömum sínum fýrstu æviár þeirra. Gert var ráð fýrir að sjóðurínn yrði undir stjóm stjómamefndar Dagvistar bama og að hún ákvæði reglur um úthlutun. Sigrún flutti tillögu sama efnis við qárhagsáastlun borgannnar fyrir anð 1987. Tillögunni var þá vísað til stjómar Dagvistunar bama, sem hafn- aði henni. í kosningabaráttunni fyrir borgar- stjómarkosningamar síðastliðið vor kom borgarstjóri ffam með svipaða hugmynd og kynnti hana sem bylting- arkennda tillögu. Fyrirffam hefði þvi mátt búast við að Sjálfstæðismenn ættu auðvelt með að samþykkja til- lögu Sigrúnar, en annað kom á dag- inn. Eftir miklar umræður var tillagan felld. Flutningsmaður var sá eini sem greiddi henni atkvæði, en Elin G. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalist- ans, sat hjá. í málflutningi sínum í borgarstjóm lagði Sigrún áherslu á að með tillög- unni væri stefht að því að gera for- eldrum kleift að vera sem mest heima hjá bömum sínum fýrstu tvö æviár þeirra, en rannsóknir sýna að þau ár ráða miklu um þroska bamsins. Al- gengt er að böm á þessum aldri skipti oft um dagmömmur og njóti í sumum tilfellum ekki sem skyldi nauðsyn- legrar návistar foreldra. Sigrún sagði að með tillögunni vildi hún tryggja að lagt yrði fjármagn til þessa máls. Um nánari útfærslur mætti ræða síðar. Fulltrúar allra flokka tóku undir það sjónarmið að búa þyrfti svo um hnút- ana að foreldrar gætu verið heima hjá bömum sínum tvö fyrstu æviár þeirra. Alþýðubandalag og Nýr vettvangur lýstu sig andvíg þeirri leið sem lögð er til í tillögunni. Sjálfstæðismenn vildu að hugmyndinni yrði valinn annar farvegur. Á borgarstj ómarfundinum var felld tillaga ffá Nýjum vettvangi um að borgarstjóm hafi ffumkvæði að því að halda sögu- og menningarhátíðir borgarhverfa í Reykjavik. Meirihlut- inn taldi að það væri hlutverk íbúa- samtakanna að standa fyrir hátiðun- rnn. Tillögu Kvennalistans um að setja á stofn skólabúðir í nágrenni Reykjavikur var vísað til skólamála- ráðs. -EÓ Matarreikningurinn hækkaö meira á landsbyggðinni en suðvesturhominu frá því í fyrrahaust: Vort daglega brauð 14% dýrara í dreifbýlinu VerðsamanbLröur í matvöruverslunum Verð á flestum vörum hærra úti á landi Fiskur og fiakvörur -7 Kartöflur -0.2 | Tóbak Mjólkurvörur og egg Feitmeti og oliur 0 1 0.7 ■■ 2.1 Kjöt ■■I 3.3 Kaffi, te, kakó ofl ■■■■ 4.1 Sykur ■■■■■ 6.5 Snyrtivörur ■■■■■ 6.8 Mjöl, grjón ofl ■■■■■■■ 7.4 Abrar matvörur ■■■■■■■ 7.9 Hreinl. og pappirsv. ■■■■■■ 8 Drykkjarvörur ■■■■■■■ 8.8 Grœnmeti og ávextir -5 0 5 10 Prósent Verðlag hefur að meðaltali hækkað ffá hálfu og upp i hálfu öðra prósenti meira í matvöraverslunum um landið vestan-, norðan- og austanvert heldur en á suðvesturhominu síðan i október í fyrrahaust til júní í ár. Sú er a.m.k. nið- urstaða Verðlagsstofnunar eftir kann- anir á verði um 400 vörategunda i júni 8.1. og samanburð við könnun frá októ- ber i fyrra. Matvöraverð er áberandi hæst á Austfjörðum og Vestfjörðum, að meðaltali 7-8% hærra en á Reyka- vikursvæðinu. Suðumesjamenn og Akureyringar geta á hinn bóginn versl- að á svipuðu verði og höfuðstaðarbúar. Soöningin sér á parti Aðeins eina áberandi undantekningu er að finna dreifbýlinu i hag. Fisk og kartöflur getur fólk almennt borðað fyrir talsvert lægra verð en í boiginni. Nýr og ffosinn fiskur var t.d. um 14% ódýrari að meðaltali utan Reykjavik- ursvæðisins. Mjólkurvörur og egg era á svipuðu verði um allt land og feit- meti, egg og kindakjöt er ekki mjög miklu dýrara úti á landi. Allar aðrar matvörar era að jafnaði töluvert dýrari — og margar miklu dýrari — í verslunum utan Reykjavík- ursvæðisins. Þannig virðist brauð, grænmeti og ávextir og kjöt af öðram skepnum en fjallalambi verða að telj- ast til sérstakra munaðarvara þegar kemur út fyrir borgarmörkin. Af hverju er kjöt dýr* ara í dreifbýlinu? Sérstaka athygli vekur að maigar kjöttegundir (folalda-, nauta- og svína- kjöt) skuli að jafnaði vera 10-15% dýr- ara í verslunum í dreifbýlinu (þar sem kjötið er þó yfirleitt ffamleitt) heldur en í búðum á höfuðboigarsvæðinu. Fyrir sitt daglega brauð þurfa lands- byggðarmenn að boiga allt að 14% hærra verð heldur en höfuðstaðarbúar. Og svipað er upp á teningnum við kaup á ávöxtum og grænmeti, sem er aðmeðaltali 13-15% dýraraútiálandi. Þá reyndust öl, gosdrykkir og sælgæti einnig að jafiiaði 7-17% dýrara í versl- unum utan Reylgavíkursvæðisins. Að sögn Verðlagsstofnunar era mikil tengsl á milli verðlags í ákveðnum landshlutum og fjarlægðar þeirra ffá höfuðborgarsvæðinu (sé Akureyri undanskilin). Verðlag hækkaði að jafnaði um 0,8% fyrir hveija 100 kiló- metra sem fjarlægðin eykst ffá Reykjavík. Ailt að 3.400 kr. mun- ur á mánuði Þegar litið á matvöramar sérstaklega reyndist meðalverð þeirra hærra en á Reykjavikursvæðinu í öllum kjör- dæmum landsins, eins og eflirfarandi tafla sýnir: Hærra matvöruverð en í Reykjavik Vesturland 2,7% Vestfirðir 7,2% Nl. vestra 7,2% Nl. eystra 3,9% Austurlan 7,6% Suðurland 3,2% Suðumes 0,9% Meðaltal 4,5% Miðað við grandvöll ffamfærsluvísi- tölunnar er matarkostnaður í kringum 45.000 kr. á mánuði fyrir 4 manna fjöl- skyldu um þessar mundir. Sá matar- reikningur getur því verið um 3.400 kr. hærri á mánuði fýrir fjölskyldu á Aust- urlandi en i Reykjavík (þ.e. ef Aust- flarðaflölskyldan étur ekki fisk i öll mál í staðinn fýrir brauð og ávexti). Dýrt að þvo sér og skeina Og það er ekki bara dýrara fýrir landsbyggðarmenn að kaupa (annað en fisk) í matinn heldur en höfuðstað- arfólk. Verðmunurinn vex stóram þeg- ar kemur að hreinlætis- og pappírsvör- um.Þessirvöraflokkarerut.d. 16-17% dýrari í búðum á Austurlandi og 12% dýrari í búðum á Vestfjörðum heldur en i höfuðboiginni. Dagleg þrif kosta samkvæmt þessu þvi meira eftir því sem fjær er haldið ffá höfuðboiginni. Yfir landið í heild er td. handsápa og raksápa 6-16% dýrari að meðaltali i dreifbýlisverslunum heldur en á höf- uðboigarsvæðinu og þvottaduft og þvottalögur að meðaltali 8% dýrari. -HEI íþróttahús Fjölbrautaskóians í Breiðhoiti Loftræsikerfi Tilboð óskast í gerð loftræsikerfis í íþróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Um er að ræða frágang 3ja blásarasamstæðna og gerð loftræsistokka sem alls eru um 7000 kg að þyngd. Verktaki skal leggja stjórnbúnað og tengja hann. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 4. október 1990 kl. 11:00. JI\il\IKAUPASTOFI\lUI\l RIKISIIMS BORGARTUNI 7 109 REYKJAVIK útboð Vesturlandsvegur í Norðurárdal Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 5,8 km, fyllingar 60.000 rúmmetrar, skeringar 30.000 rúmmetr- ar, burðarlag 23.000 rúmmetrar og klæðing 35.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 20. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rfkis- ins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 8. október 1990. Vegamálastjórí Búvísindamenn/ fóðurfræðingar/ líffræðingar Óskum að ráða til starfa strax hjá fóður- vörudeild okkar starfsmann sem aflað hefur sér menntunar á sviði búvísinda eða skyldra greina. Starfssvið: Þróun á þeim fóðurvörum sem við framleiðum. Ráðgjöf til viðskiptamanna okkar um val og notkun á fóðurvörum sem við seljum. Starfsmaðurinn er jafnframt full- trúi deildarstjóra fóðurvörudeildar og vinnur með honum að ýmsum öðrum verkefnum, s.s. markaðsþróun, innkaupum fóðurefna, tölvuúrvinnslu o.fl. Allmikil ferðalög fylgja starfinu, aðallega innanlands, en einnig erlendis öðru hverju. Við leggjum áherslu á að ráða í umrætt starf einstakling sem er áreiðanlegur, sam- viskusamur, stundvís og reglusamur. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, Er- ling Aspelund, Kirkjusandi, svo og deildar- stjóri fóðurvörudeildar, Amór Valgeirsson, Höfðabakka 9. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Umsóknareyðublöð má fá hjá starfs- mannastjóra Sambandsins. Skila skal um- sóknum um starfið til hans eigi síðar en 1. október nk. mm ^ SAMBAND ISIENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HÖFÐABAKKA y REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.