Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. september 1990 Tíminn 7 einstakra ríkja þess. Á bak við liggur eigi síðnr sú hugmynd að Atlantshafsbandalagið fari smám saman að venja sig á það, sem nú- verandi ríkisstjóm Bandaríkjanna og Bretlands ætla því, að verða al- heimslögreglulið, sem Banda- ríkjaforseti hafi í vasanum í hvert sinn sem honum dettur í hug að efha til krossferðar gegn einhverj- um miðaldaruddanum, sem hon- um er í nöp við öðrum ffemur í það og það sinnið. Hvað Islandi við kemur sérstak- lega í þessu sambandi er það ský- laust brot á utanríkisstefhu lands- ins ffá upphafi vega og gegnum allan aðildartímann að Atlants- hafsbandalaginu, að Islendingar fari að leggja ffam fé til hemaðar með þeim hætti sem ýjað er að í viðtali utanríkisráðherra við Tím- ann. íslendingar hafa ekki her og engu að miðla í þeim efhum. ís- lendingum kemur hemaðurinn á Persaflóa ekkert við nema ef vera skyldi að styðja að formi til við- skiptabann Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna en án allra skuld- bindinga um virka þátttöku í hafhbannsaðgerðum og öðrum hemaðarráðstöfúnum. Engum dettur í hug að bera í bætifláka fyrir Iraka i hemaðar- brölti þeirra né að nokkrum manni komi til hugar að veija stjómarhætti og útþenslustefnu Saddams Husseins Iraksforseta. E.t.v. er það rétt, að hann eigi tæp- ast sinn líka í hinni fjölmennu stétt einræðisherra í Miðaustur- löndum og annars staðar í heimin- um. Engin ástæða er til annars en að sýna honum í tvo heimana, láta hann ekki komast upp með hvað sem er. Þrátt fyrir það em engin efhi til þess að snúa skynsamlegri vöm Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn ffekari útþenslu Persaflóastríðsins í móðursýkis- lega krossferð af hálfu Atlants- hafsbandalagsins og Bandaríkj- anna sem borin sé uppi af mælsku og tilfinningasemi að hætti kross- fararpáfa miðalda. Það em ekki nema nokkrir mánuðir síðan Saddam Hussein var fastur við- skiptavinur NATO-þjóða, sem þær ýmsar sáu fyrir vopnum, her- búnaði og peningalánum. Banda- ríkjamenn vom engan veginn und- anþegnir hagkvæmnissamskiptum við Iraka. Þeir eiga sinn hlut í því að Irak er það herveldi sem raun ber vitni, enda áttu þeir árum sam- an sameiginlegan óvin með Irök- um þar sem var klerkaveldið í Ir- an, hinum megin við Persaflóa, að ógleymdum ýmsum öðrum and- stæðingum í óleysanlegum valda- og ófriðarflækjum Miðaustur- landa. Þegar þannig er í pottinn búið veit enginn hvenær botninn dettur úr hugsjónabaráttunni. Hver veit nema eins fari fyrir krossferðaráhuganum gegn Sadd- am Hussein og herförinni gegn kókaínfúrstum Kólumbíu sem mest var rómuð fyrir ári, að hann fjari hljóðlega út og Persaflóa- skærumar 1990 verði ekki greind- ar ffá öðrum atburðum í uppi- haldslausum illindum og hervirkj- um í Miðausturlöndum áratug eft- ir áratug. Islendingar ættu a.m.k. að halda sér utan við þessar deilur. Kókaínstríðið sem týndist iskt vandamál“ og sennilegast að það sé fúndið upp í Bandaríkjun- um. Að almennum hætti greinarhöf- unda í Newsweek er klykkt út með þeirri kvikindislegu athuga- semd sem gengur milli manna í Kólumbíu að þar sem Bandaríkja- stjóm hafi öðrum styijöldum að sinna færi best á því að koma á „varanlegu vopnahléi“ í fíkni- efhastríðinu í Kólumbíu, „lýsa yf- ir sigri“ og njóta þess að segja far vel Frans þegar bandarísku kross- faramir sigla til sins heima. Ný krossferð Hér hefúr nokkm rúmi verið var- ið til að segja ffá ársgömlum fagnaðarboðskap Georgs Bush Bandaríkjaforseta, sem heims- pressan útbásúnaði sem garpslegt herútboð og krossferð gegn fíkni- efhavoðanum í heiminum. Það hefur auk þess verið rakið í stuttu máli hvað úr þessum krossferðar- fyrirgangi hefúr orðið á einu ári, sem sagt: Ekki neitt. En því er þetta rifjað upp að Bandaríkjastjóm með sjálfan for- setann í broddi fylkingar er nú tekin til við að boða nýja kross- ferð og satt að segja sýnu skæðari en þá fyrri, að því leyti að nú er ekki verið að beina orðum til Bandaríkjaþjóðarinnar einnar saman, heldur allra rétttrúaðra þjóða, hvar sem þær finnast, jafnt vopnlausra þjóða sem vopnaðra og ekki spurt að efnahag eða hallarekstri á ríkissjóði eða hvar þær em staddar í ölduróti f]ár- mála- og efhahagslífs yfirleitt. Tilefhi nýjasta ákallsins er ástandið við Persaflóa, síðan írak- ar hertóku og innlimuðu olíuríkið Kúvæt, sem ekki hefúr verið um annað meira talað síðustu vikur. Nú er það svo að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greip mynd- arlega til sinna ráða vegna Kú- vætstriðsins. Aðferðin var sú að þjóðir heims skyldu sameinast um viðskiptabann á Irak, sem nú hef- ur staðið sex vikur, auk þess sem Bandaríkjamenn urðu við beiðni um að senda mikinn her til Saudi- Arabíu til að tryggja vamir þess lands gegn ætlaðri innrás íraka. Þá hafa margar þjóðir sent herskip á þessar slóðir til þess að ffam- fylgja viðskiptabanninu með hafhbanni. Allt hefúr þetta orðið til þess að stríðsátök hafa ekki breiðst út, þótt hitt sé líka satt, að stríðsástandi hefúr ekki verið bægt ffá, sist af öllu að írakar hafí horfið á braut ffá Kúvæt. Þrátt fyrir það er Irak umsetið, það ríkir umsátursástand gagnvart landinu. Því einu munar að þama sé opið strið, að ekki hefúr verið skipst á skotum. Í þess stað er nán- ast reynt að svelta íraka til upp- gjafar eins og þegar Akkear sátu um Tróju forðum. En þetta umsát- ur um Irak í gervi viðskiptabanns og hafhbanns þykir mörgum sein- virk hemaðaraðgerð, ekki síst ýmsum Bandaríkjamönnum, þótt það sé síður en svo einhlít skoðun í því landi. Það em einmitt margir þar sem hvetja til varúðar á stig- mögnun stríðsaðgerða, auk þess sem þess gætir nú meira en áður að bandarískir stjómmálamenn, fféttaskýrendur og greinahöfúndar um alþjóðamál leggi áherslu á, að Persaflóastríðið megi ekki verða eitthvert sérverkefni Bandaríkj- anna eins og iðulega hefúr átt sér stað, þegar óffiður hefur brotist út hér og þar á heimsbyggðinni. Nú tala menn um að gera eigi „allan heiminn“ ábyrgan, ekkert ríki megi skera sig úr leik þegar til þess kemur að sýna írökum í tvo heimana. Það er eins og andi Ur- bans páfa annars svífi yfir vötnun- um. Jafhvel Japanar em nú hvattir til að fara herför um Kyrrahaf, þótt almenn trú sé að þeir hafi verið af- vopnaðir um eilífð. Niðurj öfnunamefnd NATO Þessi skoðun og krafa um al- heimssamstöðu i Persaflóastríð- inu er greinilega farin að setja mark sitt á stefhu Bandaríkja- stjómar. Ekkert sannar það betur en nýafstaðinn fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins. Þar rak James Baker utanrík- isráðherra magnaðan áróður fyrir því að ríki Atlantshafsbandalags- ins legðu sitt ffam til hemaðar gegn Irak, og er ekki annað að sjá en að þessi utanríkisráðherrafúnd- ur hafi umbreyst í einhvers konar niðuijöfhunamefhd sem óðara var tekin til við að leggja á aðild- arþjóðir álögur til hemaðarþarfa eftir efhum og ástæðum eins og þegar útsvör vom lögð á íslenska bændur fyrrum til hreppsþarfa. Utanríkisráðherra Islands sat þennan sögulega hreppsnefhdar- fúnd NATO-ríkjanna og greinir ffá því i viðtali við Tímann (þriðjudag 11. þ.m.), að farið sé að tala um að það kosti einn millj- arð bandaríkjadala á dag að halda uppi viðskiptabanninu á Irak. Bandaríkjamenn fara sem sé ffam á það, að hvert bandalagsríki NATO taki á sig hluta þessa kostnaðar í einu eða öðm formi. Jón Baldvin Hannibalsson áætlar að sanngjam hlutur íslands í þessu stríði í nafhi réttlætisins sé 120-140 milljónir króna, sem ætl- ast er til að sé greitt úr ríkissjóði sem beint ffamlag. Ekki er ljóst hvort hér á að vera um eina greiðslu að ræða eða upphaf að raðgreiðslum eftir því sem teygist úr krossferðinni gegn Saddam Hussein & Co. Uppihaldslaus óiriður Þær hugmyndir sem hér em uppi um að Atlantshafsbandalagið fari að taka að sér hemað á þessu um- rædda heimssvæði væri kúvend- ing á stefnu og hlutverki banda- lagsins. Nú er að vísu reynt að láta eins og hér sé ekki beinlínis verið að hvetja til formlegrar að- ildar bandalagsins sem sliks, heldur er hvatningunni beint til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.