Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. september’1990 1 'Tíminrv 17 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, ræðir um þjóðarsáttina og framhald hennar: Astæöa til að óttast verk alþingismanna Þjóðarsáttin hefur óumdeilanlega borið árangur. Verðbólga er orð- in óveruleg og „himnaför" lánskjaravísitölunnar fram úr kaupmætt- inum hefur verið hindruð að mestu leyti. Um næstu mánaðamót hækkar verðtryggð skuld eða inneign að upphæð ein milljón kr. um aðeins 680 krónur milli mánaða. Milli sömu mánaða í fýrra hækkaði jafn há upphæð um 21.700 kr. þannig að um minna munar fýrir skulduga íbúðakaupendur. Guðmundur J. Guðmundsson er einn höf- unda þjóðarsáttar, þeirrar nýju leiðar sem far- in var við gerð síðustu kjarasamninga. Hann hefur ötullega staðið vörð um markmið þeirra og við ræðum við hann um árangur undanfarinna mánaða og um framtíðina. Neftóbaksdós í verðlaun sumar kom til mín maður á skrifstofu Dagsbrúnar með neftóbaksdós sem hann gaf mér með viðhöfn. Hann kvaðst gera þetta vegna merkilegrar lífsreynslu sem hann hefði orðið fyrir. Þegar ég spurði um tilefnið, kvaðst hann hafa verið á móti mér við gerð samninganna og að hann hefði greitt atkvæði gegn þeim. Mér fánnst nú svo sem ekki ástasða til að heimta neinar skaðabætur, þótt svo hefði verið. Þá kvaðst maður þessi hafa greitt af lífeyrissjóðsláni um árabil. í hvert sinn sem hann greiddi af láninu hefðu eftir- stöðvar þess stórhækkað og skuldin orðin fjallhá. Nú í haust hefði undrið hins vegar gerst: Skuldin hefði í fyrsta sinn lækkað við það að hann greiddi af láninu. Þetta segir sína sögu. Það hefúr tekist að hemja lánskjaravísitöluna sem farið hefúr gráðugri ránshendi um launakjör verka- manna. Ekkert annað hefúr rýrt kjör þeirra jafn mikið og hún. Við höfúm verið að gera samninga ár eftir ár og lagfæringar fengist. En það hefúr aldrei bmgðist að árið eftir var kaupmátturinn orðinn minni en við upphaf samninga árið áður. Og ekki aðeins það að launahækkanimar væm horfnar, heldur gott betur. Tilraunsemtókst- mestu að Þessi tilraun—þjóðarsáttin—var því ákaf- lega freistandi, enda spumingin sú hvort hægt væri að stöðva verðbólguna. Það höfðu satt að segja ekki margir trú á því og ég lái mönnum það ekki. Það var svo sem búið að halda hundrað þúsund ræður um bölvun verðbólgunnar. Þó fékk hún að vaða áftam. Verðbólgan hefúr haft margt illt í för með sér. Hún hefúr haft þau áhrif á þá sem hafa verið að koma sér þaki yfír höfúðið að skuld- ir hafa vaxið og orðið að drápsklyfjum — byrðar sem fólk heföi að öllu eðlilegu átt að geta staðið undir. Um þverbak keyrði 1983 og 1984 þegar launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan fékk að æða áfram. Þetta varð mörgum þungt í skauti og dýrkeypt og skapaði mikla óhamingju margra. Það leið varla sú vika að ekki kæmu nokkrir menn til mín með íbúðimar í lúkun- um, en ekki bara vegna vísitölunnar heldur einnig því að við lánin bættust vextir, dráttar- vextir, kostnaður, innheimtu- og lögtaks- kostnaður, svo nokkuð sé nefnt. Við ótal mörgum blasti íbúðarmissir og þeim fór stöð- ugt fjölgandi sem svona var komið fyrir. Heföi ekki tekist að stöðva lánskjaravísitöl- una, þá heföi farið illa fyrir margfalt fleira fólki, sem misst heföi sínar íbúðir nú í ár, heldur en þó er raunin. Þeir em samt allt of margir. En ekki nóg með það, því það stefndi í vaxandi verðbólgu og áframhaldandi hrun fyrirtækja. Verðbólgan svipti fólk daglegri lífshamingju, olli mannlegum harmleikjum, skelfingu, hjónaskilnuðum og jafiivel sjálfs- morðum. Bankamir hafa ekki staðið sig Þetta var sú sýn sem við blasti. Tilgangur okkar með þessum samningi var í fyrsta lagi að draga úr verðbólgu og helst að stöðva hana og halda genginu sem stöðugustu. Ég tel að verðbólguna takist ekki að stöðva að fúllu nema að lánskjaravísitalan verði tekin úr sambandi. I öðm lagi varð að stöðva kaup- máttarhrapið og tryggja kaupmáttinn. Það tel ég að hafi tekist. í þriðja lagi varð að koma á stöðugleika í atvinnulífinu og treysta vinnu. Þessum markmiðum þurfti að ná til að geta síðan sótt fram til þess að bæta kjör hinna tekjulægstu og auka kaupmáttinn. Setja varð rauð strik í samningana, búvömverð varð að vera óbreytt, verðlagi varð að halda sem stöðugustu og koma varð böndum á hækkan- ir á þjónustu af flestu tagi. Þá urðu vextir að lækka, en í því efni hafa bankamir staðið sig illa. Brýnasta verkefnið nú er að kýla bank- ana niður með vextina. Þeir geta ekki leyft sér að dansa hér, talandi um verðbólgu sí og æ, en láta sig á sama tima hafa það að hækka vexti og beinlínis kynda undir verðbólgu. Þótt vextir komi ekki beint inn í vísitöluna, þá gera þeir það óbeint, því þeir hækka allt verðlag og em það stór útgjaldaliður maigra fyrirtækja að þeir skipta sköpum fyrir af- komu þeirra. Ég sé enga ástæðu til annars en að bankamir komi nú og lækki vexti þegar ríkið hefúr lækkað vexti af ríkisvíxlum. Ef þeir gera það nú, helst áður en olían hækkar, þá kemur vaxtalækkun heppilega á móti fyr- irsjáanlegri olíuverðhækkun. Vextimir og rauð strík Markmiðin hafa þó náðst að mestu og þann 1. júní var verðlag innan rauðu strikanna, þrátt fyrir að flestir hagfræðingar heföu lýst því yfir að þau næðust aldrei og samningur- inn væri innantómt rövl. Að vísu hefúr verð- lag nú farið 0,27% fram yfir rauð strik, en það heföi ekki gerst ef bankamir heföu stað- ið sig. Þeirra þáttur í þessu er ljótur. Þeir skuldbundu sig til að lækka nafnvexti, en hvar em nafnvextir helst teknir? Jú, af víxla- lánum og slíku. Þeir lækkuðu að vísu nafn- vexti nokkuð, en raunvexti neituðu þeir að skuldbinda sig til að lækka i áföngum. Jafn- vel þótt að slíkt yrði bundið á einhvem hátt við rauðu strikin, þá neituðu þeir samt. Lífeyrissjóðimir lækkuðu strax sína vexti niður í 7%. Hins vegar neituðu bankamir að afgreiða lífeyrissjóðslán með 7% vöxtum. ís- landsbanki neitar að afgreiða lán úr lífeyris- sjóði Dagsbrúnar og Framsóknar með þess- um vöxtum, en vextir bankans em nú 8,75%. Ég fúllyrði að markmið þjóðarsáttarinnar heföu náðst að fúllu ef bankamir heföu ekki hækkað meðaltalsvexti skuldabréfa úr 7,9% í 8,2%, sem er raunar hjá fjölmörgum 8,75%. Þá heföu þeir mátt láta vera að hækka sífellt þjónustugjöld sín. Aðrir hafa staðið við sitt, svo sem bændur, því búvömverð hefúr staðið algerlega óbreytt. Virict verðlagseftiriít Verkalýðsfélög víða um land tóku upp eigið verðlagseftirlit. Við rákum okkur fljótt á að verðskyn almennings var afar lítið. Ýmis verkalýðsfélög hafa því haft gott eftirlit með verðlagi og skráð verðlag og verðbreytingar samviskusamlega. Jafnframt hefúr Verðlags- stofnun aukið aðhald sitt með verðlagi að ftumkvæði launþegahreyfingarinnar og VSÍ/VMS hefúr tekið fúllan þátt í þessu starfi. Mér er sagt það nú að verðlagseftirlit hafí aldrei áður verið skilvirkara. Þá segir fólk sem vinnur við verslun, að aldrei fyrr hafi verið jafii titt að fólk gerði athugasemdir við verð vöm og að vörum sé jafnvel skilað aftur vegna þess að verð hennar hafi hækkað. Samhliða þessu hefúr samkeppni, einkum i matvömverslun, harðnað að undanfömu og er mjög hörð hér í Reykjavík. Þá höfúm við tekið heildverslunina nokkuð fyrir, því að þar hefúr tilhneiging til hækkana verið meiri en hjá smásöluversluninni. Heildsalar hafa af- sakað sig með þvi að þeir hafi farið illa út úr gjaldþrotum smásala og þetta er rétt í sumum tilfellum, enda hófúst gjaldþrot þessi ekki 1. febrúar. í sambandi við verðlagsmálin er ég sann- fasrður um að ef almenningur gerði jafnan at- hugasemdir við verðhækkanir og léti ótvírætt í ljós að hann fylgdist vel með í þessum efn- um, væri hægt að lækka vöruverðið. Að vísu ráðum við ekki við erlendar verð- eða geng- ishækkanir, en fjölmargir sem við verslun starfa hafa sýnt hvað í þeim býr og staðið sig mjög vel og breytt innkaupum sínum til að halda verði sem lægstu. En aðrir hafa líka verið ansi erfiðir og verið að lauma inn hækkunum hér og þar. Þetta era einkum þjónustufyriitæki og ríki og bæjarfélög era þar ekki undanskilin. Niðurstaðan er sú að þjóðarsáttin hefúr tek- ist í meginatriðum. Fóík er að vísu með réttu afar óánægt með lélegan kaupmátt. Stað- reyndin er sú að lægri laun era of lág og gall- inn við þjóðarsáttina heftir alltaf verið sá að ekki mátti hækka þau. í því efni er þó við fleira að eiga en atvinnurekendur og ríkis- vald. Allir þeir sem era hærra launaðir aftaka það með öllu að lægri laun hækki meira en þau hærri. Það heföi verið með öllu vonlaust að ná samstöðu um sáttina ef ákveðin hærri prósentuhækkun heföi verið sett á lægri laun. Reglan hefúr verið sú i samningum að al- mennu verkalýðsfélögin — láglaunafólkið — hefúr samið fyrst. Síðan hafa þau hærra launuðu komið og byijað þar sem hin lægri enduðu, og heimtað meira fyrir sig. Engu að síður umtumast allir þegar maður spyr hvort ekki sé rétt að hleypa þá bara verðbólgunni af stað aftur. Það segja allir að gangi ekki. Meira að segja háskólamenn sem auðvitað njóta þess að vöraverð hefúr verið stöðugt og að lánskjaravísitalan hefúr ekki rokið áfram. Engu að síður heimta háskólamennimir, sem á sínum tíma neituðu að taka þátt í sáttinni, meira fyrir sig en aðrir hafa fengið. Framundan er olíuverðshækkun sem mun skapa geysilega erfiðleika öðra ffemur. Is- lenska ríkisstjómin ræður ekki við að afstýra henni né að komast undan afleiðingum henn- ar frernur en ríkisstjómir annarra ríkja. En frá upphafi gerðu menn sér ljóst að ýmis atriði yrði ekki við ráðið og hvorki Saddam Hus- sein né aðrir erlendir áhrifamenn era aðilar að þjóðarsáttinni. Það er ljóst að olíuhækkun mun koma ákaf- lega illa við þá fáu sem enn kynda hús sín með olíu. Gagnvart þeim hlýtur að þurfa að gera einhveijar ráðstafanir. A móti kemur að verð útflutningsafúrða hefúr hækkað vera- lega. Þegar rýnt er í framtíðina, þá er vitan- lega ekkert gefið að þjóðarsáttin haldi. Ef al- menningur í landinu stendur ekki vörð um verðlagið og fylkir sér um markmið sáttar- innar þar til að henni lýkur, þá er hún í hættu sérhvem einasta dag.“ Vill þjóðin stöðugleika? „Vegna þess hve kaupmáttur er lágur þá er hugsanlegt að farið yrði út í einhveijar að- gerðir sem kipptu fótunum undan því sem gert hefúr verið. En ég held að allt atvinnu- og viðskiptalíf sé mun heilbrigðara nú en það hefúr verið. Þá tel ég að menn hafi aldrei gert sér grein fyrir þeirri ógn sem við stóðum frammi fyrir. Við stóðum ffammi fyrir vax- andi verðbólgu, vaxandi gjaldþrotum og vax- andi stöðvun atvinnufyrirtækja, — fátækt. Ef tekst að halda þjóðarsáttina þá kemur að því að gera þarf nýja samninga og ég hef verið spurður að því hvort gera eigi nýja samninga með það að markmiði að halda öllu kaupi niðri. Þvi svara ég neitandi en segi jafhframt að ég mun ekki taka þátt í neinum þeim samningum að hausti, sem þýða það að laun t.d. Dagsbrúnarmanna hækkuðu um segjum 8-10% og í framhaldi af því fái allir i þjóðfé- laginu sömu prósentuhækkun, sama hvaða laun þeir heföu fyrir og síðan hækkaði verð vöra og þjónustu um 8-10% Slíkt þýddi einfaldlega að hinn almenni verkamaður stæði effir með ekki neitt í hönd- unum og þar með snauðastur allra, enda á lægstu laununum. Kúnstin í nýjum samning- um, sem sjálfsagt verður byrjað að undirbúa upp úr áramótunum, er að finna út hvemig hægt verði að hækka lægstu launin án þess að lánskjaravísitalan taki á rás, án þess að slík hækkun gangi yfir allt verðlag og yfir allt kaup í landinu. Ef slíkt gerðist, fengjum við sama villimannaþjóðfélagið og áður var og ég fæ enga neftóbaksdós í verðlaun fyrir slíka samninga, enda vasri það ekld verðskuldað. Óttast alþingismenn Ég verð að segja það alveg eins og er að ég er hræddastur við einn hóp manna. Frá og með 10. október verð ég með lífið í lúkunum um afdrif þjóðarsáttarinnar. Þá kemur Al- þingi saman og þingmenn fara að keppa um hvert eigi að veita fé, enda kosningar að vori. Fara þeir ekki í æðisgengið kapphlaup um hylli kjósenda og þarf þá ekki að hækka skatta? Staðreyndin er sú að skatta er ekki hægt að hækka meir, a.m.k. ekki á lægri- og meðaltekjur. Þetta verða menn að gera sér ljóst. Þegar Al- þingi verður sett og presturinn í Dómkirkj- unni biður fyrir Alþingi og fósturjörð, for- seta og ríkisstjóm, þá vona ég að hann muni effir að biðja líka fyrir launamönnum og þeirri ógn sem þeim nú stafar af alþingis- mönnum.“ Stefán Ásgrímsson 11! • •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.