Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn ÚTLÖND Miðvikudagur 26. september 1990 Noregur: Stjórnarandstaðan jafn- sek forsætisráðherranum Sósíalistaflokkur Noregs, sem mjög hefur lajt að Jan Syse forsæt- Isráðherra að segja af sér fyrir að bijóta lög um hlutafélög, viður- kenndi í gzer að hafa gerst sekur um sömu yflrsjón. Flokkurinn á 17 af 165 mönnum á þingi og talsmenn hans viðurkenndu að fyrirtæki í þeirra eigu hefði sent uppgjör of seint til yfirvalda. Frá öðru fyrirtæki þeirra hefði uppgjörið verið sent á réttum tíma en horfið, líklega týnst í pósti. „Þessu hefur nú verið kippt í lið- inn,“ sagði Bente Sandvig, formaður flokksins, „ég tel rangt að ætla að hér hafi verið um lögbrot að ræða.“ Fyrr í þessum mánuði skoraði sósí- alistaflokkurinn á Syse að segja af sér eftir að hann hafði viðurkennt að hafa látið undir höfuð leggjast að af- henda réttum yfirvöldum uppgjör vegna tveggja byggingarfyrirtækja í hans eigu. Flokkurinn hefur haft uppi mikla gagnrýni á Syse vegna þessa og haldið því fram að forsætis- ráðherra landsins ætti að vera öðrum landsmönnum fyrirmynd. Afsökun Syse, að hann hafi verið of önnum kafinn, telur flokkurinn minna en einskis virði. Skattayfirvöld eru nú að kanna per- sónulegar fjárreiður Syse eftir að þeim hafa borist tvær skýrslur sem segja að óreiða kunni að vera á þeim. Syse, sem segist munu borga alla skatta sem á hann kunna að vera lagðir, hefur ákveðið að sitja áfram. Samsteypustjórn hans er þegar undir miklu álagi af málum sem varða allt frá landbúnaðarstefnu til aðildar að Evrópubandalagi nu. Sandvig sagðist vonast til að deilur um fjárreiður sósíalistaflokksins verði ekki til þess að draga úr mætti krafna um að Syse segi af sér. „Við teljum að Syse hafi glatað trausti sem forsætisráðherra," sagði hún. Hún sagði að Syse bæri persónulega ábyrgð á fyrirtækjum sínum þar sem hann væri stjórnarformaður þeirra, en fyrirtækin reka hvort um sig fjöl- býlishús í Osló. En forystumenn sósí- alistaflokksins bera ekki ábyrgð á fyr- irtækjum í eigu flokksins, að sögn formannsins. Samkvæmt norskum lögum eiga fyrirtæki að senda árlegt uppgjör til fýrirtækjaskrár, sem ekki er í beinum tengslum við skattyfirvöld, en sér um að birta uppgjör fyrirtækjanna. Sá sem brýtur þessi lög getur sam- kvæmt bókstafnum átt yfir höfði sér fjársektir eða allt að árs fangelsi. Enginn hefur þó verið sóttur til saka vegna þessa. Áætlað er að a.m.k. 10.000 af 80.000 fýrirtækjum í Nor- egi muni brjóta umrædd lög í ár. Nýtt nafn á Sovétríkin Eftir að samningagerð um breyt- ingar á samskiptum Moskvustjórnar og lýðveidanna lýkur, er talið líklegt að skipt verði um nafn á Sovétríkj- unum. í undirbúningsviðræðum Æðsta ráðsins bar þrjú nöfn á góma sem talin eru koma til greina. Gorbatsjov studdi eina tillöguna, sem borin var fram, en þar var stungið upp á nafninu „Samband fullvalda sósíalískra lýðvelda". Þetta nafn tengir ríkið áfram við sósíalis- mann en leggur jafnframt áherslu á aukið sjálfstæði lýðveldanna. Önnur uppástunga hljóðaði upp á nafnið „Samband fullvalda sovéskra lýðvelda", en sú þriðja, sem kom frá róttækum umbótasinnum, var „Samband evró-asískra lýðvelda" en sá sem fýrstur stakk upp á því nafni var andófsmaðurinn Andrei Sak- harov heitinn. Sovétríkin hafa borið núverandi nafn sitt frá því í desember 1924. Uppástungan um nafnaskiptin kom upp á fundi Æðsta ráðsins þegar ver- ið var að ræða hugsanlegar endur- bætur á samskiptum lýðveldanna. Fulltrúar 12 af 15 lýðveldum hafa verið viðriðnir umræðurnar. Eystra- saltsríkin þrjú, sem lagt hafa mikla áherslu aðskilnað frá Sovétríkjun- um, hafa ekki tekið þátt. Gorbatsjov styður þá tillögu aö Sovét- rikin veröi i framtíðinni kölluö „Sam- band fúllvalda sósfalískra lýövelda". Persaflói: írakar hafa komið sér upp efnavopnabyrgjum Fréttayfirlit SAMEINUÐU ÞJOÐIRN- AR - Shevardnadse, utanríkis- ráðherra Sovétrikjanna, sagð- ist í ræðu mundu styðja loft- feröabann á (rak. Hann varaði (raka einnig við því að SÞ gætu sameinað krafta sína gegn þeim ef þeir hyrfu ekki frá Kú- væt. NIKOSÍA - Sýrlendingar og (ranir tilkynntu sameinaða and- stöðu gegn (rökum eftir að Ör- yggisráð SÞ fór að undirbúa að bæta loftferðabanni við refsiað- gerðir sínar gegn Irökum. SAÚDÍ-ARABÍA - Banda- rískir sjóliðar, sem staðsettir eru við mikilvæga höfn við Persaflóa, höfðu uppi miklar varúðarráðstafanir vegna sprengjuhótana fyrr í þessum mánuði en hættan leið tíðinda- laust hjá. NIKOSÍA - Sú ákvörðun íraka að skipta út kúvæskum dínör- um fyrir eigin gjaldmiðil í hlut- föllunum einn gegn einum mun kosta Kúvæta milljarða dala. KAÍRÓ - Egyptar hafa tilkynnt að þeir séu að senda fleiri her- menn og skriðdreka til liðs við sameinaða heri við Persaflóa. ARGENTÍNA - Tvö argent- ínsk herskip með 300 mönnum eru nú á leið til Persaflóa til liðs við þá heri sem þar eru fyrir. Ákvörðun yfirvalda um að senda skipin hefur vakið mikla óánægju landsmanna. MOSKVA - Tass fréttastofan hefur sakað róttæklinga þá er náð hafa völdum af kommún- istaflokknum í mörgum lýðveld- um landsins um að hafa skipu- lagt fæðuskort til að greiða and- stöðu við Gorbatsjov leið. VATÍKANIÐ - Jóhannes Páll páfi hefur tilkynnt að bragarbót þurfi að gera I háskólum sem kirkjan rekur. Hann segir að kennarar og vísindamenn þar verði að virða kenningar og sið- fræði kaþólsku kirkjunnar. WASHINGTON - ( árlegri skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að heryfir- völd í Sovétríkjunum séu and- stæð umbótastefnu Gorbat- sjovs og því sé ekki tímabært fyrir BNA að draga úr vígbúnaði sínum. AUSTUR-BERLÍN - Eftir ólæti unglinga á götum Austur- Beriínar í fyrrinótt kvaðst innan- ríkisráðherra A-Þýskalands ótt- ast að sameiningardagur ríkj- anna tveggja muni ekki verða átakalaus. írakar hafa byggt byrgi til varn- ar eiturefnum ef til þess kæmi að efnavopnum yrði beitt í Persaflóadeilunni, að sögn New York Times sem kvaðst hafa það eftir heimildum innan leyni- þjónustu Bandaríkja-manna. Hann sagöi að írakar ættu að minnsta kosti sex slík byrgi og væru þau rétt við landamærin milli Kú- væt og íraks. Ætlunin er að nota þessi byrgi ef vindáttin breyttist og eiturefni íraka snerust gegn þeim sjálfum. Talsmaður leyniþjónustunnar vildi engar athugasemdir gera við þessa frétt. Blaðið hafði það eftir ónefndum stjórnarstarfsmönnum að efnavopn væru drjúgur hluti af herútbúnaði íraka. Þeir hefðu notað efnavopn í stríðinu gegn írönum og væru vísir til að endurtaka sama leikinn nú. írakar hafa alla burði til að senda frá sér slík vopn, með sprengjum, úðurum á flugvélum, fallbyssum og skammdrægum eldflaugum sem skotið er frá þyrlum. Jafnvel er talið að þeir hafi útbúnað sem geti skotið eiturefnum allt að 500 kílómetra. Reuter skýröi frá því í gær að Jón lausn á þessu vandamáli önnur en sem slík, hertaka og innlimun Baldvin Hannibalsson hefði í að viðurkenna fullt sjálfstæði hefðu engu breytt þar um. ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ Eystrasaltsríkjanna,“ hafði frétta- Jón Baldvin beindi síðan máii iýst yfir stuðningi Islands við stofan eftir „Hannibalsson“. sínu til Sovétmanna og hvatti þá Eystrasaltsríkin. Hann kvaðst vonast til þess að tii að hætta við áætlanir sínar um Jón Baldvin hvatti þjóðir heims viðræöur Eystrasaltsríkjanna og að færa kjamorkutilraunir til eyj- til að leiða ekki hjá sér þau eftir- Sovétstjómarinnar leiddu til far- arinnar Novaja Zemlja. Hann kvað stríðsöfl sem enn stæðu í vegi fyr- sællar lausnar málsins. Eystra- öli noröiæg rfld hafa áhyggjur af ir framforum. saitsríkin hefðu verið sjálfstæð þeim áhrifum sem geislavirkni „Þegar tii lengdar lætur er engin rfld og heimurinn hefði Htið á þau þaðan kynni að hafa á umhverfið. Bangkok: Mikið mannfall er bensínflutningabfll sprakk Að minnsta kosti 44 létu lífíð þegar olíuflutningabfll sprakk í loft upp á einum helstu gatna- mótum í Bangkok, höfuðborg Tælands, á mánudagskvöldið. Flest fómarlömbin voru f bif- reiðum sem sátu fastar í um- ferðinni er gatnamótin breyttust á svipstundu í logandi vítl. Yfir 100 manns voru fluttir á sjúkra- hús, margir mjög illa brenndir. Slökkviliðsmenn voru enn að störf- um tólf klukkustundum eftir spreng- inguna við að reyna að kæla bruna- rústir húsa til að unnt væri að leita að fleiri líkum. Búist var við að mörg lík væri að finna í gistiheimili fýrir einhleypar konur. Báðir bensíntankar bifreiðar- innar lentu fýrir framan það hús og spúðu úr sér logunum eins og eld- varpa. Ástandið var hryllilegt þessa nótt. Björgunarmenn hlupu að sjúkrabif- reiðum með logandi fólk í fanginu. Nakið fólk hljóp æpandi eftir göt- unni, en fötin höfðu brunnið utan af því. Slökkviliðsmenn horfðu ráðalausir á hamfarimar því hitinn var svo of- salegur að þeir komust ekki að eldin- um. Líkin vom svo illa brennd og sviðin að naumast var að sjá á þeim manns- mynd. „Leyfið mér bara að deyja," hrópaði skaðbrenndur maður sem velti sér á gangstéttinni, viti sínu fjær afkvölum. Flutningabflnum hafði verið ekið á miklum hraða inn í hliðargötu, öku- maðurinn missti stjóm á honum og hann skall utan í bifreið og síðan aft- an á röð kyrrstæðra bifreiða við um- ferðarljós. Bensínið gusaðist út úr bflnum og sprakk í ljósum iogum. Hver spreng- ingin kom á fætur annarri þegar bensíngeymar nálægra bfla spmngu einnig. Ökumenn þeirra gátu enga björg sér veitt. Fjörutíu og þrír bflar urðu eldinum að bráð. Eldurinn var svo ofsafenginn að ná- lægar byggingar stóðu nær sam- stundis í ljósum logum. Flestar bygg- ingarnar em tveggja til þriggja hæða á háar með verslanir á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum. Það setti hroll að mörgum Bang- kokbúum er þeir veltu því fýrir sér að þarna hefðu þeir auðveldlega getað verið staddir á þessari örlagastundu og hversu miklum tíma þeir eyða daglega í bflum sínum, sem em fast- ir í umferðarhnútum sem eru dag- legt brauð í umferðinni í Bangkok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.