Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 26. september Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason SkrffetofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvökfefmar Áskríft og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Olíuverð Eins og ljóst varð við innrás Iraka í Kúvæt og vígbúnað- inn sem kom í kjölfar hennar hlaut olíuverð að hækka á heimsmarkaði og þar með verð á hvers kyns olíuvörum til atvinnurekstrar, húshitunar og biffeiðaaksturs. Olíuverðshækkunin í heiminum lét raunar ekkert á sér standa, því hún kom ffam þegar í upphafi stríðs og stríðsástands, þótt þess gætti ekki samstundis á íslandi vegna þess að olíubirgðir voru nýlega endumýjaðar og hafa enst þar til nú að verið er að flytja inn olíuvörur á uppsprengdu verði. En nú er komið að skuldadögum í þessu efhi hér á landi. Hjá því verður ekki komist að olíuverðshækkunin segi til sín á Islandi sem annars staðar. Olíufélögin hafa sótt um hækkun á verði allra helstu tegunda olíuvöru, þ. á m. um 40% hækkun gasolíu og verulega bensínhækk- un. Verðlagsyfirvöld standa ffammi fyrir þessum hækk- unarbeiðnum og ríkisstjómar bíður það hlutverk að fjalla um efiiahagslegar afleiðingar verðhækkananna. Efhahagsafleiðingum olíuverðshækkananna fylgja áhrif á launa- og kjaramál og það því ffemur að í land- inu ríkir samkomulag um samstiga þróun efhahags- og kjaramála sem byggð er á verðhjöðnunarstefhu, eins konar verðstöðvun, sem nær til verðlags og launa eftir umsömdum meginreglum. Ekkert efamál er að olíu- verðshækkun raskar þeim forsendum sem lágu til grundvallar þjóðarsáttinni. En þá röskim ber að með þeim hætti að aðilar samkomulagsins verða að ræða viðbrögð við henni af raunsæi og sameiginlegri ábyrgð. Hlutverk NATO í forystugreinum Tímans hefur verið vakin athygli á áróðri um stefhubreytingu sem skyndilega hefur farið að stinga upp kollinum á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins í þá átt að NATO fari að víkka út áhrifa- og starfssvæði sitt, hætti að vera vamarbandalag Atlants- hafsþjóða, en láti til sín taka hvar sem er í heiminum. Morgunblaðið kallar þetta því snyrtilega nafhi, að þá væm NATO-þjóðir að „nýta sér sameiginlegt herstjóm- arkerfi“, en í þeim orðum felst að Atlantshafsbandalag- ið sé svo traustlega byggt, vel búið og hreyfanlegt að það megi ekki láta það ónotað, ef hemaðarátaka sé þörf hér og hvar. Hvað sem um þetta álit er að segja, fer ekki milli mála að þessi hugsun er kúvending á ákvæðum Atlantshafs- sáttmálans og skýtur skökku við um ástæður þess að ís- lendingar gerðust stofhendur Atlantshafsbandalagsins og hafa fyllilega staðið við sinn hlut í því sambandi í meira en 41 ár. Tíminn bendir á að breyting á hlutverki Atlantshafsbandalagsins í þá vem sem nú er rekinn áróður fyrir af nokkmm forystumönnum þar, er óað- gengileg fyrir íslendinga og andstæð íslenskri utanríkis- steihu. Aðild íslands að NATO og vamarsamningurinn við Bandaríkin fela ekki í sér neinar skuldbindingar um að Islendingar taki þátt í hemaði eða herkostnaði. Á því er vert að vekja athygli Morgunblaðsins og þeirra „er- lendu sendimanna“ sem það blað hefur áhyggjur af að iuieykslist af skrifum Tímans. Væri reyndar ffóðlegt að heyra meira af þeirri hneykslun. Þá er fengin niðursfaða banka- efUrlltsins um endankgt vcrð Út- vegsbankans. Vitað var að bantánn haföi verið á gjafamarkaði, en nú er Ijóst að söluverö hans er ekld ir króna og munu I bvt reynast bestu viðstópti, sem átt hafa sér stað í ianjinu f langan tfma. Aftnr á móti mun rikið þurfalb reiðafram um þrjá milfj- arða króna, til að Því gjöf verður að kaila það, þegar banki í fuilri starfseml er afhentur samaog ekkert af raunwrulegu verðmætí, ftwir utan vtðstóptavild, «em alls ekki er verðlögð í þeesu tilfelli. Hins vegar er mitóð dvalið við fasteignir ög útistandandi skuldir. Hla staddlr bankar Aðförin að Útvegsbankanum bófst um það leytl sem HafsJdps- máilð var á döfinnt Nú er ljóst að ekki verður komlð fram dómum í því máli og vafasamt hvort nokk- urn tíma var þar um gjaldþrot að ræða. Bankinn var aftur á móti sagður mjög illa staddur. Það voru fleiri bankar um það ieyti, eins og Iðnaðarbankiun, Verslunarbank- inn og Alþýðubankinn. Englnn þessara banka var í rikiseign. Út- vegsbantónn var það aftur á roóti. Þehr scm höfðu staðið fyrir ótæpi legum sto&iunum nýrra banka, höföu um þetta ieyti snúið blaö- inu vlð og viidu ólmir sameina banka. Tæidfærið var notað, þegar Útvegsbankinn hafði búið við iUt umtal f nokkura tfma, tii að taka hann og leggja hann fram af sam- einingarsinnum sem eins konar púkk í sameiningu prívathank- anna. Ekkert var horft í það, að púkkið myndi geta kostaö skatt- borgarana næstum þtjá milljarða, enda þurftl að koma ævinfyrum einkabankanna á þurrt laiul. Útvaldir fái banka þýðufiokkinn frá fyrri sjónarmið- um, og gert flokkinn að spor- sem fyrr á ðidinni vareitur í hans beinum. JfciúUr ektó einu sinni að að hygla einkaframtakinu. Hann er jafnframt að höndla með al- sem að vona að þeir bankann fyrir þann spottpris, sem nú befur verið ákveðlnn. í stópt- um við rildð og skattborgarann hafa þessir herrar ektó stóra sam- visku. Þeim er sama biæði dáh'tið, bara ef lega einkaframtaks. Þeisir menn virðast jafnframt vera i eftir ríkis- bönkunum Iveimur, og heyrst hafa raddir um að réttast væri að gera að hlutaféiögum. Miðað myndin væntanlega að velja úr cinstaklinga úr fjölskyldunum fhnmtán og notínra aðra heppiiega einstaklinga sem hiuthafa. Miöað við þá reglu sem hefur skapast við söiu ísiandsbanka, er hugmyndin auðvitað að gefa hinum útvöidu hiuthöfum ríkisbankana. Banki Jóns Baldvinssonar Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur staðið að þessum að- gerðum og ber væntaniega ábyrgð á þeim gagnvart almenningi. Það er nefniiega aimenningur sem að þessu sinni borgar þjónustu ráð- herrans við prívatbankana, sem áttu verra með að lifa cinir og sér en Útvegsbantónn, Undarfeg eru þau öriög, sem hafa hratóð Al- ríkisins út í æsar. ^ er verl aö minna um á sínum tíma. Þar voru banka- stjúrar þeir Jó» Baidvinsson, for- son. Það er kannski af ástæðum, sem forystuiiði varpa ur einkabankanna. a fyrir fet- 3ja milljarða fómar- Tiiefnisiaus í verður lengi í minnum höfð. Hún sýnír afvegaleiddan Alþýðuflokk á einskonar harma- og mistaka- göngu meðai peningafursta í ís- lensku þjóðfélagi. Liðsoddar flokkslns hafa þó cktó gleymt rik- inu, en samkvæmt sölu Útvegs- bankans er rítóð f þeirra augum aðeins nothæft til að hygla einka- framtakinu, þegar það getur sjálft hvorid réðið önd né æði í banka- málum lengur. Tæpir þrír millj- arðar í skattpeningum aimenn- ings skulu vera sú fómarupphxð, sem Alþýðuflokkurinn ieggur með sér í púktóð, svo að einkaframtak- ið stóiji ioksins að það á vin og iagsbróður f þessum floktó, sem var einu sinni baráttutæki hinna fátæku í landinu. Garri VÍTT OG BREITT Hver vill bókhlöðu? Eldglæringar, drunur og fretir léku um gjörvalla Vatnsmýrina um síðkvöld fyrir skemmstu þeg- ar nokkrir bókaframleiðendur fögnuðu því að virðisaukaskattur- inn er orðinn álíka stórgallaður og söluskatturinn gamli var þegar hann var kominn að fótum fram. Kúltúrtröll skáluðu í dýrum veig- um og ærslin á jörðu niðri skö- guðu upp í gauraganginn á hlýj- um næturhimni á síðkvöldi sum- arsins. Afnám virðisaukaskatts af bók- um var tilefni þessara sérstæðu óspekta sem ekki tókst að halda innan dyra í Norræna húsinu þetta skelfilega kvöld. Kötturinn á Ásvallagötu 1 er ekki enn búinn að ná sér. Kúltúrtröll (Þjóðviljinn á heið- urinn af nafngiftinni) og bókaframleiðendur halda að með afnámi skattsins af bókum fari bókmenntir að seljast og jafnvei að framúrstefnuhöfundarnir verði lesnir. Verði þeim að trú sinni. Á sama tíma og tekjuöfiun ríkis- ins er skert er skattpeningi Þjóð- arbókhlöðunnar eytt í önnur verkefni, svo sem fokdýra eyði- leggingu á Þjóðleikhúsi og fleira. Enginn vill Þjóðarbókhlaðan er orðin þjóðar- skömm. Er saga hennar rakin í stórum dráttum í grein sem hreinskilinn og velviljaður út- lendingur skrifaði og birtist í Mogga í gær. Robert Cook er prófessor í ensku við Háskóla íslands. Honum rennur til rifja sú hörmungarsaga sem bygging bókhlöðunnar er og leggur fram tillögur um hvernig nýta á húsið á háskólalóðinni við Birkimel, en auðsýnt er að það mun aldrei hýsa bókasafn. Ástæðan er sú, skrifar prófessor- inn, að íslenska þjóðin kærir sig ekkert um Þjóðarbókhlöðu og stendur öllum á sama um hvort hún verður að veruleika eða ekki. Robert Cook hefur mikið til síns máls. Ef fólkið í landinu hefði minnsta áhuga á að sameina Landsbókasafn og Háskólabóka- safn eins og lög gera ráð fyrir og gera að einni Þjóðarbókhlöðu í byggingunni, sem er nær fullgerð að utan, væri bókasafnið þar núna og væri búið að vera árum saman. Háskólamönnum stendur ná- kvæmlega á sama um bókhlöðuna og á það jafnt við um starfsmenn Háskólans og nemendur. Hvergi örlar á áhuga á að koma upp nýti- legu bókasafni. Stjórnmálamenn láta sér lynda að sérstökum eignarskatti, sem fara á í bygginguna, sé varið til annarra þarfa. Örfáar undantekn- ignar eru á þessu áhugaleysi, eins og lagasetning um skattgjaidið sýnir og sannar. En það var áður en kúltúrtröll tóku við að halda menningunni á lofti. Heimsmet Róbert prófessor telur að Þjóðar- bókhlaðan eigi möguleika á að komast í heimsmetabók Guinnes fyrir seinagang í byggingarfram- kvæmdum. Ættu kúltúrtröll að vinda bráðan bug á að koma þeirri landkynn- ingu á framfæri. Kringlan var byggð á tveim árum en 20 ár duga hvergi nærri til að koma upp byggingu yfir bækur. Af þessu dregur Róbert þá ályktun að það fari eftir áhuga og þörfum þjóðarinnar á notagildi bygginga sem ræður byggingarhraðanum. Því leggur hann til að húsið verði tekið hið fyrsta f gagnið undir verðuga starfsemi. Við Birkimelinn eru fjórar gríð- armiklar hæðir. Þar á að koma fyrir dansgólfum, diskóum og börum. Keiluspilsbrautum og lík- amsræktarfyrirtækjum. Bíó og myndbandasalir fá nóg rými og nóg pláss er fyrir Disneymynda- landslag og hríðskotabyssubakka. Ekki er að efa að nóg aðsókn verður að Þjóðarbókhlöðunni þegar þar verður komið upp al- mennilegri aðstöðu fyrir helstu áhugamál þjóðarinnar. Því má bæta við að gráupplagt verður að koma upp afdrepi fyrir menningarfríkin sem framleiða bækur og svoleiðis til að halda fagnaði þegar skattabyrðinni er aflétt af velferðarþjóðfélaginu. Að- stöðu fyrir flugeldaskot og sprengingu púðurkerlinga er hægt að setja upp á þakinu. Þá þarf ekki lengur að nota Nor- ræna húsið sem skotpall og er hægt að freta þaðan yfir allt há- skólahverfið og gera Vesturbæinn óbyggilegan þegar kúltúrtröll fagna ímynduðum peningagróða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.