Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. september 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þorsteinn Ólafsson: LITLA GULA HÆNAN Litla gula hænan fann fræ það var hveitifræ. Litla gula hænan sagði: Hver vill sá fræinu? Svínið sagði: „ekki ég“ kötturinn sagði „ekki ég“ hundurinn sagði „ekki ég“ Litla gula hænan sagði: „ég vil sá fræinu“ogþað gerði hún. Þannig gekk þetta alla tíð, það var alveg sama hvað svínið, kötturinn og hundurinn voru beðin um að gera til að afla matfanga, alltaf sögðu þau: „Ekki ég, ekki ég, ekki ég.“ Litla gula hænan varð því að gera alla hluti sjálf. Nú, en þegar kom að því að njóta ávaxta verk- anna, borða brauðið, þá sögðu svínið, kötturinn og hundurinn einum rómi: „Það vil ég.“ En litla gula hænan var minnug þess forn- kveðna, að þeir sem ekki nenni að vinna eigi heldur ekki mat að fá. Svínið, hundurinn og kötturinn fengu því ekki að borða brauðið. Litla gula hænan og fleiri sögur í þeirri gömlu, góðu bók voru aðal- lestrarefnið þegar ég 6 og 7 ára var að læra að lesa. Ég held að sagan um litlu gulu hænuna hafi mest hjálpað mér til þess að verða læs. E.t.v. þess vegna held ég meira upp á þessa sögu en flestar aðrar sem ég las sem barn. Sagan hefur ákveðinn boðskap að flytja. Hvernig verkaði hún á mig sem barn? Mér fannst dómur litlu gulu hænunnar réttlátur. Ég vor- kenndi henni ekki þó að hún þyrfti að vinna mikið. Mér fannst sjálfum gaman að vinna, rifja og raka í sól- skini, sækja kýr, reka fé o.fl. o.fl. En að vera svangur og fá ekki mat, það var hræðilegt. Ég minnist þess að ég vorkenndi svíninu, kettinum og hundinum að fá ekki að borða brauðið, þó að þau gætu sjálfum Þetta vekur mig til umhugsunar um hvað það er þýðingarmikið að allt barnaefni sé gott, hvetji börn til dáða og innræti þeim að leti, ósannsögli, svik og fleiri lestir sé verst fyrir þau sjálf. Því miður er mikil andstaða gegn allri skattlagningu — öflun tekna í sameiginlegan sjóð okkar. Allt of margir haga sér líkt og svínið, kötturinn og hundurinn þegar um skattlagningu er að ræða og segja: „Ekki ég, ekki ég,“ en vilja samt njóta hinnar bestu þjónustu og fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. sér um kennt. En það er nú svo. Ég vissi það vel að stundum gerði ég í fljótfærni eða hugsunarleysi þar sem ég átti ekki að gera. Gat það ekki verið eins með svínið, köttinn og hundinn? Ég reyndi að finna þeim það til málsbóta að þau hefðu ekki vitað hvaða afleiðingar neitun þeirra hefði. Mér fannst líka að litla gula hænan hefði nú átt að segja þeim það. En hvað sem þessum vangavelt- um leið, þá held ég, að sagan um litlu gulu hænuna hafi hjálpað mér til að skilja að það borgaði sig að gera alltaf skyldu sína. Að reyna að koma sér hjá að gera nauðsyn- lega en e.t.v. leiðinlega hluti væri verst fyrir mann sjálfan, því það hefndi sín þótt síðar yrði. Þetta vekur mig til umhugsunar um hvað það er þýðingarmikið að allt barnaefni sé gott, hvetji börn til dáða og innræti þeim að leti, ósannsögli, svik og fleiri lestir sé verst fyrir þau sjálf. Mér verður oft hugsað til þessarar sögu. Á hún nokkurt erindi við fullorðið fólk, almennan borgara í dag? Já, vissulega. Sem betur fer skortir okkur ekki brauð. En víða kreppir skórinn að hjá okkur, sér- staklega í heilsugæslu- og hjúkr- unarmálum. Mannsævin er sem betur fer alltaf að lengjast og hlut- fall eldra fólks í þjóðfélaginu fer vaxandi. Þetta kallar á meiri kostn- að við heilsugæslu, þvf eldra fólk þarf eðlilega meira á hjúkrunar- og læknishjálp að halda en þeir sem yngri eru. Þetta verðum við að gera okkur Ijóst. Ég heyri stundum kvartað yfir hvað heilbrigðisgeirinn sé mikill hluti af útgjöldum hins opinbera. E.t.v. má hagræða ýmsu betur á þessu sviði og spara á þann hátt, en að fækka læknum og hjúkrunar- fólki er fráleitt, heldur hið gagn- stæða. Það er skylda samfélagsins að sjá til þess að allir sjúkir og van- heilir fái þá aðhlynningu og lækn- ishjálp sem nútímaþekking og tækni getur í té látið. Eins og áður segir, vegna þess að hlutfall þeirra sem þurfa á læknis- hjálp að halda fer vaxandi með meiri ævilengd, þá hlýtur þessi lið- ur í opinberum útgjöldum að auk- ast. Hvernig á að mæta því? Spara á öðrum sviðum, munu einhverjir segja. Ég hygg að það sé erfitt. Hvaða opinberum starfsmönnum viljum við segja upp eða laun hverra viljum við lækka? Ég hygg að mörgum vefjist tunga um tönn að svara. Ég treysti mér a.m.k. ekki til að benda á neinn útgjaldalið sem megi lækka. Ég sé enga aðra leið en að hækka beina skatta. Verður mér þó sérstaklega hugsað til eignaskattsins. Ýmsar eignir og tekjur af þeim eru skattfrjálsar. Höfum við ráð á því? Því miður er mikil andstaða gegn allri skattlagningu — öflun tekna í sameiginlegan sjóð okkar. Allt of margir haga sér líkt og svínið, kötturinn og hundurinn þegar um skattlagningu er að ræða og segja: „Ekki ég, ekki ég,“ en vilja samt njóta hinnar bestu þjónustu og fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Við skulum gera okkur grein fyr- ir því að ef við viljum halda uppi hinu fullkomnasta velferðarþjóð- félagi, þá verðum við að leggja á háa skatta. Ef við erum á móti há- um sköttum þá stöndum við verr að vígi að krefjast t.d. hinnar full- komnustu læknisþjónustu. Allir og alveg sérstaklega við sem komin erum á efri ár og erum svo lánsöm að hafa góða heilsu og vera vel efnum búin, eigum með glöðu geði, ég vil segja þakklátum huga, að borga okkar skatta til þjóðfé- lagsins. Við skulum vera framsýn og horfa fram á veginn. Fyrr en varir getum við orðið fyrir skakkaföllum og þurft á hjálp samfélagsins að halda. Verum ekki eins skammsýn og svínið, kötturinn og hundurinn í sögunni Litla gula hænan. LEIKHUS sitja framarlega yst til vinstri í saln- um. Segja má að gamanleikur standi og falli með viðbrögðum áhorfenda. Neistar þeir sem leikarar kveikja á sviðinu verða ekki að báli nema áhorfendur blási í þær glæður með innlifun og hressilegum undirtekt- um. Frumsýningarfólkið var e.t.v. á dempaðri nótunum. Lokaorðin um Flóna eru þau, að hér er á ferðinni virkilega góð skemmtun þar sem hvergi er dauð- an punkt að finna og og hláturtaug- arnar fengu lítinn tíma til að slaka á og jafnvel tárakirtlarnir tóku þátt í gleðskapnum þegar best lét. Gísli Þorsteinsson Botnlaus misskilningur Leifélag Reykjavtkur; Fló á skinni Höfundun Georges Feydeau Þýöandi: Vigdís Finnbogadóttir Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd og búningan Helga Stefánsdóttir Sýningarstaöun Borgarieikhúsiö, stóra sviðiö. Fló á skinni er gamanleikur, farsi, sem nærist á botnlausum misskiln- ingi og meintu framhjáhaldi. Allt hefst þetta með tímabundnu getuleysi Herra Chandebise, trygg- ingasala og síðan verða axlabönd nokkur, sem berast í pósti til þess að hlutirnir fara á fulla ferð. Atburðarásin fer rólega af stað en herðir á sér jafnt og þétt án þess að allt fari úr böndunum. Flóin er talin með betri försum, sem skrifaðir hafa verið og ber ald- urinn vel en verkið var frumsýnt í París í byrjun aldarinnar. Við þekkjum að brandarar eru stundum flokkaðir eftir því hvoru megin mittis þeir liggja. Þeir er neð- ar liggja eru oft uppistaðan í skemmtidagskrám ,þar sem fólk hefur neytt örvandi drykkja og þarf þá oft harla lítið skop til að fá heilan sal til að taka boðaföll. Hinsvegar þarf frekar fagmannlega takta til að ná til áhorfenda í virðu- legu leikhúsi með saklausu gríni þar sem allir eru edrú. Þótt frumsýning- argestir hafi ekki almennt tekið boðaföll þá var greinilegt að leikur- inn greip áhorfendur og oft var hlegið af innlifun. Leikritinu stýrir Jón Sigurbjörns- son og gerði hann það einnig fyrir 17 árum í Iðnó. Jóni tekst vel að halda utan um leik- inn þannig að hvorki er of né van í ærslum þótt einhverjir kjósi e.t.v. meiri gauragang og handapat. Hlutverk í leiknum eru nokkuð mörg og eru þau veigameiri í hönd- um Árna Péturs Guðjónssonar, Guð- rúnar Gísladóttur, Þórs Tulinius, Guðmundar Ólafssonar, Ragnheiðar Tryggvadóttur, Kristjáns Franklíns og Péturs Einarssonar. Önnur hlutverk fara þau með: Jón Hjartarson, Jakob Þór Einarsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Margrét Ól- afsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Þótt misstór séu hafa persónurnar hver sínu hlutverki að gegna en það er eins og í lífinu að sumum er ætlað að gnæfa yfir aðra. Þannig er það og hér að óskabörn höfundar og þeir sem mestan kveikja hláturinn eru þeir frændur Camille Chandebise.sem Þór Tulinius leikur og Victor Em- anuel Chandebise og Poche, þjónn- inn sjússkaði, sem Árni Pétur leikur báða. Þór er hreint út sagt algjör perla í þessu hlutverki. Hann er svo einlægur og sannur að oft er eins og hann sé alls ekki að leika heldur sé þarna holdiklæddur sem hinn mál- halti frændi húsbóndans. Árni Pétur fær það erfiða hlutverk að fara í fötin hans Gísla Halldórs- sonar, sem lék þessi hlutverk á árun- um 1972-1975 þegar leikritið var fært upp í Iðnó. Ekki sá ég þá upp- færslu en það er auðvelt að sjá fyrir sér að þessi hlutverk og þá ekki síst þjónsins Poche eru eins og klæð- skerasaumuð fyrir Gísla. Árni stendur stendur sig býsna vel og fer létt með að aðgreina þessar tvær persónur þótt oft sé stutt á milli skiptinga úr öðru hlutverkinu í hitt. Það er mikið á Árna lagt og hann rís fyllilega undir því. Aðrir leikarar stóðu fyrir sínu og sumir mjög vel án þess að fleiri verði til nefndir. Búningar Helgu Stefánsdóttur voru smekklegir og undirstrikuðu vel sérkenni persónanna. Hin vammlausu Chandibise hjón bæði bláklædd, doktorinn svartur og kvennabósinn í bleiku osfrv. Sviðsmynd var einnig góð að því undanskildu að milliveggur á hóteli í 2. þætti skyggir bagalega á hluta sviðsins séð með augum þeirra er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.