Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 8
Herkostnaðurinn vegna bankasameiningarinnar er talinn vera eitthvað á þriðja milljarð: Þjóðargjöf Jóns Sigurössonar“ Söluverð Útvegsbankans hf. var ekki 1450 milljónir eins og gefið var í skyn við undir- ritun kaupsamninga á milli ríkisins og Iðn- aðarbanka, Alþýðubanka og Verslunar- banka, heldur 942,5 milljónir. Þetta er nið- urstaðan eftir að Bankaeftirlit Seðlabankans úrskurðaði í deilumáli milli ríkisins og bankanna þriggja sem keyptu Útvegsbank- ann. Færa má gild rök fyrir því að þessi upp- hæð, 942 milljónir, sé í raun enn lægri sé allt talið með. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra var á sínum tíma harðlega gagnrýndur fyrir að selja Útvegsbankann hf. langt undir kostn- aði. Ráðherrann vísaði þessari gagnrýni á bug og kvaðst telja að bankinn hefði verið seldur á „sanngjörnu verði“. Ráðherrann er nú staddur erlendis og er því ekki í aðstöðu til að segja álit sitt á nýjustu upplýsingum um verð Útvegsbankans. Útvegsbankanum breytt í hlutafélag og fær 1,1 milljarð í meðgjöf Áður en Útvegsbankinn var seldur höfðu stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni í mörg ár að fækka bönkum og ná fram hagræð- ingu í bankakerfinu. Þrátt fyrir að ríkis- stjórnir hefðu samviskusamlega sett inn í stjórnarsáttmála klausu um bankasamein- ingu gerðist ekkert. Enginn vilji var til að yfirstíga erfiðleika sem fylgdi slíkri samein- ingu. Hafskipsmálið og sá leikur sem leikinn var í kringum það átti mikinn þátt í eitthvað varð úr stefnumáli allra flokka, að sameina banka. Fjárhagsstaða Útvegsbankans versnaði um einar 380 milljónir vegna Hafskipsmálsins, en ýmsir fleiri erfiðir skuldarar gerðu það að verkum að bankinn uppfyllti ekki skilyrði Seðlabankans um eiginfjárstöðu. Stjómvöld töldu því óhjákvæmilegt að grípa til einhverra aðgerða svo að hægt yrði að reka bankann áfram. Ekkert varð úr því að sinni að bankinn yrði sameinaður öðmm bönkum þrátt fyrir miklar umræður í þá veru. Drifið var í að leggja Útvegsbanka Is- lands niður og stofna Útvegsbankann hf. Þetta var í maí 1987. Ríkið lagði þá fram 760 milljónir í aukið hlutafé. Síðar komst sér- stök matsnefnd að þeirri niðurstöðu að rík- ið yrði að leggja fram meiri fjármum þar sem eiginfjárstaða bankans væri neikvæð um 384 milljónir króna. Rfkið greiddi bank- anum þessa upphæð með skuldabréfi til 10 ára. Það stendur nú í 650 milljónum miðað við verðlag um síðustu áramót. Hluthafar í Útvegsbankanum hf. vom rík- issjóður, sem átti 76%, Fiskveiðasjóður, sem átti 20% og einstaklingar með 4% hlutafjár í sinni eigu. Vill einhver kaupa banka? Eftir að Útvegsbankinn hafði verið breytt í hlutafélag lýsti Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra því yfir að hlutabréf ríkisins væm til sölu. Samband íslenskra samvinnufélaga lagði fram tilboð í bankann og reiddi fram fyrstu afborgun. Forystumenn í íslenskum fjármálaheimi héldu vart vatni og lýstu því yfir að ekki næði nokkurri átt að „gefa“ SÍS bankann. Jón Sigurðsson tók undir sjónar- mið þeirra og kvað upp úr um að tilboð SÍS væri of lágt. Islenskir útvegsmenn (KR-ing- arnir) slógu þá saman í púkk og buðu í bankann á móti Sambandinu, en höfðu ekki erindi sem erfiði. í framhaldi af þessu hóf ráðherrann fljót- lega viðræður við einkabankanna um kaup þeirra á hlut ríkisins í Útvegsbankanum. Þær leiddu til niðurstöðu um mitt ár 1989. Þá féllust Alþýðubankinn, Iðnaðarbankinn og Verslunarbankinn á að kaupa Útvegs- bankann. Kaupverðið var ákveðið 1450 milljónir króna. f kaupsamningi vom settir margir leiðréttingaliðir sem öllum mátti ljóst vera að kæmu til með að lækka vem- lega verð bankans. Enginn veit í raun hvað þessir svokölluðu leiðréttingaliðir koma til með að lækka verð bankans mikið. í grein sem Halldór Guð- bjarnason íyrrverandi bankastjóri Útvegs- banka íslands skrifaði í DV 26. og 27. júní í fyrra færir hann fyrir því rök að raunvem- legt verð bankans sé ekki 1450 milljónir eins og upphaflega var talað um heldur 767 milljónir. Eftir nýjustu sendingu frá Banka- eftirlitinu má reikna með að þessi upphæð hafí lækkað enn. Eftir Egil Ólafsson Mál þetta allt er mjög flókið reikningslega. Embættismenn í fjármálaráðuneytinu vildu ekki ræða efnislega um þann kostnað sem ríkið kemur til með að bera af bankasamein- ingunni. Til að fá heildaryfirsýn yfir málið þyrfti að líta til margra þátt sem sumir hverjir væm enn í lausu lofti. Magnús Pét- ursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu sagðist telja víst að á næstu vikum yrði tekin saman skýrsla um þetta mál. Nauð- synlegt væri að upplýsa hver kostnaður rík- isins er vegna málsins. Bönkunum þremur veitt vaxtalaust lán í 9 mánuði Áður er getið um þann 1,1, milljarð sem ríkissjóður varð að leggja fram þegar Út- vegsbankinn var gerður að hlutafélagi. Þá voru öll vanskilalán Útvegsbankans og lán sem litlar líkur voru taldar á að innheimtust yrðu sett á biðreikning sem ríkissjóður ábyrgðist. Þegar Útvegsbankinn hf. var seldur var aftur farið nákvæmlega í gegnum lánamál bank- ans og öll erfið mál send til ríkisins. Við bankasameininguna yfirtók ríkissjóður lífeyrisskuldbindingar vegna eftirlaunasjóðs starfsmanna gamla Útvegsbankans, en þær eru áætlaðar um 900 milljónir króna. í fyrra tók ríkissjóður einnig yfir lífeyrisskuldbind- ingar vegna fyrrverandi bankastjóra bank- ans, en talið er að þær nemi um 240 millj- ónum króna. Kaupsamningurinn sjálfur er að ýmsu leyti sérkennilegur. Þar eru t.d. ákvæði sem gera ráð fýrir að kaupendur Útvegsbankans fari ekki að greiða vexti eða verðbætur af kaup- verðinu íyrr en 9 mánuðum eftir að samn- ingar voru undirritaðir. Óbreyttum launa- mönnum þætti sjálfsagt gott að fá pening að láni hjá þessum sömu bönkum vaxta- og verðbótalaust fyrstu 9 mánuðina. Þegar um er að ræða upphæðir sem skipta hundruð- um milljónum má nærri geta að kaupverðið nær að rýma mikið í verðbólgunni. Bankinn seldur á „sanngjömu verði“! Hinn 10. júní 1989 undirritaði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra og formenn bankaráða Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunar- banka samkomulag um að bankamir þrír kaupi hver sinn þriðjung af hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka íslands. Sala Útvegsbankans var rædd á ríkisstjóm- arfúndi nokkmm dögum síðar. Eftir fund- inn sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra að ríkisstjómin hefði orðið sammála um að með sölunni hefði náðst fram nauðsynleg hagræðing í bankakerfinu. Forsætisráðherra sagðist geta tekið undir með ýmsum í þingflokki Framsóknarflokks- ins að það hefði verið æskilegt að skoða þetta mál nákvæmar sérstaklega með tilliti til kaupverðsins. „Ég tel að verðið sé í lægri kantinum en spumingin er sú hvað menn em tilbúnir að gefa fyrir þessa miklu hag- ræðingu," sagði Steingrímur orðrétt. 29. júní var kaupsamningurinn undirritað- ur við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Við undirritunina flutti viðskiptaráðherra ávarp þar sem hann talaði niður til þeirra sem gagnrýnt höfðu söluverð bankans. Hann sagði að með samningnum væri tryggt að almenningur endurheimti „ác sanngjörnu verði“ þá fjármuni sem bundnir / hafa verið í bankarekstri. Sala Útvegsbank- ans væri hagkvæm þrátt fyrir „að fáeinir sérvitringar hefðu látið að öðm liggja.“ Ráðherra gerði vondan samning Halldór Guðbjarnason fyrrverandi banka- stjóri Útvegsbanka íslands hefur gagnrýnti; harðlega hvernig staðið var að sölu á Út- vegsbankanum. Hann spáði því í helgarvið- tali í Tímanum 14. júlí í sumar að þegar öll kurl yrðu komin til grafar myndi ríkið greiða meira með bankasameiningunni en flesta ætti eftir að gmna, og meira fé en hægt væri að réttlæta. Halldór segir að samningarnir sem gerðir vom við yfirtöku Útvegsbankans hf. á Útvegsbanka íslands hafi verið þeim síðamefnda afar óhagstæðir. „Síðar þegar ríkissjóður seldi hlutabréf sín í Útvegsbankanum hf. eigendum Alþýðu- bankans, Iðnaðarbankans og Verslunar- bankans vom kaupendum hreinlega gefnar fjárhæðir sem meta má á annan milljarð króna. Svo virðist sem að ætlunin hafi verið að láta ákveðna aðila fá bankann ódýrt, því að áður hafði bankinn hafnað öðmm kaup- anda sem reiðubúinn var til að kaupa hann samkvæmt þeim skilmálum sem settir höfðu verið af ríkinu sjálfu og hefðu þýtt miklu hærra verð fyrir ríkissjóð. Öll þessi framkvæmd varð til þess að þeir sem endanlega fengu Útvegsbankann keypt- an, fengu hann á sérlega hagstæðu verði og að sama skapi óhagstæðu fyrir ríkissjóð. Samið var um að öll erfið mál í bankanum skyldu lenda á ríkissjóði og samningamir í reynd svo vitlausir að núverandi eigendum er nánast í sjálfsvald sett hvaða mál þeir vilja losna við,“ sagði Halldór. Hagsmuna skatt- borgara ekki gætt Halldór Guðbjamason sagði í gær í samtali við Tímann að niðurstaða Bankaeftirlitsins þyrfti ekki að koma neinum á óvart. Niður- staðan væri bein afleiðing af þeim slæma samningi sem viðskiptaráðherra gerði við bankana þrjá. Hann sagði að Bankaeftirlitið væri ætlað það hlutverk að veita bönkunum strangt aðhald og að væri því eðlilegt að það dæmdi kaupendunum í vil í þessu máli, sér- staklega í Ijósi þeirrar krafna sem Bankaeft- irlitið gerir til banka um ábyrgðir og áhættu í útlánum. Fleiri viðmælendur Tímans vom sammála Halldóri í þessu efni. Halldór sagði að þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélag hefði verið farið mjög nákvæmlega yfir öll skuldamál hans og öll erfið mál sett inn á sérstakan biðreikning. Útvegsbankinn hf. byrjaði síðan með hreint borð. Þremur ámm síðar þegar bankinn er seldur Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbanka er hann gerður mjög nákvæmlega upp. Öll áhættulán em sett til hliðar og skrifúð á rík- ið. Á sama tíma vom hinir bankarnir þrír, kaupendur Útvegsbankans, gerðir upp á allt annan hátt. Til þeirra vom ekki gerðar sömu kröfúr. Halldór sagði að það hefði ekki verið neitt samræmi á milli mats á verð- mæti Útvegsbankans og hinna bankana þriggja. Halldór sagði að aðalatriðið í þessu máli væri, að eftir þennan úrskurð Bankaeftir- litsins hlyti það að gera sömu kröfúr til upp- gjörs hinna bankanna. Halldór er mjög harðorður í garð við- skiptaráðherra í þessu máli. Hann sagði ráð- herra slá um sig og segja: „Ég kom á banka- sameiningu eftir árangurslausar tilraunir í þá átt í 20 ár.“ Halldór sagði að séu allar hliðar þessa máls skoðaðar og dæmið gert upp, komi í ljós að þetta afreksverk ráðherr- ans sé ekki til að monta sig af. Ákveðnum aðilum hafi verið gefinn banki og hagsmun- ir skattborgara í landinu að engu hafðir. Halldór benti á að þegar ríkið selur fast- eign, t.d. kot upp í sveit, þurfi það að fara fyrir Alþingi. Hins vegar ef um hlutafé er að ræða geti ráðherra ráðskast með það að eig- in vild. Nákvæmlega það hafi gerst í þessu máli. 8 Tíminn Miðvikudagur 26. september 1990 Miðvikudagur 26. september 1990 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.