Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 27. september 1990 UTLOND Þýskaland: Lafontaine vill bandarísk kjarnorkuvopn á braut Lafontaine, sem er kanslaraefni sósíaldemókrata í komandi kosn- ingum í Þýskalandi, krafðist þess í gær að sameinað Þýskaland yrði laust við bandarísk kjarnorkuvopn. Lafontaine, sem kominn er fast á hæla Helmuts Kohl í skoðana- könnunum um vinsældir þeirra, lagði fram þessa kröfu sína á þingi austur- þýska Sósíaldemókrataflokksins. „Nú þegar Austur-Þýskaland hefur verð lýst kjarnorkuvopnalaust svæði liggur það í hlutarins eðli að öll kjamorkuvopn verði á endanum fjar- lægð frá Þýskalandi," sagði hann. Austur-þýskir sósíaldemókratar munu sameinast systurflokk sínum í V-Þýskalandi er ríkin verða sameinuð 3. október nk. Sameiginlegar kosn- ingar verða síðan haldnar 3. desem- ber. Lafontaine sagði að hugmyndir sósí- aldemókrata um sameiginlegar vam- ir austurs og vesturs, sem vestrænir bandamenn V-Þjóðverja líta á sem hættulegt skref í átt til hlutleysis, hafi sannað sig með samnkomulagi því sem Kohl gerði við Mikhail Gorbat- sjov í júlí. í staðinn fyrir að Sovétmenn sam- þykktu að sameinað Þýskaland yrði aðili að NATO og sovéskri hermenn hyrfu frá A-Þýskalandi á næstu fjór- um ámm, samþykkti V-Þýskaland að fækka hermönnum sínum niður í 370.000, A-Þýskaland yrði kjamorku- vopnalaust og nota hvorki né fram- leiða kjamorku-, efna- eða sýklavopn. En samkomulagið fól ekki í sér lof- orð um að bandarísk kjamavopn yrðu fjarlægð frá Þýskalandi. Lafontaine varaði Þjóðverja við því að loka dymnum á nýju lýðveldin í A- Evrópu og benti í því sambandi á Pól- verja sem munu þurfa vegabréfsárit- un til að koma til sameinaðs Þýska- lands. „Það mun hafa alvarlegar afleiðingar ef nýjar félags-, efnahags- og vist- fræðilegar hindranir yrðu skapaðar á Oder- Neisse línunni," sagði hann. ,Arið 1989 var ekki ár Þjóðverja, það var ár frelsishreyfinga um alla A-Evr- ópu. Ekkert hefði áunnist hér án Samstöðu í Póllandi, umbótasinn- anna í Prag, án Ungverja og Gorbat- sjovs,“ sagði Lafontaine. „Þýskaland verður ekki sameinað að fullu fyrr hið gífurlega félagslega mis- rétti milli auðugrar V-Evrópu og nið- urníddrar A-Evrópu er úr sögunni," bætti hann við. Skoðanakannanir sýna að flokkur sósíaldemókrata er langt að baki stjómarflokkunum, kristilegum og frjálsum demókrötum og að flokkur- inn á í vændum alvarlegan ósigur í forkosningum í A-Þýskalandi 14. október nk. Skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöð framkvæmdi um miðjan september, sýndi að kristilegir demókratar hafa 43% fylgi en sósíaldemókratar aðeins 25%. Formaður a-þýskra sósíaldemókrata, Wolfgang Thierse, viðurkenndi á þinginu að síðastliðið ár hefði verið flokki hans mjög andstætt. Sósíaldemókrataflokkur A- Þýska- lands, sem var endurreistur í nóvem- ber sl., 44 ámm eftir að kommúnistar neyddu flokkinn til að sameinast Sameinaða sósíalistaflokknum, fékk aðeins 21,8% fylgi í kosningum í mars sl. Um Ieið og Willy Brandt, fyrrverandi kanslari, viðurkenndi að ólíklegt væri að sósíaldemókratar kæmu vel út úr kosningunum, benti hann á að ekki væri unnt að stjóma Þýskalandi í andstöðu við þá. Stjómmálafræðingar segja sósíal- demókrata eiga litla möguleika á að fá nægilegt fylgi til að komast í sam- steypustjóm með Kohl eftir 3. desem- ber. Kannanir hafa leitt í ljós að kjós- endur treysta íhaldsflokkunum, sem nú em í stjóm, betur til að leysa úr þeim vandamálum sem sameiningin mun hafa í för með sér og rétta við bágan efnahag A-Þýskalands. Á meðan Kohl hefur ýtt undir þjóð- rækna bjartsýni, hefur Lafontaine rekið viðvömnaráróður, varað við því að sameiningin verði mun dýrkeypt- ari en ætlað hefur verið og muni leiða til skattahækkana. Lafontaine krefst þess að bandarísk kjamorkuvopn hverfi frá sameinuðu Þýskalandi og varar Þjóðverja við of mikilli bjartsýni varðandi samein- inguna. Margaret Thatcher hvetur landa sfna tii að gæta eigna sinna betur og aðstoða lögregluna vegna aukinnar glæpatíðni. Glæpaalda í Bretlandi: Innbrotum og þjófn- uðum fjölgar mest Glæpir í Bretlandi jukust brota væri mun minni. Ofbeldis- ískyggilega mikið á si. ári, sér- glæpum fjölgaði „aðeins“ um staklega var aukningin áberandi sjö prósent en kynferðisglæpum í þjófnuðum og innbrotum. fækkaði um u.þ.b. fjögur pró- í tilkynningu frá innanríkls- sent. Þjófnuðum og innbrotum ráðuneytinu kom fram að yfir fjölgaði hvoru tveggja um 13%. fjórar milijónir glæpa hefðu ver- Margrét Thatcher, formaður ið tilkynntar lögreglu á fyrri íhaldsfiokksins, sem telur sig hluta þessa árs, en það er 13% fiokk laga og reglu, sagði að meira en á tólf mánuðum þar á hús- og verslunareigendur ættu undan. að gæta meira öryggis til að Frá því í apríl og fram í júní freista ekki unglinga til óhæfu- jukust aibrot um 17%, urðu yfir verka. milljón, sem er metaukning á „Viö verðum að gæta eigna einum ársfjóröungl. okkar betur og aðstoða lögregl- Innanrfidsráðherrann, John una. Með þeim bætti kæmust Patten, reyndi að draga úr þessu færri ungmenni í vandræði,“ og sagði að fjölgun alvarlegra af- sagði hún við blaðamenn. Persaflóadeilan: Bandaríkjamenn hvetja til efnahagslegrar samstöðu gegn írökum Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, Nicholas Brady, hvatti ríki heims í gær til að samein- ast um að fjármagna baráttuna gegn írökum og koma þeim út úr Kúvæt. „Efnahagsstyrk þann, sem þið aliir eruð fulltrúar fyrir, þarf að virkja til að sýna fram á samstöðu og þá ákvörðun okkar að hopa hvergi fyrir ofbeldi,“ sagði hann á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Bush forseti tilkynnti á mánudag- inn stofnun samtaka auðugra þjóða til að styrkja næstu nágrannaþjóðir íraka og þær þjóðir sem verst hafa orðið úti vegna þeirra efnahags- áhrifa sem deilan hefur haft. Bandamenn BNAsegjast reiðubún- ir til að leggja sitt af mörkum, en erfiðasti þáttur samningsins — hve mikið fjármagn sé nauðsynlegt og hverjir eigi að borga — er enn óleystur. Bandaríkjamenn leita eftir 14 milljarða dala framlagi frá banda- mönnum sínum til að styrkja Eg- ypta, Tyrkja og Jórdani til loka næsta árs, en EB heldur því fram að níu milljarðar dala nægi. Samtökin eiga að tryggja að næg hjálp berist þeim, sem á þurfa að halda, og reyna að koma í veg fyrir að þjóðir brjóti viðskiptabannið sem Sameinuðu þjóðirnar settu á íraka. Viðskiptabannið hóf sig til himins í gær þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna herti enn meir á reglum þess. Brady sagði að Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn og Alþjóðabankinn yrðu einnig að koma til hjálpar þessum þjóðum. Hann lagði að báðum stofnunum að flýta lánum til þjóða sem þjást nú vegna nær tvöföldunar á olíuverði sem innrásin í Kúvæt hefur haft í för með sér. Alþjóðabankinn ætti að aðstoða þá tugi þúsunda flóttamanna sem flúið hafa írak og Kúvæt með styrkjum og ætti að auka lán til orkufram- leiðslu. Hann vill einnig að Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn seilist í sjóði sjna til að aðildarþjóðirnar 154 hafi 'nægi- lega peninga til að mæta afleiðing- um olíuhækkunarinnar og koma þar með í veg fyrir heimskreppu. „Persaflóadeilan hefur einnig vald- ið iðnríkjunum efnahagserfiðleik- um,“ sagði Brady, „finna verður leið til þess að unnt sé að viðhalda fram- leiðsluaukningu - - og stöðugu verði." Brady kvaðst bjartsýnn á að efna- hagur heimsins stæði af sér þessa erfiðleika og Bandaríkjamenn myndu leggja sitt af mörkum með því að reyna að minnka fjárlagahall- ann og draga þannig úr vaxtabyrði. Saddam Hussein á eftir aö veröa þjóðum heims dýrkeyptur. Þeim sem standa að fjáriagagerð tyrir Bandaríkin hefur þó enn ekki tekist að leysa hvernig að því skuli staðið, en fjárlögin eiga að vera til- búin 1. október. John Major, fjármálaráðhherra Breta, sagði að allar þjóðir mundu þurfa að greiða sitt gjald vegna Saddams Hussein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.