Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn 17 Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Reykjaneskjördæmi Kjördæmasamband framsóknarmanna boðar til formannafundar þriðjudaginn 2. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórn K.F.R. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verðurhaldinn sunnudaginn 30. september kl. 14.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Borgnesingar, nærsveitir Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 28. sept. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. m Unnur Virðum líf—Vemdum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfismál í Vestmannaeyjum Birna Þórhallsdóttir, áður í heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt að bera fram fyrirspurnir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garðarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldverður og kvöldvaka í umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttín frjáls. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi í Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband framsóknarkvenna Paul og Debbie Raymond, feðginin sem standa saman í stórfelldum klámrekstrí. Reidubúin í slaginn Debbie Raymond er 33 ára gömul og væntanlegur arftaki stórveldis í klámiðnaðinum. Konur hafa hing- að til ekki látið mikið til sín taka í klámiðnaðinum, nema þá til þess að mótmæla þeirri niðurlægingu sem konur mega sæta á því sviði — og vera fyrirsætur og nektardansar- ar. En Debbie Raymond lætur það ekkert á sig fá þótt margir telji það óviðeigandi að kona gefi út klám- tímarit og reki klámbúllur. Hún er erfingi föður síns sem er með þeim voldugustu í kláminu. Hann gefur út útbreiddustu karla- tímaritin á Englandi, t.d. Men Only, Razzle og Escort, og rekur margar klámbúllur í Soho, en dágóður hluti þess hverfis er hans eign. Faðirinn hóf feril sinn sem hugs- analesari í farandsýningum en hef- ur heldur betur fært út kvíarnar síðan. Klámrekstur hans er nú tal- inn vera um 190 milljón dala virði og fer ekki minnkandi. Dóttirin hefur starfað við fyrirtæk- ið sl. átta ár, aðallega við blaðaút- gáfuna. Hún tók franska markaðinn með trompi fyrir fjórum árum þeg- ar hún hóf útgáfu tímaritsins Club Pour Hommes sem nú er mest selda karlatímarit Frakklands. Þau feðginin eru farin að seilast til Aust- ur-Evrópu og hafa nú hafið útgáfu „létts“ klámblaðs í Póllandi. Tíma- ritið, sem nefnist Sukes, er 200 blaðsíður að stærð, inniheldur að- allega nektarmyndir af konum og er gefið út mánaðarlega í Varsjá. Sjálf segir Debbie Raymond að hún myndi aldrei sitja fyrir nakin. Hún segist ekki gera lítið úr konum með framleiðslu sinni, heldur not- færa sér þá staðreynd að karlmenn eru reiðubúnir að borga fyrir það sem hún hefur fram að færa. Paul Raymond er nú 65 ára og ekkert á leiðinni að setjast í helgan stein. En þegar þar að kemur mun hann vita af stórveldi sínu í traust- um og öruggum höndum dóttur sinnar. Kynskiptingamúrinn mikli Eftir endilangri Lanternströnd í Trieste á Ítalíu er hvítkalkaður múr. Hlutverk múrs þessa kann mörgum að koma spánskt fyrir sjónir nú á tímum jafnréttis og frjálsræðis. Hlutverk múrsins er nefnilega að skipta ströndinni á milli karla og kvenna. Svona hefur þetta alltaf verið og svona vilja menn hafa það. Skipt- ingin hefur staðið af sér alla tísku- og breytingastrauma, sem dunið hafa yfir Evrópu, aðallega vegna þess að íbúar Trieste vilja ekki heyra á neinar breytingar minnst. Þeim finnst þetta mjög þægilegt og afslappandi. Að sögn kvennanna er mun betra að vera topplaus í sól- baði þegar þær eru lausar við gláp- ið í körlunum. Hvað karlana snert- ir hefur þetta þann kost að börnin fylgja yfirleitt mæðrum sínum á ströndinni og geta feðurnir því leikið Iausum hala sín megin við múrinn. Það er dálítið skondið að þessi kynskipta strönd skuli vera í Tri- este. Þar komu upp fyrstu nektar- nýlendurnar á Ítalíu og strendur þar eru almennt mjög frjálslegar, með þessari undantekningu þó. Yfirvöld í Trieste segja þennan sið ekki hafa viðhaldist af trúarlegum eða siðferðilegum ástæðum. Ibú- arnir hafi vanist þessu svona og ferðamenn séu margir hverjir stór- hrifnir af þessu fyrirkomulagi. Þessu verður því varla breytt í bráð. Þótt íbúar Trieste séu ánægðir með kynskiptinguna á ströndinni, geta sumir samt ekki stillt sig um að kíkja aðeins á fortroðnu ávext- ina handan múrsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.