Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.09.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. september 1990 Tíminn Evröpukeppni landsliða í knattspyrnu: Vörnin brást aöeins einu - Valur, Víkingur, KR og KA unnu stóra sigra í leikjum sínum íslandsmeistarar FH-inga í handknattleik töpuðu öðrum leik sínum í röð í 1. deildinni í gærkvöld, er þeir mættu Stjörnunni á heimavelli sínum í Kaplakrika. Lokatölur voru 16-21 og meistararnir eru enn án stiga í deildinni. Vörn FH var sem gatasigti í upp- hafi leiksins og Stjarnan komst í 1- 4. Meistararnir náðu að setja undir lekann og voru búnir að jafna 6-6 um miðjan hálfleikinn. Stjarnan tók þá góðan sprett og skoraði 4 mörk í röð 6-10.1 leikhléi var munurinn 3 mörk 9-12. Stjarnan gerði út um Ieikinn í upp- hafi síðari hálfleiks með því að skora 3 fyrstu mörkin og breyta stöðunni í 9-15. Munurinn jókst og varð mest- ur 7 mörk 10-17, 11-18 og 13-20. Hver sókn FH-inga af annarri rann út í sandinn, ýmist hittu þeir ekki markið eða létu verja frá sér og Stjarnan vann öruggan og verð- skuldaðan sigur 16-21. FH-liðið var afar slakt í þessum leik. Eini ljósi punkturinn var mark- varsla Guðmundar Hrafnkelssonar í síðari hálfleik, en hann varði þá 9 skot, þar af 3 vítaköst. í fyrri hálfleik stóð Bergsveinn Bergsveinsson í markinu og varði hann 5 skot. Ljóst er að mikið vantar í FH-liðið þegar Héðinn Gilsson er ekki til staðar. Sérstaklega vantar hann tilfinnan- lega í vörnina. Ekki bætir úr skák að þjálfarinn, Þorgils Óttar Mathiesen, er ekki í leikmannahópnum. Af þessum leik að dæma er erfiður vetur framundan hjá FH og leiki liðið ekki betur er sæti í úrslita- keppninni alls ekki tryggt. Full snemmt er þó af afskrifa liðið enda margir leikir framundan og úrslit ráðast ekki fyrr en í úrslitakeppn- inni í vor. Stjörnuliðið þurfti ekki að sýna neinn stórleik til að sigra mótherja sína í gær. í jöfnu og heilsteyptu liði var Magnús Sigurðsson bestur. Allt annað var að sjá til Stjörnumanna í þessum leik en í leikum gegn ÍR sl. laugardag. Þá hélt Sigurður Bjarna- son liðinu á floti, en í gær var liðs- heildin sterk. Brynjar Kvaran stóð í markinu og varði 9 skot. Stjörnulið- ið er mjög sterkt um þessar mundir og verður vandsigrað í vetur. Þokkalegir en ákveðnir dómarar Ieiksins voru Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mörkin FH: Óskar Ármannsson 5/3, Guðjón Árnason 4, Stefán Krist- jánsson 2, Hálfdán Þórðarson 2, Pét- ur Petersen 2 og Gunnar Beinteins- son 1. Stjarnan: Magnús Sigurðsson 9/3, Sigurður Bjarnason3, Hilmar Hjaltason 3, Skúli Gunnsteinsson2, Axel Björnsson 2, Hafsteinn Braga- son 1 og Patrekur Jóhannesson 1. Önnur úrslit Víkingar unnu öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi 23-29, KR sigraði ÍR einnig örugglega í Selja- skóla 21-27, Valur vann Selfyssinga á Selfossi 19-26 og á Akureyri unnu KA-menn góðan sigur á Fram 26- 19. BL mjög lélega FH-inga Páll Kolbeinsson stjómar gangi mála hjá Íslandsmeistumum í leiknum í kvöid. íslenska Iandsliðið í knatt- spyrnu stóð sig mjög vel í Evr- ópuleiknum gegn Tékkum í borginni Kosice í Slóvakíu í gær. Þrátt fyrir þunga sókn Tékka lengst af, tókst gestgjöf- unum aðeins að skora einu sinni. Vörn íslenska liðsins var mjög sterk með Guðna Bergs- son sem besta mann og er 1-0 úrsllt, sem vel má við una. — íslendingar sluppu með 1-0 marka Tékkneska liðið er mjög sterkt, eins og sást á HM á Ítalíu I sum- ar. Tékkar sóttu mjög í fyrri hálfleik. Bjarni varði tvívegis á upphafsmín- útunum, fyrst skalla frá Tomas Sku- hravy á 6. mín. og síðan varði Bjarni í þverslá og horn skot frá einum Tékkanna. X 18. mín. átti Mikhal Bilek skot rétt framhjá úr auka- spyrnu, en mínútu síðar átt Atli Eð- Körfuknattleikur - Evrópukeppnin: KR mætir finnsku meisturunum Saab - í Evrópukeppni meistaraliða á Nesinu í kvöld fslandsmcistarar KR í körfu- 9 Gauti Gunnarsson 184 20 knattleik mæta finnsku meistur- 10 Lárus Ámason 181 21 unum Saab í fyrstu umferð Evr- 11 Matthías Einarsson 188 25 ópukeppni meistaraliða f kvöld. 12 Axel Nikulásson 192 28 Leikurinn hefst kl. 20:30 í 13 Ólafur Guðmundss. 19125 íþróttahúsinu á SelfjamamesL „Ef við náum að sljóma hraðan- um í leiknum, keyra hann upp af og tíl og sýna þolinmæði þess á milll, þá getur þetta farið á báða vegu,“ sagði Páll Kolbeinsson þjálfari og leikstjómandi KR-inga í samtali við Tímann í gær. „Þeir hafa stæróina fram yfir okkur, eru iikamlega sterkir, en að öðru leyti eru þeir ekkerí betri í körfubolta en við. Við höfúm sett stefnuna á að komast í aðra um- ferð keppninnar, en ef það tekst þá Ieikum víð gegn Aris Salonild frá Grifcklandi," sagði PáD. Þess má geta að Aris Salonild er eitt besta lið Eviópu og hefur bak- vörðinn snjalla Nikos Gallis innan sinna vébanda. Ekki væri amalegt fyrir íslenska körfuknattleik að fá þetta Hð hingað til lands. Lið KR í leiknum í kvold er þannig skipað: (Nafn, hæð, aldur). 4 Jonathan Bow 196 24 14 Guðni Guðnason fyririiði 188 25 15 Haraldur Kristinss. 197 19 Guðni hefur ieildð 45 iandsieiki fyrír ísland, Axel 35 leiki og Páll 23. Björa hefúr leiidð um 10 landsleiki. IiðSaab: 4 Kari Kulonen 196 26 5 Tlmo Korpijarvi 18718 6 Willie Bland 193 26 7 Jani Hyytinen 194 25 8 Jari Raitanen 199 25 9 MikaRinne 185 20 10 Heikki Makitalo 19119 11 EricMudd 204 25 12 Gerald Lee 189 39 13 Jyrid Nurmi 198 26 14 Harri Lehtonen 207 26 15 Erkki Saaststo fyririiði 186 36 Saartsto hefur leikið hvorid fleiri né færri en 136 landsleiki fyrir Finnland, Raitanen hefúr leikið 64 landskikL Kulonen 56 lands- 5 Böðvar Guðjónsson 186 21 kiki og Lehtonen 39 landsleiki. 6 Bjöm Steffensen 194 25 Dómarar verða Peter Knowles 7 Páll Kolbeinsson 184 26 frá Englandi og Anthony Burke 8 Hermann Hauksson 19718 frá friandi. BL valdsson iausan skalla að marki Tékka, en Jan Stejskal varði. Á 23. mín. og 26. mín. varði Bjarni í tví- gang hættuleg skot Tékkanna. Sig- urmarkið kom á 43. mín. Bilek gaf fyrir frá hægri á Vaclav Danek sem skallaði í netið frá markteig, en hann var einn og óvaldaður. íslenska liðið sóttu mun meira í síðari hálfleik, en Tékkarnir voru þó áfram hættulegir. Stejskal varði þrumuskot Ólafs Þórðarsonar á 51. mín. og í horn frá Rúnari Kristins- syni stuttu síðar, eftir góðan undir- búning Arnórs Guðjónsen. Áður hafði Bjarni varið glæsilega skot Bil- eks. Bilek átti síðan þrumuskot rétt yfir á 65. mín. Moravick átti fast skot í Guðna á 79. mín. en þá hafði verið mikil hætta á ferðum í vítateig fs- lands. Stuttu síðar fór aukaspyrna Tékka rétt framhjá íslenska mark- inu. Bjarni varði síðan skot Kadlecs á síðustu mín. leiksins. Bjarni Sigurðsson átti stórleik í ís- lenska markinu og var eftir leikinn valinn besti leikmaður ísienska liðs- ins. Guðni Bergsson átti frábæran leik í vörninni, ásamt Sævari, Þor- Knattspyrna: Rúmenar unnu Pólverja 2-1 Rúmenar sigmðu Pólverja 2-1 í vin- áttulandsleik í knattspymu í Búkarest í gær. Ovidiu Lazar kom Rúmenum yfir á 38. mxn. en Iosif Ratariu bættu öðm marid við á 72. múi. Robert Warzycha minnkaði muninn fyrir Pólverja á 81. mín. í Palenno unnu ítalir 1-0 sigur á Hollendingum, einnig í vináttuleik. Mark ítala gerði Roberto Baggio á 44. mín. og var þar sannkallað glæsimark eftir að hafa leikið á þijá vamarmenn. Svíar unnu Búlgari 2-0 í vináttuleik í Stokkhólmi. Dan Comeliusson og Kennet Andersson gerði mörk Svía í leiknum. BL tapi frá Slóvakíu grími og Atla. Miðjumennirnir Sig- urður Jónsson og Grétarsson, Ólaf- ur Þórðarson og Rúnar Kristinsson hjálpuðu vel til í vörninni og spil- uðu vel saman í síðari hálfleik. í fremstu víglínu voru þeir Arnór Guðjónsen og Ragnar Margeirsson, Ragnar fór meiddur af leikvelli í síð- ari hálfleik, en í hans stað kom Pét- ur Ormslev. Kristján Jónsson kom inná fyrir Rúnar Kristinsson um miðjan síðari hálfleik. Næsti leikur íslendinga í riðlinum verður gegn Spánverjum ytra 10. október nk. BL Bjami Sigurðsson var besti maður íslenska liðsins í gær og varði oft frá- bærlega. Timamynd Pjetur. Handknattleikur— 1. deild: Stjarnan gjörsigraði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.