Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 28. sptember1990 Föstudagur 28. sptember1990 Tíminn 9 • í * Ný ákvæði umferðarlaga taka gildi 1. október og stuðla þau m.a. að því að öryggi barna og farþega í aftursætum eykst til muna: Fækkun alvarlegra slysa rakin til aukinnar notkunar bílbelta Frá og með 1. október næstkomandi verður skylt að nota bflbelti hvar sem menn sitja í bflum. Farþegar í aftursæti verða þá rétt eins og þeir sem sitja í framsæti bifreiða að spenna beltin. Jafnframt verður sú breyting að börn yngri en 6 ára skulu nota bflbelti, barnabfla- stól, bflpúða, sem festur er með öryggisbelti, eða annan viðurkenndan öryggisbúnað. Þá verður í fyrsta sinn bannað með lögum að hafa börn laus í framsæti eða fyrir framan framsæti í akstri. Sú breyting leiðir m.a. til þess að sá stórhættulegi og leiði ávani að halda á börnum í framsæti bifreiða verður al- gjörlega bannaður. Hér er um að ræða breytingar á 71. grein umferðarlaga sem samþykktar voru á Alþingi síðastliðið vor. í fyrstu málsgrein segir, að hver sá sem situr í sæti bifreiðar, sem búið er öryggisbelti, skuli nota það. Breytingin frá fyrri lögum er sú að nú er talað um sæti en ekki aðeins framsæti eins og áður var. Ákvæði, sem skyldar ökumenn til að sjá um að börn yngri en 6 ára noti bflstóla eða annan öryggis- búnað, er einnig nýlunda. Saga hinna nýju ákvæða er sú að á Alþingi 1988-89 voru lögð fram tvö lagafrumvörp um breytingu á umferðarlögum. Þessi frumvörp fengust ekki afgreidd fyrir þinglok þá og dö- guðu uppi. Á Alþingi 1989-90 flutti Salóme Þorkelsdóttir nýtt frumvarp ásamt meðflutn- ingsmönnum frá öllum flokkum. Það frum- varp varð síðan að lögum á síðasta degi þings- ins í vor og var gildistakan ákveðin 1. október. Notkun bílstóla og öryggis- belta í aftursæti nú þegar orðin almenn Á blaðamannafundi, sem umferðarráð hélt í gær til að kynna þessar breytingar á umferðar- Eftir Stefán Eiríksson lögum, var lögð fram könnun sem lögreglan hafði gert fyrir Umferðarráð. Þar kom fram (og sagði Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs að einstaklega skemmtilegt væri að skýra frá þeim niðurstöðum) að 89,2% þeirra barna, sem voru í aftursæti bifreiða, voru í bfl- stól eða á bflpúða með belti. Könnun þessi var gerð í júní í sumar og aukningin á milli ára á notkun öryggisbúnaðar fyrir böm var tæp 15 prósent. Árið 1984 notuðu aðeins 20,5% bama þennan sjálfsagða öryggisbúnað. Einnig hefur verið veruleg aukning á notkun fullorðna á bflbeltum í aftursætum en samkvæmt könn- uninni nota 65% fullorðinna belti í aftursæt- um á móti 51% í fyrra og 4,5% 1984. Um 88% af farþegum í framsæti notuðu bílbelti og var um örlitla aukningu frá því í fyrra að ræða. Afturámóti er um minnkun að ræða síðan 1988 en þá notuðu 91,6% farþega í framsæti öryggisbelti. Böm, sem höfð voru laus í fram- sæti bifreiða, hefur fækkað úr 3,3% af heildar- fjölda bifreiða niður í 0,7%. Ljósanotkun er samkvæmt könnuninni mjög almenn og not- uðu tæp 96% bifreiða, sem athugaðar vom, Ijós en athyglisvert er að skoða að þessi könn- un var gerð í júní sem er bjartasti tími ársins. Það sem menn voru óánægðir með í sambandi við útkomu könnunarinnar var það, að svo virtist vera sem ökumönnum með bflbelti hefði fækkað á milli ára. Árið 1987 vom 92,5% ökumanna með belti, 1988 vom tæp 87% með belti og í ár kom í Ijós að 84,2% ökumanna vom með bflbelti við akstur. í könnuninni vom athugaðir ýmsir aðrir þættir í sambandi við bifreiðar. f Ijós kom að útvarpstæki vom í 93,2% bifreiða og hefur sú tala aukist um 10% á síðustu sex ámm. Bfla- sími var í rúmum 10% bifreiða og radarvari í 3,5% bifreiða. Sjúkrakassa var að finna í þriðj- ungi bfla og er það um helmings aukning frá 1984 þegar þeir fundust aðeins í 16% bifreiða. Höfuðpúðar í framsæti fundust í 97% bifreiða nú á móti 85,5% 1984. Höfuðpúðar í aftursæti vom í 27% bifreiða. Viðvörunarþríhymingur var í fimmta hverjum bfl og slökkvitæki í sjötta hverjum. 95% bfla vom með skráning- arskírteinin meðferðis og 70% ökumanna bif- reiða vom karlkyns og afgangurinn kvenkyns. Það hlutfall hefúr haldist nokkuð stöðugt síð- an 1984. Rúm 83% þeirra bfla, sem vom at- hugaðir, vom flokkaðir sem fólksbifreiðar, 11,2% vom jeppar og 5,6% sendibifreiðar. Sömu sögu er að segja um þetta og kynferði ökumanna, þetta hlutfall hefur haldist svipað síðan 1984. Bflar yngri en tveggja ára vom rúmlega einn fjórði af bifreiðunum og er það nokkur breyting síðan 1988 þegar 43,8% vom bflar yngri en tveggja ára. Lögin eru hvatning fyrir suma til að spenna beltin Þegar ÓIi H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs var inntur eftir því hvaða máli lagabreytingin skipti, sagði hann að hún skipti umtalsverðu máli vegna þess að hún væri stoð fyrir þá til að ná þessum tiltölulega fáu sem ekki spenna beltin. Eins og sæist best í þessari könnun væri meirihluti þjóðarinnar búinn að tileinka sér þessar breytingar, eins og það að nota belti í aftursæti og barnabfl- stóla, og það væri ánægjulegasti punkturinn í þessu. Nú væri sennilega eftir sá hluti fólks sem þyrfti einhvers konar hvatningu í formi eins og þessu. Þessi lagabreyting væri því tví- mælalaust til mikilla bóta og til hjálpar þess- um aðilum. Óli sagði að vonandi væri hægt að sjá breytingar í kjölfar þessara nýju ákvæða og það væri staðreynd að alvarlegum slysum hefði fækkað undanfarin ár og þeir hjá Um- ferðarráði telji að það sé ekkert eitt atriði, sem hafi eins mikil áhrif á það eins og aukin notk- un öryggisbelta, bæði á meðal barna og full- orðinna. Jafnframt væri ókannaður sá þáttur, sem áreiðanlega hefur haft einhver áhrif, en það væri aukin Ijósanotkun. Það kemur sér- staklega fram í sambandi við gangandi vegfar- endur sem sjái mun betur til bflanna heldur en áður. Á gatnamótum eru menn farnir að bíða eftir ljósum en ekki bflum og ef það kæmi einn ljóslaus inn á milli þá væri hann orðinn miklu hættulegri en hann var áður. Greinilegt samband er á milli flölda þeirra sem slasast alvarlega í umferðinni og fjölda þeirra sem nota bílbelti. Áríð 1987 þegar um helmingur landsmanna notaði bflbelti slösuðust 219 manns alvaríega á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma í ár þegar um 85-90% nota bfl- belti í framsæti bifreiða slösuðust aðeins 88 alvarlega í umferðinni. Þessi mynd var tekin í apríl eftir að ölvaður ökumaður hafði velt bifreið sinni í Breiðholti. Þetta er alvaríeg áminning um það að akstur og áfengi fara aldrei saman. Tímamynd: pjetur Aukin ljósanotkun hefði áreiðanlega sitt að segja í þessu sambandi. Aðspurður um ástæður fyrir minnkandi notkun bflbelta hjá ökumönnum bifreiða, sagði ÓIi að það væri nokkuð eðlilegt. 1988 voru tekin upp viðurlög við því ef menn not- uðu ekki belti í framsætum bifreiða og þá var mikil umræða og mikil áhersla var einmitt lögð á bflbeltanotkun. En þegar lagaskyldan var komin, slökuðu menn á varðandi áróður fyrir bflbeltanotkun og fóru að einbeita sér að ýmsu öðru. Niðurstaðan úr könnuninni sýnir okkur hins vegar að við máttum ekki laka á áróðrinum og við þurfum að halda áfram að segja fólki að spenna beltin. Á næstu mánuð- um mun þessum nýju lögum verða fylgt eftir af fullum krafti og nú mætti búast við heil- mikilli sveiflu upp á við í sambandi við bfl- beltanotkun í aftursætum. Óli sagði að það hefði ekki verið fyrr en um áramótin 1988/89 sem þau ákvæði gengu í gildi að bflbelti skyldu vera í aftursætum allra fólksbifreiða sem fluttar væru til landsins. Því þyrfti að hvetja þá sem ekki hafa bflbelti í aftursætum bfla sinna til að fá sér þessi öryggistæki. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að hlutfall þeirra, sem nota bflbelti í aftursætum, er ekki hærra. Áreiðanlega myndu þeir ná því að 90% þeirra, sem væru í aftursætum bfla með öryggisbelti, spenntu þau, en því væri miður, að þeir næðu líklega ekki því markmiði að fá 90% af þeim sem sætu í aftursætum til að spenna beltin einfaldlega af því að þau væru ekki til staðar í mörgum bflum. Sérstök athugun á ljósum, hjólbörðum og rúðuþurrkum Nú í haust mun Bflgreinasambandið og Um- ferðarráð gangast fyrir sérstakri athugun á Ijósum, hjólbörðum og rúðuþurrkum. Athug- unin fer fram um allt land á fjölda viður- kenndra verkstæða innan Bflgreinasam- bandsins. Um er að ræða samræmda athugun þessara öryggisþátta á verkstæðum, sem hafa verið viðurkennd í samræmi við gildandi regl- ur, og verður reglubundið eftirlit með þessum verkstæðum. Bifreiðaeigendum er boðin þessi sérstaka athugun á mikilvægum öryggistækj- um bifreiða sinna, m.a. til að ökumenn sjái betur til annarra vegfarenda og ekki síður til að aðrir sjái bifreiðar þeirra betur á ferð. Þessi skoðun kostar 600 krónur á flestum verk- stæðum fyrir utan hugsanlega varahluti. Umferðaráð hefur kynnt þessar lagabreyting- ar, sem verða 1. október, m.a. með því að senda bréf og bækling til foreldra allra barna á landinu átta ára og yngri og blaðið Tillit inn á öl! heimili landsmanna. Sjötta tölublað Tillits er að miklu Ieyti helg- að umferðalagabreytingunni. í blaðinu kemur m.a. fram að mun færri alvarleg umferðaslys urðu á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama árstíma undanfarin ár. 88 slösuðust al- varlega á þessum mánuðum í ár, en voru 219 árið 1987, en þá náði fjöldi slysa hámarki. Þessa jákvæðu þróun megi rekja til aukinnar notkunar öryggisbúnaðar í bflum, bæði í framsætum og aftursætum. Árið 1987 notuðu 47,7% ökumanna bflbelti á móti 84,2% í ár og 55% farþega í framsæti notuðu öryggisbelti árið 1987 á móti 87,9% í ár. Greinileg tengsl eru því á milli fjölda þeirra sem slasast alvar- lega í umferðinni og fjölda þeirra sem nota bflbelti. Fjöldi þeirra, sem taldir eru mikið slasaðir og þeirra sem fluttir eru á sjúkrahús eftir um- ferðarslys, hefur lækkað umtalsvert á hverju ári frá 1987. Fjöldi banaslysa virðist þó vera svipaður frá ári til árs en slysum á börnum hefur fækkað. Frá áramótum 1987 til júlfloka slösuðust 100 börn í umferðinni en á sama tímabili í ár voru þau 53. Þessi þróun er helst þökkuð auk- inni notkun á öryggisbúnaði fyrir börn í bfl- um og sagði Óli H. Þórðarson að þegar fréttir bærust af alvarlegum slysum þá fylgdi það oft að einn hefði sloppið ómeiddur og það sé yfir- leitt barn sem var í barnastól. Það er því nauðsynlegt að ökumenn sem og farþegar í bifreiðum taki höndum saman og allir, sem hafi belti til að spenna, spenni þau. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að alvarlegum slysum hefur fækkað gífurlega eftir að beltanotkun varð almenn og því ættu allir að sýna það í verki að þeim sé annt um sig og sína. Börn og fullorðnir eiga vera í bflstólum og með beltin spennt, ekki bara af því að það stendur í lögum, heldur vegna þess að það eykur öryggi þeirra í umferðinni um meira en helming. ■ •••' -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.