Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. sptember1990 Tíminn 13 rbvr\i\d\j ■ Mnr Kefiavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Reykjaneskjördæmi Kjördæmasamband framsóknarmanna boðar til formannafundar þriðjudaginn 2. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórn K.F.R. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verðurhaldinn sunnudaginn 30. september kl. 14.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Borgnesingar. nærsveitir Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 28. sept. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. i Unnur Virðum líf- Vemdum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfismál í Vestmannaeyjum Birna Þórhallsdóttir, áður í heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt að bera fram fyrirspurnir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garöarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldverður og kvöldvaka i umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttin fijáis. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi í Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband ffamsóknarkvenna SPEGILL Shirley MacLaine Shirley MacLaine hefur tekið ffam dansskóna á ný og hyggst nú einbeita sér aftur að leiklistar- Shirley McLaine hafði snúið baki við skemmtanaiðnaðinum og helgað sig sambandinu við fram- liðna, fyrri tilverustig og sitt innra sjálf. Undanfarin ár hefur hún ferðast um Bandaríkin og víðar og haldið fyrirlestra um þessi hugðar- efni sín. En nú hefur hún snúið aftur á svið og kveðst hætt öllu kukli. Shirley hafði einnig skrifað met- sölubækur um reynslu sína af öðr- um heimum og segir nú að hún hefði aldrei gert þessi áhugamál sín heyrinkunn ef hún hefði getað séð afleiðingar fyrir. Að henni hóp- uðust alls konar áhangendur sem helst vildu að hún yrði einhvers konar gúrú, tilbáðu hana sem and- legan leiðtoga og settu hana á stall. Þetta var ekki það sem frúin hafði hugsað sér. Hún kveðst hafa viljað leiðbeina fólki við að finna sínar eigin leiðir í lífinu og hvernig það ætti efla anda sinn með hugleiðslu og læra af reynslu fyrri tilverust- iga. Þegar hún fann að verið var að reyna að þröngva henni í hlutverk, sem hún vildi alls ekki leika, sagði hún hingað og ekki lengra. Hún tilkynnti áhangendum sín- um að hún hefði alls ekki hugsað sér að gerast andlegur leiðtogi þeirra og hoppaði niður af stallin- um í snatri. Shirley MacLaine er orðin 56 ára gömul og er mjög sátt við það. Hún segist ánægð með þau „kerl- ingahlutverk" sem henni bjóðist nú orðið og nefnir þar sérstaklega hlutverk það sem hún lék í „Stál- blómi“ í fyrra. Þau hlutverk færa henni heim sanninn um að hún geti leikið það sem hún á eftir ólif- að án þess að þurfa að ergja sig yfir því að árin færast yfir. Hún er lifandis fegin að hafa kom- ið sér úr þeim vítahring, sem hún hafði lent í, og nýtur nú lífsins heima hjá sér við lestur og hug- leiðslu. Keriingahlutverkin eru Shiriey Maclaine síður en svo á móti skapi. Hún segist vilja leika fram í andlátið. snýr aftur úr heimi framliðinna og fyrri tilverustiga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.