Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn LaugaFcfágur'29::öeptémbér499"0 Viðskiptaráðherra áminntur af hags- munafélagsskap bifreiðaeigenda: FÍB haf nar auk- inni bensín- skattheimtu „Álögur á bensín, eftir að greitt hefur verið innkaupsverð og flutn- ingskostnaður til landsins, valda yfir 500% hækkun frá innkaups- verði. Tekjur ísienska ríkisins af heildarinnflutningi bensíns á ár- inu, voru áætiaðar margir milljarðar króna, þar með talið veggjald. Það er þvt óþarfí og algjör óhæfa að tímabundnar deilur og hernað- arátök í Austurlöndum séu notuð sem ástæða fyrir skattahækkun á nauðsynjavörum, sem er háskattaðar fyrir." Þetta segir meðal annars í bréfi sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda sendi viðskiptaráðherra þann 10. september síðastliðinn í tilefni af umræðum um hækkun á bensín- verði vegna deilunnar við Persaflóa. í bréfinu segir ennfremur: Brauð úr lífrækt- uðu korni Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Bakariinu Grímsbæ að baka brauð úr lífræktuðu korni. Meðal þess sem er á boðstólum eru súr- deigsbrauð úr nýmöluðu korni, og er ekkert ger notað í þau. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bakaríinu er helsta markmið líf- rænnar ræktunar að rækta upp og efla frjósemi jarðvegsins til mót- vægis við þá eyðingu sem átt hefur sér stað. Við slíka ræktun eru ekki notuð neins konar eiturefni til að hefta vöxt meindýra eða sveppa og enginn tilbúinn áburður. Söluaðilar þessara brauða auk bakarísins að Efstalandi 26 eru verslunin Yggdrasill, Kárastíg 1, Náttúru- lækningabúðin, Laugavegi 25, Garðarsbúð, Grenimel 12, og Ferska, Sauðárkróki. —SE „Með hliðsjón af ofansögðu er það tillaga Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, að þær verðhækkanir á bens- íni, sem orsakast hafa af átökum við Persaflóa, verði ekki Iátnar hækka skatta á bensíni, heldur haldist skattar í krónum talið, á hvern bens- ínlítra óbreyttir. íslenska ríkið mundi halda öllum sínum tekjum af innfluttu bensíni, en ekki hagnast neitt á Persaflóa- deilunum. Ef óbreytt ástand ríkir varðandi skattlagningu á bensíni, hefur því verið spáð, að bensínlítr- inn muni hækka í næstu sendingu um 20 krónur pr.l. eða meira. Slíkt mundi leiða til verulegra og al- mennra kauphækkana. Ef notuð yrði sú aðferð til að mæta þessum vanda, sem bent hefur verið á hér að framan, mundi bensínlítri ekki hækka meira en um 6-9 krónur. FÍB fagnar því að aðilar vinnu- markaðarins taki undir tillögu sína og vona að tillagan nái fram að ganga." -khg. Staðarkirkja í Steingrímsfirði. Staðarkirkja í Stein- grímsfiröi endurbyggö Næstkomandi sunnudag, 30. september, verður hátíðarguðs- þjónusta í Staðarkirkju í tilefni af því að lokið er endurbygg- ingu kirkjunnar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun predika við guðsþjónustuna og Guðni Þór Ólafsson prófastur þjónar fyrir altari ásamt séra Ágústi Sigurðssyni, sóknar- presti á Prestsbakka. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sem átti frumkvæðið að end- urreisn kirkjunnar í heimsókn sinni á Strandir árið 1981, verður við- stödd athöfnina. Staðarkirkja er þriðja elsta hús á Ströndum, en hún var vígð árið 1855. Samtökin Minja- vernd hafa annast viðgerðirnar og hefur kirkjan nú verið endurbyggð í upphaflegum stfl, nema hvað turn- inn, sem er seinni tíma viðbót, hefur verið látinn halda sér. Þá hefur kirkjugarðurinn verið stækkaður og girtur vandaðri girðingu. Við guðsþjónustuna á sunnudag syngur kór Hólmavíkurkirkju. Org- anisti er Ólafía Jónsdóttir. Að guðs- þjónustu lokinni er gestum boðið til kaffisamsætis í Grunnskólanum í Hólmavík, þar verða flutt ávörp og ræður. —khg. Neytendasamtökin: Stöö tvö mismunar neytendum Neytendasamtökin telja ao Stöo tvö mísmuni neytendum þar sem stjórnendur Stððvarinnar ákváðu fyrir skömmu að umbuna þeim sem greiða áskriftargjaldið með greiðslukorti með bví að gefa þeim 5% afslátt en að láta þá sem staðgreiða gjaldið fá engan afslátt. Benda neytendasamtökin á að í þeim löndum þar sem sett hafi ver- ið löggjóf um greiðslukort sé með öllu óheimilt að veita þeim sem greiða með korti betri kjör en öðr- um. Neytendasamtökin skora því á stjórnendur Stöðvar tvö að gefa sama afslátt þeim sem staðgreiða áskriftargjaldið og þeim sem greiða með greiðslukorti. Neytendasamtökin skora jafh- framt á viðskiptaráðherra að heim- ila nú þegar innflutning á smjörlíki, til hagsbóta fyrir neytendur. Á síð- asta ári heimilaði ráðherra inn- flutning á takmórkuðu magni af smjörlíki og væntu neytendasam- tökin að í framhaldi af því yrði inn- flutningur á smjörlíki með öllu gef- inn frjáls. Sú hafi ekki orðið raunin og hafi innflutningur á þessari iðn- aðarvöru verið óheimill með öllu í rúmt ár. —SE Útboð L LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN Landsvirkjun óskar eftir tilboðurn í rafbúnað í stífluhúsum við Blönduvirkjun, samkvæmt útboðs- gögnum 9538. Verkiðfelur í sér hönnun, smíði, útvegun, uppsetn- ingu, prófun og gangsetningu á rafbúnaði í og við stífluhús. Helstu verkþættir eru: 11 kV rofabúnaður, 11/0,4 og 11/0,14 kV spennar, vararafstöð, 400 V rofa- búnaður, 110 V og 24 V jafnspennubúnaður, brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, Ijós, ofnar og strenglagnir. Skila skal rafbúnaðinum fullfrágengnum. Verkinu skal lokiö að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. október 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3000 krónur hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn 15. nóvember, 1990, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 14:00 að viðstöddum þeim bjóðend- um, sem þess óska. Reykjavík, 29. september 1990 Fagraberg fær viðurkenningu fyrir hreinlætisbúnað sinn Verksmiðjan Fagraberg hefur náð mjög góðum árangri í framleiðslu á hreinlætisbúnaði fyrir veitinga- hús og aðra er tengjast veitinga- rekstri. Nú þegar sér búnaður frá Fagraberg um uppvask og önnur þrif í um 70% af veitingahúsum landsins. Samt sem áður eru ekki nema tæp tvö ár síðan Fagraberg tók til starfa. Fagraberg hefur notað efni og uppskriftir frá þekktu skosku fyrir- tæki, Glenvil Products Limited, og eftir samstarf fyrirtækjanna sem hefur staðið í um ár, fannst Glenvil Fagraberg hafa sýnt það og sannað að framleiðsla þeirra væri í hæsta gæðaflokki. Af þeim sökum kom forstjóri söludeildar Glenvil, Glenn H. VVales, sérstaka ferð til íslands til þess að veita Fagrabergi viður- kenningu fyrir góðan árangur í framleiðslu sinni. Pétur Már Sig- urðsson, eigandi Fagrabergs, veitti viðurkenningunni viðtöku í sér- stöku hófi er fram fór í Veitinga- höllinni fimmtudaginn 27. septem- ber. Að sögn Péturs Sigurðssonar hjá Fagrabergi hafði hann spurst fyrir um það hjá veitingahúsunum ^^^^^^U .^WM ^^ ^L\ ' MWWa B pjtTl ¦ WÁ 1 Pétur Sigurðsson, Fagrabergi, tekur hér við viðurkenningarskjali af Glenn H. Wales hjá skoska fyrirtækinu Glenvil. Tímamynd: Ami Bjama hvaða þjónustu þau vildu fá við hreingerningarnar. Svarið var að þau vildu ekki vita af uppvaski og hreingerningum. Fagraberg lagði því allt í að gera sem best fyrir veit- ingahúsin og það hefur greinilega tekist því árangurinn í sölu er gíf- urlegur. Pétur sagði einnig að þeir notuðu öflugustu hreinsiefnin og með því næðist bæði betri árangur og meiri hagkvæmni. Því væri framteiðsla þeirra mun ódýrari en framleiðsla samkeppnisaðilanna. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.