Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. september 1990 Tíminn 5 Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisvaldið stærsti óvinur sveitarfélaga Davíö Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði í ræðu sinni á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær að ríkisvaldið ætti að leggja af stóra bróðurs-ár- áttu sinni og fara að skilja það að sveitarstjórnirnar hafi það fram yfir fjarlægt ríkisvald að þær geti metið af meira raunsæi en ríkis- valdið þarfir sinna íbúa vegna nálægðarinnar og vegna sinnar sér- stöku staðarþekkingar. Davíð sagði að verkefnatilfærsla, sem átt hefur sér stað milli ríkis og sveitarfélaga, væri að nokkru leyti áfellisdómur fyrir sveitarfélögin. Ein meginröksemdin fyrir því í hvaða farvegi verkefnatilfærslan er núna sé sú að sveitarfélögin eða þorri þeirra séu of vanmáttug til að sinna ákveðnum þáttum og ríkið væri ekki tilbúið til að bæta stöðu þeirra svo þau gætu verið þess megnug. Ábyrgð ríkisins hefði því vaxið, en ábyrgð sveitarfélaganna minnkað. Frumvörp sem áttu að auka valdsvið og verkefni sveitarfé- laganna hafa oftar en ekki snúist upp í andhverfu sína. Hið endanlega vald er fært frá sveitarfélögunum til nefnda á vegum ríkisins. Alls kyns lagaóvissa og lagaklúður væri þekkt meðal sveitarstjórnarmanna og væri með öllu óþolandi. Nýjasta dæmið um algjört klúður varðandi málefni sem heyri nú undir sveitarfélög, sagði Davíð vera lög um húsnæðis- nefndir sveitarfélaga. Þau væru þannig úr garði gerð að þau beinlín- is kalli á ágreining og fjölbreyttar lagaskýringar út og suður. Til að bæta gráu ofan á svart væru sveitar- félögunum síðan sendar skýringar um að til hafi staðið að segja í lög- unum eitthvað allt annað en í þeim standi og sveitarfélögunum sé því rétt að fara eftir því sem löggjafinn hefði átt að segja í lögunum en ekki því sem hann sagði í lögunum. Dav- íð sagði að þessum lögum hefði ver- ið húrrað í gegnum þingið í pati á síðustu dögum þess og þessi vinnu- brögð bitni á öllum þeim sem síðan sé gert að fara eftir slíkum lögum. Davíð sagði að á næstu tíu árum muni það skipta mestu fyrir sveitar- félögin að þeim takist að knýja rfkis- valdið til að virða þau og treysta og láta af hinu óþarfa stóra bróðurs- hlutverki eða að minnsta kosti að fara betur með það. Sveitarfélögin verði líka sjálf að leita leiða til að skapa sér auknar tekjur, m.a. með einkavæðingu, og þá með þeim hætti að stofna til hlutafélaga um einstök verkefni sem verða að öllu eða mestu leyti í eigu sveitarfélag- anna til að byrja með, en verði síðan seld íbúum sveitarfélaganna. Fjöl- mörg sveitarfélög gætu með því bætt fjárhagsstöðu sína án þess að auka skatta. Davíð sagðist ekki hafa séð neinar breytingar til batnaðar með tilkomu hins nýja umhverfisráðuneytis. Kostnaðurinn við það væri töluverð- ur, en sveitarfélögin hafi lítið séð koma úr þeirri átt sem gagnast mætti. Það ráðuneyti hafi ekki haft neina burði til að veita fjármunum í þá átt til að efla umhverfisvarnir og stuðla að bættu umhverfl. Davíð sagðist óttast að það verði í fram- haldinu lítið annað en „nöldurs- ráðuneyti" sem muni virka eins og þrýstihópur á sveitarfélögin með at- hugasemdum og umkvörtunum um hitt og þetta en leggi í rauninni sjálft sáralítið af mörkum. Davíð sagði að mjög mikilvægt væri fyrir sveitarfélögin að standa saman í sem flestum greinum gegn ríkisvaldinu og láta ekki ota sér hvert gegn öðru og búa til ímyndað- an fjandskap þeirra á milli. Ríkis- valdið hefði stundum leikið þann Ijóta leik að reyna, þegar rætt væri um skil milli hluta ríkis og sveitar- félaga, að ala á úlfúð og tortryggni milli sveitarfélaganna sjálfra og sagði Davíð að þetta mætti ekki láta viðgangast. Nauðsynlegt væri að stækka einingarnar, sem eigi að tak- ast á við verkefnin, og það verði að einbeita sér að því að styrkja og stækka sveitarfélögin, þannig að þau verði færari um að takast á við verkefnin og til að ná fram betri samningsaðstöðu í samningum við rfkið. Nýtt, ófrosið lambakjöt verður á boðstólum í flestum verslunum lands- ins næstu daga og vikur, enda stendur sláturtíö nú sem hæst Bænd- ur hafa aö undanfömu lagt sérstaka áherslu á að neytendum verði gefinn kostur á að njóta nýja lambakjötsi ns sem mest og best og hvatt alla þá, sem koma nærri sölu lambakjöts, til að sjá um að svo geti orð- Ið. Hér má af þessu tilefni meðal annarra sjá þá Hauk Halldórsson, formann Stéttarsambands bænda, og Jóhannes Kristjánsson, for- mann Landssamtaka sauðfjárbænda, við afgreiðslu i kjötdeild Hag- kaups, Kringlunni, i gær. Tímamynd: Pjetur Jóhanna Sigurðardóttir: Vön útúrsnúningum af hálfu borgarstjórans Ummæli Davíðs á landsþinginu voru borin undir Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra, og sagðist hún vera aldeilis hissa á manninum. Kvaðst hún vona að Davíð hafi séð á síðastliðnum þrem eða fjórum árum að ríkis- stjórnin hefur stuðlað að mikilli valddreifingu milli ríkis og sveitar- félaga og flutt þar verkefni í mikl- um mæli frá ríki yfir til sveitarfé- laga, jafnframt bví að með laga- setningum á undanfomum árum hefði fjárhagslegt svigrúm sveitar- félaganna verið stóraukið, þannig að þetta væri náttúrlega út í hött hjá Davíð. Auðvitað ætti maðurinn að haga orðum sínum þannig að það kæmi ekki út eins og ríkið og sveitarfé- lögin væru andstæðingar. Rfki og sveitarfélög væru að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum fyrir íbúa þessa lands og ættu auðvitað að vera samherjar í baráttunni en ekki andstæðingar, eins og Davíð væri að draga þarna fram, sem væri náttúrlega alrangt Aðspurð um það hvort'Iög um húsnæðisnefndir sveitarfélaga væru lagaklúður, eins og Davíð vildi meina, sagði Jóhanna að hún væri vön útúrsnúningum af hálfu borgarstjórans í Reykjavík og hún væri því vön að þessi maður áliti sig hafinn yfir það að fara eftir lög- um og reglum í þessu landi. Það kæmi henni ekkert á óvart úr hans munni. Jóhanna sagði að hann ætti lfka að lfta á þessa lagasetningu, sem hann væri þarna að gera lítið úr, í því ljósi að þar væri verið að auka verkefni sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Það væri nú einu sinni svo með verkamannaíbúða- kerfið að það hafi raunverulega ekki verið á hendi sveitarstjóm- anna, en með húsnæðisnefndum væri verið að færa aukin verkefni í húsnæðismálum yfir til sveitarfé- laganna. Þetta væri því bara bull, eins og oft kæmi út úr munni þessa manns. Þegar Jóhanna var innt eftir því hvort ríkisvaldið væri að ota sveit- arstjórnum saman og skapa úlfúð á milli þeirra, sagði hún að þessi rík- isstjórn hefði verið m.a. með breyt- ingum á tekjustofnalögunum að styrkja sveitarfélögin úti á lands- byggðinni gagnvart Reykjavík. Það gengi náttúrlega ekki að sveitarfé- lögin úti á landsbyggðinni séu hornreka meðan Reykjavfk sogi til sín fjármagn í gegnum ýmsa þætti í fjármálapólitík sveitarfélaganna og þessari mynd hafi þessi ríkis- stjórn verið að breyta. Davíð væri kannski óhress með það, en þau væru að stuðla með þeirra gjörðum í þessari ríkisstjórn að jafnvægi í byggð landsins og svo virtist vera sem Davíð skildi það kannski ekki. Þegar Jóhanna var spurð um það Jóhanna Sigurðardóttir. hvort ríkið væri að skerða völd sveitarfélaganna með ýmiss konar lagasetningum, eins og kom fram í ræðu borgarstjóra, þá sagðist hún ekki vita hvar þessi maður hefði al- ið manninn undanfarin þrjú til fjögur ár. Núna sé komið í höm eitt stærsta baráttumál sveitarfélag- anna, sem væri verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og aukin verkefni þar sem verið væri að færa frum- kvæði, framkvæmdir og fjárhags- lega ábyrgð í auknum mæíi yfir til sveitarfélaganna og þess vegna viti hún ekki hvar þessi maður hafi alið manninn fyrst hann geti látið slíkt út úr sér á þessari stærstu sam- komu sveitarfélaganna. —SE Alþýðubandalagið á Suðurlandi Opinn fundur um málefni garðyrkjunnar Alþýðubandalagið á Suðurlandi boðar til opins fundar um málefni garðyrkjunnar í Aratungu þriðjudaginn 2. október kl. 21.00 Frummælendur verða: Hjördís B. Ásgeirsdóttir. Kjartan Ólafsson. Magnús Ágústsson. Steingrímur J. Sigfússon. Örn Einarsson. Steingrfmur J. Sigfússon Margrét Frlmannsdóttir Fundarstjóri: Margrét Frímannsdóttir ' Allirvelkomnir. Alþýðubandalagið á Suðuriandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.