Tíminn - 29.09.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 29.09.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 29. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Siml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreiflng 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prerrtun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um heigar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Valddreifing Byggðahreyfingin (Jtvörður hefur sent frá sér sérstakt rit, sem að mestu er helgað ítarlegri samantekt Sig- urðar Helgasonar, fyrrv. sýslumanns, um hvernig hátt- að er lagi sveitarstjórnarmála á Norðurlöndum, þar sem sýnt er fram á að valddreifing í opinberri stjórn- sýslu er miklu meiri í nágrannalöndum okkar en á ís- landi, að því leyti að í þeim öllum er „þriðja stjórn- sýslustigið" virkt í raun. Þessi greinargerð á erindi í umræður stjórnmálamanna og sveitarstjórnarmanna um skipan þessara mála hér á landi. Má taka undir með Sigurði Helgasyni að í þessu efni er vert að leita fyrirmynda hjá frændþjóðunum og þarf ekki stjórnar- skrárbreytingu til að svo megi verða sem þar er. Umhverfi og saga I ofannefndu riti Útvarðar eru ýmsar fleiri greinar, sem eiga erindi við íslenska ráðamenn. Hér verður vísað til kafla í grein eftir Sjöfn Halldórsdóttur þar sem hún gerir ógnir mengunar og umhverfisspjalla að hugleið- ingarefni. Henni farast svo orð: „Það er skoðun mín að við þurfum að vera vel á verði í mengunarmálum. Ég tel það dýrmætasta eign þjóð- arinnar, ef við getum varðveitt óspillta náttúru og að landið okkar og sjórinn í kringum landið verði sem hreinast. Ég hef mikla trú á að hér muni í framtíðinni verða áframhaldandi mikilvæg matvælaframleiðsla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Skiptir þar mestu, ef við getum bent á að afurðir okkar séu lausar við margvíslega mengun, sem nú hrjáir allt mannkynið. Fæstir gera sér grein fyrir því, að lömbin t.d. afla fæðu sinnar á skömmum tíma að mestu úr sérlega heil- næmum og fjörefnaauðugum gróðri og er enginn vafí á því að afurðirnar eru gæðamiklar og ættu að vera eft- irsóttar. Ég tel að við höfum staðið illa að því að aug- lýsa sérstaklega hollustu landbúnaðarframleiðslu okk- ar. Þá vil ég lýsa ánægju minni með vaxandi ferðaþjón- ustu um landið allt og tel ég þar að Ferðaþjónusta bænda hafi sannað sitt ágæti Landið okkar er óvenju fagurt og hreint og það kem- ur best fram í því, hve ferðaþjónustan hefur eflst á skömmum tíma. Ég tel því farsælast að heimamenn eigi sjálfir að ráða mestu í umhverfismálum, því að það brennur heitast á þeim, ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málaflokki. Ég tel einnig að skoða verði stóriðjumál mjög vel út frá margvíslegri mengunarhættu og auðvitað verður að fara mjög varlega í allri ákvörðunartöku því að tjónið gæti orðið óbætanlegt.“ Þá víkur Sjöfn að rækt þjóðarinnar við sögu sína og söguminjar og segir: „Þá vil ég að lokum leggja áherslu á að héruðin eiga sjálf að hafa forystu í varðveislu sögufrægra staða og fornminja. Hér eru mikil verkefni að vinna að í fram- tíðinni. Hvert hérað verður sjálft að hafa forystu í þess- um málum og fá sem flesta íbúa í lið með sér. Saga okkar íslendinga er ríkur þáttur í lífi þjóðarinnar og við eigum að stuðla að því að varðveita sögulega staði og á þann hátt að gera þjóðina betur meðvitaða um þennan dýrmæta fjársjóð." SKÓLAKENNARI sem kvað búa yfir haldgóðri þekkingu á stærðfræði og hefur um skeið kennt stúdentum hagvísindi og reyndar þjóðinni allri í gegnum fjölmiðla, átti nýverið viðtal við prófessor í hagfræði við Háskóla íslands og rak suma hverja sem lásu í rogastans vegna fullyrð- inga um að íslendingar sæktu hratt fram til fátæktar og ör- birgðar á heimsmælikvarða. Þessi ummæli dr. Þráins Egg- ertssonar prófessors í tímaritinu Þjóðlífi vöktu athygli einstakra lesenda og fjölmiðlar skýrðu frá þeim í rokufréttastíl og aðeins var íað að þeim í vitrænni skrif- um. Guðmundur Ólafsson tók viðtalið við Þráin og skrifaði jafnframt um nýútkomna bók eftir prófessorinn, sem mun vera gott innlegg í fræðimannslega umræðu hagfræðinga. Það sem dr. Þráinn sagði í við- talinu og athygli vakti var nánast það að íslendingar stefndu hrað- byri í átt til fátæktar og að um aídamót yrðu þeir fátækasta þjóð Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hagvöxtur er Iítill sem enginn og á enn eftir að hægja á honum ef heldur sem horfír. Til viðbótar þessum hremmingum hélt próf- essorinn því fram að fiskveiði- þjóðir við norðanvert Atlantshaf eyðilegðu vísvitandi blómlega atvinnuvegi sína og hagkerfi. í því sambandi nefndi hann Ný- fundnaland, Grænland, Færeyj- ar og Norður-Noreg auk fslands. Smáatriði vantar inn í rök Þrá- ins um dapra framtíð íslendinga. Hann skýrir ekki frá, að minnsta kosti ekki á eins skiljanlegan hátt og niðurstaða hans er, hvað farið hefur úrskeiðis og hvers vegna þjóðin er að fremja efna- hagslegt sjálfsmorð. Eitthvað er talað um stefnu- breytingu en hver hún á að verða eða hver æskileg viðbrögð eru vænleg til aðbægja hættunni frá er ekki að finna í umfjöllun þeirra hagfræðinga. Ef til vill er það í umræddri bók prófessorsins, sem skrifuð er á ensku hagfræðimáli fyrir hag- fræðinga, sem út af íyrir sig er ekki að lasta. En ef hins vegar að niðurstaðan er eins skýr og framtíðarspáin, ætti að vera hægt að útskýra forsendur hennar á skiljanlegu máli. r Orökstuddar fullyrðingar eða lærðar niðurstöður? Ekki skal dregið í efa að dr. Þrá- inn hafi rétt fýrir sér og að ís- lendingar muni lepja dauðann úr skel um árþúsundaskiptin. En sú krafa hlýtur að vera gerð til prófessors við Háskóla íslands og háskólakennara í hagvísind- um að þeir séu ekki að gera sér leik að því að sletta fram órök- studdum fullyrðingum um jafn- alvarlegt efni og örbirgðarspáin er. Dr. Þráni ber skylda til að rök- styðja ályktun sína betur því fræðimenn við opinbera menntastofnun geta ekki gert kröfu til að vera alveg stikkfrí eins og höndin sem skrifaði „mene tekel“ á vegginn forðum daga. Þau yfirnáttúrlegu undur voru heldur ekki eins auðskilj- anleg og fullyrðing prófessorsins um ört hnignandi efnahag þjóð- arinnar. Meðal margra spurninga sem vakna vegna orða dr. Þráins er sú hvað áleitnust, hvað aðrir hag- fræðingar hafa um hana að segja. Er þetta marklaust bull sem ekki er orðum eyðandi á eða eru haglærðir klumsa yfir niður- stöðunni? Hvað segir Hagdeild Seðla- bankans, sem alltaf er að leið- beina þjóðinni, um sárafátækt þjóðarbúsins eftir örfá ár? Þjóðhagsstofnun hefur ekki gefið út neina viðvörun um efna- hagshrun. Hagfræðingar og aðrir efna- hagsvitmenn þegja þunnu hljóði um framtíðarhörmungina og ekkert rit eða sérútgáfa um efna- hags- og viðskiptamál virðist hafa séð eða heyrt neitt um að þjóðarbúið sé rétt í þann mund að stingast á hausinn og vandséð er um hvort það nær að standa á eigin fótum eftir fallið. Aðrir prófessorar í hagfræði- deild depla ekki auga og halda jafnvel áfram kennslu eins og ekkert hafi í skorist og halda kannski að fátæktarhremmingin sneiði hjá Vatnsmýrinni þegar hún leggst af fullum þunga á aðr- ar byggðir, stofnanir og fyrirtæki. Þagað þunnu hljóði Stjórnmálamenn hafa hvorki tekið undir ragnarakakenningu dr. Þráins né mótmælt henni. Er þeim þó málið skylt þar sem þeir móta efnahgsstefnu hverju sinni og framfylgja henni og áreiðan- lega eru einhverjir meðal þeirra sem reyna að sjá lengra til fram- tíðar en til næstu kosninga. Alla- vega er þeim málið skylt og ættu að láta sig framtíðarheill þjóðar- innar varða. Verkalýðsfrömuðir og aðrar fé- lagshyggjuhetjur einskorða sig ýmist við að halda þjóðarsáttina eða brjóta hana niður og mega ekki vera að því að hyggja að hverjir verða orðnir öreigar um aldamótin, eða hvort þjóðarsátt verður þá um fátæktina. Eigendur atvinnutækjanna og athafnamenn margs konar eru yfirleitt óragir að láta Ijós sín skína þegar þeim finnst eitthvað vera sér andstætt, svo sem ríkis- afskipti af öðru en að styrkja fyr- irtækin og borga skuldir þeirra, þegja sem aðrir þunnu hljóði yf- ir fátæktarspánni og er eins og að fyrirtækjum landsins komi ekkert við að þau verða komin að fótum fram eftir tæpan áratug. Prófessorinn í hagfræði við Há- skóla íslands hafði orð á því í viðtalinu, sem engin viðbrögð fást við, að sitthvað væri bogið við fiskveiðistefnuna hérlendis sem annars staðar á Norður-Atl- antshafi, en láðist að leggja fram rökstudda gagnrýni. Bölmóður og bjart- sýni eftir því hvaðan vindurinn blæs Stærðfræðingar og eðlisfræðing- ar sem starfa við Háskóla íslands eða í tengslum við hann hafa gert rannsóknir og líkön af auðlind- um og nýtingu þeirra, svo sem varðandi fiskistofna og sjávarút- veg, og einstaka lærður maður stingur niður penna og skrifar í blöð þarflegar upplýsingar handa almenningi. Þannig er t.d. hægt að sjá hvort meira hafist upp úr álvinnslu eða fiskvinnslu og við hvaða upphæðir í rafmagnsverði ber að miða þegar arðsemi orku- vera er reiknuð út. Um þetta eru ágætir raunvísindamenn að fræða okkur í moggagreinum og trúir maður þessu öllu þangað til næsti lærði maður setur grein í blað og sannar að það sem áður er skrifað sé rangt og forsendur og niðurstöður allt aðrar en þær voru hjá öðrum lærðum manni fyrir örfáum dögum. Þeir sem reyna að fylgjast með lærðum skrifum vel menntaðra manna og trúa rökum þeirra sveiflast því iðulega milli bjart- sýni og bölsýni varðandi hinar ýmsu atvinnugreinar, auðlindir, byggðarlög, frjálsa markaðskerf- ið, velferðina og hvaðeina sem um er fjallað af sannfærandi rök- hyggju. En rök dr. Þráins fyrir yfirhell- andi fátækt hafa enn ekki komið fyrir augu eða eyru almennings og stjórnenda. Þau eru sjálfsagt góð og gild og ef til vill liggja þau í augum uppi. Samt er nauðsyn- legt að þau séu opinberuð og þar sem enginn véfréttarstfil er á framtíðarspá hans hljóta for- sendurnar að vera greinilegar og auðskildar. Spádómsgáfa og ályktunarhæfni í raun eru menn alltaf að spá í framtíðina. Allar áætlanir og skipulag eru við það miðuð. En yfirleitt er spádómsgáfan tak- mörkuð og lítils virði. Það er ályktunarhæfnin sem gildir. En hún virðist oftar en ekki vera sjaldgæfari guðsgjöf en hæfileikinn til að spá í bolla, spil eða talnaraðir. Yfirleitt er óskhyggjan ályktun- arhæfninni yfirsterkari og for- sendur og rök hennar stjórnast af því sem maður vill sjá og skilja. Allir læsir og ályktunarbærir menn vita að olíuforði heimsins er takmarkaður og gengur brátt til þurrðar. Samt miðast allt efhahagskerfi heimsins við að ótakmarkað sé til af ódýrri olíu í veröldinni og verði um ókomna tíð. Þótt eyðslan aukist með ári hverju og ótakmörkuð græðgi olíuríkjanna auki stöðugt fram- leiðslun hlíta þau ekki einu sinni eigin kvótatakmörkunum. Stríð um olíulindirnar skiptir sáralitlu máli í þessu samhengi og hvort það er þessi eða hinn einræðisherrann sem hirðir gróðann á meðan hann gefst.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.