Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. september 1990 Tíminn 7 I bili hefur tekist góð samstaða meðal ríkja heims um að hver og einn megi ekki hrifsa til sín auð- lindir annarra með ofbeldi og er ástæðan fyrst og fremst sú að efnahags- og athafnakerfi flestra eða allra þjóða eru svo háð stöð- ugu olíustreymi að ekkert má út af bera hvað varðar olíufram- leiðslu og dreifingu. Sverðin eru því slíðruð á flestum öðrum víg- stöðvum því sameiginlegir hags- munir allra eru að olían haldi áfram að renna og brenna. En þegar olíuþurrðin fer að segja til sín fyrir alvöru er hætt við að enginn verði bróðir annars í þeim leik að sölsa undir sig síð- ustu birgðirnar. Enn hafa ekki fundist orkugjaf- ar sem geta komið í stað olíu nema að takmörkuðu leyti og á meðan olíuríkin pumpa við- stöðulaust úr þverrandi brunn- um eru ekki gerðar alvarlegar til- raunir til að aðlaga veröldina minnkandi olíueyðslu og menn tauta kæruleysisleg: Koma tím- ar, koma ráð. Tímamir koma, en koma ráðin? Víst er það að tímar koma, en koma ráð? Opinbert húsnæðislánakerfi er um það bil að syngja sitt síðasta og þóttust einhverjir sjá galla á því sköpunarverki fyrir alllöngu og má lengi stæla um hvort það er gott eða slæmt. Það er auðsjá- anlega gott fyrir suma en verra fyrir aðra, svo sem eins og ríkis- sjóðinn sem borgar vextina fyrir þá sem gott hafa af kerfinu. Þótt margir hafi sífrað um að kerfi þetta gangi ekki upp til lengdar og muni verða gjaldþrota hefur dregist á langinn að fá skorið úr deiluefnum um lífdaga þess og viðbúnaður því allur í lág- marki þegar úrskurður kom. Það var Ríkisendurskoðun sem kvað upp úr um hvenær gjald- þrotið verður fullkomnað. Þeim dómi hefur ekki verið mótmælt og nú virðist liggja fyrir sem staðreynd, það sem einstaka menn grunaði áður og sannað var með einföldum framreikn- ingi. Þar sem vandamálið virðist liggja ljóst fyrir er nú hægt að gera ráðstafanir, kannski skyn- samlegar, til að koma í veg fyrir að opinbera húsnæðislánakerfið bíði skipbrot í fyllingu tímans. Fyrirbyggjandi aðgerðir eða læknisdómar Læknisfræðin og heilbrigðis- kerfíð leggja æ meiri áherslu á að viðhalda heilbrigði fremur en að lækna sjúkdóma. Þetta flokkast undir fyrirbyggjandi aðgerðir og þykir sjálfsagt. Að viðhalda líkamsheilbrigði er miklu mikilvægara, ódýrara og heilbrigðara en að Iáta sjúkdóma grafa um sig í líkama eða sál, eða í hvoru tveggja, og fara svo að stunda lækningar og meðferðir þegar allt er komið í óefni. Þetta á við á miklu fleiri sviðum en hvað varðar skrokk og önd mannsins, svo sem eins og bfíinn hans svo lengi sem bensíndropi er aflögu. Bfíl gengur ekki lengi án viðhalds og á honum eru framkvæmdar skylduskoðanir hvort sem eigandanum líkar bet- ur eða verr. Ef hagfræðingur sem skoðar efnahagskerfi og atvinnulíf heill- ar þjóðar og beitir athyglisgáfu sinni og lærdómi til að sjá að það er komið að fótum fram, lætur sér nægja að kveða upp ömur- lega framtíðarspá er hætta á að honum verði ekki trúað. Hann hlýtur að benda á hver sjúkdómseinkennin eru, því á þeim byggist niðurstaðan eða spáin. Það er síðan stjórnmálamanna og margs kyns hagsmunaaðila, sem í þessu tilfelli eru öll þjóðin, að færa hlutina til betri vegar og ieita leiða fram hjá þeim ógöng- um sem stefnt er í, samkvæmt framtíðarspá dr. Þráins Eggerts- sonar. Draumur verður að martröð Ef aðrir hagfræðingar, eða aðrir sem lærdóm hafa til að bera til að reikna sig inn í framtíðina og sjá fyrir þróun, komast að svipaðri niðurstöðu, væri ekki aðeins fróðlegt heldur nauðsynlegt að frétta af þeim spám, eða öllu heldur niðurstöðum. En fari prófessorinn með fleipur er líka nauðsynlegt að sýnt verði fram á að svo sé, því það er áreið- anlega afskaplega óhollt fyrir bæði efnahagslífið og geðheilsu þjóðarinnar að framtíðardraum- urinn snúist upp í martröð þar sem barist verður við basl og ör- birgð. Hér er á ferðinni miklu stærra mál en svo að hægt sé að láta eins og ekkert sé, því ábyrgir að- ilar verða að taka mark á ábyrgri rödd, að maður skyldi ætla, úr Háskóla íslands. Því er ekki að neita að margt sýnist þurfa að varast og vítin eru fyrir hendi. í margtilvitnuð- um orðum dr. Þráins vísaði hann til annarra fiskveiðiþjóða við norðanvert Atlantshaf og hvern- Timabréf; Pjetur ig svo virtist sem þær séu að leggja efnahag sinn í rúst án þess að hafast neitt að til að fyrir- byggja það. Vísa má til að Grænlendingar eru farnir að leggja togurum sín- um og er ekki ljóst fyrir stafni í siglingu þeirra á morgni fullveld- is. Helmingur fiskiskipaflota Fær- eyinga er til sölu og kvað fást fyr- ir lítið. Skuldir Færeyinga eru hrikalegar og ofooðsleg offjár- festing í skipum, vegagerð og ýmsu öðru, sem til framfara átti að horfa á sínum tíma, kippir fót- unum undan efnahagslífinu í stað þess að efla það. íslenskir atvinnuvegir eru mun fjölbreyttari en þeirra grann- þjóða sem hér eru nefndar, og matarholur fleiri. Þá eiga íslend- ingar sér orkugjafa sem vart eiga sinn líka meðal annarra þjóða og möguleikar eru miklir til að hér blómgist gjöfult efnahagslíf, sé rétt á málum haldið. Því er það að forsagnir um að allt stefni í kaldakol á næstu ár- um koma áreiðanlega mörgum á óvart og eru enda rétt mátulega trúverðugar. Heimskulegt væri samt að skella skollaeyrum við þeim og ekki veldur sá er varar. En strákar eiga heldur ekki að hrópa: Úlfur! úlfur!- nema þeir viti að ófétið sé komið í lambféð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.