Tíminn - 29.09.1990, Síða 8

Tíminn - 29.09.1990, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. september 1990 Svanfríður Jónasdóttir, varaþingmaður í Norðurlandskjördæmi y eystra og aðstoðarmaður fjármálaráðherra: Alver ekki endilega heppilegt Eyjafirði Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og varaþingmaður Alþýðubandalagsins, hefur verið orðuð við framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Svanfríður sagðist aðspurð ekki vera á leið í framboð fyrír Alþýðuflokkinn: „Ég var búin að heyra þá kjaftasögu, að ég værí á leið í framboð fyrir kratana í Norðurlandskjördæmi eystra. Ég tók henni nú bara eins og öðrum kjaftasögum, meira sem brandara en öðru. Þannig að þeg- ar Tíminn birti hana eins og um frétt værí að ræða, þá kom það mér í opna skjöldu, ekki síst það að sagan virðist hafa veríð borín undir einhveija aðra, en ekki mig.“ Svanfríður er í helgarviðtali Tímans í dag og ræðir hún um framboðsmál sín og stjómmálaviðhorf. Er eitthvert fararsnið á þér frá Norður- landskjördæmi eystra, í framboð annars staðar? „Ég geri mér grein fyrir því, að þessi saga sem fréttin byggir á sem og fleiri, er til- komin vegna þess að fólk er að velta vöng- um yfir því hvað ég komi til með að gera í framboðsmálum. Eg hef satt að segja ekki gert það upp við mig sjálf, en í fyrra sagði ég í viðtali við dagblaðið Dag á Akureyri, að ég myndi ekki fara í annað sætið. Það er í rauninni yfirlýsing af minni hálfu um, að ég ætli mér ekki að sitja á varamannabekk lengur. Ég er búin að vera varaþingmaður tvö kjörtímabi! og ef ég ætla mér að halda áfram í pólitík, þá geri ég það í fullri al- vöru, verð þátttakandi og meira mótandi í pólitík heldur en verið hefur.“ Ert þú þar með að segja, að þú stefnir á fyrsta sætið fyrir Alþýðubandalagið í Norð- urlandskjördæmi eystra, eða í einhverju öðru kjördæmi? „Ég neita því ekki að fólk hefur rætt við mig um ýmsar hugmyndir, en ég er ekki búin að gera það upp við mig, hvort ég yf- irhöfuð held áfram í landsmálapólitík. En ef ég held áfram, þá er það til þess að taka þátt af fullri alvöru, en ekki sem varamað- ur fyrir einhvem." Hefúr Vettvangsframboð komið til tals í Norðurlandskjördæmi eystra? „Ekki hef ég heyrt af því.“ Mismunandi áherslur innan flokksins Deilur í Alþýðubandalaginu hafa rist djúpt og þær voru mjög áberandi í kringum sveitarstjórnarkosningarnar. Átt þú von á breytingum fyrir alþingiskosningar? „Deilur í Alþýðubandalaginu eru með þeim hætti, að þær setja óhjákvæmilega svip á flokkinn, ekki bara starfslega, heldur endurspeglast þær einnig í framboðum. Það er í sjálfu sér sprottið af því, að flokks- menn hafa ekki sameiginlega gert upp við sig hvert flokkurinn á að stefna. Að mínu mati eru mjög mismunandi áherslur uppi um það, hvaða framtíð menn vilja sjá þess- um flokki. Gróft skipt er annars vegar hóp- ur sem vill sjá „hreinan" sósíalískan flokk, sem óhreinkar sig ekki með málamiðlun- um. Hins vegar er hópur sem vill sjá breið- an flokk jafnaðarmanna með nýjar áhersl- ur í efnahags- og atvinnumálum, og þar með grundvöll til að skapa raunverulegt velferðarkerfi á íslandi. Þegar flokkar eru ekki stærri en Alþýðu- bandalagið, þá hljóta allar deilur að verða persónulegri. Það verður erfiðara fyrir fólk að halda sig á málefnagrunni þegar fáir deila, en ef um stærri hópa væri að ræða. Því hafa allar deilur tilhneigingu til að verða persónulegri og þar af leiðandi harð- vítugri. Það er aldrei gott að sjá fyrir hvernig fólk hagar sér þegar fer að líða að kosningum. Miðað við reynsluna frá því í vor og það hvað menn leyfðu sér að vera úfnir í þeim slag, ekki síst í Reykjavík, þá óttast ég að veturinn muni ekki hafa í för með sér miklar sættir um framboðsmál Al- þýðubandalagsins." Verður álmálið helst til umræðu á mið- stjórnarfundi flokksins, sem fyrirhugaður er í lok október n.k.? í fyrsta lagi vil ég segja, að ég hefði talið tímabært að halda miðstjórnarfund mun fyrr. Það eru ýmis stór mál, ekki bara álmál, heldur nefni ég til dæmis búvörusamning, sem flokks- menn hefðu svo sannarlega þurft að fá tækifæri til að ræða áður en þau gengju lengra. Ef miðstjórnarfundur verður hald- inn núna á næstunni, þar sem fyrst og fremst á að ræða um álmál, þá er auðvitað ekki hægt á þessari stundu að gera sér grein fyrir hver niðurstaða hans gæti orð- ið. En miðað við það hvernig ýmsir for- ystumenn flokksins hafa spilað út í því máli undanfarið, þá hlyti sá fundur að verða átakafúndur. Skiptar skoðanir um búvörusamninginn innan Alþýðubandalagsins Þá á ég ekki við átakafundur um álmálið eingöngu, því ég tel að býsna margir Al- þýðubandalagsmenn gætu náð saman um áímálið sem slíkt. Ef til átaka kemur hlýtur ýmislegt fleira að blandast inn f þá um- ræðu.“ Áttu þá við búvörusamninginn? Eru skiptar skoðanir um hann í Alþýðubanda- laginu? ,Já, það eru skiptar skoðanir um búvöru- samninginn í Alþýðubandalaginu. Alþýðu- bandalagið hefur verið mjög framleiðslu- sinnaður flokkur. Það er hins vegar stór hópur í flokknum sem telur að ekki sé tek- ið nægjanlegt tillit til neytenda og samfé- lagsins í heild. Sá hópur hlýtur að gagn- rýna þau drög að búvörusamningi sem nú liggja fyrir. Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar ekki gefið flokksmönnum mörg tækifæri til að koma sínum athugasemd- um á framfæri og af ýmsum ástæðum hafa menn ekki viljað ráðast að honum eða þessum samningi opinberlega; hafa átt von á því að ræða það í flokknum." Er hér um efnislega gagnrýni að ræða, eða eingöngu vinnubrögð ráðherra í því máli? „Nei, það eru ekki bara vinnubrögð, held- ur gagnrýna menn líka samninginn efnis- lega og setja spurningarmerki við ýmislegt sem í honum er. Til dæmis er sett spum- ingarmerki við orðið markaðstenging, en í drögunum er fyrst og fremst um að ræða neyslumagnstengingu. Ekki að séu skap- aðar markaðsaðstæður fyrir þessa mat- vöm. í öðru lagi sýnist mér, að á næstu ár- um verði um allmikla offramleiðslu á kindakjöti að ræða með samningnum, og þar af leiðandi útflutning. Við lauslega skoðun sýnist manni að umframfram- leiðsla gæti orðið a.m.k. 15%. Það sem vegur kannski þyngst í þeirri gagnrýni sem ég hef heyrt hjá flokksmönn- um varðandi búvörusamninginn, er að mönnum sýnist hann vera í of miklum mæli einungis framlenging á því ástandi sem er fyrir. Það sé í raun ekki tekið á mál- um til breytinga og síst til bóta fyrir bænd- ur. Ég held að sá hópur í Alþýðubandalag- inu, sem gerir sér grein fyrir því að við höldum ekki lengi áfram á þeirri braut að reyna að framlengja fortíðina, fari vaxandi. Við verðum að fara að söðla um og við verðum að hafa kjark til þess að breyta þeim hlutum sem sannarlega eru orðnir óhagkvæmir hjá okkur; hlutum sem við höfum ekki efni á að halda óbreyttum til framtíðar." Farsælt fyrir Akureyringa að fá stóran vinnustað Það hefur vakið athygli að þú hefur ekki þurft að sitja mikið fyrir Steingrím J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra á þingi. Má túlka það sem stirt samkomulag milli ykk- ar? „Menn geta túlkað það eins og þeim sýn- ist. Steingrímur er auðvitað maður á besta aldri og hefur ótrauður tekið að sér mikil verkefni." Mikið hefur verið rætt um álver. Mig lang- ar til að spyrja þig sem varaþingmann Ey- firðinga: Hversu mikilvægt er álver fyrir atvinnulíf í Eyjafirði? „Ég held að álver sé engin lífsnauðsyn fyr- ir Eyfirðinga. Ég held hins vegar að það væri farsælt fyrir Akureyringa að fá stóran vinnustað. Akureyri hefur byggst mikið upp í kringum stóra vinnustaði: Slippstöð- ina, Útgerðarfélagið og Sambandsverk- smiðjumar. Tveir af þessum þremur vinnustöðum standa höllum fæti f dag, alla vega er ekki sú blómstrandi starfsemi sem þar var fyrir nokkrum árum. Akureyring- um sjálfum hefur ekki gengið nógu vel að vinna úr sínum atvinnumálum og því tel ég að það væri afskaplega farsælt að fá stór- an vinnustað í nágrenni bæjarins. Álver ekki hentugt fyrir Eyjafjörð Ég hef hins vegar aldrei verið á þeirri skoðun að álver, sem er mjög mengandi at- vinnukostur, væri hentugur valkostur fyrir hérað eins og Eyjafjörð. Álver hefur í mín- um augum ekki verið besta lausnin fyrir Eyjafjörð, enda þótt menn hafi auðvitað rennt til þess hýru auga í erfiðu atvinnu- ástandi, og séu þá kannski tilbúnir að kosta einhverju til. Ég hef fulla samúð með þeim sem eru að vinna í því að breikka atvinnu- grundvöll íslendinga. Sjálf hef ég oft bent á, að við séum með því ráðslagi, sem hér hefur verið, að dæma okkur til fátæktar. Sú umræða, sem farið hefur fram nú síð- ustu daga um viðtalið við Þráin Eggerts- son, er að mínu mati tímabær og þörf. Þar segir Þráinn að íslendingar geti að óbreyttu reiknað með því að vera ein fá- tækasta þjóð í Evrópu um aldamót. Við höfum verið mjög treg að breyta til, ekki bara í landbúnaði heldur þurfum við einn- ig að fara í mjög róttækar breytingar í sjáv- arútvegi. Það er sársaukafullt að breyta hlutunum og það er spurning hversu langt þarf að ganga áður en menn hafa kjark eða neyðast til að ganga f breytingarnar. Fyrir rúmu ári benti Ólafur Ragnar Grímsson á þróun í Færeyjum sem víti til varnaðar og fékk fyrir skömm í hattinn. Ég ætla samt sem áður að leyfa mér að benda fólki á að líta til þess sem nú er að gerast í Færeyjum og tel að við getum dregið af því okkar lær- dóma. Á meðan menn ekki þora að nýta þá hag- vaxtarmöguleika sem felast þrátt fyrir allt f þeim atvinnugreinum sem við þekkjum best, þá hef ég samúð með þeim sem horfa til álvers sem einhvers valkosts. Þó ég hefði aldrei sett hann ofarlega á lista yfir þann atvinnurekstur sem ég vildi sjá á Islandi. Ég óttast reyndar að álver, hvar sem það verður staðsett, verði mönnum auðveld flóttaleið í bili frá því að takast á við önnur verkefni sem skipta miklu meira máli. Sjávarútvegur Suðurnesjamanna hefur hins vegar býsna mikla og öðru vísi mögu- leika heldur en víða annars staðar á Iand- inu, og ég vil sjá hann þróast áfram. Á Suð- urnesjum hafa menn verið að þreifa sig áfram með markaðsstarfsemi, þar er fisk- markaður, millilandaflugvöllur; menn senda unninn ferskan fisk á markað er- lendis og fá fyrir betra verð en heyrist ann- ars staðar um. Suðurnesjamenn hafa þannig í ýmsu vísað fram á veginn og sú þróun verður að halda áfram, hvað sem ál- veri líður.“ Eftil vill ekki viljitil samninga innan Abl. Komið hefur fram í fjölmiðlum, að meiri- hluti í þingflokki Alþýðubandalagsins sé tilbúinn til að sprengja ríkisstjómina vegna álmálsins. Hvað vilt þú segja um það? „Ég sagði áðan, að það hefði átt að vera búið að halda miðstjómarfund fyrir nokkru. Ég hefði talið það æskilegra að menn hefðu haft vettvang til þess að bera saman viðhorf sín, hvort sem þau em raf- orkuverð, staðsetning, mengun eða annað, í stað þess sem gerst hefur. Einstaka for- ystumenn flokksins fara í fjölmiðla með miklar yfirlýsingar. Mér sýnist menn vera komnir út á vafasama braut í sínum yfirlýs- ingum, þegar aftur er farið að blanda eign- arhaldi íslendinga inn í dæmið, eins og bæði Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson hafa gert undanfarna daga. Það segir mér, að ef til vill sé ekki mikill vilji af þeirra hálfu til að ná samningum um mál- ið innan ríkisstjórnar, sakir þess að þarna em þeir að taka upp á borðið atriði sem væntanlega flestir, a.m.k. ég, töldu að væri afgreitt. Mér finnst það einnig sérkennilegt að þeir menn, sem tala um áhættu f raforkuverði, skuli í næsta orði biðja um enn meiri áhættu með því að íslendingar séu hlut- hafar í þessu fyrirtæki, sem er vissulega áhætturekstur. Þegar einstaka forystumenn flokka fara ít- rekað að kynna sín persónulegu sjónarmið í fjölmiðlum, jafnvel bæta í þá kröfugerð sem þeir hafa áður haft í málinu, þá sýnist mér að það sé ekki beinlínis verið að stefna í sættir. Ríkisstjórnin ætlaði sér að sitja út kjörtímabilið. Hins vegar koma menn ekki öllum sínum ætlunarverkum í höfn, eins og við þekkjum." Verður álmálið notað á miðstjórnarfund- inum til að þrengja að formanni flokksins? „Um það verður þú að spyrja aðra en mig.“ Hermann Sæmundsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.