Tíminn - 29.09.1990, Qupperneq 10

Tíminn - 29.09.1990, Qupperneq 10
18 Tíminn rhvruvðð i «nr Reykjaneskjördæmi Kjördæmasamband framsóknarmanna boðar til formannafundar þriðjudaginn 2. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórn K.F.R. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn sunnudaginn 30. september kl. 14.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. R ÚRBEINING ) Tökum aö okkur úrbeiningu á öllu kjöti. [ Þaulvanir fagmenn. Upplýsingar í síma 91-686075. BÍLALEIGA með útibú allt f kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 GuðmundurogRagnar j MÁLMHÚS \ Ert þú að hugsa um að byggja td. iönaðarhúsnæöi, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og langbönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingarstað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni I málmgrind galvaniserað. Upplýsingar gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími91-680640 ARCOS-hnífar fyrir: Kjötiðnaðinn, sláturhúsln, veitíngétstaðl og mötuneytl. Sterkir og vandaðir hnffar fýrirfagmennina. Vönduð hnffasettfyrir helmJllð 4 hnffar og brýnl. ð aöeins kr. 3,750,-. Öxi 1/2 kgákr. 1.700.- Sendum f póstkröfu. Skrífiö eða hríngiö. ARCOS-hnífaumboðið, Pósthólf 10154,130 Reykjavfk. Sfmi 91-76610. Pöntum bíla eriendis interRent Europcar JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844 Búslóða- flutningar Búslóða- geymsla Flytjum búslóðir um land allt Höfúm einnig búsióðageymslu Sími 985-24597 Heima 91-42873 Laugardagur 29. september 1990 Hörður Ágústsson sýnir í Listasalnum Nýhöfn Laugardaginn 29. september opnar Hörður Ágústsson sýningu í Listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18, kl. 14-16. Þessi sýning Harðar ber nafnið „Ljóð- rænar fansanir frá árunum 1957- 1963 og 1973-1977“. Þetta eru litlar myndir unnar með gvassi og tússi. Eftir langt sýningarhlé hélt Höröur sýningu í Nýhöfn í september í fyrr á portrettmyndum unnum í París á árun- um 1947-’49. Hann hafði þá ekki sýnt síðan 1976 er hann sýndi á Kjarvalsstöð- um, en haustið 1983 hélt Listasafn ís- lands yfirlitssýningu á verkum hans. Hörður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands að afloknu stúd- entsprófi og var þar í tvö ár. Strax eftir stríð fór hann utan til náms og dvaldist lengst af í París, en auk þess í Kaup- mannahöfn, London og Ítalíu. í París varð Hörður fyrir miklum áhrifum þeirra hræringa sem þar áttu sér stað á árunum eftir stríð. Hann sneri aftur til íslands 1952. Listamaðurinn HörðurÁgústsson hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum menningarmála. Meðal annars er hann þekktur fyrir rannsóknir sínar á húsa- gerðarlist. Þar hefur hann bæði bjargað frá glötun og dregið fram ómældan fróð- leik. Einnig hefur hann unnið að bóka- gerð, auglýsingateiknun og bókahönn- un. Hörður hefur lengi stundað kennslu og haft mótandi áhrif á stóran hluta þeirra listamanna sem nú eru starfandi. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 17. október. Valgaröur i Slunkaríki Laugardaginn 29. september opnar Vai- garður Gunnarsson smámyndasýningu í Slunkaríki á ísafirði. Myndirnar eru unnar á samansaumaðan pappír með blandaðri tækni og viðfangsefnið út- saumaðar fígúrur í grunnum fleti. Valgarður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975 til 1979 og framhaldsnám við Empire State College (S.U.N.Y.) í New York 1979 til 1981. Hann hefur haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og erlendis og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 14. október og eru allir vel- komnir. 90 ára afmæli Níræð verður á morgun, sunnudag, Jör- ína G. Jónsdóttir, Seljahlíð, Reykjavík. Jörína var gift Sigurvini Einarssyni, fyrr- um alþingismanni, sem lést 1989. Jörína tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Goða- landi 16, Reykjavík, síðdegis á afmælis- daginn. Björn Birnir sýnir í Listhúsi, Vesturgötu 17 Björn Bimir opnar sýningu á myndum sínum laugardaginn 29.9. í Listhúsi, Vesturgötu 17, kl. 14. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 14. október. Dagskrá í Norræna húsinu Nemendur úr sænska menntaskólanum í Karleby í Finnlandi verða með dagskrá í Norræna húsinu sunnudagnn 30. sept. kl. 16.00. Meðal efnis er söngur, Ijóða- lestur og leikrit og einnig segja þau frá heimalandi sínu, Finnlandi. Hópurinn er í kynnisferð hér á landi og heimsækir m.a. Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem þau ætla að kynna finnska menningu og segja frá skólamál- um í Finnlandi, auk þess sem þau sitja í kennslustundum. Sýningar: Laugardaginn 29. sept. kl. 15.00 verður opnuð sýning í sýningarsölum á mál- verkum, teikningum og vefnaði eftir Sig- rúnu Eldjám og Guðrúnu Gunnarsdótt- ur. Sýningin verður opin daglega kl. 14- 19 til 14. október. í anddyri hefur verið opnuð sýning á Ijósmyndum eftir Iain Robertsson frá Skotlandi. Myndefnið er frá Hjaltlandi. Sýningin nefnist Öðmvísi ljósmyndir. Barðstrendingafélagiö heldur félagsvist og ball í Hreyfilshúsinu við Grensásveg í kvöld kl. 20.30. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14 frjálst spil og tafl. Kl. 20 dansað. Helgarferöir Ferðafélags íslands 28.-30. sept. 1. Landmannalaugar-Jökulgil. Nú er komið að síðustu og einni áhugaverð- ustu Landmannalaugaferð ársins. Frá- bær gistiaðstaða í upphituðu sæluhúsi F.f. Ekið og gengið um hið litskrúðuga Jökulgil og margt fleira á dagskránni. 2. Haustlitaferð í Þórsmörk. Það er á fá- um stöðum skemmtilegra að dvelja þeg- ar haustar að, en í Skagfjörðsskála, Langadal. Gönguferðir við allra hæfi. Upplýsngar og farmiðar á skrifstofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Haustlitir í Þórsmörk, sunnudagsferð 30. sept. kl. 08. Stansað 2-3 klst. í Mörk- inni, en á heimleið verða Nauthúsagil og Bæjargilið við Stórumörk skoðuð í haustlitum (nýtt!). Allir em velkomnir í Ferðafélagsferðir, en það borgar sig samt að gerast félagsmaður. Hringið eða kom- ið við á skrifstofunni. Afsláttur f helgar- ferðir fyrir félaga. Munið haustlitaferð í Þórsmörk 5,- 7. okt. (Uppskemhátíð og grillveisla). Ferðafélag íslands Hátíöaguösþjónusta í kirkjunni á Staö í Steingrímsfirði Næsta sunnudag kl. 14 verður hátíða- messa í kirkjunni á Stað í Steingríms- firði f tifefni þess að kirkjuhúsið hefur verið stórlega endurbætt, fegrað og prýtt, sem og kirkjugarðurinn, sem hef- ur verið girtur vandaðri trégirðingu, stækkaður og sléttaður. Biskup íslands predikar, sóknarprestur- inn, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestsbakka, fyrrverandi prestar kirkjunnar o.fl. þjóna fýrir altari og aðstoða við athöfnina. Gert er ráð fyrir, að forsetinn verði viðstaddur. Organisti er Ólafía Jónsdóttir og kór Hólmavíkurkirkju syngur. Samsæti verður eftir messu í Barnaskólanum á Hólmavík. Þar mun sr. Ágúst Sigurðsson flytja erindi um kirkjuna og Stað á síðari tímum. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík. Staðarkirkja. ÁRNAÐ HEILLA 50 ára afmæli: Jón Þórðarson Hinn 1. október n.k. verður Jón Þórðarson, bóndi í Sölvholti í Hraungerðishreppi, fimmtugur að aldri. I Sölvholti ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þeim Þórhildi Vigfúsdóttur frá Þorleifskoti og Þórði Jónssyni frá Vorsabæ í Ölfusi. Þau bjuggu lengi í Sölvholti við rausn og myndarskap og vinsæl af öllum sem þeim kynntust. Auk Jóns eignuðust þau tvær dætur sem gift- ar eru dugmiklum athafnamönn- um. Þá ólu þau upp einn fósturson og reyndust honum ávallt mjög vel. Þórhildur er látin fyrir tæpum tveimur árum, en Þórður lifir enn í hárri elli og er til heimilis hjá syni sínum í Sölvholti. Jón tók við búi af foreldrum sínum er henta þótti, þegar árin færðust yf- ir þau og heilsa þeirra fór þverrandi. Hafði hann þá um nokkurt skeið bú- ið félagsbúi með þeim. Jón er hinn mesti dugnaðarbóndi og rekur fjöl- þættan búskap. Lætur ekki nægja að hafa bara ær og kýr, heldur er jafn- framt með allstórt svínabú og til skamms tíma líka með stórt hænsnabú. Sveitin er sá starfsvett- vangur, sem hann fellir sig við. Og það lífríki, sem henni tilheyrir, kann hann vel að umgangast. Vinnan er að sönnu mikil og fáir frídagar. En góður vilji léttir öll störf. Jón er ávallt léttur í lund og lítur tilveruna björtum augum, þrátt fyrir skugga- hliðarnar. Skyldurækni og sam- viskusemi við bústörfin eru helstu hugðarefni hans. Hann býr á einni af bestu jörðunum í grennd við Sel- foss. Þar fer saman landgæði og náttúrufegurð. Jarðhiti er skammt frá bænum og er hann m.a. nýttur til húshitunar. Það má því segja að Jón er „vel f sveit settur" af foreldrum og forlög- um. Hann unir líka hag sínum vel og er sáttur við guð og menn. Frændur hans og vinir óska honum allra heilla á ófarinni ævibraut. 25. september 1990, Þórður Gíslason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.