Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. september 1990 Tíminn 21 IÞROTTIR Axel Nikulásson leikurframhjá Eríc Mudd í leiknum á fimmtudagskvöld. Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik: Frábært hjá KR-ingum gegn SAAB Það var sannkölluð körfuknattleíks- veisla í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi í fyrrakvöld er íslandsmeistarar KR tóku á mótí og sigruðu finnsku meistarana SAAB. Leikurínn hafði upp á allt það besta að bjóða sem einn körfuboltaleikur getur boðið upp á og 120-118 sigur KR-inga er enn ein rósin í hnappagatið á ís- lenskum körfuknattleik. Finnska Hðið var ekki árennilegt í byrjum leiksins. Þeir tóku forystuna með þriggja stiga körfu og náðu þeg- ar undirtökunum. KR-ingar gáfust aldrei upp, tóku góða spretti við og við og finnska liðið náði ekki að hrista vesturbæingana af sér. Munur- inn var þetta 2-13 stig lengst af í fyrri hálfleik. Willie Bland, geysisterkur Bandaríkjamaður í finnska liðinu, fór hamförum á upphafsmínútunum og var nánast óstöðvandi. Hann lenti í villuvandræðum snemma í leiknum, en þjálfarar SAAB sáu ekki ástæðu til að taka hann af leikvelli. Þegar 7:56 mín voru eftir af fyrri hálfleik fékk hann sína 5. villu, en hann hafði þá skorað 17 stig. KR-ingar eygðu enn sterkari von um sigur eftir að Bland var farinn af leikvelli og þegar 2:30 voru til leikhlés tókst þeim að minnka muninn í 1 stig 51-52. Finn- arnir juku muninn aftur fyrir hlé, en í hálfleik munaði 6 stigum, 55-61. Síðari hálfleikur var jafnfjörugur og sá fyrri. Finnarnir leiddu framan af hálfleiknum með 5-10 stigum. Páll Kolbeinsson varð að fara af leikvelli með 5 villur þegar 9:54 mín. voru til leiksloka, en þá var staðan 90-96. Inn á kom Lárus Árnason sem stóð sig mjög vel. Hann missti boltann reynd- ar nokkrum sinnum, en bætti fyrir það með tveimur þriggja stiga körf- um. Það var einmitt hann sem kom KR-ingum yfir í fyrsta sinn í leikn- um, 111-110, þegar 3:35 mín.vorutil leiksloka. Það sem eftir var til leiks- loka var leikurinn í járnum. SAAB komst yfir, 111-112, og KR jafnaði. KR hafði síðan frumkvæðið, en SAAB jafnaði jafnharðan. Guðni Guðnason náði boltanum af Finnum undir þeirra eigin körfu og kom KR yfir, 118-116. Jari Raitanen jafnaði úr vítaskotum, 118-118. Jonathan Bow átti síðasta orðið í leiknum, 9 sek. fyrir leikslok, þegar Finnar vörðu skot hans fyrir ofan körfuhringinn og karfa var dæmd. Skot Finna á loka- sekúndunum rataði ekki rétta leið og KR-ingar unnu frækilegan sigur, 120-118. Jonathan Bow átti stórleik fyrir KR- inga, ásamt Páli Kolbeinssyni og Guðna Guðnasyni. Axel Nikulásson, Matthías Einarsson og Ólafur Guð- mundsson stóðu vel fyrir sínu og Lárus Árnason skilaði erfiðu hlut- verki á lokamínútunum vel. Björn Steffensen fann sig aldrei í leiknum og var langt frá sínu besta. Jari Raitanen var óstöðvandi og hittni hans var með ólíkindum. Bandaríkjamennirnir Bland og Mudd voru sterkir, en Bland lék aðeins með í 12 mín. eins og áður sagði. Hinn 39 ára gamli Gerald Lee, sem er banda- rískur að uppruna en er nú finnskur ríkisborgari, Iék inná allan leikinn og stóð sig mjög vel. Harri Lehtonen, sem er finnskur landsliðsmaður og 2,07 m á hæð, lék einnig þokkalega. Það er mikið afrek hjá KR-ingum að sigra þetta finnska lið. Hæðarmun- urinn á liðunum er mjög mikill ,en að öðru leyti er styrkur liðanna svip- aður, þó er mun meiri breidd í finnska liðinu. Það verður þungur róður hjá KR-ingum í síðari leiknum sem fram fer í Finnlandi næsta fimmtudag. Til stendur að Pétur Guðmundsson komi til liðs við Iiðið fyrir þann leik og þá ættu möguleik- ar KR á að komast í 2. umferð keppn- innar að vera fyrir hendi, en án Pét- urs er vandséð að KR eigi möguleika. Liðið sem kemst áfram mætir gríska liðinu Aris Saloniki á 2. umferð. Leikinn dæmdu Peter Knowles frá Englandi og Anthony Burke frá ír- landi. Þeir gerðu sig seka um fjöl- mörg mistök, en höfðu þó góð tök á leiknum. Stigin KRs Jonathan Bow 39, Guðni Guðnason 27, Páll Kolbeins- son 25, Ólafur Guðmundsson 9, Axel Nikulásson 6, Matthías Einarsson 6, LárusÁrnason 6ogBjöm Steffensen 2. SAAB: Jari Raitanen 39, Gerald Lee 20, Eric Mudd 18, Willie Bland 17, Harri Lethonen 11, Erkki Saari- sto 5 og Jani Hyytinen 2. BL TX RANNSÓKNASTOFNUN rala LANDBÚNAÐARINS Tilraunastjóri Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða tilraunastjóra að tilraunastöðinni á Mööruvöll- um í Hörgárdal. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar forstjóra, Þorsteini Tómassyni, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir31.október1990. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir september er 1. október n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á einangrurum fyrir háspennulínur samkvæmt útboðsgögnum BLL- 15, „Transmission Line Insulators". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-. Helstu magntölur eru: 390 stk. U120 BS Einangrarar 5300 stk. U120 BS Einangrarar 2900 stk. U210 BS Einangrarar Afhendingardagur efnis er 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 6. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 26. september 1990 c LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á leiðurum fyrir há- spennulínur, samkvæmt útboðsgögnum BLL-14, „Transmission Line Conductors". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-. Helstu magntölur eru: Álblönduleiðari: 57 km. Stálstyrkturálblönduleiðari: 56 km. Afhendingardagur efnis er 1. maí 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00 mánudaginn 5. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 27. september 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.