Tíminn - 29.09.1990, Side 14

Tíminn - 29.09.1990, Side 14
22 Tími'n'n > Laugardagur ,29- $eptembar 1990 MINNING Greipur Sigurðsson í Haukadal Fæddur 17. maí 1938 Dáinn 19. september 1990 Það er misjafnt, hvern sess sam- ferðamennirnir skipa í hugum okk- ar, þegar frá líður, og hversu fljótt fennir yfir þau spor, sem þeir marka í endurminningunni. Þá ræður ekki alltaf úrslitum, hversu lengi kynnin stóðu, heldur fyrst og fremst hitt, hver þau urðu. Kynni mín af Greipi Sigurðssyni í Haukadal í Biskupstungum, sem í dag verður til moldar borinn í kirkjugarði þeirra Haukdæla, voru stutt, mæld á kvarða mannsævinn- ar. Eigi að síður er það tilfinning mín, að hann verði í endurminning- unni í hópi þeirra manna, sem mér verða hvað minnisstæðastir. Hann var þeirrar manngerðar, að hann hlaut að snerta sérhvern þann, er honum kynntist. Þeir, sem höfðu af Greipi lengri kynni en ég, eru án efa betur til þess fallnir að lýsa ævi hans og störfum, manngerð, mannkost- um og göllum, ef einhverjir voru. En hver, sem finnur sig til þess knú- inn á stundu sem þessari, að senda Greipi kveðju, hlýtur að minnast þess og lýsa því, sem fyrir augun bar, jafnvel þótt kynnin hafi verið stutt. Greipur Sigurðsson í Haukadal kdm mér fyrir sjónir sem fjölhæfur maður, enda var persónuleiki hans margslunginn. Um hann má segja það, sem sagt var forðum daga um annan góðan Haukdæla: „að hann mátti vera víkingahöfðingi, og hefði hann verið vel til þess fenginn. Þá mátti hann og vera konungur af sínu skaplyndi, og hefði verið vel fengið. Með þriðja hætti hefði hann mátt vera biskup, og það myndi hann helst hafa hlotið, og vera hinn mesti ágætismaður." Starfsmöguleikar mannanna eru sem betur fer margbreytilegri nú en voru, þegar Haraldur konungur harðráði mælti hin fleygu orð um Gizur biskup ísleifsson, en tilfinn- ing mín er sú, að hógværð Greips og lítillæti hafi staðið því í vegi að hann sæktist eftir mannaforráðum og virðingartitlum, hvort heldur sem var innan sveitar eða utan, en vel hefði hann verið að þeim kominn. Hann kaus fremur að eyða ævidög- unum á fæðingarslóðum, og þar valdi hann sér það að ævistarfi, sem hjarta hans stóð næst, ræktun landsins og verndun gróðursins, og hann var sem landgræðsluvörður og garðyrkjubóndi trúr sérhverju því, sem hann var settur yfir. En Greipur var ekki einasta áhuga- maður um ræktun landsins, heldur og lýðsins líka. Án þess að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur, hafði hann mannbætandi og þroskandi áhrif á þá unglinga, sem störfuðu með honum á sumrin að landgræðslu og nutu þess, sem ég vil fá að kalla forréttindi að vera samvistum með honum á fjöllum uppi undir handleiðslu hans og handarjaðri. Einlægni Greips, hjartahlýja og glaðværð gerðu það að verkum, að hann átti auðvelt með að nálgast ungmennin, skilja og skynja vandamál þeirra og verða vinur þeirra. Hann leysti úr vanda- málunum, þegar þannig stóð á, og hann tók líka þátt í því að skipu- leggja framtíðina, ef svo bar undir, og reyndist þá jafnan hollráður hverjum þeim, er til hans leitaði. Því má með miklum sanni segja um Greip það sama og sagt var um Er- ling Skjálgsson á Sóla forðum daga: „að öllum mönnum kom hann til nokkurs þroska." Mér verða alltaf minnisstæð þau hlýju ummæli, sem ég las um Greip í blaðaviðtali fyrir fáum árum, höfð eftir ungum presti, sem þá var ný- kominn til starfa í Reykjavík, en presturinn hafði á námsárum sínum starfað hjá Greipi. Ummæli eins og þau, sem þar féllu um Greip, hlýtur enginn nema sá, sem markað hefur spor í vitund og þroska þess, er þar mælti. Þessum eiginleikum Greips kynntist ég líka fyrir milligöngu sonar míns, sem starfaði hjá Greipi í sumar og var með honum á Hauka- dalsheiðinni, þegar kallið mikla kom svo snöggt og óvænt. Það hlýt- ur að vera eldskírn fyrir óharðnaðan ungling að komast með þessum hætti í kynni við návist dauðans, einn og hjálparlaus fjarri manna- byggðum. En þakklátur er hann Greipi fyrir þau kynni, sem þeir áttu í sumar. Þeirra mun hann lengi minnast, með hlýju og af virðingu. Af því að Greipur í Haukadal var hógvær maður, þá kunni hann illa öllu hóli um sjálfan sig. Það var eins og að strjúka kettinum öfugt að klappa Greipi með hóli. Þegar ég minntist eitt sinn við hann á um- mæli prestsins í blaðaviðtalinu, svaraði hann af sinni alkunnu hóg- værð og glettni: ,/E, ekkert skil ég í því, hvað þeir sækja í að koma hing- að aftur, strákarnir, eins og ég er orðinn geðillur og leiðinlegur." En þar sem Greipur átti til fleiri hliðar en þær, sem ég að framan lýsti, og þær hliðar gerðu hann ekki síður eftirsóknarverðan og eftirminnileg- an í augum samferðamannanna, þá verð ég að fá að syndga svolítið upp á náðina og halda frásögninni áfram eilítið lengur. Öðru fremur finnst mér það hafa verið glaðværðin í lundinni, sem einkenndi persónuleika Greips, og sá smitandi léttleiki, sem jafnan ríkti í kringum hann. í hans augum var lífinu ekki lifað til þess að hafa af því vandræði. Hann var allt í senn ræðinn, söngvinn, kátur, hlýr og skemmtilegur, og hann hafði þetta kynngimagnaða aðdráttarafl, sem bara sumum er gefið. Ef einhver sannindi felast í þeim orðum, að út- litið lýsi innra manni, þá finnst mér það eiga við um Greip, því ég man varla eftir honum öðru vísi en bros- andi. Okkur Gránufélagsmönnum fannst tómlegt að fara um Tungurnar hvort heldur sem var akandi eða ríðandi, ef ekki var komið við í Haukadal hjá Greipi og Stínu. Móttökurnar voru alltaf höfðinglegar, en fyrst og fremst var það viðmótið og hjarta- hlýjan, sem gerði það eftirsóknar- vert að ná fundi þeirra. í fyrrahaust átti ég þess kost, fyrir góðra manna tilstilli, að fara á fjall með þeim Tungnamönnum. Ég lagði upp ríð- andi frá Miðdal með viðkomu í Út- hlíð hjá þeim sæmdarhjónum Birni Sigurðssyni, mági Greips, og Ág- ústu, konu hans. Leiðinni var heitið að Kjóastöðum, þar sem fjallmenn safnast saman, en þangað hafði ég ekki riðið áður. Ég spurði Ágústu, hversu lengi ég væri að ríða að Kjóa- stöðum, og verður mér lengi minn- isstætt tilsvar hennar, þegar hún sagði: „Þar ræður tvennt: Fyrst hversu hratt er riðið og svo, hversu lengi er stoppað hjá Greipi og Stínu.“ Það var líka ósjaldan, sem þau hjónin, Greipur og Stína, slóg- ust í för með okkur félögunum, þótt annirnar væru miklar og fyrirvarinn oftast enginn. Við höfðum líka á orði, að um garð þeirra hjóna ætti við það, sem segir í stökunni góðu eftir Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli, að „Gott er að koma að garði þeim, er góðir vinir byggja. Þá er meir en hálfnað heim, hvert sem vegir liggja. “ Fædd 20. maí 1926 Dáin 21. september 1990 Ósjálfrátt hrekkur maður við þegar við heyrum fráfall vinar. Dauðinn virðist ætíð koma á óvart, og það tekur nokkurn tíma að átta sig á staðreyndum. Oft á tíðum er dauð- inn lausn þegar um mikla heilsu- farslega erfiðleika er að ræða; en þrátt fyrir það er hann ætíð sár. í dag er staðið yfir moldum frú Margrétar Vernharðsdóttur frá Siglufirði, og verður hún jarðsett við hlið manns síns í Siglufjarðarkirkjugarði. Þar er kvödd hinstu kveðju góð og glæsileg kona, en hún andaðist snögglega á leið til læknis þann 21. september s.I. Margrét var borin og barnfædd á Siglufirði, og ól þar allan sinn aldur. Á uppvaxtarárum hennar snérist allt um að vinna hörðum höndum á meðan atvinna var í boði, en á þeim árum var ríkjandi atvinnuleysi á vetrum, þannig að gæta þurfti þess vel, sem aflaðist yfir bjargræðistím- ann. Daglaunamaðurinn átti ekki margra kosta völ til að afla heimili sínu tekna til að framfleyta sér og sínum. Faðir Margrétar, Vernharður Karls- son, var annálaður dugnaðarmaður og eftirsóttur starfskraftur, sem og allt hennar fólk. Á því byggðist af- koma og velferð heimilisins, ásamt sparnaði og fyrirhyggju. Margrét ólst upp í föðurgarði, sem títt var um unglinga í þá daga, sem á annað borð gátu haldið fjölskyldunum saman, og allt frá þeim tíma hafa fjölskyiduböndin verið mjög traust í hennar fjölskyldu. Margir litu hina ungu og glæstu heimasætu hýru auga, eins og geng- ur og gerist, en þar kom að því að Annað það sem gerir Greip í Haukadal minnisstæðan í mínum huga, var framkoma hans og tilsvör. Að eðlisfari var hann mikill strákur, ólgandi af prakkaraskap, lífsgleði, þrótti og krafti, allt fram til hinstu stundar. Einlægnin og hrekkleysið sat þó alltaf í fyrirrúmi, og til dyr- anna kom hann jafnan eins og hann var klæddur, í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Hann sagði um- búðalaust sína meiningu og ef hon- um þótti mikið við liggja á heitum sumardögum á fjöllum uppi að komast úr sokkum og skóm, þá segja mér góðir Tungnamenn, að hann hafi ekki sett það fyrir sig að kasta af sér klæðum og skæðum og skoppa um berfættur á egghvössu grjótinu, en þó farið jafnhratt yfir eins og þeir, sem skæddir voru. Tilsvör Greips gátu verið hnyttin og oft sérstæð, og þau minntu mig stundum á tilsvör afa míns, Þorgeirs í Gufunesi, sem í þeim efnum batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, en með þeim Greipi og afa mínum var gott vinfengi. Átti sú vinátta án efa rót sína að rekja allt aftur til þess tíma, er þeir Þorgeir og Sigurður Greips- son í Haukadal, faðir Greips, fóru ungur þingeyskur draumaprins kom keyrandi á snjósleða með hvít- um fák fyrir, og þandi hann harmon- íkuna og félagar hans frá Hólsbúinu á Siglufirði sungu. Þannig minnist ég Hólssveina á kyrrum vetrarkvöld- um á Siglufirði. Þarna var kominn Bjarki Arnason harmoníkuleikari sem vann hug og hjörtu allra sem honum kynntust. Þau Margrét og Bjarki gengu í hjónaband 1. febrúar 1945 og óhætt er að fullyrða að það hefur verið mikið gæfuspor beggja. Hjónaband þeirra var byggt á traustum grunni. Heimili þeirra stóð alia tíð að Laug- arvegi 5 á Siglufirði. Þar ríkti rausn og gleði, þangað var gaman að koma, þar fundu allir sig velkomna. Söngur, tónlist og hlý handtök og vinarþel, mætti hverjum og einum sem þangað lagði leið sína. Þau hjón eignuðust fjögur mannvænleg börn: Kristín Anna, búsett á Isafirði; saman um Norðurlönd, lærðu þar íþróttir og sýndu glímu á þriðja ára- tug þessarar aldar. Væntumþykju afa míns í garð Sigurðar Greipsson- ar og hans fólks má kannski best lýsa með frásögn af þeim atburði, þegar afi minn eitt rigningarsumar- ið, loksins þegar þurrk gaf, stóð upp úr flekknum hjá sjálfum sér og hélt austur í Haukadal til Sigurðar Greipssonar með heyblásara í far- teskinu til þess að hjálpa Sigurði að taka saman. Og aðspurður af hverju hann hefði ekki frekar tekið saman hjá sjálfum sér og komið sinni eigin töðu í hlöðu, þá svaraði hann: „Jú, af því að þetta er svo góður maður.“ Þau ummæli eiga líka við um Greip, son Sigurðar, sem nú er kvaddur. Við Gránufélagsmenn hættum án efa ekki að fara um Tungurnar, þótt Greipur Sigurðsson í Haukadal, þessi sanni heiðursmaður, sé nú fall- inn frá, langt um aldur fram. Hon- um hefði ekki verið það að skapi, að sín yrði minnst með þeim hætti. Það verður vonandi farin önnur Grund- arreið og haldin önnur árshátíð Gránu, þótt Greipur verði ekki með okkur. En vinar og félaga verður saknað í stað. Það er líka tilfinning mín, að okkur muni þykja Bjarnar- fellið, Bláfellið og Jarlhetturnar kollóttari á að líta, þegar okkar góða vinar nýtur ekki lengur við á þeim fögru slóðum, þar sem hann ólst upp, eyddi starfsævinni, en beið líka sinn bana í önnum dagsins. Staddur í fjarlægu landi á ég þess ekki kost að fylgja mínum góða vini og velgjörðarmanni, Greipi Sigurðs- syni í Haukadal, síðasta spölinn, sem ég þó gjarna hefði viljað gera. Þessi fátæklegu kveðjuorð verða því að nægja, að sinni. Hans góðu frú, Kristínu Sigurðardóttur frá Úthlíð, og uppkomnum börnum þeirra hjóna, Hrönn og Sigurði, sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þeirra er mikill harmur, en minn- ingin um góðan dreng lifir. Það hlýt- ur að vera huggun harmi gegn. Þorgeir Örlygsson. Sveininna Ásta, búsett í Vestmanna- eyjum; Brynhildur, búsett á Grind- um, Hofsósi; Árni, búsettur á Hofsósi. Auk þess átti Bjarki eina dóttur fyrir hjónaband, Laufeyju, búsetta á Hafrafellstungu í Öxar- firði, en hún var ætíð nátengd heim- ili þeirra hjóna. Bjarki var umsvifa- mikill. Hann var byggingameistari á Siglufirði í mörg ár, rak bygginga- vöruverslun um árabil og tók þátt í fjölþættu félagslífi. Margrét stóð traust við hlið eigin- manns síns í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, sem hennar var von og vísa. Ekki er alltaf sól í heiði á lífsleiðinni, stærsti skuggi í lífs- hlaupi Margrétar var er hún missti eiginmanninn mjög svo snögglega þann 15. janúar 1984. Um það leyti fór heilsan að bila hjá henni og hef- ur hún átt við þrálátan sjúkdóm að stríða nú um árabil. Kjarkurinn og glaðværðin hélt þó velli. Hún var margoft búin að ganga undir lækn- isaðgerðir í von um bata, og nú með haustinu var hún væntanleg hingað suður í eina slíka, en ferðin varð önnur og nú er ég viss um að hún hefur fengið bót meina sinna, og hefur hitt sinn lífsförunaut á hinni ókunnu strönd. Ég veit að hún hefði viljað kveðja vini sína og þakka þeim samfylgdina, en kallið kom svo snöggt að til þess vannst ekki tími. Við sem eftir stöndum þökkum henni allt sem hún gaf okkur, og við biðjum henni guðsblessunar á veg- ferð hennar á æðri vegum. Um leið og við kveðjum Margréti Vernharðs- dóttur sendi ég og fjölskylda mín öllum hennar börnum, barnabörn- um, tengdabörnum og venslafólki samúðarkveðjur. Skúli Jónasson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.