Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 15
Lau'ðardagur'^séptéítib^r'lS§0 'x Tíminni23i MINNING Guðrún Lilja Þorkelsdóttir Fædd26.júlíl914 Dáin 16. september 1990 Merk kona er látin og hennar ber að minnast. Löngu og erfiðu veik- indastríði er lokið með sigri sláttu- mannsins slynga. Þó má segja með vissum rétti að dauðínn hafi verið sem líknandi hönd á hinn sjúka lík- ama Guðrúnar Lilju Þorkelsdóttur. En örlögum sínum tók hún af still- ingu og æðruleysi sem einkenndi jafnan líf hennar. Guðrún Lilja var fædd í Borgarnesi 26. júlí 1914. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Bergþórsdóttir og Þorkell Guðmundsson, kaupmaður í Borgarnesi. Guðrún lifir dóttur sína og er háöldruð kona — varð 100 ára í maí er leið. Bæði Guðrún og Þorkell voru af borgfirsku bergi brotin og rómuð fyrir dugnað og myndarskap í héraðinu. Guðrún Lilja, eða Nunna eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp við gott at- læti og glaðværð ásamt yngri systur sinni, Þórdísi Fjeldsted, húsfrú í Ferjukoti í Borgarfirði. Þær systur voru alla tíð samrýmdar og studdu hvor aðra af heilum hug á lífsleið- inni. Faðir Nunnu heitinnar, Þorkell, andaðist langt um aldur fram 1926 og var öllum þeim er hann þekktu harmdauði. Dimmum skugga var kastað á annars bjarta æskudaga. En móðir Nunnu, Guðrún, hélt utan um hag heimilis og barna með reisn og æðruleysi, enda kunn að dugnaði og fyrirhyggju. Hún var hin styrka stoð fjölskyldu sinnar og kostaði kapps um að koma dætrum sínum til mennta og virti hug þeirra í þeim efnum í hvívetna. Á unglingsaldri settist Nunna í Kvennaskólann í Reykjavík. Fljót- lega komu í ljós frábærir námshæfi- leikar og notadrjúg samviskusemi. Hugur hennar sterhdi til þess að leggja hönd á plóg í líknarmálum. Hjúkrunarkvennaskóli fslands varð fyrir valinu og þar lauk hún námi með glæsilegum vitnisburði árið 1939. Nunna hélt síðan til Dan- merkur og lagði stund á geðhjúkrun við St. Hans-hospital í Hróarskeldu. En meðan hún dvaldi í Danmörku skall á síðari heimsstyrjöldin. Nunna ákvað að komast sem fyrst heim undan aðsteðjandi styrjaldar- gný og skyldi allra bragða neytt. Hún var ein af þeim mörgu íslend- ingum sem fóru með Esjunni 1940 í þá ferð sem kennd hefur verið við Petsamo og var mikil hættuför. Þær hjúkrunarkona eru ógleymanlegar iýsingarnar hennar, svo lifandi og myndrænar, af lífinu um borð í Esjunni og af ferða- félögum hennar á leiðinni norður yfir Svíþjóð til finnsku hafnarborg- arinnar Petsamo við Barentshaf. Þeirri borg og vænni sneið af landi sínu þurfti finnska þjóðin að fórna í styrjaldarlok og þótti Nunnu það vera kaldhæðni örlaganna. Siglingin til íslands var afar áhættusöm og stríðandi fylkingar, gráar fyrir járn- urri, ógnuðu skipinu. Við heimkomuna hóf Nunna hjúkr- unarstörf og sinnti þeim með stutt- um hléum allt fram til ársins 1984. Hún vann á Landspítalanum 1941- 1958 og síðar á Heilsuverndarstöð- inni. Starfsferill hennar var langur og farsæll. Þar fór manneskja sem sinnti sínu starfi af alúð og kunn- áttu samfara viðeigandi alvöru- og tilfinningasemi. Aldrei var kastað höndum til neinna verka, heldur spurt: „Hvað get ég gert betur?" Árið 1947 gekk Nunna að eiga Gunnar Sigurðsson, sem kenndur var jafnan við Geysi. Var hann ná- frændi hennar. Foreldrar hans voru Ingibjörg Eyjólfsdóttir og Sigurður Jóhannsson í Geysi, vel þekkt sóma- fólk á sinni tíð. Þær Ingibjórg og móðir Nunnu voru systkinabörn og góðar vinkonur. Nunna og Gunnar eignuðust eitt barn, sem er Gunnar Gunnarsson sálfræðingur. Nunna og Gunnar urðu fljótlega áberandi í menningar- og listalífi Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Ás- mundarsal við Freyjugötu. Þar blómstraði menningarleg umræða; haldin voru ljóða- og tónlistarkvöld, að ógleymdum málverkasýningum. Þau studdu af einurð þá menningar- legu byltingu eftirstríðsáranna er ruddi úr vegi gömlum og stöðluðum hugsunarhætti. Nunna og Gunnar Hfðu og hrærðust í heimi listsköp- unar samtíðarmanna sinna. Að sönnu má segja, að samtíðin vinni að framtíðinni og er það andstætt þeim hugsunarhætti að týnast í þá- tíðinni og velta sér upp úr frægð hennar. Fjölmargir listmálarar áttu hauk í horni þar sem þau hjón voru og nutu góðs af þeim. Á þessum ár- um var ríkjandi afar mikil þröngsýni og afdalamennska í flestu er listir snerti — og ríkir að vissu leyti enn, ef vel er að gáð — og fyrir vikið áttu ungir Iistamenn í vök að verjast. Nunna og Gunnar voru í fámennum hópi sem þorði að skilja og standa með nýjum straumum í hugsun og sköpun á léreftinu. Erfiðleikar og andstreymi aga vissulega og meitla mannfólkið og ekki síst skapandi listamenn. Þessi vakning í listsköp- un hér á landi var ekki þrautalaus en hún hefur borið ríkulegan ávöxt í ís- lensku menningarlífi. Það var einkar fróðlegt á síðari ár- um að hlýða á frásagnir Nunnu frá þessu merka tímabili í sögu ís- lenskrar myndlistar og undrum sætti hve faglega hún ræddi um listaverkin og alúðlega um lista- mennina. Ég kynntist þeim hjónum, Nunnu og Gunnari, þegar á barnsaldri. Þau bjuggu lengstum í Skeiðarvogi. Móttökur voru ætíð hlýjar og yfir- vegaðar. Þar hóf andinn sig upp yfir dægurþrasið. Heimili þeirra var eitt það sérstæðasta og smekklegasta sem ég hef komið á. Þar var ákveðin stefna ríkjandi um alla hluti — svo hnitmiðuð og fáguð að unun var af. Listaverkin — og ekki einasta þau, heldur innrömmun þeirra og stað- arval innan húss, ásamt innbyrðis samspili þeirra—voru ómetanlegur skóli út af fyrir sig. Augljóst var að í öllu fór saman einstök næmni og tilfinning fyrir stóru jafnt sem smáu. Húsbúnaður og munir aðrir voru felldir af fádæma smekkvísi inn í heimilið af tillitssemi við listaverk- in. Jafnvel fataskápurinn var opnan- legt málverk! Það var ætíð forvitni- legt að fylgjast með þegar ný mál- verk voru hengd upp eða aðrar breytingar áttu sér stað á heimili Nunnu og Gunnars. Gunnar Sigurðsson féll frá vorið 1970 og var á besta aldri. Harmaði Nunna hann mjög svo og var aldrei söm eftir andlát hans. Hún dró sig hægt og bítandi í hlé, svo okkur þótti á köflum jafnvel um of. En það var einmitt á þessum árum sem ég kynntist henni á nýjan hátt en áður og vel, þó undarlega hljómi. Það var dýrmæt ánægja að sitja kvöldstund hjá henni í gallerunu (sem heimilið var) og ræða málin — og umræðan snerist jafhan um myndlistina. Það áttu fáir sinn líka í þeim efnum, því svo yfirgripsmikil var þekking henn- ar á myndlistinni. Þó Nunna væri hlédræg og látlaus, þá átti hún sinn vinahóp sem hún sinnti af einstakri hlýju og ánægju. Hún umgekkst fáa útvalda. Nunna var dul og bar ekki tilfinningar sínar á torg út. Að vissu leyti er hún mér ráðgáta. Hún var sú manngerð er átti til víðsýni og glöggan skilning á þeim málum er hún kaus að ræða. Og háttvísi og næmni gagnvart Sr. Bjartmar Kristjánsson Alfabrekku Fæddur 14. apríl 1915 Dáinn 20. september 1990 í dag, 29. september, verður afi okkar borinn til hinstu hvfldar. Það er skrítið að hugsa til þess að við munum aldrei framar sjá hann né heyra í þessu lífi. Við barnabörnin dvöldum oft hjá afa og ömmu, bæði á Syðra-Lauga- landi og í Álfabrekku, okkur til mik- illar ánægju og vonandi var það gagnkvæmt. Þegar við vorum yngri voru þau ófá skiptin sem farið var til afa og beðið um blað til að teikna á. Fórum við jafnoft nokkrum blöðum ríkari og fylgdi því gjarnan líflegt klapp á kollinn. Það var jafnan stutt í góða skapið hjá afa og lét hann sér detta ýmislegt í hug. Hann fann til dæmis hin ýmsu nöfn á okkur barnabörnin. Mig kallaði hann Full- veldínu, því ég er fædd á fullveldis- daginn. Svo voru fleiri nöfn, eins og til dæmis Lilleman, Drumbur, Nafni, Fröken Fix, Landaskelfir og Nóvemberína. Afa var margt til lista lagt. Hann var góður smiður og eiga sum okkar húsgögn eftir hann. Einnig fékkst hann við skriftir og hafði gaman af því að yrkja um hitt og þetta. Um okkur barnabörnin orti hann vísur og er hér eitt ágætis dæmi: Jienni og Simmi, blessaðir tveir. Benni og Simmi, sætir eru þeir." En það var meira sem afi orti um, miklu meira. Um Eyjafjörð orti hann þetta: „Kringum Eyja- fríðan -fjörð fjallajötnar standa vörð. Engin sveit, afGuðigjörð, glóir fegri hér ájörð." Elsku afil Við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíldu í friði. Fyrir hönd barnabarna, Sigríður Perla. Það er hverju orði sannara, að slíkar dyggðir þurfa að prýða fólk er ber hag íslenskrar menningar sér fyrir brjósti — og það á kannski ekki síst við um listamennina sjálfa sem vilja vera sannir í listsköpun sinni. Hið innra á alltaf upptök sín í því ytra. Ármann Reynisson mónnum og málefnum var við brugðið. Hún var ein af þeim mann- eskjum sem fóru sér hægt í lífinu og var jafn sönn á ytra sem innra borði. Afmælis- og minningargreinar Þeim,'sem óska birtingar á afmælis- og/eða minn- ingargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Sjáum um erfisdrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Mikiubraut 68 913630 t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Aðalsteins Davíðssonar á Arnbjargarlœk Brynhildur Eyjólfsdóttir Davíð Aðalsteinsson Gu&rún Jónsdóttlr Guðrún A&alsteinsdóttir Þorvaldur Jónsson Eyjólfur Aðalsteinsson Vilhjálmur A&alstelnsson Matthildur Gu&mundsdóttir og bamabörn t Óskar Áskelsson frá Bassastöðum Öldugötu 44, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni ( Hafnarfirði þriðiudaginn 2 októberkl. 15.00. Jóhanna H. Elíasdóttir Sigrí&ur Elsa Óskarsdóttir Jón Áskels Óskarsson Valur Óskarsson Gu&rf&ur Óskarsdóttir Hrafnkell Óskarsson Rut Óskarsdóttir Sigurður Bjömsson Katrín Helgadóttir Ásdís Bragadóttir Jens G. Frlðrlksson Þórhildur Sigtryggsdóttir Gunnar Tómasson barnabörn og barnabarnabörn t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, stjúpmóður og ömmu Ólafar Helgadóttur Sólheimum 30 Ragnhildur Björnsdóttir Ólafur Ófeigsson Helgi Björnsson Soffia Wedholm Erlendur Björnsson Þórunn Júlíusdóttir Gyða Björk Björnsdóttir Bjarni Valur Guðmundsson Birna Bjömsdóttir Guðmundur Þorsteinsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.