Tíminn - 29.09.1990, Page 16

Tíminn - 29.09.1990, Page 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnaffiusinu v Tryggvagotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS JA T. • NORD- AUSTURLAND , AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 91-674000 SM m. il HÖGG- DEYFAR I Verslto hjá fagmönnum varahlutir Hamarshöfða I - s. 67-6744 ! I íniiiin LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER1990 Verðlagsráð frestar ákvörðun um bensínhækkun: Gasolían hækkar um 40% og svartolían um 16,8% Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka verð á gas- olíu og svartolíu. Ákvörðun um bensínhækkun var hins vegar frestað þar til á næsta fundi verðlagsráðs. Þá samþykkti Verð- lagsráð að leyfa 6% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlands- flugi Flugleiða. Að sögn Gunnars Þorsteinsson- ar hjá Verðlagsstofnun hækkar lítri af gasolíu úr 15 krónum í 21, eins og olíufélögin höfðu óskað eftir, sem er 40% hækkun. Svart- olía hækkar um 16,8% eða úr 11.300 krónur tonnið í 13.200. Þá lá fyrir fundinum beiðni um hækkun á 92 oktana bensíni um 15%, eða úr 52 krónum í 60 lítr- inn. Þeirri afgreiðslu var hins veg- ar frestað, sem mun hafa verið gert að ósk aðila vinnumarkaðar- ins, í þeirri von að ríkisstjórnin dragi eitthvað úr hækkuninni. Þá samþykkti Verðlagsráð 6% hækk- un á far- og farmgjöldum Flug- leiða í innanlandsflugi. Þessar hækkanir koma til framkvæmda á mánudag, 1. október. Launþegasamtök jafnt sem at- vinnurekendur hafa lagt á það ríka áherslu að fundnar verði leið- ir til að draga úr olíuhækkunum og í gær sendi Dagsbrún ríkis- stjórninni bréf þar sem ítrekað var að alvarlegt ástand gæti skap- ast ef bensínhækkanir gengju óhindrað í gegn. Þá hefur fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands sent frá sér ályktun þar sem þeirri skoðun er lýst að þeirri uppsveiflu í kaupmætti, sem koma átti á síðari hluta þessa árs, sé nú stefnt í hættu vegna áhrifa af hækkun olíuverðs er- lendis. Nái hún fram að ganga, sé þjóðarsáttin í hættu með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. í Ijósi þessa krefst framkvæmda- stjórnin þess, að gjöld ríkissjóðs af olíum og bensíni verði óbreytt að krónutölu og að tekið verði til at- hugunar hið dýra og margfalda dreifingarkerfi olíufélaganna. Þessi krafa hefur einungis verið virt hvað varðar bensínhækkun og er sú frestun sem varð á ákvörðun um bensínverð í Verð- lagsráði tímabundin. Búist er við að hækkunarbeiðnum frá fleiri flutningaíýrirtækjum eftir helg- ina, þegar nýtt gasolíuverð hefur tekið gildi. Vegna þess að u.þ.b. helmingur ráðherranna er erlendis um þess- ar mundir hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvernig kröfum aðila vinnumark- aðarins verður mætt, en olíu- verðsmálið er á dagskrá ríkis- stjórnarfundar í byrjun næstu viku. Á myndinni eru forsvarsmenn rafve'rtnanna og aöstandendur myndanna. Frá vinstrí Guðjón Sigurbjartsson, Stefán Amgrímsson, Eiríkur Bríem, Þórsteinn Ragnarsson, Eiríkur Thorsteinsson og Eiríkur Þorbjömsson. Timamynd: Pjetur Rafveitur landsins sameinast um innheimtuátak: Davíð Oddsson segir að langt sé síðan ákveðið var að álver risi við Keilisnes: Ríkisstjórnin meö skollaleik í ræðu Davíðs Oddssonar á lands- þingi Sambands íslenskra sveitar- félaga kom fram að hann væri ekki í vafa um það og hefði reyndar fyr- ir því óyggjandi upplýsingar, að í mjög marga mánuði hafí ekki annað staðið til en að álver yrði reist suður með sjó, ef það yrði reist á annað borð. Davíð sagði að álmálið væri nýj- asta dæmið um skollaleik ríkis- valdsins gagnvart sveitarfélögun- um. Þeim hafi þarna verið otað saman og þrátt fyrir að stjórnvöld vissu að álverið yrði aldrei reist nema á Keilisnesi, hafi hinu gagn- stæða verið haldið að fólki. Davíð sagðist ekki hafa tekist að fá skýr- ingu á því hvað með þeim ljóta leik hefði átt að vinnast, nema það eitt að skapa ró og frið fyrir þá sem voru að vinna að samskiptum við hina erlendu aðila og sveitarfélög- in sem heild hljóti að fordæma slíkan skollaleik. —SE Jói trassi og kötturinn Rafveitur landsins hafa ákveðið að fara nýja leið í innheimtu- og kynn- ingarmálum. Gerðar hafa veríð fjórar bráðsmellnar teiknimyndir um trassann Jóa sem trassar að greiða rafmagnsreikninginn. Myndirnar eru til þess ætlaðar að minnka vanskil og hvetja viðskipta- vini rafveitunnar til að láta raf- magnsreikninginn hafa forgang, vegna þeirrar þýðingar sem raf- magnið hefur og verið er að greiða fyrir. Eins og áður sagði eru mynd- irnar til þess fallnar í og með að kitla hláturtaugarnar og segja for- svarsmenn rafveitnanna að með léttu gríni megi ef til vill ná betur athygli þeirra sem trassa að greiða rafmagnsreikninginn. Myndirnar eru fjórar og fjalla þær allar um Jóa sem trassar að greiða rafmagns- reikninginn. Rafveitan lokar og reynir Jói eftir ýmsum leiðum að verða sér úti um rafmagn. Köttur- inn hans Jóa er ekki sáttur við háttalag Jóa og grípur hann loks til sinna ráða. Teiknimyndirnar eru al- gjörlega íslensk framleiðsla, en við endanlega útlitshönnun voru fengnir tveir útlendingar. Annar þeirra er teiknarinn Ulli Meyer, en hann hefur mikið unnið með þeim fræga leikstjóra Steven Spieíberg sem gerði m.a. myndirnar um geimálfinn E.T. og fornleifafræðing- inn Indiana Jones. Fyrsta myndin verður frumsýnd í sjónvarpinu í kvöld. —SE Páll sjónvarpsstjóri? Foráðamenn Stöðvar 2 segjast vilja ráða nýjan sjónvarpsstjóra að stöðinni sem fyrst. Þorvarður Elíasson sjónvarpsstjóri hyggst nú hverfa aftur til síns fyrra starfs í Verslunarskólanum á þessu skólaári, þó samningur Stöðvar- innar við hann renni formlega ekki út fyrr en í febrúar. Fram hefur komið að nokkur átök eru um stöðu sjónvarpsstjóra og m.a. greinir Pressan frá átökum milli Jóns Ólafssonar og Þorvarðar í síðasta tölublaði. Tíminn hefur heimildir fyrir því að Páli Magn- ússyni hafi verið boðin staðan en Jóhann J. Ólafsson vildi ekki stað- festa það í samtali við blaðið í gærkvöldi, þó hann teldi Pál í sjálfu sér ekki óálitlegan valkost. Botnsá í Súgandafirði: 700 laxar á einni viku Eftir að stangveiðitímabilinu Botnsá á stöng í sumar og virðist lauk hófust netaveiðar í Botnsá í nóg hafa veríð eftir af iaxinum í Súgandafirði. Um 700 laxar ánni er stangveiðitímabilinu veiddust á tæpri viku en það er lauk. Birkir sagði einníg að lík- meira en helmingi meira en legast væri eitthvað af laxinum, veiddist í ánni á stöng allt sum- er veiddist í netin, frá einhverj- arið. um af hafbeitarstöðvunum í Að sögn Birkis Friðbertssonar kring. En erfitt væri að segja til veiddist meirihlutinn af þessum um hve mikili hluti það væri og 700 löxum á einungis þrem dög- úr hvaða stöð þelr kæmu. um. 315 laxar komu á land úr khg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.