Tíminn - 29.09.1990, Page 1

Tíminn - 29.09.1990, Page 1
VT Q 29.-30. september 1990 Checkpoint Charlie heyrir sögunni til og múrinn er smám saman að molna og hverfa. V-þýska markið hefur borið sigur- orð af kommún- ismanum. Margir A-Þjóðverjar fagna, en í litlu húsi, sem stendur meðal íbúðarblokkaris- anna í A-Berlín virðir einn dijúg- ustu liðsmanna kalda stríðsins fyrir sér rústirnar af því kerfí, sem hún svo lengi barðist fyrir. Hún er 83 ára og hvíthærð og í þessu litla húsi, sem bergmálar enskan málhreim hennar og ættingja hennar, ræður hún ríkjum. Einu sinni hét hún Ursula og þá Rut, en í heimi undir- ferlisins muna menn hana sem Sonju, þýskættaðan njósnara, sem gerði bresku leyniþjón- ustunni stórfelldan skaða. Mesta afrek hennar var að koma kjamorkuleyndarmálum Breta úr höndum kjameðlisfræðingsins Klaus Fuchs í hendur Stalíns. En fá- heyrðara var það afrek hennar - ef rétt er - að gera tilvonandi yfirmann M15 að sovéskum njósnara. Peter Wright, höfundur „Spycatc- her“, telur svo vera. Það var 1960 að þeir þóttust fullvissir um að stofnun- in hefði innan vébanda sinna njósn- ara í háu embætti. í meira en tutt- ugu ár hefur Wright ásakað Sir Ri- chard Hollis fyrir að vera svikarinn og að Sonja hafi stjómað honum. Þessi ásökun hafði afleit áhrif fyrir M15 og olli miklu uppnámi er „Spyc- atcher" kom út. Hafi Sonja afrekað þetta tvennt verður hún að teljast einn magnað- asti njósnari á öldinni. En var ákær- an á hendur Hollis sönn? Og var hún brúðustjómandinn, sem hafði ör- yggisþjónustu Breta í greip sér? Eftir að hún flúði England 1950 Fáir njósnarar munu hafa valdið Bretum meiri vandræðum en „Sonja“, en hún flúði land 1950. Hún er grunuð um að hafa gert yfirmann M15 að handbendi Rússa Sonia í júlí sl. Hún er 83 ára gömul, en hress vel og sér eftir engu þótt framtíðam'kið sé hrnnið. ræddi hún við engan vestan járn- tjaidsins í Ijömtíu ár. En frægð henn- ar var mikil og menn höfðu ritað skáldsögur um hana. Þeirra á meðal var Michael Jones, sem skrifaði sög- una „The Third Betrayal". Hann náði viðtali við hana nýlega og er þessi grein byggð á frásögn hans í The Sunday Times. Michel Jones segir: Löng og við- burðarík saga „Ég hitti fyrir skarpgreinda og fjör- mikla konu, sem reyndist reiðubúin að ræða um hið merkilega líf sitt, sem spannar óróaárin í Þýskalandi og styrjaldartímana í Kína fyrir stríð, Moskvu á dögum hreinsananna og loks ár hennar í Oxford, þar sem hún Ieiddi Klaus Fuchs um gangstíga ungra elskenda. Múrhúðin var að flagna af húsinu hennar og við gangstíginn lá gamalt og ryðgað baðker. Þetta var um miðj- an vetur og birkið dmngalegt á að líta og áin Spree með dapurlegum lit. Hin fáu kaffihús vom öll lokuð. Hún lauk upp dymnum - kona smá á vöxt - og lagaði te. Hún minntist á að vatnið yrði að vera sjóðandi, ef það ætti að vera upp á enska móðinn. í dagstofunni vom veggirnir þaktir bókum á ensku, rússnesku og þýsku. Eina myndin var af einhverju lands- lagi, en þarna var póstkort með mynd af Lenin og stór ljósmynd af Richard Sorge. Hún hangir á heið- ursstað, enda var það hann sem kom henni inn í njósnastarfsemi. Þama hékk og handklæði, sem í var saum- að „Öreigar allra landa sameinist!" og úti í garðinum hafði hún grafið niður tvær flöskur upp að hálsi. Til hvers? Hún brosir: „Þegar vindurinn hvín í stútnum, þá fælir hljóðið moldvörpurnar burtu". Eftir að hafa lesið allar þær tyrfnu bækur, sem komu í kjölfarið á sög- unni um svik Hollis, þá er hressandi að hitta þessa konu - hún er svo al- þýðleg og miklu raunvemlegri. Varð kommúnisti 18 ára Sonia var skírð Ursula Kuczynski, en hún fæddist þann 15. maí 1907. Faðir hennar var vinstri sinnaður, en ekki kommúnisti, og móðir hennar var listamaður. Þau vom gyðingar, menntað fólk, sem ól sex böm sín upp í myndarlegu húsi við Schlach- tensee, en það er vatn, sem nú er við útjaðar V-Berlínar. Átján ára varð hún kommúnisti, vegna gremju út af atvinnuleysinu eftir fyrra stríð. Hún var enn á unglingsaldri, þegar hún lærði að fara með skammbyssu í skógunum í grennd Berlínar. Árið 1930 fékk fyrsti maður Soniu, Rolf Hamburger, vinnu sem arkitekt við bresku nýlenduna í Shanghai og þar bjuggu þau lífi eins konar ný- lenduherra. Soniu blöskraði fátækt- in í Kína - „það má sjá lík af smá- börnum á götunum". Gaf hún sig því fram til sjálfboðastarfa fyrir komm- únista. Nokkmm dögum síðar kom til hennar gestur, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. Richard Sorge, fyrrum þýskur her- maður, fæddur í Rússlandi, var for- ingi í Fjórðu deild Rauða hersins, en sú deild annaðist upplýsingamál og heitir nú GRU. Hann bauð henni að aðstoða sig í starfi. Kína var á öðmm endanum vegna borgarastríðsins milli kommúnista og þjóðemissinna Chiang Kai-shek. Japanir höfðu ráð- ist inn í Mansjúrfu 1931 og náð til Shanghai í janúar 1932. Kommún- istar sem teknir vom höndum vom líflátnir. Sonia var vanfær og komin sjö mánuði á leið. En hún hikaði ekki við að ganga til liðs við Sorge. Náin vinátta Hann fékk nú herbergi f húsi henn- ar til afnota og hitti þar kínverska

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.