Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. september 1990 HELGIN 11 Klaus Fuchs. Sonia kom upplýS' ingum hans í hendur Staiíns. væri í kröggum og urðu þetta lokin á störfum hennar. Víkur nú sögunni að Richard Hollis. „Fimmti maðurinn“ Leitin að svikara innan M15 eða „fimmta manninum" hófst eftir 1960 og er þetta mál nú á allra vi- torði. Menn hafði grunað að skemmdarverkastarfsemi hefði átt sér stað innan M15 frá því eftir stríð og fór sá grunur vaxandi. Sú staðreynd að Fuchs hafði getað njósnað óáreittur í níu ár þótti stór- hneykslanlegt, en nóg var af minni áfölíum er M15 varð fyrir. Bruno Pontecorvo, öðrum atómnjósnara, tókst að flýja aðeins fjórum mánuð- um eftir að Fuchs var fangelsaður. Donald Maclean flúði ásamt Guy Burgess eftir að hann hafði verið að- varaður um yfirvofandi handtöku. Holis hafði verið í M15 allt stríðið og varð hann forstjóri stofnunarinn- ar 1956. Níu ár hans í þessu starfi einkenndust af miklum áföllum. Að vísu hafðist uppi á njósnurum, en ekki fyrr en eftir mörg ár og eftir að þeir höfðu gert mikinn skaða. í októ- ber 1962 handtók GRU njósnarann Oleg Penkovsky, sem njósnaði fyrir Breta. Hann hafði aðeins starfað í eitt ár og hefði getað orðið mjög mikilsverður uppljóstrari. Árið 1963 gerðist það að Kim Phil- by, sem nýlega hafði játað að vera sovéskur njósnari, var boðin sakar- uppgjöf fyrir að veita upplýsingar. En hann hvarf þá skyndilega í Beirut og komst til Sovétríkjanna. Ljóst var að hann hafði játað til þess eins að vinna tíma, meðan flótti hans var skipulagður. En þetta virtist hægt að nota sem vísbendingu, því hópur þeirra sem hefðu getað aðvarað Phil- by var mjög lítill - en í honum voru þeir Hollis og aðstoðarmaður hans, Graham Michell. Þar með hófust svikaraveiðar, sem stóðu í tuttugu ár. Michell var settur undir smásjána. Hann hætti störfum og var áfram undir grun. Hann var þó loks hreins- aður af allri sök og beindist athug- unin nú að Hollis. Hann var einnig hættur störfum, en var kallaður til strangrar yfirheyrslu í South Audley Street í Mayfair. Rannsóknarnefndin fór vandlega yf- ir öll mistök M15 og var það ekki þægileg tilhugsun að ef yfirmaður M15 hefði verið sovéskur njósnari, var starf bresku - og raunar banda- rísku leyniþjónustunnar líka - að miklu leyti í rúst. Engar áþreifanlegar sannanir fund- ust um sekt Hollis. En Wright var ekki í vafa. í bók sinni „Spycatcher" greinir hann frá því er árið 1970 tókst loks að ráða gamalt dulmáls- skeyti frá sovéska sendiráðinu. Reyndist þar vera um að ræða boð frá Kremer, þar sem hann sagði frá fundum þeirra Soniu. Skeytið sann- aði einnig að hún stjórnaði njósn- arahópi þegar árið 1941. Þetta telur Wright sönnun þess að hún hafi komið til Englands beinlínis til að stjórna háttsettum manni, sem gekk undir nafninu „Elli“. „Þegar þetta varð uppvíst var ég ekki í vafa um að Elli var til,“ segir Wright, „og að Sonia stjórnaði honum frá Oxford." Nú fyrir skömmu spurði höfundur þessarar frásagnar Soniu að því hvað satt væri í þessu. Sonia svaraði mjög afdráttarlaust. Getgátur um að hún hafði átt sam- band við Holis væru með öllu ósann- ar. „Þetta er hlægilegt. Ég hefði verið stolt af því, ef það væri rétt að ég hefði haft yfirmann M15 í hendi mér.“ Hún þekkti til þessa furðulega máls og hafði lesið nokkrar bækur er fjölluðu um það. Henni fannst þær leiðinlegar og villandi. „Ég vil ekki sjá að vera hetja í sögu, sem ég hef ekki komið nærri,“ segir hún. Segir hún satt? Orð Soniu eru mikilsverð í ljósi þeirrar athygli sem málið hefur not- ið í 25 ár. En segir hún satt? Höfundur þessarar frásagnar bendir á að þetta vital við Soniu var ekki að frumkvæði hennar. Hún hafði þagað í fjörutíu ár og var ekki sérlega mál- gefin nú. Múrinn var að hverfa og dagar a-þýska alþýðulýðveldisins virtust senn taldir. í öll þessi ár hafði hún unnið sem ákveðinn kommún- isti að uppbyggingu sameignarkerfis- ins, er nú virtist vera að hrynja. Hefði hún því átt að hafa annað að hugsa um en að draga skýlu yfir gamalt mál, sem hvort sem var heyrði sög- unni til. Enn segir höfundur: „Mér virtist hún fagna þessu tæki- færi til þess að segja frá sigrum þeirra Klaus Fuchs og leiðrétta sög- una um Hollis. Nú, þegar kalda stríð- ið sýndist á enda, virtist þáttur Holl- is æ þýðingarminni. Mér fannst Son- ia segja heiðarlega frá og ég trúði henni.“ Átján ára hafði hún gengið í þýska Kommúnistaflokkinn og lært að fara með byssu. Myndin ertekin í mars 1927. En ef Sonia hafði ekki samband við menn innan M15, hvernig gat hún þá komist upp með að starfa í níu ár án verndar? Sjálf segir hún: „Meðal- tfminn er þrjú ár og þá kemst upp um mann. Við Len hugsuðum oft um það hvort einhver í M15 héldi hlífiskildi yfir okkur. Auðvitað viss- um við það aldrei, en okkur fannst það ótrúlegt að við gætum verið svona heppin." Anthony Blunt, listfræðingurinn sem var hátt settur í M15 til 1946, hefði getað gruggað vatnið til að vemda þau, hefði þess gerst þörf. En það er ólíklegt að M15 hafi tengt Soniu uppljóstrunum um atóm- sprengjuna. Og hefði alvarlegur grunur fallið á hana er ólíklegt að einn M15 maður hefði getað bjargað henni. Þetta er margbrotin kerfis- stofnun, þar sem menn geta óhrædd- ir sagt hug sinn sín á milli og þar sem ekki er auðvelt að þegja málin í hel. Löng þögn Dóttir Soniu, Nina, sagði höfundi að í Englandi heföu þau börnin ekk- ert um starfsemi foreldranna vitað. Meira að segja eftir að til Berlínar kom þögðu þau áfram til 1968. Þögnin átti að vernda aðra njósnara í Bretlandi. En hverja? Höfundur segir: „Þegar ég ræddi við Derek Tangye, sem þjónaði í M15 frá 1941 til 1950, sagði hann eitt sinn: „Það hlýtur að hafa verið Blunt. Þetta var hæfilegt hlé eftir að hann gerði hin- ar leynilegu játningar sínar og ljóst varð að staðið yrði við sakarupp- gjof.“ FLÓTTINN FRÁ BbP ■ M Kii ■ BTI mJr I TIL BERLÍNAR Sonia flúði frá Englandi í mars 1950, skömmu eftir að Klaus Fuchs var handtekinn og dæmdur í 14 ára fangelsi. Játning hans hefði beint spjótum að hennl og það þótt hann hefói aldrei vitað hvað hún hét né hvar hún bjó. Hún gat ekld tafið lengur. Len hafði fótbrotnað eftir slys á mótorhjóli og varð því eftir — „kveðjustundin var undarteg, ef til vill mundum við ekki sjást aft- ur,“ segir Sonia. Mlchael varð líka eftir, en hann var að nema heira- speki við háskólann í Aberdeen. Sonia gróf flokksskírteinið sitt og senditækið og hélt út á Heat- hrow- flugvöll með þau Ninu og Peter, yngri böm sín. Flugvélin lenti í Berlín og þau fóru rakleitt að landamærastöðinni við Fried- richstrasse, en þar komust þau yf- ir á sovéska hernámssvæðið und- ir vakandi eftiriiti NKVD manna. Þetta var ömurleg heimkoma. Hún hafð farið í skyndi að heiman og enginn átti von á henni. Hún hringdi í Jiirgen bróður sinn, sem búið hafði í V-Berlín, en flúið yflr á sovéska svæðið eftir handtöku Fuchs. Kona hans kom til þeirra á stöðina. Þar sátu bömin á bak- pokunum sínum og hríðskulfu, en klukkan var tíu að kvöidi. Hún fór með þau frá einu hótelinu til annars, en alis staðar var fullt Loks var þeira bent á gömul hjón sem leigðu út heihergi nærri Ro- senthaler Platz. „Börain sváfú saman í köldu og röku rúmi og ég f öðru,“ sagði Tryggur eígí nmaðu r Len Beurton. Sonia. Þegar þau vöknuðu blasti við þeim bo»g í rústum. Herberg- ið var ekki upphitað nema þrlðja hvera dag út af kolaskorti. En brátt féldc Sonia aðsetur í litla húsinu, þar sera hún býr enn. Len og Michael komu brátt. Sonia vann hjá kerflnu — fyrst við upp- lýsingar, en síðar við utanríkis- verslun. Hún hætti að vinna 1956 og helgaði sig ritstörfum. Bðm hcnnar hafa öU starfað í A- ÞýskalandL Michael, sem nú er um sextugt, vinnur ( leikhúsL Nina er bamakennari. Peter (son- ur Len, fæddur í Englandi) er há- skólamaður og er svið hans vís- indaheimspeki. Þau búa öU í grennd við Soniu og á hún slr bæði ömmuböra og langömmuböm. ÖU tala ensku. En er mögulegt að skýra árangur Soniu án þess að gera ráð fyrir verndara innan M15 eftir aö Blunt hætti störfum 1946? Vera má að ágætt dulargervi, sterkar taugar og mikil heppni hafi nægt? Að lokum segir höfundur þessarar frásagnar um heimsóknina til Soniu: „Hún er ein greindasta og mest að- laðandi manneskja sem ég hef hitt. Maður skynjaði stálvilja hennar og hugrekki. Hún lifði við mikið álag í tuttugu ár, en það má sjá að hún hafði það sem þurfti til þess að þola það.“ En var þetta þess virði? Sonia er eindreginn kommúnisti og svarar játandi. Hvort framlag þeirra Fuchs sparaði Sovétríkjunum mikinn tíma við smíði atómsprengjunnar er vafa- mál. Sovétríkin áttu frábæra vís- indamenn og þegar 1949 sprengdu þau fyrstu atómsprengjuna. Segja má að athafnir Soniu hafi fyrst og fremst skaðað þjóðir A- Evr- ópu, sem urðu að lifa við einræðið næstu fjörutíu árin. Ég gat ekki annað en fundið til að- dáunar og sorgar í senn, þegar ég hafði kvatt þau og gekk út á illa lýst stræti A-Berlínar, þar sem ég rakst á kröfugöngu gegn sameiningu þýsku ríkjanna. Draumurinn um að sigrast á fasismanum og koma upp sósíalisku Þýskalandi var driffjöður- in sem Sonia gekk fyrir. Hún hlýtur að hafa fagnað því mikið eftir 1950 að geta tekið þátt í uppbyggingu þessa ríkis. Þarna bjó hún við mikla sparsemi og deildi kjörum með al- múganum. Hún þjónaði Stalín og einu mesta alræðisríki A-Evrópu, en hún segist nú löngu hafa snúið baki við hvoru tveggja. Kveðst hún hafa vonast til að eitthvað nýtt og betra mundi skjóta upp kolli. En það gerðist ekki. Sonia hefur mátt sjá allt sem hún barðist fyrir hrynja í rúst. En kjark- urinn er óbugaður. Samt sagði hún er ég hringdi til hennar nokkru síð- ar frá Englandi: „Hvert getum við eiginlega stefnt núna?“ * Loksaumur * Fuglaspor * Styrktur beinn saumur * Tvöfalt zig-zag ^ SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50-681266 SINCER * Beinnsaumur * Zig-zag ★ Blindfalds saumur * Fjölspora zig-zag ★ M-saumur ★ Hálfmáni Melodie d OO Módel 5910 Melodie 100 saumavélarnar hafa upp á að bjóða 10 gerðir af fallegum nytjasaumum og teygjusaumum auk nokkurra skrautsauma og svo auðvitað loksaum. hær eru með sjálfvirkan hnappagatasaum sem saumar hnappagöt af öllum stærðum. Þú hef ur e.t.v. gaman af aö vita aö rúmlega 2,5 milljón SINGER saumavélar eru nú framleiddar ár hvert - hinar fyrstu fyrir rúmum 135 árum. f þessu iiggur skýringin á gæöum vélanna og sanngjörnu verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.